Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 1
rr o r JHtqpmltibiMfe 1995 KNATTSPYRNA FOSTUDAGUR 27. JANUAR BLAÐ c Hetja og skúrkur Janúar 1995: Cantona rekinn út af gegn Crystal Palace fyrir gróft brot, og lendir síðan í átökum við áhorfenda; sparkar í hann að hætti kung-fu manna og slær í þokkabót. Ágúst 1994: Rekinn af velli gegn Glasgow Rangers í vináttuleik og úrskurðaður í þriggja leikja bann. Júlí 1994: Handtekinn af öryggis- vörðum eftir rifrildi við starfsmann á heimsmeistaramótinu í Bandaríkj- unum, fyrir leik Brasilíu og Svíþjóð- ar í undanúrslitum í Los Angeles. Guido Tognoni, talsmaður FIFA, sagði leikmanninn hafa lent í rifr- ildi vegna úthlutunar sætis í blaða- mannastúkunni og hafi verið hand- tekinn eftir að hafa slegið starfs- manninn. Canton, sem starfaði fyr- ir franska sjjónvarpsstöð á keppn- inni, var fljótlega sleppt. Marz 1994: Úrskurðaður í fimm leikja bann eftir að hafa verið rek- inn af velli með fjögurra daga milli- biii, gegn Swindon og Arsenal. En hann sagði þá: „ástarsambandi mínu og ensku knattspyrnunnar er ekki lokið." Október 1993: Cantona lentir í deilu víð tyrkneska lðgreglumenn, eftir Evrópuleik gegn Galatasaray í Istanbul; talið var að lögreglumað- ur hefði slegið leikmanninn. Can- tona var rekínn út af í leiknum vegna orða sem hann lét falla í garð dómarans. •Cantona kom til Englands í febr- úar 1992, er hann gekk til liðs við Leeds qg varð enskur meistari um vorið. I desember, sama ár, var hann seldur til Manchester United, við lítinn fögnuð áhangenda Leeds, og hann hefur orðið enskur meist- ari tvisvar síðan; 1993 og 1994. Reuter ERIC Cantona mlsstl stjórn á skapl sínu eftlr að hafa verið vlkid af velli í fyrra- kvöld og sparkaði f áhorfanda. A stóru myndinnl er Frakkinn á niðurleið eftir sparkið og á hinnl hefur vallarstarfsmaður skorist í lefklnn. FRJALSIÞROTTIR Guðrún bætti ís- landsmetið í 55 m grindahlaupi GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ar- manni, setti íslandsmet í 55 m grindahlaupi á móti í Gainesville í Flórída um síðustu helgi. Hún hljóp á 7,73 sekúndum, varð í öðru sæti á mótinu og bætti eigið met um 0,02 sekúnd- ur. Sigurvegari var Gillian Russel frá Jamaíku, sem hljóp á 7,55 sekúndum en hún er í 24. sæti á heimslistanum í 100 metra hlaupi á þar best 12,97 sek. Kim Batten frá Bandaríkjunum varð þriðja á 7,74 sek., en hún var í 2. sæti á heims- listanum í 400 m grindahlaupi í fyrra, 53,77 sek. SKIÐI Heimsmeistara- mótinu f restað til næsta árs HEIMSMEISTARAMÓTINU á skíðum, sem átti að hefjast í Sierra Nevada á Spáni á mánudag, var í gær frestað til næsta árs. Ástæðan er snjóleysi og veðurspá um viðvarandi ástand næstu daga. Frestun hefur legið í loftinu að undanförnu en dregið var að taka ákvörðun fram á síðustu stundu. I fyrsta sinn í nær aldar- fjórðung er lítill sem enginn snjór í Sierra Nevada en mótshaldarar höfðu sett gervisnjó í brautirnar. Veðurspá fyrir næstu daga gerir hins vegar ráð fyrir hlýnandi veðri og jafnvel rigningn og því var fyrrnefnd ákvörðun tekin. Sjö íslenskir skíðamenn voru skráðir til þátt- töku; Ásta S. Halldórsdóttir, Kristinn Björns- son, Arnór Gunnarsson, Vilhelm Þorsteinsson, Haukur Arnórsson, Gunnlaugur Magnússou og Pálmar Pétursson. KORFUKNATTLEIKUR IMýliði fékk f lest atkvæði í fyrsta sinn NÝLIÐINN Grant Hill hjá Detroit Pistons fékk flest atkvæði í kjöri almennings um hverjir eigi aðieika í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ný liði er tekinn fram yfir reyndari menn en Hill fékk 1.289.585 atkvæði, 26.134 fleiri en Shaq- uille O'Neal hjá Orlando í miðvarðarstöðu Austurdeildar. Þeir verða í byrjunarliðinu ásamt framverðinum Scottie Pippen hjá Chicago og bakvðrðunum Anfernee Hardaway hjá Orlando og Reggie Miller hjá Indiana. Stjörnuleikurinn, sem fer fram í 45. sinn, verður í Phoenix sunnudaginn 12. febrúar. Cantona í slæmu máli Claude Simonet, formaður Knattspyrnusambands Frakklands, sagði í gær að mikil óvissa ríkti um framtíð Erics Can- tonas sem landsliðsmanns eftir að hann réðst á áhorfanda í fyrra- kvöld í kjölfar þess að hafa verið vikið af velli í leik Crystal Palace og Manchester United í ensku úr- valsdeildinni. „Því miður held ég að taka verði Eric Cantona úr franska landsliðinu. Ég segi því miður því hann er maður mikilla hæfileika," sagði formaðurinn. Framkoma Cantona vakti víða mikla athygli. Alþjóða knatt- spyrnusambandið harmaði atburð- inn og Knattspyrnusamband Eng- lands hélt sérstakan fréttamanna- fund þar sem kom fram að leik- maðurinn hefði verið ákærður fyrir óprúðmannlega framkomu. Tekið yrði á þessu af hörku en réttlætis gætt og því fengi Cantona 14 daga frest til að undirbúa vörn í málinu. Cantona á einnig ákæru yfir höfði sér fyrir líkamsárás. Hegðun fyrirliða franska lands- liðsins var víða fordæmd en einnig var á það bent að leikmaðurinn hefði sagt í myndbandi um sjálfan sig að hann gengi stundum of langt. Ummmæli hans og fram- koma bentu til þess að Hann hefði ekki stjórn á sjálfum sér og þyrfti að fara í meðferð. Stjórnarfundur var hjá Man- chester United í gærkvöldi en tals- menn félagsins þögðu þunnu hljóði að honum loknum og Cantona lét ekkert hafa eftir sér. Enska knatt- spyrnusambandið kastaði boltan- um til United og gaf til kynna að félagið ætti að taka fyrsta skrefið varðandi refsingu. United mætir Wrexham í fjórðu umferð bikar- keppninnar á morgun og er talið að Cantona verði ekki með en búist er við yfirlýsingu frá Manchester United um málið í dag. ¦í FRAKKLANDI lék Cant- ona með Auxerre, Martigues, Auxerre aftur, Marseilles, Bordeaux, Montpellier, Mars- eilles aftúr og loks Nimes. Hann lenti oft í vandræðum; var gerður brottrækur úr landsliðinu um tíma fyrir móðgandi ummæli um þáver- andi landsliðsþjálfara, var rek- inn af velli fyrir að kasta knetti í dómarann og var þá úrskurð- aður í leikbann, sem var síðan lengt eftir að hann móðgaði aganefnd franska knatt- spyrnusambandsins á fundi. RALL: SPANVERJINN CARLOS SAINZ SIGRAÐI í MONTE CARLO / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.