Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 D FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 J DAGLEGT LIF Strákar og stelpur sundur, en ekki saman í bekk? , ÞÓTT ekki sé ýkja langt síðan | kynjablöndun í skólastarfi varð j nánast allsráðandi hér á landi og l víða annars staðar, eru ýmis teikn á lofti um að aðgreining kynjanna eigi eftir að aukast í nánustu fram- Jgj* tíð í leik- og grunnskólum og e.t.v. V* í framhaldsskólum. Danir og Svíar eru einkum hallir undir þessar hug- myndir og kenna nú stúlkum og drengj- um í auknum mæli sitt í hvoru lagi. Viðhorfsbreytingum Dana og Svía í þessum málum voru gerð nokkur skil í Kaupmannahafnarbréfi í Morgunblað- inu sl. sunnudag. í aðalatriðum ganga þær út á að halda ekki aftur af strákum þegar þeir vilja ærslast, hamast og slást, heldur skapa þeim „tryggar að- stæður“ og hætta að innprenta þeim að athæfið sé óeðlilegt og rangt. Stelp- umar fái hins vegar að læra og dunda sér í friði án þess að verða stöðugt fyrir áreitni og yfirgangi strákanna. í greininni segir að danskir kennarar hafi smám saman fikrað sig áfram með að skipta blönduðum bekkjum upp að hluta í skólatímanum, tvo eða fleiri tíma í viku. Þannig telji þeir auðveld- ara að ná til nemenda og skapa frið- sæla kennslustund. Mörgum kann að virðast sem slíkar breytingar á skólastarfi séu á skjön við jafnréttishugsjónina. Öðmm gæti fund- ist að kynjablöndun hafi haft það eitt að leiðarljósi að skikka stráka til að hegða og leika sér eins og stelpur og þvinga stelpur til að hafa sig í frammi með ærslum og látum eins og strákum er tamt. Emm við komin í hring eða eiga ofangreind viðhorf ekkert skylt við jafnrétti? Eru drengir og stúlkur það ólík að upplagi að nauðsynlegt sé að skapa þeim svigrúm sitt í hvoru lagi? Daglegt líf leitaði álits nokkurra ein- staklinga, sem þekkja til þessara mála og hafa ákveðnar skoðanir á framvind- unni. Margrét Pála Ólafsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Gyða Jóhannsdóttir Elsa Þorkesdóttir Margrét Pála Ólafsdóttlr, leíkskjólastjórl Strákar frekjast og stelpur þola Kynjaskiptar deildir eru ekki með öllu óþekkt fyrirbæri hérlendis. Fyrir rúmum fímm árum vakti Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskóla- stjóri Hjalla í Hafnarfirði, athygli fyrir slíka aðgreiningu. „Markmið mitt er að þjálfa bæði kynin á breið- ara sviði en hefðbundið kynhlutverk gerir ráð fyrir. Ég tel kynjaskiptar deildir vænlegustu leiðina vegna þess að strákar og stelpur leika sér á ólíkan hátt og eru ólík að upp- lagi. Bæði kynin þurfa tækifæri til að sinna sínum leikjum en jafnframt æfa sig í fjölbreyttari hlutverkum. Hér í Hjalla leggjum við ríka áherslu á samskiptaþjálfun. Þjóðfé- lagið þarfnast einstaklinga sem hafa kvenlæga eiginleika eins og vináttu, samvinnu, nálægð og fé- lagslega ögun, en búa jafnframt yfír áræðni, krafti, frumkvæði og sjálfstæði, sem jafnan teljast til karllægra gilda. Blandað skólastarf hefur ekki gefíð góða raun. Strákar taka meira rými, þeir þurfa meiri kennslu og athygli en stelpur framan af skóla- göngu. Samt standa stelpur sig yfírleitt betur í námi, þær læra að vera þolendur meðan strákarnir frekjast áfram, fínnst þeir vera alls- endis frábærir, en þó um leið ómögulegir vegna þess að athyglin, sem sífellt beinist að þeim, er alla jafna með neikvæðum formerkj- um.“ Margrét Pála telur „skandinav- ísku leiðina", skref í rétta átt, en gangi þó of skammt. Það vanti að ráðast gegn hefðbundnum kynhlut- verkum með sérstakri uppbótar- vinnu fyrir hvort kyn. Kynjaskipt- ing án þess geti orðið til þess að ofuráhersla verði lögð á kvenlegar dyggðir, sem getur valdið því að stelpur verði ósjálfstæðar og kjark- litlar. Sé strákum hins vegar gefínn of laus taumurinn fari þeir á mis við vináttu og þá ögun, sem felist í félagslegri nálægð. Þrátt fyrir að „skandinavísku" hugmyndirnar séu ekki nógu rót- tækar að mati Margrétar Pálu fmnst henni allt benda til að kynja- skiptar deildir muni eiga auknu fylgi að fagna í framtíðinni. Inglbjörg Ásgelrsdóttlr, grunnskólakennarl Ekki alltaf með læti og ekki alltaf prúðar í röðum grunnskólakennara eru umræður um gagnsemi kynja- skiptra bekkjardeilda ofarlega á baugi. Til marks um áhugann segir Ingibjörg Ásgeirsdóttir, kennari í Grandaskóla, að 15 kennarar skól- ans hafí sótt námskeið á vegum menntamálaráðuneytisins og end- urmenntunardeildar KHÍ þar sem þessi mál voru kynnt og nokkrir grunnskólakennarar hafí tekið þátt í samnorrænu verkefni, Nordlilia, um sama efni. Þrátt fyrir þrengsli og tvísetinn skóla fínnst Ingibjörgu ómaksins vert að þreifa svolítið fyrir sér með því að skipta bekknum sínum upp eftir kynjum tvær kennslustundir í viku. „Skólastarf er og verður vonandi alltaf í mótun. Hugmyndir um kynjaskiptingu fínnst mér allrar athygli verðar. Mín reynsla er sú að strákar séu ekki alltaf uppi- vöðslusamir og stelpur ekki alltaf prúðar og iðnar, eins og danskir og sænskir kennarar virðast ganga út frá, samkvæmt umræddri grein í Morgunblaðinu. Alhæfingar eru mér ekki að skapi, en þó tel ég mikilvægt að stúlkur fái tækifæri til að þroska eiginleika 'sína á já- kvæðan hátt og sama á við um drengi. Mín reynsla af kynjaskipt: ingu í tímum er afar takmörkuð. í fyrra gerði ég smátilraun með 7 ára nemendur og hef haldið áfram í vetur með sömu nemendur. Mér virðist sem börn leyfi sér fremur að vera eins og þeim er eiginlegt í slíkum kennslustundum. Þá sýni þau sínar réttu hliðar; stelpur eru óragari við að segja skoðanir sínar og strákar láta fremur af „stælun- um“.“ Ingibjörg vill taka skýrt fram að reynsla sín sé e.t.v. ekki nægilega víðtæk til að segja til um merkjan- legar breytingar á hegðun nemenda við þessar aðstæður. í kynjaskipt- um kennslustundum séu nemendur helmingi færri en ella og vel geti verið að tilhneigingar þeirra myndu koma eins skýrt í ljós í fámennum, blönduðum bekkjardeildum. Ingibjörg hefur eins og fleiri sótt ýmsar hugmyndir um fyrirkomulag kennslunnar í smiðju Margrétar Pálu. Henni fínnst sjálfsagt að þróa hugmyndir um kynjaskiptingu í bekkjum, en kennarar verði þá jafn- framt að gera sér grein fyrir markmiðinu. Gyða Jóhannsdóttlr, uppeldisf ræöingur og skólastjórl Fósturskólans Uppeldi manneskjunnar - ekki drengsins eða stúlkunnar Fósturskóli íslands er eitt af mörgum dæmum um að hefðbundin kynhlutverk eru enn í fullu gildi ef tekið er tillit til að einungis örfáir I karlar hafa stundað þar nám. Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri og upp- eldisfræðingur, segir að uppeldi stúlkna og drengja eigi sér djúpar rætur í vestrænni menningu. Vænt- ingar til kynjanna séu mismunandi. Stelpum leyfist að tala um tilfínn- ingar, þeim sé ætluð ýmis umönn- unnarstörf, þær eigi að vera sam- viskusamar, iðnar o.s.frv. Strákar eigi hins vegar að vera klárir, harð- ir af sér og bera ekki tilfinningar sínar á torg. „Ég tel kynjaskiptingu í leik- og grunnskólum ekki neina allsheriarlausn. Þó finnst mér Mar- grét Pála taka að sumu leyti rétt á málum, því hún leitast við að koma mjúku gildunum að hjá strákum og örva sjálfstæði og þor hjá stúlkum. Fyrst og fremst vil ég að uppeldið snúist um manneskjuna og mann- lega eiginleika, ekki stúlkuna eða drenginn." í Fósturskólanum er þó nokkuð fjallað um kynjamun í uppeldis- fræðitímum. „Við skoðum þetta frá öllum sjónarhomum, föram ofan í saumana á vísindalegum rannsókn- um, veltum fyrir okkur hvort munur kynjanna sé líffræðilegs eðlis eða umhverfístengdur auk þess sem hver og einn nemandi þarf að átta sig á eigin viðhorfum." Gyða segir að jafnrétti sé meira í orði en á borði þegar kemur að uppeldismálum. „Ég er ekki viss um að aukin umræða um jafnrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.