Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 D 3 á öllum sviðum hafi breytt ýmsum ómeðvituðum fordómum, sem flest- ir hafa þegar grannt er skoðað. Konur treysta körlum ekki til ýmissa verka og stelpur hleypa strákum ekki að ef einhvern þarf að hugga eða hlú að í leikskólanum. Sé vilji til að breyta ríkjandi viðhorf- um þurfa strákar að fá tækifæri á við stelpur, t.d. varðandi umönnun, og stelpur fái að njóta sín á sam- bærilegan máta á hefðbundnum strákasviðum. Ekkert breytist fyrr en fólk tekst á við eigin viðhorf gagnvart hefðbundnum kynhlut- verkum." Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttlsráós Hagsmunir beggja kynja þurfa að ráða Jafnréttisráð reynir að fylgist með þróun í skólamálum innanlands og utan. Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri, segir margt í deigl- unni og ýmis þróunarverkefni séu í gangi í grunnskólum er varði stöðu kynjanna. Hugmyndin um aðgrein- ingu kynja í bekki sé ekki alveg ný af nálinni. Jafnréttisráð hafi meðal annarra átt fulltrúa í sam- starfshópi á vegum menntamála- ráðuneytisins, sem var starfandi árið 1987. Á sama tíma var í gangi tilraunaverkefni á Akureyri á veg- um „Bijótum múrana" og mennta- málaráðuneytisins, þar sem að- greining kynja var reynd. Elsa seg- ir að í kjölfarið hafi umræður feng- ið byr undir báða vængi, tillögur og niðurstöður samstarfshópsins hafí að miklu leyti verið teknar til greina í framkvæmdaáætlun ríkis- stjómarinnar á sviði jafnréttismála og í framhaldi hafí verið skipuð þriggja manna nefnd til að fylgja málum eftir. „Ákvörðun um kynjaskiptingu verður að taka út frá hagsmunum beggja kynja. Þótt strákarnir þurfí að sprikla verður að gera ráðstafan- ir til að þeim finnist þeir ekki einir í heiminum. Stelpurnar verða líka að fá að blómstra og því þurfa fag- leg sjónarmið stundum að ráða ferð- inni, t.d. til að þær nái betri ár- angri í raungreinum, en þar hafa þær löngum farið halloka gagnvart strákum. Mér finnst trúlegt að þró- unin verði á þann veg að kynin verði smám saman aðgreind í bekkj- ardeildir að einhveiju leyti til þess að bæði fái notið sín á eigin forsend- um.“ Aftur tll fortíftar? Viðmælendur töldu að án sér- stakrar samskiptaþjálfunar væri aukin aðgreining kynjanna í skólum fremur til ógagns en gagns, en „skandinavísku" hugmyndimar virtust ekki gera ráð fyrir slíkri þjálfun. Margrét Pála sagði nauð- synlegt að þjálfa bæði kynin á breið- ara sviði en hefðbundið kynhlutverk gerir ráð og Gyða Jóhannsdóttir tók að því leyti í sama streng, en taldi kynjaskiptingu þó ekki leysa neinn vanda, grunnt væri á ómeðvituðum fordómum gagnvart hefðbundnum kynhlutverkum og slíkt yrði hver og einn að uppræta hjá sjálfum sér. Elsa Þorkelsdóttir taldi að ákvörðun um kynjaskiptingu þyrfti að byggjast á hagsmunum beggja kynja og Ingibjörg Ásgeirsdóttir sagði að skólastarf þyrfti sífellt að vera í mótun til að þróunin yrði fram á við. Mótun og þróun. . ., slíkt á lík- lega við um flest annað í lífinu og tilverunni. Stundum virðist þróunin þó fara í hring og þá er horfið aft- ur til gamalla gilda, sem áttu við þá - ekki í millitíðinni - en aftur núna. Reynslan sker líklega úr um það og skólastarf heldur áfram að blómstra í takt við tímann. E.t.v. hring eftir hring. . . ■ vþj Tveggja vikna hönnunarhátíð í vændum F orm í sland UNDANFARIN ár hefur Form ís- land staðið fyrir hönnunardegi hús- gagna og innréttinga. Síðastliðið sumar hóf hönnunarstöð starfsemi sína og mun hún hafa umsjón með þessari uppákomu í ár. Þar sem ýmsar aðrar starfsgreinar hafa sýnt því áhuga að fá að taka þátt í hönn- unardeginum hefur verið afráðið að gera meira úr þessu. Verður efnt til tveggja vikna dagskrár með þátttöku ýmissa starfsgreina sem tengjast hönnun, Félags íslenskra teiknara, Félags meistara og sveina í fataiðn, Leirlistafélagins, Textflfélagsins, Iðntæknistofnunar, Arkitektafélags- ins, Félags landslagsarkitekta, Fé- lags íslenskra gullsmiða og Félags iðnhönnuða. Ráðgert er að efna til fimm sjálf- stæðra hönnunarsýninga. I Hafnar- húsinu verður tíu daga sýning á húsgögnum og innréttingum, í Geys- ishúsi munu textflhönnuðir, leirlista- menn og gullsmiðir sýna og í gamla Morgunblaðshúsinu verður iðnhönn- un til sýnis. í Iðnó verða arkitektar með byggingarlist og landslagsarki- tektar og fatahönnuðir sýna þar einnig. Að lokum verður grafísk hönnun í Kringlunni. Einnig verða haldnir fyrirlestrar í Norræna húsinu sem tengjast þess- um sviðum og hafa verið fengnir fimm norrænir fyrirlesarar sem flytja erindi. Fram að hönnunarhátíðinni, sem hefst 23. febrúar næstkomandi, mun Daglegt líf kynna eina sýningu hvern föstudag og að þessu sinni er það sýningin sem verður í Geysishúsinu. Allt frá bollum og slæðum að IJósum og veggflísum Að sýningunni standa gullsmiðir, textilhönnuðir og leirlistamenn. Rúmlega þijátíu manns eiga verk á henni og er áhersla lögð á hönnun útfrá notagildi. Textílhönnuðir sýna til að mynda trefla, slæður, púða, diskamottur, tehettur, og rúmteppi, leirlistamenn verða með allt frá bollum upp í ljós og veggflísar og gullsmiðir sýna ýmsa skartgripi og aðra listmuni. ■ grg KRISTRÚN Ágústsdóttir textílhönnuður er ein þeirra sem verður með muni á sýningunni. Hún útskrifaðist eftir fímm ára nám frá textíldeild Myndlista- og handíða- skólans Hún verður til að mynda með silkitrefla á sýningunni. Kristrún vinnur með náttúruleg efni og sækir myndefni sitt þangað líka, form og liti. Á litlu myndinni eru púðar eftir Kristrúnu. TÓMAS Malmberg gull- smiður lærði hjá föður sínum Gunnari Malm- berg. Þeir feðgar bjóða viðskiptavinum sínum nær eingöngu upp á eigin smíðar. Tómas útfærir eigin hugmyndir bæði í skartgripi og skúlptúra. Hann notar aðallega gull og silfur, demanta og ýmsa steina. Á litlu mynd- inni er næla og hringir eftir Tómas. Morgunblaðið/Kristinn BRITA Berglund leirlistakona tekur þátt í sýning- unni í Geysishúsinu. Hún lærði við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og er með gallerí Kobolt við Laugaveg, sem er bæði vinnustofa og gallerí. Brita verður til dæmis með ýmsar útfærslur af bollum á sýningunni. Hér má sjá bolla sem Brita hefur hannað og mótað úr leir. MEISTARAKOKKARiMIR Omeletta með reyktri ýsu (souff le) 150 g reykt ýsa 25 g smjör (brætt) _________dl rjómi ___________2 egg__________ _________saltog pipar rifinn parmesan ostur Lúðu- og rækjukökur _______300 g soðin lúða____ ______50 g saxaðar rækjur__ 450 g soðnar kartöflur 2 msk. mjólk 50 g heilhveiti olía til steikingar í þennan rétt er upplagt að nota af- ganga af físki og kartöflur. Hreinsið bein og roð af fiskinum og rífið smátt niður og bætið rækjunum í. Meijið kartöflurnar með klemmu eða stapp- ara og setjið í skál. Bætið smjöri og mjólk í og að lokum fiskinum, kryddið með salti og pipar. Mótið litlar bollur úr deiginu og veltið upp úr heilhveiti og þrýstið létt á þannig að úr verði fallegar kökur. Steikið upp úr olíu og berið fram með brauði og sósu. Mjög gott er að bera fram tartarsósu eða heita ítalska tómatsósu. Athugið að í þennan rétt má nota allskyns krydd eftir smekk og jafnvel gráðaost. Þá er mjög gott að velta kökunum upp úr sesamfræjum í stað heilhveitis. söxuð steinseljq Sjóðið ýsuna og hreinsið af roð og bein. Rífið fiskinn eða stappið í skál og bætið í helmingnum af bræddu smjörinu og 1 msk. af rjóma. Skiljið eggin og þeytið rauðumar létt með 1 msk. af ijóma og bætið nokkru af ostinum í og hrærið saman við físk- blönduna. Stífþeytið eggjahviturnar og bætið í með sleif. Setjið afganginn af smjörinu á pönnu og hellið blönd- unni út á og látið steilgast í nokkrar minútur. Setjið það sem eftir var af ostinum ásamt steinseljunni ofaná og setjið undir grill í ofni í 2-3 mín. Fylgist vel með réttinum á meðan hann er undir grillinu. Þessi réttur er ljúffengur með stökku salati með brauðteningum. 00 töfl Eitt stærsta vandamál nútímans er hraði og streita B-vítamín og C-vítamín eru nauðsynleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera undirstaða ótal annara þátta líkamsstarfseminar. Vítamínin í B-STRESS eru sérvalin næringarefni fyrir taugarnar. Þau gegna auk þess mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigð efnaskipti, grósku- mikinn hárvöxt, heilbrigt og fallegt hörund og heilbrigða starfsemi hjarta og æða. Éh Eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.