Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 4 ____________________________________________MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ég er alltaf að fást við fjölbreytt verk en samkeppnin er mikil (A „SKEMMTILEGAST við starfið fínnst mér hversu fjöl- breytt það er. Þetta er ekkert rútínustarf. Maður er alltaf að fást við eitthvað nýtt og spennandi, en það þarf svo sannarlega að hafa fyrir því að afla sér verkefna. Maður fær þau ékki upp í hendurnar 2 án þolinmæði og baráttuvilja. ■% Samkeppnin er geysilega hörð S í þessum bransa úti í hinum stóra heimi,“ segir Katrín Elvarsdóttir, ljósmyndari í Boston í Bandaríkjunum. Katrín útskrifað- ist sem ljósmyndari fyrir um tveimur árum frá Art Instit- ute of Boston, sem er listaskóli, eftir íjögurra ára nám. Fyrstu tvö árin tók hún á Flórída, en fluttist síðan til Bos- ton ásamt eigin- manni sínum Kristni R. Þórissyni, sem er nú í doktorsnámi í tölvufræðum og rannsakar m.a. samskiptahæfni tölva og manna. En hvemig stóð á því að Katrín ákvað að skella sér út í ljósmyndun? Fjöibreytt verkefni „Það var nú fyrir tilviljun að ég keypti mér ljósmyndavél fyrir ein- um átta árum og byijaði að taka myndir. Ég heillaðist mjög og síðan varð ekki aftur snúið.“ Katrín seg- ir að námið hafí ekki verið stílað inn á eitthvert eitt tiltekið svið ljós- myndunar, heldur hafí hún af sjálfsdáðum leitað í auknum mæli inn í heim tískuljósmyndunar og þar vilji hún helst vera. Katrín hef- ur m.a. verið fengin til að vinna tvær forsíður fyrir mánaðartímarit- ið Stuff í Boston. Það hefur að geyma upplýsingar um menningar- og listviðburði, afþreyingu og skemmtanalíf í borginni auk tísku- þátta og viðtala við rithöfunda og aðra andans menn. Fyrri forsíða Morgunblaðið/Sverrir KATRÍN Elvarsdótt- ir, ljósmyndari, búsett og starfandi í Boston. Katrínar var á aprílheftinu og sú síðari í október sl. Þá hefur hún unnið tískuþætti fyrir tímarit, aug- lýsingar fyrir ýmsa aðila og tekið myndir af fyrirsætum, sem birtast í bókum, sem módelskrifstofur gefa út á hverju ári. Mappan mikllvæg „Starfið gengur í raun út á það að rölta á milli atvinnurekenda með ljósmyndamöppuna undir hendinni og snapa sér verk- efni. Og safnið i möppunni hefur svo heilmikið um það að segja hvort maður fær bitastæð verkefni eða ekki. Það þarf að endurspegla mikla breidd og í raun allt það, sem maður er fær um að gera. Myndimar þurfa líka að vera sem nýjastar þar sem um tísku er að ræða. Annars er manni ekki treyst til neins. Hingað til hef ég verið sæmilega heppin, en ég geri mér fullkomna grein fyrir því að það tekur tímann sinn að vinna sig upp í faginu," segir Katrín. „Tískuljósmyndun er sérlega vinsæl hjá mörgum ljósmyndumm vegna þess „glamors", sem fylgir starfínu og heillar margan mann- inn. Vegna samkeppninnar hafa tískuljósmyndarar margir hveijir verið að selja sig mjög ódýrt til þess eins að fá að vera með. Og þar af leiðandi er ekki mikið upp úr þessu að hafa, andstætt við það sem margir álíta. Þetta er bara barningur. Ég veit hvorki hvað ég verð að gera frá einum mánuði til annars né hvað ég muni bera úr býtum. Lífið er hálfgert lotterí." Parísartískan Katrín, sem er þrítug að aldri, hefur tvívegis farið til Parísar á eigin vegum og verið viðstödd stærstu tískusýningamar, fyrst í mars þegar allir helstu hönnuðir ÞESSI frumlegi sumarkjóll á ættir sínar að rekja til japanska hönnuðarins Issey Miyake. heims kynna haust- og vetrartísk- una og síðan í október þegar þeir koma fram með vor- og sumartísk- una. Katrín sagði að mjög erfitt sé að komast inn á þessar sýningar sem ljósmyndari. Ekki væri nóg að bera almennan blaðamanna- passa frá skipuleggjendum sýning- arinnar, heldur þyrfti að fá sér- stakt leyfí frá hveijum og einum hönnuði, sem þarna sýndi. Það væri þó vel þess virði því þetta væm miklar skrautsýningar og gestimir fræga og fína fólkið, allt klætt skv. hugmyndum tískuhönn- uðanna, sem stíga þarna á stokk. Þær ljósmyndir, sem birtast hér frá tískusýningunni í París, tók Katrín á meðan hún kynnti sér vor- og sumartískuna 1995. Katrín segist líklega verða á er- lendri gmndu eitthvað lengur. En víst gæti hún alveg hugsað sér að starfa heima ef möguleikar væru meiri en raun ber vitni. „Ljósmynd- arar, sem starfa heima, geta ekki sérhæft sig í einu eða neinu. Þeir þurfa að vera að vasast í öllu sam- tímis. Eins er mjög erfítt að kom- ast að hjá frægu tískublöðunum, t.d. Vogue og fleiri slíkum. Ég hef mikinn áhuga á því að starfa fyrir erlend tískutímarit þar sem hug- myndaauðgi ljósmyndarans fær að blómstra í stað þess að stjórnast af dyntum annarra." ■ Jóhanna Ingvarsdóttir FORSÍÐUMYND sem Katrín vann fyrir októberhefti tíma- ritsins Stuff í Boston. SUMARKLÆÐNAÐUR eftir Xuly Bet frá Nígeríu. Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir HELSTU tískufyrirsætur heims sýndu m.a. vor- og sum- artískuna í París en hér má sjá toppfyrirsætuna Lindu Evangelistu frá Kanada sýna föt eftir breska hönnuðinn Vivienne Westwood. af símtækjum? ALLT er nú til eins og kerling- in sagði; nú er fullyrt að húð- sjúkdómalæknar í Texas hafí uppgötvað af hveiju nokkuð margir fullorðnir fái bólur á vinstri vanga. Hinir bólugröfnu eiga það sameiginlegt að mala enda- laust í síma. Bólurnar blómstra þar sem tólið snertir andlitið. Þeim sem eyða heilu dögunum í símanum er því ráðlagt að hreinsa símtólið daglega með spritti til að drepa bólubakter- íurnar. ■ Skólakerfið þarf að skila atvinnulífinu sterkara og framsæknara fólki EFLA þarf metnað í skólastarfi og miða umræðu og áætlanir við að skila sterkara, sjálfstæðara og fram- sæknara fólki út á vinnumarkað, fólki með kunnáttu og hæfni sem stenst samjöfnuð við það sem gerist meðal þjóða sem við berum okkur saman við. Þetta er álit Þórarins V. Þórarinssonar, frkvstj.VSÍ, sem var einn frummælenda á ráðstefnu um tengsl atvinnulífs og skóla sem Fjöl- brautaskólinn við Armúla efndi til fyrir skömmu. Yfirskrift erindisins var: „Hvaða kröfur á atvinnulífíð að gera til skóla?“ Þórarinn sagðist fullyrða að at- vinnulífið gerði vaxandi kröfur um góða undirstöðumenntun, einkum í stærðfræði, íslensku og erlendum tungumálum. Þá væri munnleg, skrifleg og tölvutæk tjáning atvinnu- lífí nútímans afar mikilvæg svo og gæðavitund starfsmanna allt frá kaupum hráefnis til afhendingar full- unninnar vöru eða þjónustu. Skólinn þyrfti að leggja áherslu á áreiðan- leika og stundvísi og senda þau boð að framúrskarandi árangur sé keppi- kefli. Byggja þyrfti upp einstaklinga, sem sækja fram og geta starfað með öðrum. Því þyrfti fleiri raunhæf við- fangsefni inn í skólana. SKÓLINN þarf að koma því til skila til nemenda að framúr- skarandi árangur sé keppikefli. Launln lág í evrópsku samhengi Þórarinn benti á að atvinnulíf hér væri einhæft, fyrirtækin smá og tæknistig lágt. Framleiðni væri því minni en vera skyldi og laun á vinnu- stund lág í evrópsku samhengi sem við höfum bætt okkur upp með löng- um vinnudegi og mikilli atvinnuþátt- töku. Ef miðað væri við svipað vinnu- framlag og gerist innan ESB mætti ætla að þjóðin væri nær 370 þús. manns í stað 262 þúsunda. Þórarinn sagði að tiltölulega háar þjóðartekjur á mann miðað við aðrar þjóðir skýrðust fyrst og fremst af því að við lékjum hvert um sig fleiri hlutverk en almennt gerðist í okkar heimshluta. „Þetta skýrir hærri tekj- ur og meiri eyðslu en í fljótu bragði sýnist samrýmanlegt tiltölulega lág- um launum á vinnustund. Við byggj- um í allt of ríkum mæli á vinnuafls- frekum atvinnugreinum, en einkenni slíks atvinnurekstrar er ævinlega lægri laun en þar sem tekist hefur að virkja hugvit. og tækni í þágu verðmætasköpunar." Þórarinn sagði að ætti að búa ungu kynslóðinni, sem sækir út á vinnumarkað næstu ár sambærilegar aðstæður og kjör við það sem byðist með öðrum þjóðum, yrði m.a. að auka tæknistig fyrirtækja, efla markaðsvitund og markaðsstarf, skilning á gæðum og samhengi sölu og framleiðslukostnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.