Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 D 5 DAGLEGT LÍF Námskeiö fyrir foreldra og 4-10 mánaða ungbörn Morgunblaðið/Sverrir HELGA Björg hefur gert mikið af því að leika við og syngja fyrir níu mánaða gamla dóttur sína. Hún hefur að sama skapi sungið mikið fyrir son sinn, sem er að verða fjögurra ára. Kornabarnið vill heldur heyra foreldri sitt syngja en hlusta á lag í útvarpinu „MEGIN tilgangurinn er að foreldr- ar syngi meira fyrir og með börnun- um sínum. Allir geta hafið upp raust sína og söngur og leikur skapar samkennd með ungbarninu," segir Helga Björg Svansdóttir sem er með námskeið hjá Tómstundaskó- lanum fyrir hvítvoðunga og foreldra þeirra. Námskeiðið felst í því að foifeldri kemur með smábarnið sitt, sem er á aldrinum 4-10 mánaða, og með aðstoð Helgu Bjargar lærir það að syngja og samtímis leika við það. „Börnin vilja ekki bara hlusta á tónlist úr útvarpinu, þau vilja helst heyra rödd mömmu eða pabba og finna snertingu frá þeim.“ Helga segir sönginn hafa verið á undanhaldi síðustu ár, foreldrar gefi sér ekki eins mikinn tíma og áður til að rifja upp gömul lög og raula fyrir börnin sín. Gott að syngja líka fyrlr barn f móðurkvlAI í Svíþjóð eru námskeið af þessu tagi mjög vinsæl. Frá árinu 1983 hafa samtökin Föreningen för Barns Musikaliska Utveckling boðið upp á svona samveru- stundir fyrir for- eldra og börn svo og kennslu fyrir þá sem vilja gerast leiðbeinendur. Námskeiðið var þróað út frá kenningum læknisins John Lind sem starfaði við Karolinska sjúkra- húsið í Svíþjóð. Hann barðist fyrir því að talað og sungið væri fyrir fóstur í móðurkviði og sagði að þar sem fóstrið heyrði aðallega í móður sinni á meðgöngu myndi það síðan öðlast aukið öryggi við að heyra í henni áfram eftir að slitið var á naflastrenginn. Helga hefur að undanfömu verið að viða að sér efni hér heima, safna saman íslenskum þulum og bama- lögum og hún hefur líka verið að þýða einföld bamalög úr sænsku. Höskuldur Þráinsson hefur einn- ig þýtt lög úr sænsku. Foreldrarnlr ákveða hvað og hvernlg þelr syngja - En þurfa foreldrar ekki að vera mjög söngelskir til að koma á nám- skeið og hefja upp raust sína? „Nei, alls ekki og foreldrar ráða alveg sjálfir hvað og hvemig þeir vilja syngja fyrir bömin sín, róleg lög, hröð, einföld, fjömg og svo framvegis. Ég kem einungis með hugmyndir að söngvum og leikj- um.“ Helga segir að á námskeiðinu sé barninu mggað í takt við lögin, réttar út hendur þess og fætur, því lyft upp, dansað með það um gólf og farið í látbragðsleiki við þulur. Hljóðfæri segir Helga Björg að séu fundin úti í náttúrunni, foreldrar nota til dæmis köngla, steina og annað sem ekki skapar hvellhljóð. Leikina þurfa ekki allir að fram- kvæma á sama hátt, foreldrar geta sjálfir komið með hugmyndir. Göm- ul lög em rifjuð upp og farið í hóp- leiki. Helga segir að ákveðið hafi verið að hafa tímana á morgnana og gert sé ráð fyrir að annað foreldri komi með börnin þó auðvitað séu báðir velkomnir. Örvar málþroska - Hvaða áhrif hafa þessar sam- vistir á komabamið? „Því líður vel í návist foreldra sinna og söngur og leikur skapar skemmtileg samskipti milli foreldris og barns og veitir samkennd", seg- ir hún. „Auk þess hjálpa leikimir bam- inu að þroska tilfinningu fyrir rými og hreyfigetu líkamans.“ Hún segir ennfremur að söngur sé talinn mik- ilvægur fyrir málþroska, það em oft fleiri blæbrigði í söngmáli en daglegu talmáli og að sama skapi er framburður oft skýrari í söng en talmáli. Sumir hafa líka haldið því fram að böm sem byiji snemma að syngja byrji líka fljótt að tala. Helga segist hafa prófað þessa aðferð á níu mánaða gamalli dóttur sinni og talar um að þessar sam- verastundir þeirra hafí virkað mjög vel á hana. „Þegar hún hefur verið óróleg hef ég notað sönginn og hún róast við að heyra hann. Þar að auki hefur hún líka gaman af leikj- unum, skemmtir sér konunglega þegar ég fer með þulur og leik við hana í leiðinni." ■ grg V axandi fjöldi manna hefur fundasókn að fullu starfi Jgj FUNDAFÍKN er eitt aðalein- kenni atvinnulífs okkar tíma og einkennir einkum stjómendur og valdamenn. Fundir em taldir ** vera uppspretta valds og sá Q staður þar sem ákvarðanir em Z teknar. Þannig gerast valda- S9 fíklar fundafíklar. ifa Ef til vill er sóun vinnutíma og fjármuna ekki alvarlegasta afleið- ing fundafíknar. Versta afleiðing fundafíknar er sú ranghugmynd að raunvemlegur árangur sé af funda- setu. Fundafíklar hafa á tilfinning- unni að þegar málið hefur verið rætt á fundi, niðurstaða fengist og skýrsla skrifuð, þá-sé málinu lokið. Fundaset- ur og skýrslugerðir verða markmið í sjálfu sér, en raunveruleikinn verður út undan. Þetta segir Einar Stefánsson augn- læknir sem gerði fundafíkn að um- talsefni í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins. Þar segir m.a. að óhætt sé að fullyrða að fundasókn sé sá angi íslensks atvinnulífs, sem hraðast hafi vaxið og dafnað á síðari ámm. Lækn- irinn byggir umfjöllun sína á grein eftir Abraham G. Bergman, sem ný- lega birtist í bandaríska læknatíma- ritinu, og íjallar um fundafíkn þar í landi. Þar gerir Bergman að umræðu- efni að samtímis því að spamaðar sé leitað víða í heilbrigðiskerfinu og þjónusta skorin niður við sjúklinga fari sífellt meiri vinnutími starfs- manna í „ófrjóar" fundasetur. Nefndir og starfshópar em notaðir af háttsettum stjórnendum til að komast undan ábyrgð, sem fylgir ákvarðanatöku, segir Einar. „Þeir, sem era beðnir um að sitja í nefnd- inni, era svo upp með sér af því einu að það líða oft margir mánuðir og tugir funda áður en þeir fara að velta - fyrir sér hvort nefndarstarfið skili einhveijum raunverulegum árangri. Ein gmndvallarregla í nefndarstörf- um er að það hefur alltaf verið nefnd eða starfshópur, sem áður hefur skil- að skýrslu um sama mál, en þær skýrslur em alltaf læstar ofan í skúffu og gleymdar. Fundir em oft notaðir til þess að skapa þá ímynd að samráð sé haft og ákvarðanir teknar í sameiningu. Þetta á þó ekki við ákvarðanir, sem skipta máli.“ Meðhöndlun fundafíknar Læknirinn segir að skynsemis- og sparnaðarsjónarmið' mæli með krossferð gegn fundum, ráðstefnum og nefndarsetum. Fundafíkn eigi að meðhöndla eins og hveija aðra fíkn og byija á algjöru bindindi. Síðan ætti að verðlauna stjórnendur sér- staklega fyrir að vera í vinnunni. Eftir um mánaðar langt fundabind- indi mætti koma á fáeinum vel undir- búnum fundum, sem takmörkuðust við ákvarðanatöku annars vegar og það að tryggja tengsl samstarfs- manna hinsvegar. Mikilvægt sé að gera sér það ljóst að fundir eru yfir- leitt ekki góð leið til að dreifa upplýs- ingum. Tjáskipti og upplýsingamiðl- un ætti því ekki að vera ástæða fyr- ir fundi. Bréf, minnismiðar og tölvu- póstur væri mun áhrifameiri og ein- faldari leið til að koma upplýsingum ' á milli manna. „Enginn fundur skyldi haldinn án skriflegrar dagskrár, sem lýsi hvaða árangri fundurinn á að ná. Ef ákvarðanataka liggur fyrir, þarf að Lífsbarátta og föðurlandsást í bundnu máli í tveimur bókum STRÍÐ og friður; frelsi, jafn- JJJ rétti, bræðralag. I þessum orð- um má segja að rúmist efni jj bókarinnar Maístjaman. Þetta JJ er safn ljóða sem Gylfi Gröndal ® valdi og eiga það sammerkt að — ^ fialla um verkalýðsbaráttu á * Islandi. Segir Gylfi í eftirmála 2 að efnið gæti jafnvel rúmast í orðunum, hugsjón og vemleika. n Öll ljóðin munu vera ort á þessari öld, en alls em ljóðin 72 og eftir 52 höfunda. Nokkur hafa verið stytt, einkum þau sem ort vom á 4. áratugnum, þegar ljóð urðu að rímuðum ræðum eða hugleiðingum. Ljóðum Maístjörnunnar er skipt í fimm hluta eftir efni. Sá fyrsti grein- ir frá orsök og aðdraganda þess að alþýðan reis upp og krafð- ist réttar síns. í næsta hluta er verkalýðsbar- áttan hafin og þá ýta kreppa og at- vinnuleysi undir baráttu kúgaðs og réttlauss almúgans. Steinn Steinarr lýsir vemleika alþýðumannsins t.d. í Oreiga-æsku, þar sem fram kemur nauðsyn þess að hann beijist fyrir rétti sínum, hvað sem það kostar. Örelga-æska Ég heilsa þér, öreiga-æska í árroða vordrauma þinna. Þitt verk er að efla þinn eigin hag og allan heiminn að vinna. Þitt verk er að beijast um brauðið, að bijóta af þér kúgarans hlekki, og leggja í sölumar líf þitt og blóð, já, líf þitt og blóð, annars tekst þér það ekki. Þriðji hlutinn er helgaður hugleið- ingum um stríð, enda endurspeglar hann seinni heimsstyijöldina. Þar er reyndar líka bmgðið upp myndum af kalda stríðinu, uppreisninni í Ung- veijalandi og hörmungum Víetnam- stríðsins, ásamt myndum frá N- írlandi, Króatíu og Bosníu-Herzegó- vínu. Bág kjör kvenna og frelsisbar- átta þeirra er meginþema 4. kaflans og í þeim síðasta eru ljóð um rússn- esku byltinguna, auk þess sem birt eru viðbrögð yngstu skáldanna við verkalýðsbaráttu í velferðarþjóðfé- laginu, íslandi.nú. Það örlar á kald- hæðni í slíku ljóði eftir Anton Helga Jónsson, Allir út að ýta: Allir út að ýta Allir út að ýta allir út að ýta, stétt með stétt. Allir út að ýta nema Geiri, hann stýrir. Allir út að ýta nema Ragga, hún er pilsklædd. Allir út að ýta nema Berti, hann á pening. Allir út að ýta nema verkalýðsforinginn hann ýtti síðast. Verkamanninn út að ýta verkamanninn út að ýta stétt með stétt. Maístjaman er í litlu broti, 128 bls. og er í flauelsbandi eins og fyrri ljóðasöfn Forlagsins. Ættjarðarljóð Hörpuútgáfan hefur gefið út úrval ættjarðarljóða, sem Páll Bjamason tók saman. í inngangi segir hann m.a.: „Ættjarðarljóð em oftar en ekki tækifærisljóð, ort á tímamótum og hátíðarstundum. Yfir þeim hvílir því oft sérstakur hátíðarblær." Sterkasti þáttur ættjarðarljóða er líklega tignun landsins. ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson, eitt ljóðanna er dæmi um það, en upphafsmaður ættjarðarljóða í þessum skilningi var einmitt Eggert. I ljóðinu er landið fjallkona, fósturmóðir okkar og hefur sú persónugerving fylgt okkur síðan. Páll minnir á það í inngangi að ættjarðarljóð hafi styrkt sjálfsímynd þjóðarinnar og verið hvatning í þjóðfrelsisbaráttunni. Einnig bentu skáld á að auðveldara getur verið að glata frelsi en öðlast það. Ýmsir höfðu áhyggjur af því þegar herstöð Bandaríkjanna reis hér. Spumingar Guðmundar Böðvarssonar em áleitnar í ljóðinu 1953, þar sem segir: Manst ekki þú, ó, þjóð sem engu gleymir, hve þras og sundrung bjó þér örlög köld, rann ekki nóg þitt blóð í stríðum straumi á Sturlunganna öld? Vilt þú nú, stödd í vanda, láta slökkva þann varðeld sem í myrkri þínu brann og vilt þú stunginn vita af leigðri hendi þinn vökumann? BT FUNDIR eru oft notaðir til þess að skapa þá ímynd að samráð sé haft og ákvarðanir teknar í sameiningu. Þetta á þó ekki við ákvarðanir, sem skipta máli. lýsa valkostum og hvernig ákvörðun verður tekin, t.d. með atkvæða- greiðslu. Lýsa þarf sérstaklega hvaða hlutverki hver og einn fundar- maður gegnir. Ef viðkomandi er ekki nauðsynlegur til ákvarðana- töku, er óþarfi-að hann sitji fundinn. Ef enga ákvörðun á að taka er óþarfi að halda fund. Enginn fundur skyldi standa lengur en 50 mínútur og fundarstjóri skal koma í veg fyrir kjaftæði og umræður utan málefna fundarins," segir Einar. • Jí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.