Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ FORSETAHÖLLIN (fyrir miðri mynd) stendur á fögrum stað við höfnina í Helsinki. Forsetahfill opnuð gestum FERÐAMENN í Helsinki geta nú fengið að skoða forsetahöllina í Helsinki eftir að Martti Ahtisaari forseti flutti í nýjan embættisbú- stað. Eru nú skipulagðar skoðunar- ferðir um höllina sem stendur á fögrum stað við höfnina. Höllin var reist 1809 og seinna var byggt við hana og annaðist hinn frægi arkitekt Carl Ludwig Engel það verk. Lengi var höllin aðsetur rússneska keisarans og síðan var hún um hríð hersjúkrahús. í höll- inni eru ýmsar gersemar frá keis- aratímanum og þar getur að líta bijóstmyndir af forsetunum Koi- visto og Artisaari. Urho Kekkonen, fyrrverandi forseti, vildi ekki láta gera af sér höggmynd en tekið var mót af höndum hans og er til sýnis þama. Ljosadýrð á stærstu stúpu heimsins HÆSTA stúpa heims er í Nakhon Pathom, norðvestur af Thonburi í Thailandi og rétt við búrmísku landamærin. Nýlega er lokið endur- bótum og lagfæringum á stúpunni, sem er 127 m há, og hefur verið sett lýsing á hana sem þykir hafa heppnast sérstaklega vel. Hún sést langar leiðir að og ferðamenn í Thailandi leggja oft leið sína þang- að. Fyrsta stúpan þama var reist fyrir meira en þúsund ámm á tím- um Mon-keisaraveldisin8. Fyrir kom að skemmdir voru unnar á henni og þegar Monkut prins, seinna Rama konungur IV., kom þangað í pflagrímsferð á 19. öld var stúpan í niðumíðslu. Hann lét þegar hefla endurbyggingu og smiðs- höggið var síðan rekið á stúpuna í tíð Rama V. í nóvember ár hvert er mikil hátíð þama og streymir þá fyöldi trúaðra á svæðið að biðj- ast fyrir, láta spá fyrir sér og skemmta sér. ■ Fleiri ferðir til Aianrts FERÐAMÁLARÁÐ Álandseyja gerir sér vonir um að fleiri ferðamenn komi næsta sumar en hið síðasta og segir að samgöngur til eyjanna muni stórbatna eftir að ákveðið var að skip Silja Line komi við,í Mariehamn fjórum sinnum á hveijum sólarhring. Viking Line ætlar líka að bæta við ferðum og fækkar í staðinn feiju- ferðum milli Stokkhólms og Helsinki því eftirspum til Mariehamn virðist mjög mikil. Flugleiðis er næsta einfalt að kom- ast til eyjanna og í október sl. hóf Álandsflug daglegar ferðir frá Stokkhólmi. Finnair flýgur nokkrar ferðir á dag og þær eru allar frá Helsinki. ■ Besta bótelnýting bjá Gitkkjum MESTA og besta hótelnýting var hjá grískum hótelum, en mest jókst eftirspum í Tyrklandi. Frá þessu segir í Travel Weekly, en ráðgjafar-. fyrirtækið Pannell Kerr Forster gerði könnun á hótelnýtingu í 15 Evrópulöndum. Að meðaltali var herbergjanýting á grískum hótelum 73,1% og í Tyrk- landi hækkaði hún um 11,5% eða í 63,2% þrátt fyrir að ýmsar ferða- skrifstofur veigruðu sér við að aug- lýsa og skipuleg:gja ferðir þangað af ótta við hryðjuverk. Lægst var nýtingin í Portúgal og á Spáni um 55%. I niðurstöðum er einnig spáð um árið 1995 og segir að vænta megi hærri nýtingar almennt í Evr- ópulöndum vegna batnandi efna- hagsástands. ■ margir læsir ? Þýskaland 100 % Ástralía 99,5 % Kanada 99% Frakkland 98,8 % Ítalía 97,4 % Bandaríkin 95,5 % Mongólía 95% Filippseyjar 93,5 % Singapore 91,6 % Mexíkó 90,3 % Víetnam 88,6 % Indónesía 84,4 % Brasilía 82,1 % Tyrkland 81,9 % Búrma 81,5 % Kína 80 % Kenýa 70,5 % íran 56% Nígería 52% Bangladesh 36,6 % Afganistan 31,6 % Ár svínsins er að hefjast Á NÆSTU dögum halda milljónir manna upp á að nýtt kínverskt ár er að ganga í garð, ár svínsins, sem er 12. merkið í stjömuhring þeirra. Hvert stjömumerki stendur yfir í ár sem þýðir að tólf ár líða á milli hvers merkis. Kínversku stjömumerkin eiga sér sögu mörg þúsund ár aftur í tímann. Þó nú séu hafnar heitar umræður um hvort hin vestrænu stjörnumerki séu kannski þrettán en ekki tólf og menn verði ef til vill að taka það til endurskoðanir hvernig þeir em ef þessar kenningar stand- ast skulum við hér láta það liggja milli hluta og víkja að hinum kín- versku. Margar sögur eru um hvemig Búdda skipaði í merkin, sumar segja að hann hafi kvatt á sinn fund öll dýr merkurinnar en aðeins tólf létu sjá sig og verðlaunaði hann þau með því að gefa þeim hveiju eitt ár. Einna litríkust finnst mér þó sagan sem hér fer á eftir í endursögn. Kötturlnn svaf yfir sig Á þeim tíma ákvað hinn mikli himnadrottinn að hitta að máli til ráðlags tólf dýr. Eðaldrottnarinn var bráðlátur og skipaði svo fyrir að dýrin skyldu komin á sinn fund árla morguninn eftir. Þau tólf dýr sem voru boðuð voru kötturinn, apinn, haninn, tígrisdýrið, drekinn, snákur- inn, hrúturinn, kanínan, hundurinn, hesturinn og uxinn og rottan. Öll dýrin þágu boðið og voru full eftir- væntingar. Kötturinn var morgun- svæfur og dauðhræddur um að sofa llpp i fjall með .Hiúgandl MozarT MIG langar að segja ykkur frá skíðasvæðinu „Salzburger Sportw- elt Amadé“ í Radstádter Tauem í Austurríki. Ég kom þangað fyrst í febrúar 1992 og kom staðurinn mér skemmtilega á óvart. Hann er aðeins 60 km frá Salzburg. Annað, sem ég tel til kosta, er gott rými í brekkum, íjölbreytt brekkuval, góð flutningsgeta og vinalegir veit- ingastaðir á víð og dreif. í skíðaatl- asinum mínum fær svæðið 5 stjöm- ur með Obertauem, bæði fyrir brekkur og göngubrautir. Hluti svæðisins var áður kallað dalimir þrír. Hver er svo „Fljúgandi Mozart"? Það em margir smákláfar sem þó eru með stærra móti, en hver tekur 10 skíðamenn í stæði. Þeir eru splunkunýir. Voru teknir í notjcun í fyrravetur austan megin í bænum Wagrain miðsvæðis á skíðasvæð- inu. Kláfamir em málaðir í glaðleg- um litum með nótum og G-lykli. Þeir lyfta manni upp í efstu brekk- ur Griesenkareck í nær 1970 m. Þetta virðist ekki ýkja hátt. En sýnilega hefur gustað um grann- vaxin grenitrén, sem hafa um sig þykka snjóbrynju. Það er kaldara austar og norðar í Ölpunum. Að meðaltáli er meiri snjór í febrúar í Filzmoos í 1057 m hæð en í St. Moritz í 1850 m hæð Filzmoos ér inn á lyftupassanum okkar. Þar eru þeir líka á nótum Mozarts og kalla nýjasta smákláfínn sinn „Papag- eno“. Upp á Griesenkareck eigum við ýmissa kosta völ. Við getum sveigt til vinstri og rennt okkur skógarleið niður Wagrainer Höhe í átt að Mayrdörfl eða breiða og þægilega 6 km langa brekku efst ofan skógarmarka, niður í Flachau eða Moardörfli. Á leiðinni höfum við útsýni til Dachsteinsfjalla m.a Þumals þeirra í Salzburgarlandi, Bishofsmutze. MargarTyftur eru í brekkunni. í vetur verður tekin í notkun 6-sætalyfta með glugga- hlíf. T-lyfta í bratta er upp á hæsta hnúkinn, Saukarkopf. Þaðan er völ á miserfíðum leiðum niður í Wagra- iner haus. Þegar við höfum rennt okkur eins og okkur lystir með hvíldum í notalegum veitingahús- um höldum við heim skógarleiðina undir „Fljúgandi Mozart" og tökum stefnu á Kirchboden í Wagrain. Wagraln er vel í svelt sett. Á því svæði eru 320 km af troðnum brekkum, á milli Alpendorf/St. Jo- hann í Pongau í vestri og Filzmoos í austri, Zauchensee og Kleinarl í suðri og Eben í norðri. Filzmoos og Eben eru lengra í burtu og við förum ekki þangað. Á öllu svæðinu eru 7 smákláfasamstæður, sem taka 4-10 skíðamenn hver, 30 stólalyftur, og 84 T-lyftur. Hentar svæðið best meðalgóðum skíða- mönnum. Af troðnum brekkum eru 50% meðalerfíðar og 30% léttar. Skíðagöngubrautir eru 220 km. Lítið markaðstorg er í Wagrain. Þegar snjóar er búinn til stærsti snjókarl Áusturríkis undir hávöxnu linditré. Þar tökum við strætó og förum næsta dag í vestur. Smákláf- arnir flytja okkur upp á Grafenberg í 1720 m hæð. Við sjáum á leið- inni, að við getum hlakkað til að renna okkur niður brekkuna, en fyrst höldum við í áttina til Alpend- orf Sunnudagshnjúk, Hirschkogel og Gernkogel. Á þeirri leið eru ein- göngu T-lyftur, utan 4-stóla Pa- noramalyftan hjá Stass Alm. Húr er einstök, því að hún flytur fólh úr sitt hvorri áttinni upp á Gemkogel í 1787 m hæð. Leiðir niður í Alpendorf er býsns skemmtileg og í miðri brekkunn: gengur 2-sætalyfta, sem aldrei ei bið við, aftur upp á fjallið. í Alpend- orf er glæsileg kláfstöð, sem tekir var í notkun veturinn 1988/1989. Á hægri hönd er fínt hótel mec aðlaðandi kaffíhúsi, én Alpendori er hótelabær við veginn til Gerlos og tilheyrir St. Johann. Við förun aftur upp með einum smákláfanne og áfram með Panoramalyftunn: og rennum okkur niður í T-lyfturn- ar og upp á Hirschkogel. Þar fáun við af okkur mynd undir hávöxnum víðfeðmum grenitijám alsettun glitrandi hrími. Við getum líka far- ið í sólarátt og rennt okkur í nokkr- um bratta niður í Stagbach Alm. Við megum ekki gleyma okkur á þessum slóðum, því að við verðun að vera komin yfir á Graenberg áður en lyftur hætta að ganga. Þegar þangað er komið getum vic tekið lífinu með ró, smellt af okkui skíðunum og teygt úr skönkunun á veitingahúsi. Yflr fjöllln tll Zauchensee Þriðja daginn tökum vic snemma. Gimilegt hlaðborð býðui upp á góða undirstöðumáltíð, jafn- vel hörfræ! Við ætlum yfír fjöllir til Zauchensee og höldum til Klein- arl 6,5 km leið inn dalinn. Við kom- um þangað, þegar sólin er að gægj- ast yfír fyöllin og hrímið sindrar i tijágreinum. Lyftumar flytja okkui upp á Mooskopf. Við rennum okkk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.