Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 D 7 yfir sig og bað nábúa sinn, rottuna, að vekja sig. Rottan óttaðist að himnadrottnara mundi þykja meira til um hinn fagra og vitra kött og ákvað rottan því að láta vera að vekja köttinn. Dýrin ellefu mættu á tilsettum tíma en himnadrottnaran- um var ekki skemmt þegar hann sá að köttinn vantaði. Hann skipaði sendiboðanum að fara í einum græn- um hvelli aftur til jarðarinnar og koma með fyrsta dýrið sem á vegi hans yrði. Það reyndist vera svín og af því leiddi að svínið varð 12. dýrið í stjömuhringnum. Rottan bar sig hefðarlega og kom á fund himna- drottnarans sitjandi á uxanum og lék á flautu. Himnadrottnarinn hreifst af spilverkinu og úthlutaði rottunni fyrsta merkinu. Niðri á jörðinni vaknaði nú kött- urinn við vondan draum og fór með eldingshraða til að hitta drottnarann en var þá sagt að hann væri of seinn. Frávita af reiði reyndi hann að elta uppi rottuna og hugðist veita henni makleg málagjöld. Er sú ástæðan fyrir því að enn þann dag í dag elt- ir kötturinn rottuna, það er einfalt og skiljanlegt náttúmlögmál. Búddatrúarmenn taka stjörnuspádóma mjög alvarlega Nú er rétt að geta þess að sumar sagnir herma að kötturinn hafi feng- ið sitt merki og er þá kanínunni sleppt. Japanir hafa kanínu sem sitt flórða merki en Víetnamar t.d. kött- inn. En hvað sem því líður em það dýr sem alltaf koma niður á fæturna. Asíumenn taka stjörnunmerkin mun hátíðlegar en við og í þeim heimshluta þykir sjálfsagt að leita eftir vísdómi spámanna t.d. áður en fólk gengur í hjónaband eða tekur mikilvægar ákvarðanir og slíkt ekki síður við meðal ráðamanna þjóða en alþýðu. Þó öll merkin séu metin em þó augljóslega nokkur sem eru eftir- sóknarverðari en önnur. Til dæmis er það talið mikið lán að eignast barn í drekamerki og rottumerkinu. Svinið er vinnusamt en inst gott að taka líf- nu með ró inn á milli og njóta ávaxta af erfiði sínu. MOOSKOPF brekkan í átt að Flachau-Winkl KAFFIHÚS Önnu Marie ur smá spöl og við blasir dalur með strjálum tijágróðri og lækjarskorn- ingi. Þeim, sem finnst púður í lausamjöllinni geta fundið hana, en við skíðum þægilega braut niður í Flachauwinkel við Tauern-autoba- hnan, sem við þurfum að fara und- ir. Við höldum upp á Rosskopf og við blasir önnur aflíðandi brekka til Zauchensee. Þar eru hótel fyrir þá, sem vilja getað skíðað heim í rúm á kvöldin. Við ætlum að spanna svæðið og höldum upp á Rauchkopf í 1890 m. Þar sjáum við yfir á fjöllin og skíðasvæðið Obertauern með 100 km af braut- um í viðbót. Það gustar og við leit- um hælis í Rauchkopfhiitte. Þegar við höfum nærst og hvflst, tökum við stefnu til baka. Smákláfur gengur upp á Gamskogel vestan Zauchensee. Þar eru skíðabrekkur Petru Kronberger heimsmeistara 1992 og sigurvegara í svigi á Ólympíuleikunum. Á kafflhúsl Önnu Marle í miðri hlið í fallegri kvos er Gam- skogelhutte. Þaðan finnum við leið í lyfturnar upp á Rosskopf. Bergg- * Innan hvers merkis skiptast þau svo afgerandi eftir afstöðu tungls við fæðingu. Ár eldhestsins, sem er aðeins feinu sinni á sextíu ára fresti, er til að mynda afieitt og reyna trú- aðir að forðast að eignast barn í því merki. Svínlö er traustur vlnur en lætur stundum blekkjast Þar sem ár svínsins er nú að hefj- ast er svo rétt að tæpa á helstu eigin- leikum þess. Það er traustur vinur og heldur að aðrir séu jafn heiðarleg- ir og því verður það stundum fyrir sárum vonbrigðum. Svínið er einlægt og segir varla nokkum tíma ósatt orð. Svínið er vinnusamt og nær árangri í starfi og hvað sem það fæst við mun skila því góðum arði. Svínið er skarpgreint og hugsandi en það er þijóskt og hlustar ekki alltaf eftir ráðleggingum sem mundu koma því vel. Að síðustu er svo ekki úr vegi að birta nokkrar dagsetningar og ártöl mönnum til glöggvunar sem era fæddir hér undir þessu stjömumerki: 30. jan. 1911 til 17. febr. 1912 16. febr. 1923 til 4. febr. 1924 4. febr. 1935 til 23. jan. 1936 22. jan. 1947 til 9. febr. 1948 8. febr. 1959 til 27. jan. 1960 27. jan. 1971 til 14. febr. 1972 13. febr. 1983 til 1. febr. 1984 31. jan 1995 tU 18. febr. 1996 ■ j.k. FLJÚGANDI Mozart kominn upp á fja.ll h>ósmyndir/BS SKÓGARLEIÐIN undir Fljúgandi Mozart asthof Schúttalm í brekkunni ofan við Kleinarl er í raun lítið náttúru- gripasafn. í anddyrinu tekur refur á móti gestunum. Hann snýr upp á sig með fasan í kjaftinum, en bítur ekki gestina. Við höldum áfram og rennum okkur vinstra megin í brekkunni og komum þá að kaffihúsi Önnumarie Moser- Pröll, sigursælustu skíðakonu allra tíma. Stærðar glerskápur út við glugga geymir verðlaunagripi hennar og það glampar á heimsbik- ara og kristalskúlur. Stillileg kona kemur fram í veitingasalinn með dúka í höndunum og ég tel mig þekkja Önnumarie, þó að keppnis- roðinn sé horfinn úr vöngum. Kaffi- sopi og tertubiti renna mjúklega niður. Skíðagöngufólk er líka að hvíla lúin bein, en dalurinn er para- dís skíðagöngumanna inn að Ja- gersee. Okkur kemur í hug að á sumrin væri gaman að komast enn nær paradís og ganga upp á fjöllin í dalbotninum að Trajjpensee, krist- altæru fjallavatni. Aður fyrr köll- uðu fjallabúar slík vötn „Augu Guðs“. ■ Bergþóra Sigurðardóttir. Israelskir arabar til Qatar ÞRETTÁN manna hópur ísraelskra araba var fyrir skemmstu í Qatar og sagði talsmaður hópsins að þetta væri söguleg ferð og sýndi glöggt þá breytingu sem væri orðin á stjómmálaástandi Miðausturlanda á stuttum tíma. ísraelar binda vonir við að Flóaarabar muni innan tíðar fara að leggja leið sína til ísraels og yrði það ugglaust ísraelskri ferðaþjónustu lyftistöng þar sem Flóaarabar eyða miklu fé á ferðalög- um sínum. Heimsókn Rablns tll Ómans sætti tíðlndum Eftir opinbera heimsókn Rabins forsætisráðherra til Ómans, sem strangt til tekið er ekki Flóaríki en starfar með Flóaráðinu, er ekki vafi á að gestir muni fljótlega fara milli þessara landa. Af því tilefni er einnig rifjað upp að Óman hafi á hávaðalausan hátt haft sjálfstæða stefnu í utanríkis- málum og var eina arabaríkið sem ekki sleit stjómmálasambandi við Egypta eftir að þeir undirritðu frið- arsamninga við ísraela 1979. Ýmislegt fleira er í deiglu í Mið- austurlöndum þessa mánuðina og má nefna að það er nú talið spum- ing um daga hvenær Túnisar og Marokkar taka upp formleg stjóm- málaskipti við ísrael. Loks má nefna að æðsti trúarleiðtogi Sauda hefur kunngert að stjómvöld þar í landi muni ekki leggjast gegn því að Saudar leiti til Jerúsalem að biðjast fyrir. ■ Breyttur opnunartími UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferða- mála í Bankastræti 2 er nú opin alla virka daga frá kl. 9-17 og á laugardögum 10-14. Þetta verður í gildi til 1. júní að öllu óbreyttu. Nýtt bréfsímanúmer upplýsinga- miðstöðvarinnar er 5623057. ■ Hvað er langt á milli staða Frá - til klsLmín. km Adelaide-Melbourne 1:11 642 Amsterd.-Manchester 1:10 1.486 Anchorage-Toronto 5:55 4.855 Bahrein-Hong Kong 7:47 6.392 Bangkok-Colombo 3:05 2.383 Denpasar-Perth 3:25 2.578 Dubai-Bahrein 1:05 487 Frankfurt-Manchester 1:44 832 Aþena-Singapore 11:00 9.057 Hong Kong-London 13:21 9.644 Kuala Lumpur-Penang 0:50 277 París-London 1:01 306 Singapore-Jakarta 1:13 884 Taipei-Tókíó 2:50 2.181 Ziirich-Róm 1:28 693 Amsterdam-New York 7:15 5.848 Berlín-Ziirich 1:25 650 Dubai-Kaíró 3:40 2.416 Los Angeles-Dallas 3:15 1.982 Hanoi-Singapore 3:15 2.197 Heimiidir: Flugblöð Cathay Pacific og Singapore Airlines.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.