Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG HVERNIG VAR FLUGIÐ? Keflavík Kanaríeyjar Keflavík með Flugleiðum ÞAÐ VAR enginn við innritunar- borðin í Leifsstöð þegar við komum þangað, en þegar starfsfólk kom á vettvang, fengum við skjóta og góða afgreiðslu. Það sama gilti á efri hæðinni. Reyndar man ég ekki til annars en að hafa fengið lipra þjón- ustu í Flugstöðinni (7-9-13). Þetta var á föstudagsmorgni og 10 mínútna seinkun á brottför til Kanaríeyja. Flugið suðureftir var mjög þægilegt. Smáókyrrð í lofti stutta stund varð eiginlega bara til þess að undirstrika, hve tíðindalaust loftið var að öðru leyti. Þetta er 5 tíma ferð og þá skiptir miklu að manni líði þolanlega í flugvélinni. Þessi Flugleiðavél var þægilegur farkostur og þótt ég kynni vel við hana þarna, kunni ég enn betur að meta hana á heimleið, sem var, eins og fram kemur síðar, flogin í leigu- vél og þessi vél þá víðs fjærri! Þjónustan um borð var notaleg og snögg, en koníaksþurrð á miðri leið kom eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Vörusalan gekk fljótt fyrir sig og virðist vöruval eftir kynningarbæklingnum að dæma vera býsna gott. Það sem var til ama í þessari flugferð var maturinn, eða aðalrétturinn, svo fyllstu sanngirni sé gætt. Laxapaté og eplakaka voru í góðu lagi, en hveitiklessa með-tóm- atpurré ¦ er ömurlegt viðurværi á svona ferðalagi. Tvær kvikmyndir voru sýndar á leiðinni. Sú fyrri var Börn náttúr- unnar. Þótt ég hefði séð hana áður, var allt í lagi að hafa annað augað á henni og mörg atriði var gaman að sjá aftur. Hin kvikmyndin var erlend og fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Þetta flug fær háa einkunn í mínum buga, flugvél og starfsfólk eins og best verður á kosið, og við- urgjörningur góður (það er eiginlega bara þetta með hveitiklessuna!) Viltu selflytla lúxuskerrur í Bandaríklunum ÞEHi sem hafa gaman af að aka bíl geta tekið að sér að koma bílum í Bandaríkjunum af einum stað á annan fyrir eigendur sem hafa ekki tíma til að aka langar vegalengdir. Fyrirtækí eins og Auto Driveaway Co., sem hefur 88 skrifstofur í Bandaríkjunum og Kanada, sjá um svona flutninga. Ferðamenn sem vilja aka fyrir Auto Driveaway þurfa að hafa öku- skírteini og vegabréf í lagi, borga um 300 dollara í tryggíngu fyrir bíl- inn og vera til í að aka um 600 km á dag. Þá gæti þeim verið falið að aka t.d. 40.000 dollara Chrysler með leðursætum, tölvuútbúnaði, loftpoka og snælduspilara frá Bolder, Col- orado, tij Los Angeles, Kalifomíu. Bflstjórarnir þurfa sjálfir að borga bensínið en þeir fá trygginguna end- urgreidda ef þeir koma bflnum heilu og höldnu á áfangastað. ¦ ISLAND Keflavík' írland '. Casablanca ** Kanarí- eyjar Punta tte Cando '«3^ •*? Alsír Nú versnar í því! Heimflug frá Kanaríeyjum viku síðar varð með allt öðrum og verri hætti. Löng biðröð við innritun, sem tók klukkustund ogsvo var hálftíma seinkun á fluginu. ¦ Við vorum því farin að hlakka til að komast um borð í þægilega flug- vél og svífa heim. En sá draumur fór fyrir lítið. Reyndar komumst við heim. Sem fyrr var íslenzka flugfólk- ið þægilegt og öruggt. Nú var meira að segja kominn fiskréttur í stað hveitiklessunnar svo máltíðin var þolanlegur flugvélamatur. Okyrrð í íofti var aðeins meiri en í fyrri ferð- inni, en ekkert til að tala um. Svona hefði þetta auðvitað átt allt að vera. En haldið þið þá ekki, að flugvélin sé allt önnur. Einhver leiguflugvél, reyndar merkt Flug- leiðum að framan. Sætin í þessari vél voru nokkuð þreytt og óþægi- legri en í íslenzku flugvélinni. Það sem gerði þó útslagið var að engin loftræsting var hjá farþegum. Mikil molla myndaðist í vélinni og eftir ákveðinn tíma varð þetta flug bara þröngt og fúlt. Verri einkunn skrifast eingöngu á farkostinn og þegar um svona langt flug er að ræða, skiptir hann ákaflega miklu máli. Starfsfólkið bjargaði því sem það gat. Kvik- myndin Bíódagar bjargaði einhverju meðan hún var sýnd, þar sem ég hafði ekki séð hana áður. En það bjargaði engu að horfa á Börn nátt- úrunnar enn og aftur. ¦ Freysteinn Jóhannsson Algarve og Mallorka, Kos eða Evrópuborgir JJJ FERÐIR til Portúgal og Mall- ¦J orka eru fyrirferðarmiklar í nB sumarbæklingi Úrvals-Útsýn- §¦¦ ar í ár enda hafa þessir staðir Sum árabil verið mikið sóttir af íslenskum ferðamönnum. g Nokkrir nýir gististaðir bætast gp* við og hótel hafa fengið hærri Sstjörnugjöf eftir breytingar og umbætur. Þá bætast nýir ^3 áfangastaðir við, s.s gríska *" eyjan Kos, sumarhúsadvöl í Danmörku, Marmaris í Tyrklandi ofl. í sérferðabæklingi er fjallað um ýmsar stakar ferðir og vikið nánar að skemmtisiglingum og ýmsum kostum sem eru í boði. Verður stikl- að á þessu hér á eftir. Portúgal og Spánn Flestir farþegar til Algarve í Portúgal hafa búið í Albufeira og þar í grennd. í ár er einnig annar staður í boði, Falesia, sem er á milli Vilamoura og Albufeira, en í Vilamoura er stærsta skútuhöfnin í Algarve. Einnig eru nokkrar sér- ferðir um Portúgal og þá flogið til Algarve en síðan ekið um landið og farið alla leið upp til Portó í norðurhlutanum. Spánn Mallorka hefur lengi verið vin- sæll sumarleyfisstaður hjá íslend- ingum og ýmsir gististaðir eru í boði og þar eru einnig nokkrir nýir Snjódýpi á austurrískum skíðasvæðum Staður BMMMHMHpiHHHHr* «• * adgastein/ Bad Hofgastein Bad Kleinkirchheim Flachau/Wagrain Innsbruck /Igls Kitzbuhel/Kirchberg Lech/Zurs Obertauern Saalbach/Hinterglemm Sölden/Höchsölden StJohann/Oberndorf ., Zell am See/Kaprun ídal Áfjalli (sm) (sm) '*50"""Í80" 20 50 60 150 50 200 60 250 105 230 65 140 120 170 30 95 ^80 170 60 100 FERÐIR UMHELGINA Fí Sunnud.29.janúar skiðaganga ekki 1 vik. Komið til baka ið verður því í rún gott svæði til skíð Kl.13-17 er gön á Álftanesi ; um.Gengið frá Ga um Garðahoit, me áleiðis til Bessastí Um Garðaholt h klofnað forðum í t ar fallið í Hafní Skerjafjörð. Þar fj óbrunnið á nesinu. holti stendur hið f og kirkjustaðurinr merkra presta í G Helga Hálfdanar stöðumann Prestí hans var Jón Helg! var einnig mikilvi og hefur skrifað Reykjavíkur. Hani og eru Reykjaví merkilegar heimih ÚT kl. 10,30 verður LAUGARD. 28, mgt frá Reykja- gengin gömul j kl. 15,30. Geng- leið frá Sigl ía 3 tíma. Valið Festarfjall og agöngunnar. að Bláa lóninu. I guf erð frá Bala nýju Kjörgöngu ið Bessastöð- velja lengsta ái rðahverfi, Bala, við Festarfjall Jfram Skógtjörn millivegalengdii iða. kötlustaði en { efur hraunflóðið stystu byrja vi< /o arma og ann- um svipað leyt irfjörð en hinn Hægt er að k frir utan er land Bláa Ióni. Sunnan í Garða- Sunnud.29.ja orna prestssetur ferð á göngus Garðar. Meðal borgarinnar og jrðum má nefna laugardag. Þon son, síðar for- vatni verður 28 iskólans. Sonur í vistlegum hú ison biskup, sem ferð fyrir mati 'kur rithöfundur þorramat samai margt um sögu verður heilsubí i var drátthagur lagt er af stað íurmyndir hans iir. IVIST an.kl.10,30 verður-'önguleið og selja-ubergshálsi við nýjar gönguleiðir 3etta er liður í hinn Útivistar. Þeir sem anga hefj'a göngu en þeir sem taka ta byrja við Þor-ieir sem kjósa þá ) Hóp. Allir koma i að Bláa lóninu. oma kl. 11,15 að n.W10,30 er dags-kíðum í nágrenni er nánar auglýst á rablót að Úl'ýóts-.-29.jan Gist verður sakynnum. Göngu-nn og leggja allir i í púkk. A sunnud. targanga áður en heimleiðis. ¦ staðir. Einnig eru ferðir til Barcel- ona og síðan geta farþegar verið í strandbænum Sitges í nokkra daga. Barcelona er glaðværðarinnar borg og margt að skoða þar. Kos og Marmarls Gríska eyjan Kos er mikið sótt af ferðamönnum og sér þaðan til Tyrklands. Meðal þess sem gestir geta tekið sér fyrir hendur auk þess að slappa af er 3 daga eyjasigling. Marmaris á vesturströnd Tyrk- lands er nýr staður og þykir falleg- ur bær og ströndin ágæt. Ferðir eru þaðan til Efesus og Istanbul. Flug og bíll, sumarhús Margir vilja vera á eigin vegum í fríinu og þá er flug og bíll heppi- legur kostur. Sumarhúsadvöl í Slag- else í Danmörku er nýtt hjá ferða- skrifstofunni. Skemmtlsigllngar og ferdirtilArúba Allmargt er um að velja í skemmtisiglingum um Karíbahaf. Dvöl býðst á Arúba sem er nýr áfangastaður og hafa nokkrar grein- ar um eyna birst hér í blaðinu. Ferð- ir til Orlando eru sem fyrr, siglingar til Evrópu og á ferðaalmanaki eldri borgara eru ferðir til Mallorka, Port- úgal, Skotlands um páska, Dan- merkur og til Grænlands. BorgarferSlr Ástæða er til að geta ferða til Helsinki og þaðan yfir til St. Péturs- borgar, rútuferðir um ýms Evrópu- lönd s.s. Þýskaland og Austurríki, vínuppskeruferð í september, til Prag, Dresden og Berlínar og önnur til Vínar, Prag og Búdapest. Loks skal nefnd ferð um suður- ríki Bandaríkjanna í september og golfferð til Dubai og framlenging ef vill á Maldiveseyjum í apríllok. Hefur þá verið tæpt á ýmsu því sem fram kemur í bæklingi. ¦ j.k. Þeim fækkar sem borga fullt verð a C-I arrými í BLAÐINU Boarding segir frá því að prósentutala þeirra sem ferðist á viðskiptamannafarrými og greiði fullt fargjald í flugi lækki stöðugt. Fyrir áratug hafi 40% allra farþega á C-far- rými greitt fullt verð fyrir en prósent- an sé nú undir 30. Þetta kemur fram í könnun sem Gemini Consulting gerði og þar segir að búist sé við því að prósentutalan verði aðeins 20 prósent um aldamót- in. Á flugi yfir Atlantshafið ferðast um 85% C-farrýmisfarþega á ýmiss konar afsláttarmiðum. I niðurstöðun- um sem eru byggðar á upplýsingum frá forystumönnum evrópskra flugfé- laga er talað um þróun á öðrum svið- um en í verðlagningu. Hún muni verða sú að öll þjónusta verði neytendavænni og flugfélögin muni bjóða farþegum meira fyrir peningana en þeir fái nú. Nefna megi akstur til og frá flugvelli, alls konar girnileg tilboð á söluvarningi um borð og þau muni einnig ná til almenns farrýmis. í könnuninni sögðu 98% nefndra forystumanna að þeir telji að flugfé- lög muni í enn ríkara mæli sameinast en nú. Um það'bil helmingur spurðra áleit að fimm Evrópuflugfélög mundu hafa í sínum höndum 80% farmiða- sölu árið 1998. Rannsóknin sýnir einnig að áfram verði að hagræða, fækka starfsliði og leggja allt kapp á að draga úr kostnaði sem ekki skil- ar arði, beinum eða óbeinum. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.