Morgunblaðið - 28.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.01.1995, Qupperneq 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 23. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rúmleg- ur vara- samar Toulouse. Reuter. ÁTTA franskir stúdentar eyddu fyrir nokkru sex vikum í rúminu er þeir tóku þátt í tilraun lækna geimvísinda- stofnunarinnar frönsku. Markmiðið var að kanna lík- amleg áhrif þess að liggja lengi út af. Það reyndist ekki heilsu- samlegt. Fólkið var í algerri einangr- un í rúmum sínum og var höfðalagið haft 'sex gráðum hærra en fótagaflinn. Fyrstu tvær vikurnar minnkaði þrek stúdentanna til að vetjast ýmiss konar veirusjúkdómum um 40% en ástandið skánaði þó er á leið. Flóðgarð- ar styrktir BÓNDABÝLI, umflotið vatni, í grennd við Stevensweert í Hol- landi í gær, nokkrir slökkviliðs- menn eru önnum kafnir við að styrkja flóðgarða. Vatnsborð árinnar Maas hélt áfram að hækka í gær og fólk var flutt úr tveim þorpum í Limburg-hér- aði, sunnarlega í landinu. Gríð- arlegar rigningar og óveður hafa geisað í miklum hluta Norð- ur-Evrópu undanfarna daga. Sigþór Einarsson, sem býr í Darmstadt í Þýskalandi, sagði í gærkvöldi að búist væri við miklu vatnsveðri um nóttina. Alls höfðu í gær 19 manns týnt lífi í óveðrinu í Evrópu, þar af 13 í Frakklandi. ■ „Aðeins teinarnir“/2 „ Reuter OLDRUÐ hjón yfirgefa Tsjernoretsí-úthverfið í Grosní í gær. Rússar létu sprengjum rigna yfir hverfið. Jeltsín forseti víkur ráðherra þjóðarbrota frá Saksóknarí víll láta handtaka Dúdajev Grosni, Moskvu. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti vék í gær frá störfum Nikolaj Jeg- orov aðstoðarforsætisráðherra, sem fór með málefni þjóðabrota og sat í sérstöku öryggisráði forset- ans. Var ástæðan sögð heilsubrest- ur Jegorovs, ráðherrann væri með lungnabólgu. Hann hefur verið einn helsti stjórnandi aðgerðanna gegn Tsjetsjenum. Ríkissaksóknari í Moskvu sagði í gær að herir Rússa hefðu fengið skipun um að hand- taka Dzhokar Dúdajev Tsjetsjníju- forseta en ekki var sagt hvað hann yrði ákærður fyrir. Fimm manna sendinefnd frá Ör- yggis- og samvinnustofnunin Evr- ópu, ÖSE, hélt í gær frá Moskvu til Norður-Ossetíu, grannhéraðs Tsjetsjníju, til að kanna ástand mannréttindamála. Ætlunin var að rússneski mannréttindafrömuður- inn Sergej Kovaljov færi með nefnd- inni en á flugvellinum fékk hann að vita að hann hefði ekki þá papp- íra meðferðis sem til þyrfti. Undirbúa skæruhernað Rússar héldu enn uppi sprengju- árásum á úthverfið Tsjernoretsí í Grosní í gær en þar hafa uppreisn- armenn enn töglin og hagldirnar. Eina samgönguleið Tsjetsjena frá Grosní til annarra hluta héraðsins liggur um hverfið. Eru Rússar nú sagðir undirbúa mikla sókn yfir Sunzha-fljót sem skiptir borginni. Uppreisnarmenn búast við að Rúss- ar taki fljótlega Grosní og eru þeg- ar farnir að undirbúa skæruhernað í fjöllunum sem margir telja að geta staðið í mörg ár. Tass-fréttastofan sagði í gær að aðstoðarutanríkisráðherra landsins, ígor ívanov, hefði mótmælt því að embættismenn í Washington áttu viðræður við Shamsettin Yusuf, ut- anríkisráðherra Tsjetsjníju. Banda- ríkjamenn sögðu viðræðurnar hafa verið óformlegar og tóku skýrt fram að þeir viðurkenndu með engum hætti sjálfstæðiskröfur Tsjetsjena. ■ Treysta ítök/19 Kínveijar hafna kröfum Rauða krossins Leyfa ekki við- töl við fanga án eftirlits Peking. Reuter. HÁTTSETTUR kínverskur emb- ættismaður sagði í gær að Kínvetj- ar gætu ekki fallist á að Alþjóða- nefnd Rauða krossins (ICRC) ræddi við einhvern þeirra 1,3 milljóna Kínveija, sem afplána dóma í fang- elsum landsins, án eftirlits. Kínveijar hafa einnig greint Rauða krossinum frá því að þeir telja sig ekki skuldbundna til að leyfa rannsókn á málum 2.679 „andbyltingarsinna" sem sitja í fangelsi, þar sem ekki væri um pólitíska fanga eða stríðsfanga að ræða, samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna. Hætta á misskilningi Qian Qichen utanríkisráðherra gaf í skyn í árslok 1993 að ICRC fengi að fara ofan í saumana á kín- verskum fangelsismálum. Kínverski embættismaðurinn sagði að án aðstoðarmanna væri hætta á að fulltrúar ICRC myndu „misskilja" sjónarmið fanga frá Tí- bet, Xinjiang eða landamærasvæð- unum í suðri, þar sem hefðbundin kínverska er ekki töluð. Rauði krossinn segist ekki geta fallist á neitt annað en viðtöl í ein- rúmi þar sem það sé eina leiðin til að tryggja að ekki sé um sviðsetn- ingu og „æfðar yfirlýsingar" að ræða. Christoph Swinarski, einn samn- ingamanna ICRC, sagði að þrátt fýrir þessar yfirlýsingar liti Rauði krossinn ekki svo á að kröfum þeirra hefði verið hafnað og að við- ræður við Kínveija myndu halda áfram. Heilar karla og kvenna Olík efnaskipti London. The Daily Telegraph, Reuter. BANDARÍSKIR vísindamenn við Pennsylvaníuháskóla segjast hafa komist að því að mælanleg- ur, líffræðilegur munur sé á heilastarfsemi kynjanna. Efna- skiptin í frumstæðum heilastöðv- um sem stjórna kynhvöt og árás- argirni séu hraðari hjá körlum. Þessar niðurstöður eru sagðar styrkja þá trú að karlar séu lík- legri til að láta hendur skipta í deilum, konur reyni frekar að tjá tilfínningar sínar með orðum. Rubin Gur prófessor og að- stoðarmenn hans telja að rekja megi mun á tilfinningalífi og viðbrögðum til þess að heilar kynjanna séu að sumu leyti ólík- ir líffræðilega þótt flest sé svip- að. Stöðvar sem talið sé að stjórni líkamlegum viðbrögðum við andlegu áreiti séu öflugri hjá körlum. Hjá konum séu stöðvar sem stjórni táknrænum viðbrögðum, þ.á m. tali, hins vegar þróaðri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.