Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snjóhengja féll á aðveitusto > ver árvirkj unar ÞORSTEINIM Sigfússon stöðvarstjóri. Honum til beggja handa eru háir snjóveggir, sem rutt hefur verið upp við veginn að virkjuflínni. KRAPAFLÓÐIÐ náði upp að gluggum. Morgunblaðið/Sverrir KOLMÓRAUTT vatn bullaði um gamla árfarveginn og flæddi að stöðvarhúsinu. Stöðvarhús virkjunar- iimar fylltist af vatni SNJÓHENGJA féll á aðveitustokk við stöðvarhús Þverárvirkjunar í Stein- grímsfirði í gærmorgun og tók stokkinn í sundur á 15 metra kafla. Stöðvar- húsið fylltist af vatni áður en starfsmenn virkjunarinnar náðu að loka fyrir rennslið. Þorsteinn Sigfússon, stöðvarstjóri Þverárvirkjunar, sagði að tjónið næmi milljónum króna, hugsanlega tugum milljóna. Rafmagn fór af hluta Hólmavíkur og sveitunum í kring um kl. 7 í gær- morgun. Þorsteinn sagði að aðkoman hefði verið ljót. „Þegar við komum að stöðvarhúsinu var það fullt af vatni og vatn bullaði niður gamla árfarveg- inn. Aðveitustokkurinn, sem er um 1,30 metrar í þvermál, hafði sópast í burtu á um 15 metra kafla.“ Vatnsborðið lækkaði um hálfan metra Þorsteinn sagði að tekist hefði að loka fyrir rennsli úr lóninu um kl. 9. Hann sagði að á þeim rúmum tveimur tímum sem vatn hefði runn- ið óhindrað úr lóninu hefði vatnsborð þess lækkað u.þ.b. hálfan metra. Aðveitustokkurinn, sem fór í sund- ur, var endurnýjaður fyrir um þrem- ur árum. Þorsteinn sagði ljóst að talsverðan tíma tæki að lagfæra stokkinn. Hann sagði algerlega óvíst hvenær hægt yrði að gangsetja virkj- unina að nýju. Þorsteinn sagði að tjón á stöðvar- húsinu væri talsvert. Sprunga væri í útvegg þar sem krapaflóðið féll að húsinu. Eins væru skemmdir á tækj- um. Stjómbúnaður fyrir aðra vélina er á neðri hæð aðveituhússins, sem fylltist af vatni. Þorsteinn sagðist gera sér vonir um að tæki á efri hæðinni væru óskemmd, en það ætti eftir að koma í Ijós. „Það er mjög mikill snjór hérna og það hefur myndast mikil snjó- hengja upp af stokknum. Hún hefur fallið niður í glúfrið og á stokkinn, sem sópast í burtu á stórum kafla,“ sagði Þorsteinn. Rafmagn komst fljótlega á Hólma- vík og sveitimar í kring með bráða- birgðatengingu. Ekki þarf að keyra dísilvélar þar sem Þverárvirkjun er tengd veitusvæði Orkubús Vestijarða. STÖÐVARHÚSIÐ fylltist af vatni. 400 ferða- menn á vík- ingahátíð ALÞJÓÐLEG víkingahátíð verður haldin í Hafnarfirði 7.-9. júlí nk. og nú þegar hafa 400 erlendir þátttak- endur boðað komu sína á hátíðina. Stefnt er að því að flytja 5 víkingaskip frá Danmörku og 1 frá Noregi til íslands og liggja þau í Hafnarfjarðar- höfn og flytja farþega á með- an á hátíðinni stendur. Magn- ús Magnússon sjónvarpsmað- ur í Bretlandi mun koma til íslands og halda fyrirlestra um víkingatímann og sömu- leiðis ýmsir norrænir fræði- menn. Hátíðin ber nafnið Land- nám og hefur verið stofnað hlutafélag um hana. Aðilar að því eru eru m.a. Hafnar- íjarðarbær, Fjörukráin, Úr- val/Útsýn, Flugleiðir og fleiri. Tæpur helmingur þeirra 400 þátttakenda sem hafa boðað komu sína eru frá Dan- mörku en hinir frá Svíþjóð, Þýskalandi, Noregi, Frakk- landi og víðar. Bíða dóms vegna pen- ingakeðju í NÆSTU viku er að vænta dóms Héraðsdóms Reykjavík- ur í máli tveggja manna, sem ákærðir hafa verið fyrir að gangast fyrir fjársöfnun með keðjubréfum. Ákæruvaldið krefst þess að mennimir verði dæmdir til að greiða sektir og til að þola upptöku á þeim 3 milljónum króna, sem talið sé að þeir hafi haft í hagnað af starfseminni. Mennirnir voru með skrif- stofu í Reykjavík þar sem þeir ráku Landsmálafélagið, sem tengdist peningakeðjunni Auðbjörgu, sem talið er að nokkur þúsund manns hafi gerst aðilar að og lagt fé til. Risna borg- arinnar lækkuð um 20 milljónir í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að risna verði skorin niður um 20 millj- ónir, úr 71,5 milljónum króna árið 1994 í 51,5 milljónir króna. í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra kom fram að risna borgarinnar á síðasta ári hefði verið um 28 milljónir að frátaldri risnu ein- stakra embætta. Þar af voru um 17 milljónir á fyrstu sex mánuðunum en um 11 á síð- ari sex mánuðunum. Dregið úr blómakaupum Fram kom að nýi meirihlut- inn hafi ákveðið að lækka útgjöld vegna blómakaupa og hefur sá liður lækkað úr 823 þúsundum króna fyrstu sex mánuðina í 340 þúsund krón- ur síðari hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.