Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 9 Laus prestaköll eftirsótt UMSÓKNARFRESTUR um laus prestaköll og störf er bisk- up Islands hefur auglýst til umsóknar rann út 24. þessa mánaðar. Um stöðu héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þingeyjarpróf- astsdæmum sækja sr. Guð- mundur Guðmundsson, aðstoð- arprestur í Neskirkju í Reykja- vík, sr. Hörður Þ. Asbjörnsson, Reykjavík, sr. Sigríður Guðm- arsdóttir, Akureyri og sr. Svav- ar Alfreð Jónsson, sóknarprest- ur á Ólafsfirði. Um stöðu aðstoðarprests í Hjallaprestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra sækja Bryndís Malla Elídóttir, guð- fræðingur, Reykjavík, Ólafur Þórisson, guðfræðingur, Reykjavík og sr. Hörður Þ. Ásbjömsson. Um Hjarðarholtsprestakall í Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmi sækja sr. Bragi Bene- diktsson, prófastur í Reykhól- um, sr. Hörður Þ. Ásbjörnsson, Ólafur Þórisson, guðfræðingur og Óskar Ingi Ingason, guð- fræðingur, Reykjavík. Um Staðarprestakall í Súg- andafirði sækja sr. Hörður Þ. Ásbjörnsson, Ólafur Þórisson, guðfræðingur og sr. Valdimar Hreiðarsson, ísafírði. Frumvarp um mannréttindakafla Dagsbrún vill breytingar STJÓRN Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar skorar á stjórn- arskrárnefnd Alþingis að end- urskoða frumvarp til stjórn- skipunarlaga um breytingu á mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar í samvinnu við verkalýðshreyfinguna með það fyrir augum að tryggja réttindi stéttarfélaga og félagsmanna þeirra. í bréfi til stjórnarskrár- nefndar segir að stjórn Dags- brúnar telji frumvarpið ófull- nægjandi um félagsleg réttindi og ákvæði þess um félaga- frelsi, eins og hugtakið sé túlk- að í athugasemdum með frum- varpinu, gangi gegn grundvelli stéttarfélaga í landinu. Dagsbrún bendir á að stétt- arfélög séu talin svo mikilsverð í lýðræðissamfélögum að ástæða hafi verið talin til að vernda réttindi þeirra með ákvæðum í Mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna, Mannréttinda- og Félagssátt- málum Evrópu og fleiri alþjóð- legum samþykktum. Staða yfir- dýralæknis auglýst LANDBÚNAÐARRÁÐU- NEYTIÐ hefur auglýst embætti yfirdýralæknis laust til um- sóknar, en skipun yfirdýra- læknis gildir lengst til sex ára í senn. Embættið veitist frá 1. júní næstkomandi. Brynjólfur Sandholt hefur gegnt embætti yfirdýralæknis undanfarin sex ár, en sam- kvæmt upplýsingum landbún- aðarráðuneytisins er ekkert í lögum sem mælir gegn því að sami maður geti gegnt embætt- inu lengur en sex ár. FRÉTTIR A * Framkvæmdastjóri Urvals-Utsýnar um samstarfssamning við Spies Group Timamótasamn- ingur í íslenskri ferðaþjónustu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FERÐASKRIFSTOFURNAR Úr- val-Útsýn og Spies Group undirrit- uðu í gær samstarfssamning í Kaupmannahöfn á sviði ferðaþjón- ustu. Með samningnum er íslenska markaðnum tryggður aðgangur að nýjum áfangastöðum í Suður-Evr- ópu og Norður-Afríku á 35-40% lægra verði en verið hefur til þessa í leiguflugi frá íslandi til þessara svæða. Úrval-Útsýn fær með þessum samningi einkaleyfi á sölu ferða Spies og Tjæreborg og er þetta í fyrsta skipti sem Spies og Tjære- borg gera slíkan samning um að hleypa utanaðkomandi aðila inn í starfsemi sína, þar sem Úrval- Útsýn á frátekinn ákveðinn fjölda sæta í leigflugi þessara ferðaskrif- stofa til tiltekinna ákvörðunarstaða og jafnframt ákveðið gistirými á þeim stöðum. Hjá dönsku fyrirtækj- unum eru einnig þau nýmæli að íslenskir fararstjórar munu starfa við hlið danskra starfsbræðra sinna. Ferðir til Kos og Marmaris Sumarið 1995 verður lögð áhersla á ferðir til grísku eyjarinnar Kos og baðstrandaborgarinnar Marmaris í Tyrklandi. Flogið er með Flugleiðum til Kaupmanna- hafnar og áfram með flugfélaginu Premiair sem Spies Group á helm- ingshlut í á móti ensku ferðaskrif- stofunni Air Tours. Premiair er um 34% stærra flugfélag en Flugleiðir með 1.200 starfsmenn. Farþegar til Kos halda áfram samdægurs, en gista eina nótt í Kaupmannahöfn á bakaleið, en þessu er öfugt farið varðandi ferðir til Marmaris. Auk ferða til þessara ákvörðunarstaða selur Úrval-Útsýn allar ferðir sem Spies og Tjæreborg bjóða. „Þetta er tímamótasamningur fyrir ferðaþjónustu á íslandi," sagði Hörður Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Úrvals-Útsýnar, við undirrit- unina í gær. „Með auknu viðskipta- frelsi innan Evrópu, sem jafnframt kallar á aukna samkeppni innan svæðisins, hafa fjölmargar stærri ferðaskrifstofur sameinað krafta sína til að geta mætt betur nýjum kröfum og samkeppni. Með þessum samningi er Úrval-Útsýn að taka fyrsta skrefið inn á sameiginlegan Evrópumarkað fyrir hönd viðskipta- vina sinna.“ Stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur Spies Group er stærsta ferða- skrifstofa Danmerkur, með 40% markaðshlutdeild og 1.500 starfs- menn þar í landi. Fyrirtækið veltir 20 milljörðum íslenskra króna á ári, auk 10 milljarða veltu hjá Premiair. Fyrirtækið keypti helsta samkeppnisaðila sinn, Tjæreborg, árið 1989 og flytur nú um 613 þúsund farþega á ári. Fyrirtækið lenti í talsverðum rekstrarerfiðleik- um eftir andlát stofnanda þess, Simons Spies, fyrir um ellefu árum, en hefur verið rekið með hagnaði seinustu tvö ár. „Samningurinn við Úrval-Útsýn er ekki gerður til málamynda eða í táknrænu skyni,“ sagði Torben Anker Sörensen, markaðsstjóri Spi- es Group, við undirritunina. „Við bindum miklar vonir við að samn- ingurinn hafi í för með sér að fjöldi íslenskra ferðamanna velji þessa nýjung í íslenskri ferðaþjónustu, bæði þeim og fyrirtækjunum sem að samningnum standa, til hags- bóta.“ Útsala Meiri verðlækkun Polarn&Pyref k KRINGLUNNI8-12 J j 4. febrúar 4. febrúar Aðalfundur og grísaveisla Aðalfundur og árleg grísaveisla Félags húseigenda á Spáni, verður haldin laugardaginn 4. febrúar í Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Aðalfundur hefst kl. 14.00 og verður samkvæmt útsendri dagskrá. Grísaveislan: Húsið opnar kl. 19.00 en þá verður tekið á móti gestum með viðeigandi hætti. Borðhald hefst kl. 20.00. Hrókur alls fagnaðar leikur fyrir dansi ásamt góðum skemmtiatriðum og ekki má gleyma hinu frábæra happdrætti okkar. Mætum öll og eigum góða stund saman. Vinsamlega pantið miða sem fyrst, ekki seinna en miðvikudaginn 1. febrúar. Upplýsingar fyrir nýja félaga gefa Ólöf Jónsdóttir vs. 562-5999 og Jón Steinn Elíasson vs.562-1344. Grand Cherokee Laredo ‘93, til sölu, upphækkaður, blásanseraður, ný dekk, dráttarkúla. Bíll í toppstandi. Skipti möguleg á ódýrari. Góð greiðslukjör í boði. Upplýsingar í síma 91-20160 og 91-39373, Karl í dag og næstu daga. Útsala — Útsala 15% viðbótarafsláttur. Meiri afsláttur af eldri vörum. TBSS v | - ---sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 INNRETTINGATILBOÐ 40% AFSLÁTTUR Nú rýmum við fyrir 11 nýjum Profil innréttingum og seljum nokkrar sýningainnréttingar í eldhús og á bað með miklum afslætti. Ennfremur bjóðum við nýju innréttingarnar á sérstöku kynningarverði. Nú er tækifærið að gera góð kaup. Nýbýlavegur 12, sími 55-44-011. HOSTA HOSTR HÓTEL- OG FERÐAMÁLASKÓLI í SVISS 35 ára reynsla c Stærri fyrirtæki leita til okkar eftir starfsfólki. 'N. Viðurkennt nám í bandariskum og evrópskum háskólum. ) Hótelrekstrarnámskeið mJprófskírteini •Fyrsta ár: Almennur rekstur og stjórnun. •Annað ár: Framkvœmdastjórnun. Ferðamálafrœði Ffrsta ár: Almennt ferdaskrífstofunám. (Innif. viðurkcnnt IATAAJFTAA námskeið m/prófakírteini). Attoiaö ár: Framkvwmdastjórnun. Fáiö upplýsingar hjá: HOSTA, 1854 D LEYSIN, SVISS, ^SfmiOO 41 25 342611, fax. 00 41 25 341821. MJF mmm m*<aiigmmmm Skautar Hvítir og svartir - stærðir 30-45. ... á meðan birgðir enöast. SKEIFUNN111 SlMI, 588-9890

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.