Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR Rafha-húsið tækniminjasafn? Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir í DAG sést sólin á Siglufirði í fyrsta sinn á nýju ári. Af því tilefni gæða Siglfirðingar sér á pönnukökum og fagna lengri sólargangi. Sólardagur á Siglufirði Siglufirði. Morgunblaðið. VALDIMAR Magnússon eigandi Rafha-hússins í Hafnarfirði hefur farið þess á leit við menntamála- ráðuneyti og bæjaryfirvöld í Hafnar- firði að stofnsett verði tækniminja- safn í húsinu. Segir Valdimar að húsið, sem er 2.600 m2 að stærð, eigi sér langa sögu sem tengist iðnvæðingu Iands- ins. til dæmis hafi fyrstu eldavélar á íslandi verið framleiddar hjá Rafha. Aðspurður hvernig hug- myndinni hefði verið tekið sagði Valdimar að hann hefði komið henni á framfæri í júní í fyrra, undirtekt- ir hefðu verið góðar en engin svör borist. Bæði kostir og gallar Þór Magnússon þjóðminjavörður skoðaði húsnæðið á fimmtudag og sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði bæði kosti og galla sem tækniminjasafn. „Ég skoðaði húsið snemma í sumar, því þjóðminjaráði hefur borist bréf frá formanni bæjarráðs í Hafnarfirði, þar sem athygli er vakin á þessu máii. Hús- ið er byggt í nokkrum áföngum og er fyrst og fremst verksmiðjusalur en gæti nýst fyrir vissar tegundir hluta. En hús sem byggt er fyrir aðra starfsemi uppfyllir aldrei allar kröfur sem maður vill að safnhús geri,“ segir Þór. Mikilla endurbóta þörf Aðspurður að hveiju þyrfti helst að hyggja nefnir þjóðminjavörður brunavarnir; ýmis öryggismál og upphitun. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði kynnt á þjóðminjaráðsfundi. Ég taldi sjálfsagt að skoða húsið, því maður er alltaf með það í huga að koma tæknisafni á laggimar,“ segir Þór. Hann segir húsið koma til greina að miklum endurbótum tilskildum. „Áhuginn á því að setja á fót tækni- minjasafn er fyrir hendi en það vant- ar peninga. Á meðan miklar endur- bætur standa yfir á Þjóðminjasafn- inu hafa menn vilja láta annað bíða.“ Menntamálaráðherra vildi ekki tjá sig um erindið við Morgunblaðið að svo stöddu. SOLARDAGUR er í dag, 28. jan- úar, á Siglufirði. Sólardagurinn er haldinn hátíðlegur af því tilefni að þá sést sólin í fyrsta sinn á nýju ári. Sólin hverfur um. 20. nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð. Því finnst Siglfirðing- um vert að halda upp á sólardag- inn og gera það m.a. með því að gæða sér á „sólarpönnukökum“. Sjálfsbjörg á Siglufirði hefur undanfarin ár haft það sem fjáröfl- un að baka „sólarpönnukökur" og selja. Að þessu sinni voru bakaðar á annað þúsund pönnukökur. Hefð er fyrir því að fyrirtækjaeigendur kaupi pönnukökurnar og bjóði starfsfólki sínu upp á þær með kaffinu. Árlega styrkir Sjálfsbjörg á Siglufirði fatlaða einstaklinga sem eiga við erfiðleika að etja. Mannréttindaskrif- stofa Islands Erindi um mannrétt- indi o g stjórnar- skrá ÚT ERU komin erindi um mann- réttindi og stjórnarskrá. Erindin voru flutt á fundi 1. desember sl., sem haldinn var á Hótel Sögu á vegum Mannréttindaskrifstofu ís- lands, Lögfræðingafélags íslands, Lögmannafélags Islands og Rásar 1 Ríkisútvarpsins. Frummælendur á fundinum voru fjórir. Guðmundur Alfreðs- son, þjóðréttarfræðingur á Mann- réttindaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna, nefndi erindi sitt Hugleiðing- ar um mannréttindi í stjórnarskrá. Hjördís Hákonardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, flutti er- indi sem nefndist Mannréttindi - Hvað viljum við hafa í VII. kafla stjórnarskrárinnar? Vilhjálmur Árnason, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, flutti erindið Mannhelgi og mennréttindi. Þór Vilhjálmsson, dómari við Mann- réttindadómstólinn í Strassborg og við EFTA-dómstólinn í Genf, tengdi heiti erindis síns við tilefnið og daginn og nefndi það Mannrétt- indafund 1. desember 1994. Endurskoðun mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar Auk áðurnefndra framsöguer- inda eru í ritinu birt ávarp Ragn- ars Aðalsteinssonar, formanns stjórnar Mannréttindaskrifstof- unnar, og ávarp Geirs H. Haarde, þingflokksformanns Sjálfstæðis- flokksins, en formenn þingflokk- anna hafa haft umsjón með endur- skoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá eru VI. og VII. kafli stjórnarskrárinnar birtir í heilu lagi ásamt tillögum stjórnar- skrárnefndar frá 5'. apríl 1994 um mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar og frumvarpi formanna þingflokkanna til stjórnskipunar- laga um breytingu á mannréttind- akafla stjórnarskrárinnar. Ritið er 50 síður og er selt í bókabúðum og hjá Mannréttinda- skrifstofunni, Laugavegi 31. PUNTO BÍLL ÁRSINS 1995 BILASYNING UM HELGINA Opið frá kl. 13 til 16 laugardag og sunnudag. í vali helstu bílablaðamanna í Evrópu var Punto útnefndur bíll ársins 1995 með miklum yfirburðum. Glæsileg hönnun, þar sem öryggi farþega og ökumanns er í fyrirrúmi, auk afburða aksturseiginleika og aflmikilla véla, réð mestu um valið. Punto býðst nú á einstaklega hagstæðu verði, frá kr. 945.000.- Komið og reynsluakið Punto, bíl ársins 1995. FIAT PUNTO ER SVARIÐ ÍTALSKIR BÍLAR HF., SKEIFUNNI 17, SÍIVII 588 7620 Fiat Punto bíll ársins 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.