Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Atvinnuleysi eykst í sveit- um í Þing- eyjarsýslum ATVINNULEYSI í sveitum í Þing- eyjarsýslum jókst verulega á síð- asta ári og eru dæmi um að það hafí aukist um 46% milli ára. Sam- dráttur í landbúnaði undanfarin ár veldur mestu þar um. Bændur hafa ekki getað mætt samdrætti í landbúnaði með því að fara á at- vinnuleysisbætur, en þeir eiga þó rétt á bótum t.d. ef bú dregst sam- an um 40%. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira en á síðasta ári í héraðinu. Þetta kemur fram í Fréttabréfi stéttarfélaganna í Suður-Þing- eyjarsýslu þar sem m.a. er ljallað um aukið atvinnuleysi í sveitum. 46,7 milljónir í atvinnuleysisbætur Á liðnu ári voru greiddar út at- vinnuleysisbætur á félagssvæði verkalýðsfélaganna á Húsavík að upphæð 47,6 milljónir króna og voru atvinnuleysisdagar yfir 30 þúsund talsins. Á árinu 1993 voru greiddar út atvinnuleysisbætur til félagsmanna á svæðinu að upphæð 42,4 milljónir króna. Atvinnuleysi á félagssvæðinu jókst um 11% milli ára og kemur fram í frétta- bréfinu að um 115 störf vanti svo hægt verði að útrýma atvinnuleysi á félagssvæði verkalýðsfélaganna. Meginhluti bótaupphæðarinnar er greiddur út á Húsavík, eða um 22 milljónir króna, og þá eru greiddar út atvinnuleysisbætur til félagsmanna í Skútustaðahreppi að upphæð 10,6 milljónir króna. Upphæðin í Aðaldælahreppi er um fimm milljónir króna og þá eru greiddar út rúmar tvær milljónir til félagsmanna í Ljósavatns-, Háls- og Bárðdælahreppi, en minna í öðrum hreppum. Skýrslur um SH og IS kynntar í gær Bæði fyrirtækin fær um að selja afurðir UA BÆÐI fisksölufyrirtækin, Sölum- iðstöð hraðfrystihúsanna og ís- lenskar sjávarafurðir, eru fær um að selja afurðir Útgerðarfélags Akureyringa. Þessar niðurstöður má lesa út úr skýrslum sem tveir aðilar, Andri Teitsson hjá Kaup- þingi og ráðgjafarfyrirtækið Nýs- ir, hafa gert fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Óskað var eftir skýrsl- um frá þessum aðilum í tengslum við hugsanlega sölu á hlutabréfum Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa og baráttu fisksölu- fyrirtækjanna um sölu á afurðum félagsins. Fyrstu niðurstöður skýrslnanna voru kynntar bæjarfulltrúum og stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa á fundi sem stóð fram á kvöld, en enn sem komið er eru þær trúnaðarmál og vildu menn lítið tjá sig um innihald þeirra eft- ir fundinn í gær. Fundir verða haldnir um helgina um málið en ekki er búist við að niðurstaða fáist fyrr en eftir helgi. Menn segja að málið sé það viðamikið að ekki verði flanað að neinu. Hvorugt vanhæft Hvorugt fisksölufýrirtækjanna er talið vanhæft til að selja afurð- ir ÚA að því er fram kemur í þeim gögnum sem kynnt voru í gær, en endanlegar skýrslur verða lagð- ar fram á sunnudag. Skýrsla Andra Teitssonar er Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í hag og mælir hann fremur með að hún annist sölu afurðanna, m.a. vegna sterkr- ar stöðu á Bandaríkjamarkaði, lægri sölulauna og ívið hærra sölu- verðs á afurðum. í skýrslu Nýsis Glæsilegt einbýlishús á fegursta stað bæjarins Til sölu er Eyrarlandsvegur 20. Tvær stofur og stórt sem nýtt stórt eldhús á hæðinni, 4 svefnherbergi og baðherbergi á rishæðinni, — lítil íbúð í kjallara. Húsið er mikið endurnýjað og í mjög góðu lagi. Nánari upplýsingar hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands — sími 96-11500. Pétur Jósefsson, sölustj. Benedikt Ólafsson hdl. Morgunblaðið/Rúnar Þór GISLI Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki, sem situr í meirihluta bæjarsljórnar Akureyrar með fimm framsóknarmönnum, ræðir málin við Sigurð J. Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. er ekki að finna eins afgerandi niðurstöðu um hvor kosturinn sé betri. Bæjarfulltrúar munu hittast á ALÞÝÐUBANDALAGIÐ á Akur- eyri hefur ekki tekið afstöðu til þess hvoru tilboðanna, frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna eða ís- lenskum sjávarafurðum, beri að taka. Hilmir Helgason, formaður Alþýðubandalagsfélagsins á Akur- eyri, segir að málið hafi verið rætt í bæjarmálaráði flokksins en engar ákvarðanir teknar. Hann líti svo á að ÚA-málið sé málefni bæjar- stjórnar og bæjarfulltrúa en ekki flokksfélagsins. Sjálfstæðis- flokkurinn opnar kosn- ingaskrifstofu SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ á Akur- eyri opnar kosningaskrifstofu sína í Glerárgötu 32 í dag. Ármann Kr. Ólafsson stjórnmála- fræðingur hefur verið ráðinn kosn- ingastjóri og mun hann hafa yfir- umsjón með daglegum rekstri skrif- stofunnar og undirbúningi kosning- anna fyrir kjördæmið í heild. Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra flytur ávarp við opnunina og þau Gunnar Benedikts- son og Nicole Cariglia flytja nokkur verk á óbó og selló. Þá verður gest- um boðið að smakka á þorramat. Skrifstofan verður opin daglega allan daginn og fram á kvöld og verður boðið upp á kaffi og með því alla daga fram að kosningum. fundum um helgina, þar sem farið verður yfir stöðuna, en endanlegr- ar ákvörðunar í málinu er ekki að vænta fýrr en eftir helgi. Alþýðubandalag hefur ekki ákveðið sig Annar fulltrúinn * telur boð IS betra Heimir Ingimarsson, annar af tveimur bæjarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjóm Ákur- eyrar, lýsti því yfir í viðtali við dagblaðið Dag að hann væri hlynntur tilboði ÍS, um flutning höfuðstöðva fyrirtækisins til Ak- ureyrar gegn því að þær fái að selja afurðir Útgerðarfélags Akur- eyringa, fremur en atvinnutilboði SH um að tryggja 80-100 störf í þænum fái þeir áfram að selja afurðir ÚA. Til sölu kvótalausjörð við utanverðan Eyja- fjörð. Hentarvel til hrossaræktar. Upplýsingar hjá Eignakjöri, sími 96-26441. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund verður á FSA kl. 10.00 á morgun, sunnudag. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður kl. 11.00 í Safn- aðarheimilinu. Margt til gam- ans gert. Munið kirkjubílana. Fjölskyldumessa verður í Ak- ureyrarkirkju kl. 14.00. Ung- menni aðstoða. Vænst er þátt- töku væntanlegra fermingar- barna og fjölskyldna þeirra. Messað verður á Hlíð kl. 16.00 á sunnudag. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17.00. Biblíu- lestur í Safnaðarheimilinu á mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund felld niður í dag, laugardag vegna Leik- mannaskóla kirkjunnar. Barna- samkoma kl. 11.00 á morgun, Foreldrar eða eldri systkini hvött til að koma með börn- unum. Messa kl. 14.00. For- eldrar fermingarbarna eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Fundur æskulýðsfélags- ins kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30. á morgun. Hermannasamkoma kl. 18.00. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Allir hjartanlega vel- komnir. Heimilasamband fyrir konur á mánudag kl. 16.00. Kóræfing fyrir ungt fólk á aldr- inum 16-30 ára kl. 20.00 sama dag. K.K. Krakkaklúbbur kl. 17.00 á miðvikudag. Hjálpar- flokkur fyrir konur á fimmtu- dag kl. 20.30. Morgnnverðarfundur um Háskólann OPINN morgunverðarfundur verð- ur haldinn á Hótel KEA um Háskól- ann á Akureyri 1. febrúar. Þar mun rektor skólans, dr. Þorsteinn Gunn- arsson, íjalla um hvernig til hefur tekist og þróun skólans í framtíð- inni. Einnig mun hann fjalla um tengingu Háskólans við fyrirtæki og atvinnulíf á svæðinu. Það má segja að málefni Háskólans hafi tengst líflegri umræðu undanfarna daga og því áhugavert að heyra hvaða hugmyndir stjómendur Há- skólans á Akureyri hafa um hvern- ig virðingu skólans er best varið í framtíðinni. Fundurinn hefst kl. 8.15. Að fundinum standa Félag viðskipta- og hagfræðinga og Löggiltir endur- skoðendur á Norðurlandi. Aðgangs- eyrir er 350 krónur og em kaffiveit- ingar innifaldar. e k k L afjanuarbókunum! 1.980,- Mh. Stjörnuwp minaðannJ, .Qk ásútgáfan Gjerárgötu 28 - Akureyri Askriftarsími 96-24966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.