Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________VIÐSKIPTI_________________________________ Ríkisstjómin samþykkti í gær aðgerðir til stuðnings íslenskum skipasmíðaiðnaði Skipasmíðar styrktar tíljafns við EES-lönd Ársverk í skipaiðnaði 1985-1994 927 951 1.011 882 899 789 746 l ; um 620 um (áæll.) 570 (áætl.) r um 500 (áætl.) Helmild: Þjóóhagsstofnun, Nefnd um verkefnastöðu ( skipaiðnaði, 1993. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MENN að störfum í slipp Stálsmiðjunnar í Reykjavíkurhöfn í gær. RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að veita styrki til nýsmíða og endur- bóta á skipum á árinu 1995 í sam- ræmi við reglur Evrópusambands- ins (ESB). „Með þessu er íslenskur skipasmíðaiðnaður j afnsettur skipa- smíðum á EES-svæðinu í fyrsta sinn,“ sagði Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra þegar tillögumar voru kynntar í gær. Hann sagði stuðningsaðgerðir við skipasmíða- iðnað árið 1994 hafa skilað góðum árangri og sagðist fínna fyrir auk- inni bjartsýni hjá fyrirtækjum í iðn- aðinum eftir langvarandi erfíðleika. Ákveðið var að veita 4,5% styrki til nýsmíði skipa yfír 100 brúttór- úmlestir en að verðmæti undir 850 milljón krónur. Sama styrkhlutfall verður veitt til endurbóta á skipum yfír 1.000 brúttórúmlestir. Þessir styrkir eru heimilir í samræmi við svokallaða 7. tilskipun ESB, sem nú tekur gildi á Evrópska efna- hagssvæðinu, en hún bannar hins vegar styrki vegna viðgerða, ný- smíði skipa undir 100 rúmlestum og breytinga á skipum undir 1.000 rúmlestum. Engir styrkir til stærri skipa Tilskipunin heimilar líka 9% styrki til nýsmíði skipa yfír 100 rúmlestum og að verðmæti yfír 850 milljónir íslenskra króna, en ákveð- ið var að bjóða ekki upp á þá. Þess í stað verður farin svokölluð kæru- leið, sem felst í því að krafíst verð- ur niðurfellinga á styrkjum í öðrum EES-löndum sem bjóða í íslensk verkefni sem falla undir þennan flokk. Sighvatur sagði að ákveðið hefði verið að styrkja ekki nýsmíð- ar á stærri skipum, þar sem það skyti skökku við á sama tíma og verið væri að borga styrki til úreld- ingar þeirra. Aðgerðirnar eiga m.a. að jafna aðstöðu íslensks skipaiðnaðar gagnvart Noregi, þangað sem mörg íslensk verkefni hafa farið á undanfömum árum. Ríkisstyrkir þar hafa numið um 13%, en minnka eða falla niður nú í samræmi við reglur ESB. í gær var einnig kynnt álit nefndar um árangur af jöfnunar- aðstoð í skipasmíðaiðnaði árið 1994. Sighvatur tók undir álit nefndarinnar að aðgerðirnar hefðu „bætt afkomu fyrirtækja og dregið úr þeim samdrætti og erfiðleikum sem ríkt hafa í skipaiðnaði." 24 verk hlutu jöfnunaraðstoð í fyrra hlutu 24 verk hjá 11 fyrirtækjum jöfnunaraðstoð að upphæð um 60 milljón krónur, sem var rúmlega 10% af heildar: samningsQárhæð verkanna. í skýrslunni kemur fram að verk- seljendur telja að aðstoðin hafi verið forsenda fyrir því að samn- ingar um verk að fjárhæð 462 milljónir króna tókust, sem ella hefðu farið til erlendra skipa- smíðastöðva. Velta í skipaiðnaði á íslandi á árinu 1994 er áætluð um 2.450 milljón krónur, sem er um 5% sam- dráttur frá 1993. Tap af reglu- legri starfsemi í greininni verður væntanlega um 4% af tekjum, en var 9% árið 1993. Útboð ÚA sl. haust olli straumhvörfum á olíumarkaðnum Olísjók markaðs- hlutdeild sína um 4 % AÆTLAÐ er að Olís auki mark- aðshlutdeild sína á markaði fyrir gasolíu og skipagasolíu um 4% á þessu ári og hafí þá um 33% mark- aðshlutdeild, að sögn Einars Bene- diktssonar, forstjóra félagsins. Þessa söluaukningu má rekja til útboðs Útgerðarfélags Ákur- eyringa (ÚA) sl. haust þegar félag- ið bauð út eldsneytiskaup fyrir togara sína en það er líklega einn af þremur stærstu eldsneytiskau- pendum hér á landi. Útboðið leiddi til þess að ÚA samdi við Olís til þriggja ára og lauk þar með ára- tuga viðskiptasambandi ÚA við Olíufélagið hf. Einar segir að áætluð eldsney- tiskaup ÚA séu allt að 13 þúsund tonn eða um 4% af heildarmark- aðnum fyrir gasolíu og skipagasol- íu. Samningur Olís við UA auki verulega á hagkvæmni rekstrar Olís á Akureyri en þar rekur félag- ið stærsta útibú sitt. Hlutur Olís í sölu til útgerðar byggist raunar á sölu til flestra _ stærri útgerða landsins en auk ÚA séu t.d. Sam- herji, Grandi, Síldarvinnslan, Skagstrendingur, Sæ- berg og Haraldur Böð- varsson í viðskiptum við Olís. Heildarsala á gasol- íu og skipagasolíu á árinu 1994 er áætluð um 325 þúsund tonn og jókst hlutdeild Olís í þessum tegundum á árinu. Þannig jókst sala félagsins úr 88 þúsund tonnum í 93 þúsund tonn eða um hátt í 6%. Samningur við ÚA tímamót Einar Benediktsson Að sögn Einars má rekja þá þró- un sem nú er að verða á olíu- og bensínmarkaði hérlendis til breyt- ingar á lögum um flutningsjöfnun sem tóku gildi 1. september sl. Þau heimila olíufélögunum að selja sömu eldsneytistegund á mismun- andi verði eftir þjónustustigi, magni og greiðslukjörum. Hann segir að útgerðin í landinu, sem er Iang- stærsti notandi eldsneytis, hafí um árabil gagnrýnt fyrri tilhögun með réttu en olíufélögin hafí hins vegar ekki getað mætt óskum útgerðar- KVISTHAGI. Vorum að fá í sölu mjög fallega um 90 fm Ibúð á jarðhæð á besta stað I Vesturbæ. Gott eldhús, tvö rúmgóð svefnherto. og stór stofa. Góður garður. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 7,6 millj. FOSSVOGUR. Góð 91 fm íbúð á 2. hæð við Snæ- land. fbúðin skiptist (bjarta stofu með suöursvölum, 4 svefnherb. og flísla- lagt baðherb. Góð staðsetning. Áhv. húsbr. 4,8 millj. Verð 8,2 millj. w\(íholt mmK 1>INGII0LT (mmi SUÐURLANDSBRAUT 4A SUÐURLANDSBRAUT 4A manna vegna laga sem hafí bannað verðmun milli notenda. Því megi segja að útboð ÚA og samningur þess um eldsneytiskaup við Olís hafi markað tímamót í verðmyndun olíuvara til stómotenda. Þetta hafí leitt til þeirrar þró- unar sem nú sé að sjá dagsins ljós með harðnandi samkeppni olíufélaganna á olíu- markaði. Þá segir Einar að sama megi segja um bensínmarkaðinn því löggjafinn hafí bannað mismunandi verð á bensíni eftir þjónustustigi fram til 1. september. Sú þróun sem nú sé að eiga sér stað með mismun- andi verðlagningu bensíns eftir þjónustustigi hefði að sjálfsögðu orðið þótt ekki hefði komið til þess umróts sem undanfarið hefði ríkt í umræðunni um olíuverslun hér á landi með tilkomu áhuga erlends olíufélags á að hefja hér rekstur. Hann segist fagna þessari þróun því með henni gefíst tækifæri til að skapa viðskiptavinum kjör með tilliti til viðskiptaumfangs og við- skiptatrausts svo og með tilliti til þeirrar þjónustu sem veitt sé. Gosdrykkir Bezta ár Coca- Cola er um getur Atlanta. Reuter. COCA-COLA hefur skýrt frá góðri afkomu á síðasta ársfjórðungi, segir að hún kóróni „bezta árið“ í nýlegri sögu félagsins og spáir því að jafnvel enn meiri uppgang- ur sé framundan. Að sögn fyrirtækisins jukust tekjur þess á síðasta ársfjórðungi um 22%, eða 44 sent á hlutabréf, úr 466 milljónum dollara, eða 36 sentum á hlutabréf, árið á undan. Nettótekjur á árinu jukust um 17%, sem er met, eða 1,98 dollara á hlutabréf. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN ■©, 552-6600 Allir þurfa þak yfir höfuðið Við fréttina hækkuðu hlutabréf í Coca-Cola um 1,125 dollara í 51,75 dollara við lokun kaup- hallarinnar í New York. 11,8 milljarðar kassa Fyrirtækið seldi um 11,8 millj- arða kassa 1994, 10% fleiri en 1993. Aukningin var meiri en sam- anlögð sala í Japan og á Spáni, öðrum mesta markaði fyrirtækis- ins utan Bandaríkjanna og hinum fimmta mesta. Rekstrartekjur á alþjóðamark- aði jukust um 18% 1994. Tekjur utan Bandaríkjanna nema 80% af hagnaði Coca-Cola Tekjur jukust um 23% í Róm- önsku Ameríku 1994, 21% í Norð- austur-Evrópu/Miðausturlöndum, 13% í Evrópusambandslöndum, 20% í Afríku og 20% á Kyrrahafi og í Kanada. i I I I s. » i I I I I l l I I L I I I I I I I k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.