Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Klaufaskapur lækna Lincoln að aldurtila Boston. Morgunblaðið. ABRAHAM Linc- oln Bandaríkjafor- seti hefði hæglega getað náð sér eftir morðtilræði Johns Wilkes Booths ef ekki hefði komið til klunnaskapur lækna, segir grein, sem birtist í marshefti tímarits- ins American He- ritage. Þar segir að hægt hefði ver- ið að bjarga þrem- ur af fjórum for- setum Bandaríkj- anna, sem hafa verið myrtir. Að- eins John F. Kennedy hafi hlot- ið banvæn sár. Kúlan úr byssu Booths hitti ekki af miklu afli og sárið af hennar völdum var „talsvert, en ekki banvænt", skrifar Richard A. R. Fraser, prófessor í skurðlækningum við Cornell-háskóla í New York. „Margir hafa lifað af sár, sem veitt voru með meira afli.“ Lincoln var skotinn í höfuð- ið í leikhúsi klukkan hálfell- efu 14. apríl 1865. Níu klukku- stundum síðar var hann allur. „Á meðan gerðu læknar sennilega meira ógagn en gagn,“ sagði Fraser. Einkum bar skoðun á sárum forsetans vangá vitni. Hróplegt þekkingarleysi Að sögn Frasers sýndi læknirinn, sem fyrstur kom að Lincoln, algert skilnings- Ieysi á læknavísindunum. Hann byijaði á því að stinga litla fingri inn í höfuðsár for- setans. „Þegar hann dró fing- urinn út streymdi fram blóð,“ sagði í læknaskýrslu. Fraser er þeirrar hyggju að læknir- inn „hefði auðveld- lega getað sprengt æðar, sem kúlan skaddaði ekki“. Blæðingin beri nýju sári vitni og hafi aukið þrýsting á heilann. Ekki batnaði það þegar Lincoln komst undir hend- ur fjölskyldulæknis síns og annarra lækna, sem voru kvaddir til. Þeir reyndu að finna kúluna með postul- ínspijóni og sagði Fraser að „þeir hefðu hæglega get- að valdið meiri skaða. Nú myndi kúlan vera látin eiga sig, nema auðvelt væri að komast að henni“. Ekki hægt að bjarga Kennedy Fraser sagði að aðeins John F. Kennedy hefði verið særð- ur slíkum sárum að útilokað hefði verið fyrir lækna að bjarga lífi hans. Bæði James Garfield og William McKinley hefðu fengið lélega aðhlynn- ingu eftir að vera skotnir og það hefði „sennilega átt meiri þátt í dauða þeirra, en sárin sjálf“. Að sögn Frasers dóu báðir af sýkingu, Garfield eftir að læknar hans stungu berum fingrum sínum fjórtán sinn- um í sár hans, en McKinley eftir skurðaðgerð, sem óhæf- ur læknir gerði í óupplýstu og illa búnu sjúkrahúsi. Abraham Lincoln Reuter Húsleit í íslömskum háskóla ÍSRAELSKIR hermenn réðust í gær inn í íslamskan háskóla i Abu Dis á Vesturbakkanum, handtóku stúdenta og gerðu hús- leit í herbergjum nemenda. Er þetta liður í aðgerðum gegn heit- trúarmönnum, sem staðið hafa fyrir sprengjuárásum í ísrael. Var leitað að sprengiefnum og vopnum. Ekki fékkst uppgefið hversu margir hefðu verið hand- teknir. Vaxandi þrýstingur hefur verið á ísraelsk sljórnvöld að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hermdarverk. Tuttugu létu lífið í sprengjutil- ræði um síðustu helgi. Á mynd- inni má sjá tvær palestínskar stúlkur silja á pokum með eigum sínum eftir húsleit ísraelska hersins. Karli er kennt um Lundúnum. Reuter. BRESKIR konungssinnar telja Karl Bretaprins bera ábyrgð á sambúð- arslitum hans og Díönu og þeim vandræðum sem konungdæmið á nú við að etja. Kemur þetta fram í skoðanakönnun meðal lesenda tíma- ritsins Majesty, sem birt var í gær. íjórir af hveijum fimm lesendum tímaritsins telja nauðsynlegt að skera niður hjá hirðinni og fækka höllum um eina eða tvær ef konung- dæmið eigi að lifa fram á næstu öld. Þá segjast 65% þeirra 2.000 lesenda, sem svöruðu spurningum tímaritsins, telja að Karl beri ábyrgð á hjónabandserfíðleikum hans og Díönu. Hann var einnig sá meðlimur konungsfjölskyldunnar sem talinn var hafa valdið henni mestum skaða. Eftir sem áður töldu þó 61% að hann ætti að taka við af Elísabetu móður sinni jafnvel þó að hann myndi skilja við Díönu. Hann gæti þó ekki gifst Camillu Parker-Bow- les að mati 55% lesenda ef hann ætlaði sér að verða konungur. Tveir þriðju þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, sögðust hafa gaman af því að lesa fréttir af konungsfjöl- skyldunni í blöðum og einnig virðist sem vandamál undanfarinna ára hafi ekki dregið úr vinsældum El- ísabetar Bretadrottningar. Á eftir henni í vinsældum kemur Díana prinsessa og hún er einnig sögðu vera í bestum tengslum við almenn- ing. Vitnaleiðslum í máli Giulio Andreottis frestað í þriðja skipti Segist vera saklaust fórnarlamb vinstrisinnaðra saksóknara Róm. The Daily Telegraph, Reuter. VITNALEIÐSLUR i máli Guilio Andreottis, sem sjö sinnum var for- sætisráðherra Ítalíu, hófust að nýju í Palermo á Sikiley í gær, en hann er sakaður um að hafa verið hátt- settur félagi í mafíunni. Á dómstóll- inn að taka afstöðu til þeirra ásak- ana og ákveða hvort Andreotti verði kærður. Saksóknarar telja að hann hafi verið álíka háttsettur og mafíu- foringinn Toto Riina. Vitnaleiðslun- um var frestað hálfri klukkustund eftir að þær hófust, að beiðni veij- enda Andreottis, sem telja sig þurfa meiri tíma til að fara yfir gögn. Þeim verður framhaldið þann 17. febrúar. Er þetta í þriðja skiptið sem málinu er frestað af þessari ástæðu. í viðtali við blaðið The Daily Telegraph vísar Andreotti öllum ásökunum á bug og segir ákafa vinstrisinnaða saksóknara hafa ákveðið að gera sig að blóraböggli fyrir allt það er fór úrskeiðis á þeim 50 árum sem kristilegir demókratar fóru með völd á Ítalíu. Riina og Andreotti Rannsóknardómarar á Sikiley hafa rannsakað mál Andreottis undanfarin tvö ár. í fyrstu héldu þeir því fram að hann hefði haft tengsl við mafíuna en nú er hann sakaður um að hafa verið félagi í henni. Telja sönnunargögnin gegn honum 88 þúsund blaðsíður. Saksóknarar segja að Andreotti og Riina, sem nú situr í fangelsi, hafi verið „eitt og hið sama“. Rannsókn stendur einnig yfir á morðinu á blaðamann- inum Mino Pecorelli árið 1979, sem hafði góð tengsl við ítölsku leyni- þjónustuna. Er talið að Pecorelli hafi ætlað að fletta ofan af Andre- otti. Odoardo Ascari, lögmaður Andreottis, segir skjólstæðing sinn vera saklausan. „Niðurstaða mín er þessi: Þar sem enginn glæpur hefur verið framinn, reyna þeir að finna sökudólg, rétt eins og í réttarhöldum Kafka ... Það er pólitík- á bak við þetta allt saman,“ segir Ascari, sem er með virtustu lögmönnum Ítalíu. Að mati saksóknaranna var Andreotti helsti verndari mafíunnar í Róm á árunum 1978-1992. í staðinn fyrir að hafa áhrif á réttarböld í málum mafíuforingja gerði mafían honurn greiða á móti, m.a. myrti hún fyrir hann, að sögn saksóknara. „Mér finnst sem ég sé hálf vamarlaus í félags- skap þessara heiðursmanna,“ sagði Andreotti í viðtali við blaðið La Stampa. „Einn þeirra er með tuttugu morð á samviskunni og annar tíu. Samt hafa orð þeirra nægt til að gera mig að mafíufélaga." Þáttur Lima Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrarar, sem báru vitni við rannsókn á morðinu á stjórnmála- manninum Salvo Lima, sökuðu Andreotti um að hafa verið í tengslum við mafíuna. Lima var borgarstjóri Palermo og náinn vinur Andreottis um árabil. Var niðurstaða réttarhaldanna sú að hann hefði séð um að bera skilaboð milli Rómar og mafíunnar og verið myrtur eftir að hann gat ekki lengur staðið við loforð sín gagn- vart mafíunni. Uppljóstrarar sögðu að hann hefði lofað því að lífstíðardómum í málum 19 mafíuforingja yrði hnekkt, en ekki getað staðið við það. í öðrum réttarhöldum báru sautján fyrrum félagar í mafíunni vitni gegn Andreotti. Hann heldur því þó ennþá fram að vinur hans Lima hafi verið hafður fyrir rangri sök. Fékk sér lúr Einn uppljóstrari segist hafa orðið vitni að fundi Andreottis og Riina á Sikiley árið 1987. Sagði hann þá hafa faðmað og kysst hvorn annan að mafíusið. Saksóknarar segja Andre- otti hafa gefið lífvörðum sínum frí í fimm klukku- stundir til að geta átt fund með Riina. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi veitt þeim frí vegna þess að hann ákvað að taka sér lúr á hótelherberginu. Andreotti segir rannsóknardómara hafa stundað óheiðarleg vinnubrögð og ef þetta hefði verið gert í máli einhvers annars manns hefði hann staðið upp í öldungadeildinni og mótmælt málsmeðferðinni. Hins vegar teldi hann ekki við hæfi að hann gerði það í eigin máli. Andreotti Halli á fjárlögum bannaður FULLTRÚADEILD Banda- ríkjaþings samþykkti í fyrri- nótt stjórnarskrárbreytingu sem felur það í sér að ekki verður lengur hægt að hafa halla á fjárlögum. Tillagan var samþykkt með 300 atkvæðum gegn 132. Greiddu 72 þing- menn demókrata henni at- kvæði ásamt 228 repúblikun- um. Aukin þíða í samskiptum SAMKOMULAG hefur tekist með bandarískum og ví- etnömskum yfirvöldum um bætur fyrir tugi bygginga í Hanoi sem voru í eigu banda- rískra yfirvalda. Samkomulag- ið ryður úr vegi hindrunum sem komið hafa í veg fyrir það til þessa að ríkin tvö opnuðu fulltrúaskrifstofur í hvoru landi fyrir sig. Verða skrifstof- urnar nokkurs konar sendiráð að öllu leyti nema nafninu til. Tapie tapar enn FRANSKI stjórnmála- maðurinn Bernard Tapie tapaði í gær annarri lotu í baráttu sinni fyrir því að geta hald- ið áfram í stjórnmálum. Áfrýjunardómstóll í París hafnaði þá beiðni Tapies um að ógilda úrskurð viðskipta- dómstóls um að hann væri gjaldþrota og mætti þar af leiðandi ekki gegna opinberum embættum næstu fimm árin. 4% hagvöxtur í Bandaríkj- unum HAGVÖXTUR varð meiri í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi ársins 1994 en hina þijá fyrri. Nam vöxturinn 4,5% á ársgrundvelli frá október til áramóta og 4,0% allt árið. Þessi mikli vöxtur hefur ýtt undir verðbólgu og var því búist við því að seðlabankinn gripi til vaxtahækkana í þeim tilgangi að halda aftur af hag- vextinum. Átök milli Perú og Ecuador STJÓRNIN í Perú skýrði frá því í gær að þyrla frá Ecuador hefði ráðist á varðstöð við landamæri ríkjanna nálægt 340 ferkílómetra frumskógar- svæði sem ríkin hafa deilt um. Talið er að á svæðinu sé mikið af gulli. Fregnir frá Ecuador hermdu að bardagar hefðu blossað upp milli hermanna ríkjanna í grennd við svæðið en enginn hefði fallið. Emb- ættismaður í Ecuador sagði að stjórnarerindrekar hefðu reynt að leysa landamæradeil- una en án árangurs. Tapie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.