Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 19 ERLENT Fómarlamba nasista minnst í Auschwitz Reuter ROMAN Herzog, forseti Þýskalands, leggur blómsveig við dauðabúðirnar í Auschwitz við minningarathöfn um fórnarlömb nasista í búðunum fyrir 50 árum. Myrkasti og hryllilegasti kafli sögu Þýskalands, segir Kohl kanslari Oswiecim. Reuter. FÓLK sem lifði af vist í dauðabúð- um nasista og stjórnmálamenn frá fjölmörgum löndum komu saman í Auschwitz og Birkenau-búðunum í gær til að minnast fómarlamba nasista fyrir 50 árum. Talið er að nasistar hafi drepið 1,5 milljónir manna í búðunum tveimur. Lech Walesa, forseti Póllands, flutti ávarp á síðari degi minningar- athafnanna í tilefni þess að í gær voru liðin hálf öld frá þvi sovéskar hersveitir náðu Auschwitz á sitt vald. Áður hafði Walesa verið í farar- broddi þegar. gengið var í gegnum hlið í Auschwitz sem hefur enn áletr- unina „Arbeit macht frei“ (Vinnan frelsar). „Vegurinn, sem við höfum nú gengið, frá áletruninni um að vinnan frelsi að dauðaklefunum er táknræn ferð,“ sagði forsetinn við hús þar sem íjölmargir fangar voru skotnir til bana. „Þetta er vegur píslarvættis þjóða, einkum gyðinga. Við gengum hann með hugarfari einingar og ábyrgðar. Þessi vegur er ekki aðeins reynsla milljóna, held- ur ætti hann einnig að vera lærdóm- ur fyrir milljónir." Deilt um samkirkjulega messu Að minnsta kosti 5.000 manns voru viðstaddir athöfnina og síðan var farið til Birkenau, þrem km frá Auschwitz í suðurhluta Póllands. í Birkenau voru gasklefarnir og brennsluhúsin þar sem flest fórnar- lambanna voru drepin. Fólk sem lifði af vist í dauðabúð- unum stóð í miklum kulda í Birke- nau við þjóðfána allra þeirra ríkja sem gyðingar voru fluttir úr og sendir í nautgripalestum til Ausch- witz. Farið var með fimm bænir - gyðinga kristinna manna og músl- ima. Sírenur vældu í þrjár mínútur og viðstaddir kveiktu á lömpum til að heiðra hina látnu. Gamalt fólk var klætt röndóttum fangaklæðnaði og bar armbönd með númerum eins og þeim sem húðflúr- uð voru á hendur fanganna. Nokkr- ir voru með Davíðsstjörnuna sem gyðingar voru neyddir til að festa á föt sín samkvæmt lögum nasista. Nokkrir atkvæðamiklir gyðingar sniðgengu athöfnina og sökuðu pólsk yfirvöld um að gera lítið úr þjáningum gyðinga með því að skipuleggja samkirkjulega guðs- þjónustu. Þeir vildu að tekið yrði meira tillit til messuhefða gyðinga. Gyðingar voru um 90% fómar- lambanna í Auschwitz, en tugir þús- unda pólskra kaþólikka, sígauna og fleiri hópa voru einnig drepnir þar. Varað við kynþáttahatri i Þýskalandi Stjórnmálamenn í Þýskalandi minntust 50 ára afmælis frelsunar Auschwitz og Helmut Kohl kanslari lýsti dauðabúðunum sem „myrkasta og hryllilegasta kaflanum í sögu Þýskalands". Þýskar sjónvarpsstöðvar birtu myndir af grindhoruðum föngum, sem komið var að í Auschwitz þeg- ar búðirnar voru frelsaðar 27. jan- úar fyrir 50 árum. Blöðin birtu for- ystugreinar þar sem hryllingsins í dauðabúðunum var minnst og varað var við hættunni á að kynþáttahat- ur blossaði upp að nýju. Sækjendur í Simp- son-málinu æfir Krefjast réttarhlés í 30 daga Los Angeles. Reuter. SÆKJENDURNIR í máli O.J. Simpsons í Los Angeles hafa kraf- ist þess að hlé verði gert á réttar- höldunum í máli íþrótta- og sjón- varpsstjörnunnar í 30 daga eftir að aðalveijandinn hafði boðað að ný vitni yrði kölluð fyrir réttinn. Aðalveijandinn, Johnnie Coch- ran, sem er talinn einn af bestu lögfræðingum Bandaríkjanna í slíkum sakamálum, hafði ekki lok- ið inngangsræðu sinni á fimmtu- dag þegar sækjendurnir sökuðu hann um að gera þeim „fyrirsát" með því að tala um vitni sem þeir vissu ekki um. „Hneykslanleg framkoma" Sækjendurnir lýstu framgöngu veijandans sem „hneykslanlegri, viðbjóðslegri og skelfilegri" og kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frestað svo þeir gætu rann- sakað frásagnir nýju vitnanna. Dómarinn í málinu, Lance Ito, kvaðst ætla að tilkynna úrskurð sinn á mánudag og bað veijend- urna og sækjendurna um að vera viðbúna því að halda réttarhöldun- um áfram þá ef hann úrskurðaði svo. Sækjendurnir segja að veijend- urnir hafi af ásettu ráði dregið að skýra frá nýju vitnunum og brotið gegn réttarvenjum í Kaliforníu. Veijendurnir vísa þessu á bug og segja að þeim hafi aðeins orðið á mistök. O.J. Simpson er sakaður um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og vin hennar vegna afbrýði- semi. Kvartað yfir um- mælum Jeltsíns Óslé. Reuter. NORSKI sendiherrann í Moskvu átti í gær fund með embættismanni í rússneska utanríkisráðuneytinu og lét í ljós óánægju með ummæli Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta þess efnis að Norðmenn kynnu að hafa ætlað sér að prófa viðbragðs- flýti rússneska hersins með því að skjóta á loft eldflaug í átt að Rúss- landi á miðvikudag. Ingvard Havnen, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagði að rússneski embættismaður- inn hefði staðfest að rússneska sendiráðið í Ósló hefði fengið form- leg skilaboð í síðasta mánuði um að ætlunin væri að skjóta eldflaug- inni á loft í tilraunaskyni. Sendiráð- ið hefði síðan sent skilaboðin til yfirvalda í Moskvu. Per Tresselt, norski sendiherrann í Moskvu, hvatti Rússa til að gera ráðstafanir til þess að misskilning- urinn á miðvikudag endurtæki sig ekki. Jeltsín forseti skýrði frá því á fimmtudag að hann hefði verið í stöðugu sambandi við æðstu hers- höfðingja Rússlands vegna eld- flaugarinnar. Hann lét einnig að því liggja að Norðmenn og banda- menn þeirra í Atlantshafsbandalag- inu hefðu skotið eldflauginni á loft til að prófa viðbragðsflýti rússneska hersins. Reuter Landnemi biðst fyrir UNGUR ísraelskur landnemi fer með morgunbæn um leið og vegalagning hefst í útjaðri land- nemabyggðarinnar í Kochav Yaacov á Vesturbakkanum. ísraelski herinn stöðvaði vinn- una skömmu síðar. Á öðru svæði landnema, Maale Anos, hefur verið komið upp fjórum hjólhýs- um, sem landnemarnir segja til- heyra nýrri landnemabyggð, en herinn bannaði á fimmtudag byggingar á svæðinu. Mikil reiði ríkir enn í Israel vegna sprengjutilræðis Jihad-samtak- anna á sunnudag, sem kostaði 19 manns lífið. Uri Savir, ráðu- neytisstjóri ísraelska utanríkis- ráðuneytisins, sagði að þar sem palestínskum yfirvöldum á sjálfsstjórnarsvæðinu hefði mis- tekist samstarf við ísraela í baráttunni við íslömsk öfgasam- tök, kæmi til greina að aðskilja þjóðirnar. Yrðu þá reistar háar girðingar á milli svæða Palest- ínumanna og gyðinga. Savir sagði að enn hefði þó ekki verið tekin ákvörðun um þetta. Olía og stríðið í Tsietsiníju Reyna að treysta ítök við Kaspíahaf London. The Daily Tclegraph. SÉRFRÆÐINGAR, sem velta því fyrir sér hvers vegna Rússar hafi beitt svo mikilli harðneskju gegn Tsjetsjenum, telja að ekki mega gleyma mikilvægum olíuhags- munum í því sambandi. Litlar olíulindir eru í héraðinu sjálfu en fyrirhugað er að um það liggi geysimikil leiðsla sem nota á til að flytja olíu frá olíusvæðunum við Kaspíahaf. Tvö fyrrverandi sovétlýðveldi á þessum slóðum, Kazakhstan og Azerbajdzhan, ráða yfir allt að 57 milljörðum fata af olíu í jörðu. Er það svipað magn og talið er að sé í Mexíkó eða Venezúela. Væri olíu frá Kazökhum, Azerum og öðrum olíuþjóðum við Kaspía- haf dælt um leiðslur til Persaflóa yrðu framleiðendur ■ háðir heittrúarklerk- unum í íran. Stungið hefur verið upp á því að sameina olíu Kazakha og Azera " og dæla henni til tyrknesku hafn- arinnar Ceyhan. Þetta myndi gera Armenum, sem beijast gegn Azerum í Nagorno-Karabak og aðskilnaðarsinnum Kúrda, sem beijast fyrir sjálfsstjórn gegn Tyrkjum, kleift að skadda leiðslu- rnar. v Rússar telja því öruggast að olíunni sé dælt um leiðslur á rúss- „Lagning olíu- leiðslu fyrir- húguð“ nesku landi og til Svarthafsborg- arinnar Novorossíjísk. Þá gætu þeir auk þess skammtað fyrrver- andi sovétlöndum olíu. Þrýstingur Rússa og vestræn ítök Bæði Kazakhar og Azerar hafa átt í viðræðum við vestræn olíu- fyrirtæki um að stórauka olíu- framleiðsluna en það vilja Rússar ekki sætta sig við. Þeir óttast að takist þjóðum í múslimaheimin- um við suðurlandamæri ríkisins, þar sem andúð fyrrverandi og núverandi nýlendna þéirra á Moskvuvaldinu er ríkjandi, að treysta stöðu sína með olíuút- flutningi muni það geta ógnað hagsmunum Rússa. ------------ Rússar hafa reynt ýmiss konar þrýsting til að tryggja hagsmuni sína, m.a. hafa þeir reynt að fá Kaspíahafið skilgreint á alþjóða- vettvangi sem stöðuvatn en ekki innhaf. Þetta myndi merkja að ríkin við hafið yrðu ekki skuld- bundin að hlíta alþjóðareglum um nýtingu náttúruauðlinda á hafs- botni og eign á þeim innan lög- sögu hvers lands. Semja þyrfti um skiptinguna og Rússar myndu þá geta notfært sér ýmsa yfir- burði stórveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.