Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 21 LISTIR Hraðbyri siglt LEIKLIST LcikfclagAkurcyrar A SVÖRTUM FJÖÐRUM Höfundur: Erlingur Sigurðarson. Lýsing Ingvar Bjömsson. Tónlistar- stjóm: Atli Guðlaugsson. Leikmynd Þráinn Karlsson. Búningar: Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Leikstjóra: Þráinn Karlsson. Á ALDARAFMÆLI Davíðs frá Fagraskógi býður Leikfélag Akur- eyrar til sérstæðrar veislu. Gestum er ætlað að fljúga á svörtum fjöð- rum um ljóðheima þar sem margt ber við. Leiðsögumaður er Erlingur Sigurðarson sagnfræðingur, sem hefur ofið úr ljóðum skáldsins leik- verk og í samvinnu við leikstjórann Þráinn Karlsson, opnað hlið að heimi skáldsins. Engum dylst, sem hefur lesið verk Davíðs Stefánsson- ar, að ómögulegt er að bregða upp nema broti af listferli hans á skammri kvöldstund. Því verður að meta þetta verk eins og hraða sigl- ingu í blásandi byr inn Eyjaíjörð þar sem líta má ýmiss dalsmynni á báðar hendur, en ekki gefist kostur á að líta sveitirnar, sem þar eru inn af. Þau sem ekki eru því kunnugri ljóðum skáldsins, yerða forvitin og vilja fá meira að sjá og heyra. Sá virðist mér megintilgangur þessa verks. Hafi það þau áhrif, þá er vel og árangri náð. Sýningin er ekki bókmennta- kynning, heldur birtir listræn leiftur þar sem margir koma við sögu og gera vel. Lipurlega tekst Erlingi að stikla á ótrúlega mörgum ljóðum Davíðs og kemur til skila ákveðnu viðhorfi hans til lífsins. Við skynjum síður þau mikilvægu sannindi, þeg- ar þessi leið er valin, að í listinni stendur tíminn kyrr. Þá finnum við fremur dýpt hennar, njótum og lát- um uppbyggjast. Ferðin á Svörtum fjöðrum er eigi að síður þekk. Ljóð, ljóðbrot og tónlist vekja góð hug- hrif, minna á skáld, þjóðskáld sem lifir meðan íslensk tunga er töluð. Sjö leikarar og fimm tónlistar- menn koma fram i sýningunni, en Þráinn Karlsson og Viðar Eggerts- son flytja innri rödd skáldsins. Aðal- steinn Bergdal fer með hlutverk Davíðs. Hann er löngum staðsettur við skrifborð, sem er til hliðar við sviðið, og hugsar upphátt svo mynd- irnar spretta fram og persónurnar fá mál. Leikur Aðalsteins einkenn- ist af örgyggi og skýrri framsögn. Þá spillir ekki, að honum veitist auðvelt að taka undir söng, þegar við á. Hvað viðkemur gerfi hans þá virðist mér sem skáldið hefði mátt vera öldurmannlegra og grátt fyrir hærum, en þannig minnumst við Davíðs sem nú erum tekin að reskjast. Sigurþór Albert Heimisson og Dofri Hermannsson leika skáldið á mismunandi aldursskeiðum, Sig- urþór Manninn og Dofri Æsku- manninn. Tekst þeim báðum mæta- vel að túlka þessi skeið á æviferlin- um, leikurinn lifandi og blæbrigða- ríkur og gerfin afbragðsgóð. Verður ekki gert upp á milli þeirra tveggja. Samleikur þeirra og Konunnar, sem Rósa Guðný Þórsdóttir leikur og Dísarinnar, sem Bergljót Amalds túlkar, er mjög góður. Leikur Rósu Guðnýjar er agaður og sannfærandi og léttleiki æskunnar og dulítið óstýrilæti hennar kemur vel fram í leik Bergljótar. Sunna Borg leikur Draumkonuna, sem staldrar við stutta stund og Þórey Aðalsteins- dóttir fer með lítið hlutverk, Full- trúa nútímans, sem flytur örstuttan prologus í samtali við skáldið í upp- hafi og epilogus við lok sýningar- innar. Þráinn Karlsson sem hefur hann- að leikmyndina af listrænni hug- kvæmni, hefur leyst af hendi af- bragðsgott verk sem leikstjóri. Samræmi í hreyfingum og staðsetn- ingu leikara gleður augað eins og snjöll myndlist. Hér reynir á að raða brotunum rétt og það tekst Þráni með ágætum. Söngkvartett skipa Atli Guðlaugsson, Jóhannes Gíslason, Jónasína Arnbjörnsdóttir og Þuríður Baldursdóttir en Birgir Karlsson annast hljóðfæraleik. Fell- ur tónlistin ágætlega inn í sýning- una og ekki síst í hinni léttu Ítalíu- stemmningu þar sem stigin eru dansspor. Leikfélag Akureyrar sýnir minningu þjóðskáldsins frá Fa- graskógi sóma með þessari sýn- ingu. Vonandi fá sem flestir not- ið hennar og megi hún jafnframt vekja áhuga fyrir ljóðinu, sem Erlingur Sigurðarson ritar um í leikskrá: Lágmælt orð ljóðsins geta lifað í hörðum og hávaða- sömum heimi. En þá má ekki loka þau inni í húsi minninganna heldur verður að greiða þeim götuna að hjarta mannsins - þangað sem leynist eilíft líf.“ Mæli hann mannna heilastur. Bolli Gústavsson JÓN Óskar. Án titils. SIGURÐUR Örlygsson. „Vatnið sagði mér“. Málverk í Gerðarsafni Nýjar bækur • STÉTTARFÉLÖG og vinnu- deilur, seinna bindið í ritröð um íslenskan vinnurétt sem Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur og fýrr- verandi framkvæmdastjóri ASÍ hef- ur samið að beiðni Alþýðu- sambandsins er komið út. Fyrra bindið kom út fyrir rétt um ári síðan undir heit- inu Réttindi og skyldur á vinnu- markaði. í fréttatil- kynningu segir: Stofnun og tilvist stéttarfélaga og réttindi og skyldur félagsmanna eru mál sem oft ber á góma. Gerð kjara- samninga snertir allt launafólk og skiptir miklu að rétt sé að hlutum staðið. Ágreiningur á vinnumarkaði leiðir oft til átaka í formi vinnu- stöðvana eða dómsmála. Mikið reynir á réttarreglur og oft er deilt um lögmæti þeirra aðgerða sem gripið er til við slíkar aðstæður. Bókin Stéttarfélög og vinnudeilur fjallar um þetta efni og leitast við að skýra gildandi rétt og vísar til laga og dóma. Bókin skiptist í þrjá hluta, skipu- lag vinnumarkaðarins, kjarasamn- inga og kjaradeilur. Við uppsetn- ingu bókarinnar var haft að leiðar- Ijósi að hún nýttist sem uppflettirit. Alþýðusamband íslands gefur bók- ina út. Menningar- og fræðslusam- band alþýðu (MFA) sér um dreif- ingu bókarinnar. Hún kostar til fé- lagsmanna 1.800 krónur og utan félaga 2.600 krónur. -----♦ ♦ ♦ „Leiðin til hásæt- is“ í Bæjarbíói UNGLINGADEILD Leikfélags Hafnaríjarðar frumsýnir í Bæjar- bíói í kvöld kl. 20 leikritið „Leiðin til hásætis", byggt á bók Jan Terclow, Barist til sigurs. Leik- stjórar eru þeir Gunnar Gunn- steinsson og Sóley Eilíasdóttir. SÝNINGIN Málverk verður opn- uð í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardag kl. 16. Sýnendur eru málararnir Daði Guðbjörnsson, Eyjólfur Einarsson, Gunnar Örn, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar og Sigurður Örlygsson. Þeir hafa valist saman vegna þess að ákveðnum atriðum í list sumra þeirra svipar saman og allir eiga það sameiginlegt að mála fígúra- tíft þótt verk þeirra séu að ýmsu öðru leyti frábrugðin. í þeim má þó iðulega finna skir- skotanir til eldri verka innlendra og erlendra og í fréttatilkynningu segir að þær sýni hefðina sem myndast hefur í islenskri myndlist. Sýningin stendur til 12. febrúar og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 12-18. Aðgangur er 200 krónur. Pappírsverk í Slunkaríki í SLUNKARÍKI á ísafirði verður opnuð sýning á innsetningu eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur og Mary Hark á laugardag, 28. jan- úar kl. 16. Verkið unnu þær í sam- einingu þegar Guðrún var gesta- listamaður við Minnesota Center for Book Arts í Minneapolis í Bandaríkjunum síðastliðið vor og var það einnig sýnt þar. Verkið er samsett úr hundruð- um handunninna pappírsarka með mismunandi lituðu og hanteruðu yfírborði. Mary Hark er myndlistarmaður, útskrifuð frá The Art Institute of Chicago og hefur unnið verk úr handunnum pappír um margra ára skeið. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir hana er sýnt á Islandi, en hún hefur tekið þátt í fjölmörg- um sýningum í sínu heimalandi. Guðrún Guðmundsdóttir er myndlistarmaður, útskrifuð frá The Art Institue of Chicago. Hún hefur haldið þijár einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, hér heima og erlendis. Sýningin stendur í þrár vikur. ♦ ♦ ♦---- Skífan hf. Listamaður mánaðarins SKÍFAN hefur tekið upp á þeirri nýjung að kynna listamann mánaðarins í sígildri tónlist. Geislaplötur listamanns mánað- arins verða boðnar með 20% af- slætti og aðeins verða í boði fyrsta flokks upptökur með bestu flytj- endum, segir í kynningu. Fyrsti listamaður mánaðarins er mezzo-sópransöngkonan Cecilia Bartoli sem þrátt fyrir ungan ald- ur hefur vakið verðskuldaða at- hygli. Listamaður mánaðarins í mars verður tónskáldið Giuseppi Verdi. Sýning Auðar hefst eftir viku FYRIR mistök var frétt um mynd- vefnaðarsýningu Auðar Vésteins- dóttur birt hér í blaðinu í gær. Það var of snemmt, því sýningin verður ekki opnuð í dag heldur eftir viku, laugardaginn 4. febr- úar. Auður mun sýna í Hafnarborg fram til 20. febrúar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ------♦ ♦ ♦----- Lísbet sýnir á Sólon Islandus LÍSBET Sveinsdóttir opnar sýn- ingu í Gallerí Sólon Islandus í dag, laugardag, kl. 16. Lísbet nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands og við Konstfackskolan í Stokkhólmi í Svíþjóð. Lísbet stundaði kennslu við Konstskolan í Stokkhólmi árin 1981-1982 og kenndi við skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985-1986. Hún vann að leikmyndagerð fyrir Þjóðleikhúsið 1987 og hlaut starfslaun lista- manna árið 1986. Árin 1989-1991 starfaði Lísbet að list sinni í Portúgal. Sýningin stendur til 20. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.