Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______________AÐSENDAR GREINAR_ Hvers vegna tilvísanir? EINS OG kunnugt er hefur Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra ákveð- ið að koma á svoköll- uðu tilvísanakerfí. Sér- fræðilæknar hafa mót- mælt þessum áform- um harðlega. Lítið hef- ur heyrst frá heimilis- læknum varðandi þessi áform heilbrigðisráð- herra. Ég er einn fjöl- margra heimilislækna, sem styð ráðherrann heilshugar varðandi þessa fyrirætlan hans. Ég tel að kostnaður við heilbrigðisþjónustu muni lækka verulega eins og áformað er og hefur heilbrigðis- ráðuneytið talað þar um 100 millj- ónir króna. Sérfræðikostnaður hef- ur því miður vaxið mjög á síðustu 10 árum og þegar þjóðin býr við þröngan efnahag ber okkur að gæta spamaðar. Tilvísanakerfi bætir boðskipti Tilvísanakerfi mun leiða til bættra boðskipta milli sérfræð- inga og heimilislækna. Eftir að tilvísanakerfið var lagt niður fyrir um 10 árum hefur þeim mikilvæga faglega þætti, er varðar að fá upplýsingar um sjúklinga er leita til sérfræðinga, hrakað mjög. Við heimilislæknar teljum þennan fag- lega þátt mjög mikilvægan, enda segir það sig sjálft að ef heimilis- læknirinn - sem flestir samþykkja að eigi að vera samhæfingaraðili varðandi þessi samskipti - fær ekki þessar upplýsingar þá geti það á endanum skaðað sjúklinga. Hjá heimilislækninum eiga upp- lýsingar um heilsufar sjúklings að vera á einum stað t.d. upplýsingar um hvaða lyf sjúklingur tekur, niðurstöður rannsókna, sjúkdóms- greiningar, hugsan- legt ofnæmi o.fl., svo dæmi sé tekið. Tilvísun - samráð heimilislæknis og sjúklings Það er einnig hlut- verk heimilislæknisins í samvinnu við sjúkl- inginn að aðstoða hann við úrlausn ýmissa vandamála eða sjúkdómseinkenna, sem hijá sjúklinginn hveiju sinni. Hér er alls ekki verið að segja að heimilislæknirinn ætli sér að sinna öllu sjálfur og reyna á einhvem máta að hindra sjúkling í að komast til sérfræðinga eða annarra í heil- brigðsiþjónustunni sem hann hugs- anlega þarfnast eða óskar eftir. Ég get fullyrt hér og einnig fyrir hönd flestra heimilislækna sem ég þekki að við höfum engan áhuga á að hindra sjúklinga í að komast til sérfræðinga, ef þeir þessa óska. Hins vegar vil ég vera með í ráðum og skrifa bréf eða upplýsingar með mínum sjúklingi, þegar um slíkt er að ræða. Æskilegt er að ákvörð- un um tilvísun sé í flestum tilvikum samráp heimilislæknis og sjúkl- ings. Ég tel að slíkt sé alltaf sjúkl- ingum til hagsbóta og auki þar með gæði heilbrigðisþjónustunnar. Tilvísanakerfí er ekki til þess að koma í veg fyrir að sjúklingar geti leitað til sérfræðinga, heldur til að hægt sé að beita samhæfíngu og stýringu og um leið að lækka kostnað við heilbrigðiskerfíð. Ég lít alltaf á mig og sjúklinginn sem jafningja varðandi ákvarðanir um meðferð og væntanlegar rann- sóknir og þar með hugsanlegar tilvísanir til sérfræðinga. Sem betur fer er það svo að Tilvísanakerfíð leiðir til bættra boðskipta milli sérfræðinga og heimilislækna, segir Gunnar Helgi Gunn- arsson, sem segir upp- lýsingar um sjúklinga fyrst og fremst í hönd- um heimilislækna. þorri þeirra vandamála sem sjúkl- ingar leita til lækna með eru þess eðlis að heimilislæknirinn getur séð um þau. Enda er það rétt sem heilbrigðisráðherra segir að í flest- um tilfellum er einungis um eina heimsókna til sérfræðinga að ræða, þannig að varla geta tilvikin verið mjög alvarleg eða flókin. Góður aðgangur að heimilislæknum Sérfræðingar tala um það að ef sjúklingur leiti fyrst til heimilis- læknis þá geti það leitt til ónauð- synlegra tafa og slíkt geti verið sjúklingnum hættulegt. Hvemig má slíkt vera þegar aðgangur sjúklinga að flestum heimilislækn- um er með þeim hætti að flestir geta náð tali heimilislæknisins samdægurs eða innan örfárra daga meðan biðtími til margra sérfræð- inga getur verið margir mánuðir? Þetta þekkir fólk vel af eigin reynslu. Ég vil taka undir með heilbrigðisráðherra, þegar hann segir að et'skki á að vera hægt að treysta heimilislækni í samvinnu við sjúklinginn að ákveða hvort eða hvenær eigi að leita til sérfræð- ings, hvernig er þá hægt að búast við að sjúklingurinn sjálfur geti metið það einn? Þegar sjúkling- urinn leitar sérfræðings einn og óstuddur getur það leitt til ómark- vissari greiningar og meðferðar vegna þess að stundum fer sjúkl- ingurinn til margra sérfræðinga í leit sinni og enginn einn aðili hefur heildaryfírsýn yfír vandann. Sér- fræðingamir þekkja sjúklinginn oft ekki og hafa því ekki þær upp- lýsingar sem heimilislæknirinn hefur, oft eftir áralanga þekkingu og samskipti við sjúklinginn, og er því heimilislæknirinn í lykilað- stöðu til þess að hjálpa sjúklingn- um. Heimilislæknar eru ódýrari Sérfræðingar tala mikið um að kostnaður við hver samskipti sjúklings sé meiri, þegar heimilis- læknar eru annars vegar. Um þetta vil ég segja það að þeir vitna aldrei í neinar heimildir máli sínu til stuðnings. Þetta hefur aldrei verið sannað svo ég viti. Slíkur samanburður er ætíð mjög erfið- ur. Flestir heimilislæknar vinna á heilsugæslustöðvum, þar sem fram fer mjög fjölbreytileg starf- semi. Um er að ræða teymisvinnu margra heilbrigðisstétta. Ekki er eingöngu verið að sinna hefð- bundnum lækningum .heldur einnig heilsuvernd, s.s. ungbama og mæðravernd, heilbrigðisráðg- jöf og bólusetningum. Einnig fer fram viðamikil heimahjúkrun. Þetta er svo ólík starfsemi að sam- anburður verður ætíð erfiður. í mínum huga er það þó enginn vafi að heimilislæknirinn er ódýr- ari. Mesti kostnaður fyrir heil- brigðsikerfið eru þær ákvarðanir sem læknirinn tekur varðandi rannsóknir og meðferð. Rann- sóknir meðal lækna í Bandaríkjun- um hafa ítrekað sýnt að heimilis- læknar eru mun ódýrari fyrir sam- félagið í sínum ákvörðunum en Gunnar Helgi Guðmundsson sérfræðilæknar. Þessi staðreynd gleymist oft í umræðunni. Ég nefndi það hér að framan að tilvísanaskylda var aflögð fýrir 10 árum. Því miður var svo að það kerfí sem þá hafði verið við lýði i áratugi hafði gengið sér til húðar, aðallega vegna þess að sérfræðing- ar gátu vísað á sig sjálfa og hver á annan. Þetta á að afnema nú í því tilvísanakerfí sem boðað hefur verið. Sérfræðingar tala mikið um frelsi sjúklinga til að leita til þeirra. Því er til að svara að hugtakið frelsi er oft afstætt, frelsi eins er stund- um ófrelsi annars. Óþarfakostnað- ur sem myndast, getur leitt til þess að einhver sem þarfnast þjón- ustu fær hana ekki því íjármagn til heilbrigðismála er takmarkað. Hins vegar skal það tekið fram til að forðast misskilning að sjúkling- ar geta að sjálfsögðu leitað til sér- fræðinga án tilvísunar ef þeir greiða sjálfír fyrir heimsóknina. Tilvísanakerfi er góður kostur Að lokum vil ég segja þetta. Tilvísanakerfí er við lýði í mjög mörgum þeirra landa, sem við ber- um okkur saman við eins og hjá Bretum, Dönum, Norðmönnum, Hollendingum og Kanadamönnum. Allar þessar þjóðir hafa gott, öflugt og skilvirkt heilbrigðiskerfí sem í mörgum tilvikum er mun ódýrara en það íslenska. Tilvísanakerfí er því góður kostur. Mér finnst rök sérfræðilækna mjög léttvæg, þegar þeir mótmæla tilvísunum. I leiðara Morgunblaðs- ins 8. janúar sl. kom fram að sér- fræðingar þyrftu að færa fram aðrar röksemdir gegn þessu kerfí en þeir hafa gert hingað til. Ég er sammála þessu og tel að hjá þeim komi ekki fram fagleg rök gegn tilvísunum, heldur virðist ótti sérfræðinga stafa af öðrum toga. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort sérfræðingar séu að hugsa um hagsmuni sjúklinganna og þjóðfélagsins í heild í þessu máli. Höfundur er yfírlæknir á Heilsugæslustöðinni i Fossvogi. Bakslag STUNDUM fínnst mér sem ég sé staddur í leikhúsi þegar ég hlusta á fréttimar. Leikaramir líða um sviðið og veraldarsag- an líður hjá án þess að ég ráði nokkm um framvindu fremur en maðurinn hennar Jón- ínu hans Jóns. „Nú eru alvarlegir tímar“ gæti einn leik- arinn sagt með drama- tískum þunga. „Þetta gengur ekki lengur, við viljum mannsæm- andi laun.“ „Við höfum dregist aftur úr.“ „Það er sanngirnismál að við fáum það leiðrétt." Ég hef heyrt einhvers staðar, að LSD-étendur fái það sem kallað er „flassbakk", sem mætti kalla „bak- slag“ á íslensku. Þeir hrökkvi blá- edrú allt í einu og fyrirvaralaust inn í gamla vímu og viti hvorki stað né stund. Bakslag Mitt í sjúkraliðaverkfallinu og boðuðu „heilögu stríði" allra þrautpíndra láglaunastétta, fannst mér ég fá „bakslag". Mér fannst eins og ég hefði heyrt þetta allt saman áður. Ég mundi þá tíð, þegar viðreisn- in sáluga tapaði kosningunum 1971. Líklega þótti landsmönnum þá nóg komið af stöðugleika og atvinnuleysi. Þá gerði atkvæðamis- vægið það að verkum, að Ólafur Jóhannesson gat sam- einað vinstri menn og myndað. stjóm. Nú skyldu „fólkinu" tryggð „mannsæmandi laun“. Nýja stjórnin hækk- aði kaupið strax um 10% með lagaboði og um önnur 10% með því að stytta vinnuvikuna. 21% kauphækkun fyrir alla á einu bretti. At- vinnurekendur skyldu „stinga sér til sunds" þó að þeir sæju ekki til lands eins og pró- fessorinn orðaði það. Eitthvað hafa þessi „mannsæmandi laun“ látið á sér standa og árið 1995 er eins og enginn viti hversvegna. Hinsvegar vita menn upp á hár hvemig eigi að ná þeim. Foringjar stéttarfélaganna segja okkur, að „fólkið" sé hundóánægt og krefjist nú bæði „leiðréttinga“ og „mannsæmandi launa“. Verð- bólgan er komin ofan í óþolandi núll og stöðugleikinn er yfírþyrm- andi leiðinlegur. Þessu muni þeir breyta. Veraldarsagan byggist líka upp á styijöldum og blóðsúthelling- um. Það verður enginn frægur af hljóðlátri vinnu. Gamlir baráttujaxlar geta rifjað upp verkfallið góða 1955, þegar Dagsbrún lokaði veginum og hellti niður mjólk og bensíni. Auðvaldið var svínbeigt og þau lög og réttur send í sumarfrí. Örrustan við Geit- háls er í minnum höfð þó fæstir Halldór Jónsson muni nú lengur um hvaða prósentur var verið að beijast. í augum mann- skepnunnar virðist það nefnilega vera sjálfir bardagamir og hinir dauðu sem eru dýrðlegir. Ekki um hvað, til hvers eða fyrir hvem var barist. Það geta menn skilið með heimsókn til Verdun. Núna er krónan okkar nær orðin minna en einn þúsundasti þess verð- gildis, sem hún hafði á Geitháls- fundi forðum. Við þessa þróun telja margir að hinir ríku hafí orðið rík- ari en hinir fátækari fátækari. Sumir eru því þeirrar skoðunar, að íslendinga sé nú farið að þyrsta í blóð eftir allt of langan þurrk. Nú vanti átök sem um munar. Síma- menn, sjúkraliðar, sjómenn, rafíðn- aðarmenn, verkamenn, kennarar. Allir verða að fá „leiðréttingar" fyrst og kjarabætur svo, jafnvel láglaunafólkið líka. Og það er ekkert gaman að sækja þetta með einhveijum friði eftir leið- um eftirspumar, hagvaxtar, skatta- lækkana eða launaskriðs. Það er baráttan sjálf sem heillar. Við eig- um líka hundrað milljóna í verk- fallssjóðum sem verður að nýta til þess að láta einhveijum öðrum líða illa. Því skyldum ,við hafa frið ef kostur er á ófriði? Ef hægt er að klípa yrðlinginn á greninu verður móðurást tófunnar skynseminni oft yfírsterkari. Tími kennara er því núna og annarra við fyrstu hentugleika. Við getum í raun haft stanslausa kjaradeilu- skemmtun í landinu enda vinnu- löggjöfin sniðin til þess fyrir 60 árum. Við þurftum líka að fá útrás fyr- ir niðurbælda héift hins réttláta í garð hins rangláta. „Fram til orr- ustu ættjarðarniðjar“ hefur hljómað gegn um aldir og margir frægir sigrar unnist eins og við Verdun, Geitháls og Austerlitz. Mörg hundruð milljónir eru í verkfallssjóðum, segir Halldór Jónsson, og verður að nýta til að láta öðrum líða illa. Því skyldum við hafa frið ef kostur er á ófriði? „Eigi skal höggva“ Ef til vill hefði Snorra gamla getað dottið það í hug við þessar aðstæður, að það mætti sleppa því að höggva. Ef fólk vill endilega 10% kauphækkun fyrir alla, þá væri at- hugandi fyrir svokallaða vinnuveit- endur að hafna þeirri kröfu um- svifalaust. 10% kauphækkun er auk þess svo tíkarleg. Þess í stað mætti bjóða 21% kauphækkun fyrir alla til að tryggja friðinn betur. Allar gjafír þiggja laun eins og á fyrri tíð þegar gullker knáttu geiga. Eigum við virkilega að fara að leggja verkfallapíslir á aumingja kennarana okkar eða aðrar þraut- píndar láglaunastéttir í 400 stéttar- félögum okkar lands, sem geta hvert um sig stöðvað þjóðfélagið þegar þeim þóknast? Vantar líka ekki alla milljón? Er nema stigs- munur á 10% og 21% kauphækkun? Þó svo að 4% færa í lífeyrissjóð- inn, 42% í staðgreiðsluna, eitthvað í nýjan bensínskatt, hátekjuskatt, ekknaskatt og lánskjaravisitalan færi á stað. Hvað er það á móti truflun á framleiðslunni? Engar tapaðar tekjur. Þá gætum við hafn- að aukavinnu með góðri samvisku og farið meira í leikhús í stað þess að vinna þennan langa vinnudag. Fær einhver „flassbakk“? Nei, í þetta sinn er sjálft „réttlæt- ið“ á ferðinni. Nú er atvinnulífíð aflögufært segja menn hver öðrum og trúa því þeim mun betur sem oftar er yfír haft. Þessu til viðbótar vitum við að kaupið mun hækka enn þá meira þegar eftirspumin eykst með aukinni seðlaveltu. Kvömin góða er þar með komin í gang og malar nú bæði malt og salt ef ekki skíra gull. Hveiju máli skiptir einhver verð- bólga hjá þjóð, sem lætur eitthvert fólk utan af landi strengja fyrir sig „langþráð" heit um mannréttindi á Þingvöllum undir bláhvítum regn- hlífarhimni. Svo lengi sem þau mannréttindaákvæði stjómarskrár- innar snerta ekki margfaldan at- kvæðisrétt regnhlífamanna. Sannur íslenskur íhaldssósíalisti vill aldrei breyta neinu. Nýtt leikrit í leikhúsinu? Ég veit ekki almennilega hvort mér fmnst eins gaman í leikhúsi þjóðarinnar í dag eins og 1971. Enda ergist hver sem eldist. Þar að auki er eins og alltaf sé verið að sýna sama leikritið. Ég þekki höf- undana og kann eiginlega verkið utanað. Það era bara leikaramir sem eru komnir með ný skegg og parrakk. Nú verður tjaldið bráðum dregið frá aftur í leikhúsinu. Við klöppum fyrir tilþrifunum á sviðinu í þessu „nýja og ferska" leikriti. Síðan verð- ur dregið fyrir. Maðurinn hennar Jónínu hans Jóns röltir út í grá- musku hversdagsleikans. Bráðum er orrustan við Geitháls komin úr minni elstu manna. Bráð- um er maður sjálfur hvorteðer ekki hér lengur og fær ekki framar „flassbakk“. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.