Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Umhverfisstefna Háskóla Islands ÞAÐ ER lofsvert framtak hjá Háskóla Islands að undirbúa nú sérstaka umhverfis- stefnu fyrir skólann, þar sem framtíðarlín- urnar eru lagðar um menntun og rannsóknir á sviði umhverfismála. Hins vegar tengjast umhverfísmálin ekki lengur greinum á borð við verkfræði og raun- vísindi einvörðungu, heldur verður að vefa inn í framtíðarstefnuna hvers konar mannleg fræði, sem um þessar mundir blómstra innan veggja skólans. Háskóladeildir og umhverfismál Það stappar nærri að flestar eða allar deildir Háskólans muni með einhveijum hætti tengjast umhverf- ismálum. Áhersla raunvísindadeild- ar liggur eðlilega í hefðbundnum náttúrufræðirannsóknum, umhverf- isvöktun og á sviði landfræðilegra upplýsinga. Verkfræðideildin hefur á sinni könnu tengsl mannvirkja- gerðar og umhvefismála, mengun- arvamir og hreina tækni. Innan læknadeildar liggja tengsl umhverf- is og heilbrigðis og félagsvísinda- deild sinnir menningar- legum viðhorfum okkar til vensla manns og umhverfis. Fæstir munu í dag tengja viðskipta- og hagfræðideildina við umhverfísmál. Sé grannt skoðað blasir þó við að hún muni í vax- andi mæli sinna um- hverfísmálum; enda skiptir hagkvæm nýt- ing auðlinda, umhverf- isskattar og skipulag atvinnulífs miklu, eigi markmiði sjálfbærrar þróunar að nást. Rann- sóknir á sviði umhverf- isskatta og annarra hagrænna stjórntækja á vettvangi umhverfis- vemdar verða innan tíðar brýnt við- fangsefni hér á landi. Innan lögfræðinnar er umhverfís- réttur vaxandi fræðigrein. Sérstaka athygli ber að vekja á mikilvægi laga og dómsúrskurða ESB fyrir þróun umhverfísmála á íslandi. Haldgóð þekking og rannsóknir á umhverfisrétti ESB mun í framtíð- inni verða afar mikilvæg fyrir alla stjórnun umhverfísmála, svo ekki sé minnst á möguleika okkar til að hafa áhrif á þróun þeirra innan ESB. Ótalin er þá heimspekideild, og þá sérstaklega siðfræðistofnun, sem í vaxandi mæli hefur beint sjónum sínum að umhverfismálum. Fæstir gera sér enn grein fyrir því, að vandasömustu úrlausnarefni á sviði umhverfismála em í raun ekki tæknilegs eðlis, heldur spuming um siðferðileg markmið okkar. Þess vegna er siðfræðin óhjákvæmilegur hluti af þróun umhverfísverndar hér sem erlendis. Guðfræðideildin er heldur ekki ótengd umhverfismál- um, áhugi guðfræðinga og kirlq'unn- ar á málaflokknum er víðast að aukast. Hér á landi er nýbytjað sam- starf kirkjunnar og umhverfísráðu- neytisins, enda sinna bæði sköpun- arverkinu. Meistarapróf í umhverfisfræðum Háskólans bíður nú að móta stefnu um sameiginlegan vettvang hinna ólíku fræðigreina á sviði um- hverfismála. Úrlausnarefnin era mörg. í fyrsta lagi þarf að athuga hvort æskilegt sé að koma á sérstöku námi í umhverfisfræðum. í eðli sínu er slíkt nám þverfaglegt, þó erlend- is séu slík fræði víða stunduð sem sjálfstæð vísindi. Ég er sjálfur þeirr- ar skoðunar að skólanum beri að stefna að því að stúdentar geti tek- ið meistarapróf í umhverfisfræðum hér á landi. Vel mætti hugsa sér, að nemendur með ólíkan bakgrunn, U mhverfisráðuneytið mun taka þátt í kostn- aði við 2-4 umsóknir á þessu ári til umhverfís- rannsókna, segir Ossur Skarphéðinsson, til að nýta tækifæri Evrópu- samstarfsins. til dæmis BSgráðu í hagfræði, líf- fræði eða verkfræði, gætu sótt nám í umhverfisfræðum og bætt við sig sérstöku meistaraprófí í þeim. í öðra lagi þarf að kanna mögu- leikann á formlegum samstarfsvett- vangi, eða jafnvel íhuga sérstaka umhverfisstofnun innan Háskólans. Vissulega eru skiptar skoðanir á því hvaða leið beri að fara í þessum efnum. En vettvangur, eða stofnun af þessu tagi er mikilvægt tæki til umræðu um stefnumótun, til að skerpa áherslur og til að samhæfa kraftana í stærri verkefni innan- lands, eða í samstarfi við erlenda aðila. Fjármagn er takmarkað til um- hverfísrannsókna hér á landi, þó núverandi ríkisstjórn hafi sýnt mál- inu skilning og meðal annars tvö- faldað framlög til umhverfísvöktun- ar á síðustu fjárlögum. En til að nýta smáa sjóði er nauðsynlegt að leggja áherslu á náið samstarf ólíkra stofnana á skyldu fræðasviði, eða jafnvel samruna þeirra þar sem það á við. Stærri rannsóknarverkefni verða ekki unnin á annan hátt. Styrkir umhverfisráðuneytisins Þetta gildir ekki síst þegar sækja þarf erlent fjármagn til ranrisókna hér á landi, en til þess hafa opnast nýir möguleikar síðustu árin með aukinni þátttöku íslendinga í sam- starfí Evrópuþjóðanna. Fjórða rammaáætlun ESB um rannsóknir á áranum 1995-98 veitir 160 millj- arða til umhvérfismála og skyldra verkefna. Hér er því eftir miklu að slægjast og gullið tækifæri til að fjármagna stærri verkefni. Styrkir úr sjóðum ESB era hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. Umsóknir kreíjast mikils undirbún- ings og náins samráðs stofnana. Og þær kosta mikla peninga. Á því hef ég fullan skilning, enda gamall vís- indamaður sjálfur. Þessvegna hefur umhverfísráðuneytið nú fyrir sitt leyti ákveðið í samráði við nýstofnað Rannsóknaráð að taka þátt í kostn- aði 2-4 umsókna á þessu ári, til að hvetja íslenska fræðimenn á sviði umhverfísrannsókna til að nýta þau nýju tækifæri, sem evrópusamstarfið gefur. Af því munu vísindamenn sem tengjast umhverfisrannsóknum inn- an Háskólans væntanlega njóta góðs. Margs konar umhverfísvandamál nútímans gera miklar kröfur til breytinga á lífsháttum okkar. Þess- ar breytingar krefjast rannsókna og hugvits. Það er hlutverk háskólanna að mennta fólk sem getur tekist á við þennan vanda og leggja til lausn- ir með rannsóknum. Sérstök um- hverfisstefna Háskóla íslands er viðleitni til að svara þessum þörfum sem best. Höfundur er umhverfisráðherra. TILVÍSUN frá heim- ilislækni er skilaboð um hvers vegna viðkom- andi sjúklingi er vísað til sérfræðingsins og hefur að geyma upplýs- ingar um sjúkdóms- gang, rannsóknir, sem gerðar hafa verið, fyrra heilsufar, þar með talið ofnæmi, lyf sem sjúkl- ingur notar og annað sem máli skiptir hveiju sinni. Til þess að geta skrifað gagnlega tilvís- un þarf heimilislæknir- inn að hafa undir hönd- um nauðsynlegar upp- lýsingar. Á því er æði oft misbrestur. Það er framskylda heilbrigðis- málaráðherra að sjá svo um að lands- menn búi við eins góða heilbrigðis- þjónustu og unnt er að veita á hveij- um tíma. Til þess að svo megi verða þarf hann bæði að sjá til þess að fjármunir nýtist sem best og ekki síður að lagfæra brotalamir sem í heilbrigðisþjónustunni kunna að leynast. Með því að innleiða tilvisana- kerfí milli heimilislækna og annarra sérfræðinga mun Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra slá tvær flugur í einu höggi. I fyrsta lagi er tilvísanakerfið til þess fallið að nýta vel þá fjármuni sem við höfum til umráða. Með betra skipulagi má bæta þjónustuna án þess að auka kostnað. Tilvísanakerfi lýsir ekki forræðishyggja. Það bygg- ir á þeirri forsendu að þeir sem til þess era menntaðir séu ráðgjafar um það hvernig heilbrigðisþjónustan skúli notuð, því að hún er dýr og að verulegu leyti kostuð af almannafé. Hver króna sem fer í óþarfa verður ekki notuð til annars. Tilvísanakerfí er þegar til staðar í heilbrigðisþjón- ustunni. Tilvísun til sérfræðings er einungis eitt þrep í þessu kerfí og í samræmi við lög og samþykktir. Menn leggja sig t.d. ekki sjálfir inn á sjúkra- hús eða panta rann- sóknir og röntgenmynd- ir án milligöngu lækna. í öðru lagi ræðst heil- brigðisráðherra gegn skorti á eðlilegu upplýs- ingaflæði milli heimiíis- lækna og sérfræðinga. Eins og margir þeirra sjúklinga sem leitað hafa milliliðalaust til sérfræðinga hafa orðið varir við, berast heimil- islæknum sjaldnast upplýsingar frá viðkom- andi sérfræðingi. Hafa fjölmargir sjúklingar haft af því heilsufarsleg og fjárhagsleg óþæg- indi bæði við eftirlit og framhalds- meðferð sjúkdóma svo og við öflun læknisvottorða. Skeytingarleysi um nauðsyn upplýsinga er stéttinni til vansa og sjúklingum til veralegs óhagræðis og miklu meira óhagræðis en tilvísanakerfí mun nokkurn tíma valda. Margir forystumenn lækna hafa séð þetta og árangurslaust beitt læknafélögunum til þess að koma lagi á þennan þátt bæði með og án aðstoðar heilbrigðismálaráðuneytis- ins. Er ekki sýnt að það muni takast nema með aðgerðum sem þessum. Því er þetta skref ráðherranum til sóma og sýnir að stjórnmálamenn geta haft vit fyrir þeim sem þjónust- an byggist á. Algeng röksemd gegn tilvísana- kerfí er sú að sjúklingar eigi sjálfír að geta valið þá lækna, sem þeir vilja skipta við. Undir það skal tekið. Hins vegar þarf það jafnframt að vera ljóst að heimilislæknar og aðrir sérfræðingar hafa ekki og eiga ekki að hafa sama hlutverk í heilbrigðis- þjónustunni. Þegar sérfræðingar era að sinna vandamálum, sem víðast hvar eru í verkahring heimilislækna, era þeir að fara út fyrir starfsvett- vang þann sem þeir hafa hlotið þjálf- un í. Sérfræðingar í heimilislækning- um hafa að baki nær 12 ára nám í læknisfræði eins og aðrir sérfræðing- ar, þar af er sameiginiegur grannur allra lækna a.m.k. 7 ár. Á þessum 12 árum hafa þeir þjálfast til starfs síns rétt eins og aðrir sérfræðingar. Til þess að heilbrigðisþjónustan verði sem best er það hagur allra landsmanna að fullnægjandi þjón- usta sé veitt hveiju sinni þar sem hún fæst bæði ódýrt og fljótt. Tilvís- anakerfið er vel til þess fallið að ná því markmiði. Menn verða því að fylkja sér um þá stefnu sem mörkuð hefur verið og hagkvæmust er talin og láta ekki telja úr sér kjark með hræðsluáróðri. Höldum því áfram uppbyggingu heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu, því töluvert er enn í land að þær geti fullnægt Þegar sérfræðingar sinna verkefnum, sem eru í verkahring heimil- islækna, fara þeir, að mati Lúðvíks Olafs- sonar, út fyrir þann starfsvettvang, sem þeir hafa menntun til. þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar og orðið kjölfestan í enn betri heilbrigðisþjónustu. Hluti af þessari uppbyggingu er að búa svo um sjálfstætt starfandi heimilis- lækna að þeir geti orðið fullgildir aðilar að heilsugæslunni í samræmi við þá menntun og metnað sem margir þeirra hafa. Andstaða sérfræðinga getur vitan- lega skapað tímabundna erfíðleika þannig að í fyrstu verði erfítt að meta árangur af tilvísanakerfi. Ætla má að 3-5 ár líði þar til að hægt verður að meta árangurinn með ein- hverri vissu, allt eftir því hve fljótt þorri lækna áttar sig á kostum kerfis- ins. Því er mikilvægt. að sá ráðherra sem næst tekur við heilbrigðismálum lyppist ekki niður við andstöðuna. Höfundur er læknir og hefur starfað með heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað undanfar- ið um svokallað tilvís- unarkerfi sem stendur til að taka upp í heil- brigðisþjónustunni. Það á að taka upp gamalt kerfi sem var hér á landi til 1984 en þá af- lagt, mikið var ég glöð þá, og ég hygg flestir aðrir. í umræðunni nú stangast á fullyrðingar heilbrigðisráðherra annars vegar sem stað- hæfír að með tilvísunar- kerfi megi spara ríkinu mikla fjármuni allt að 100 milljónum á hveiju ári. Og hins vegar þeirra sem fullyrða að ekkert muni sparast, en eingöngu valda óhagræði og auka skrifræði. Ég treysti mér ekki til að taka afstöðu til þessara fullyrðinga ráðherra, en staðhæfí' að fyrir almenning þýðir þetta bæði aukin kostnað og óþæg- indi. Margir búa og starfa langt frá heimilislækni, oft er ekki auðvelt að ná símasambandi við þá. Fólk mun því mörgum tilfellum þurfa að gera sér ferð til heimilislæknis til þess eins að fá tilvísun. Við sem vinnum við þjónustu og ráðgjöf við börn, ráðleggjum for- eldrum að fara til barnasérfræðinga ef við höfum grunsemdir um frávik í þroska. Reynslan hefur því miður sýnt okkur að fari foreldrar einung- is til heimilislæknis í stað sérfræð- ings getur málið tafist óeðlilega. Vegna þess að foreldrar fá alltof oft þau svör að rétt sé að bíða og sjá til og sjálfsagt ijátlist þetta af barninu og þar fram eftir götunum. Sem verður aftur til þess að barnið fær ekki þá þjónustu sem það þarf og á rétt á. Og dýrmætur tími fer til spillis. Hvernig verður með eyrnaveiku börnin sem þurfa oft að fara til sérfræðings og þurfa á góðu eftirliti að halda? Undanfarin ár hefur kostnaði í heilbrigðisþjónstu i æ ríkari mæli verið varpað yfir á almenning og sem dæmi má nefna að lyfjakostnaður hef- ur orðið mörgum þung- ur baggi. Það er of mikið úr því gert að fólk fari að óþörfu til sérfræðinga. Almenningur er vel upplýstur og er fólk í flestum tilfellum full- fært um að ákveða sjálft hvaða þjónustu það vill hveiju sinni. Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á störf heimilislækna, því flestir, þar á meðal ég, hafa góða reynslu af þjónustu þeirra. En staðan í dag er sú að margir ef ekki allir heimilislæknar eru störfum hlaðnir, í það minnsta hér á höfðuðborgarsvæðinu. Hér Tilvísunarkerfi eykur óþægindi almennings, að mati Heiðrúnar Sverrisdóttur, og einnig útgjöld fólks. býr líka fólk sem ekki getur fengið heímilislækni því á heilsugæslustöð- unum eru þeir allir fullbókaðir. Það hlýtur því að þurfa að byija á að byggja heilsugæslustöðvar og ráða fleiri lækna við þær, ef beina á öll- um fyrst til þeirra. Hvað mun það kosta? í upphafi skal endinn skoða. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að líta á afleiðingar slíkra breytinga áður en af stað er farið. En öll gerum við okkur grein fyrir að þörf er á sparnaði í opinber- um rekstri og eðlilegt að leitað sé allra leiða í því skyni. En ég óttast að með þessari aðgerð sé eingöngu verið að auka óþægindi almennings og seilast lengra ofan í vasa hans, og er því á móti þessum breytingum. Höfundur er leikskólaráðgjafi. Tilvísanir - sjálfsögð kurteisi Lúðvík Ólafsson Seilst lengra í vasa almennings Heiðrún Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.