Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Greiðsluvandi heimilanna Eru allir velkomnir til félagsmálastofnunar? ÞEGAR fólk hefur hætt sér í fyrsta sinn yfir þröskuld félags- málastofnunar er mikil- vægt að þvi finnist það vera. velkomið. Mikið hefur verið lagt upp úr þessu atriði af hálfu þeirra norsku sveitarfé- lag, sem ráðgjöf bjóða. Gengið er út frá því strax í upphafi að allt skuli gert til að leysa vanda þess, sem leitar aðstoðar. Óöryggi skjól- stæðinganna og óvissa um framhald mála er mest í fyrstu og því ber að taka vel á mótffólk- inu. Félagsráðgjafar og fjármálaráðgjafar koma strax að málinu, fara yfír það og kanna hvað þeir geta lagt til. Sums staðar er beitt sérstöku móttökuviðtali og er þá jafnvel sérstakur ráðgjafi í því hlutverki. Þeim málum er eingöngu snúast um fjárhagsvanda er þá beint til fjármálaráðgjafanna. Þannig er vandinn greindur í byijun og vísað í réttan farveg til úrlausnar. I Frederikstað er unnið í hópum þannig að sami hópur- inn sér um móttöku skjólstæðings og að fylgja máli hans éftir til enda. Lögð er áhersla á að sinna fólki strax og í síðasta lagi innan viku. Með því er komið í veg fyrir að vandinn vaxi frekar en neyðartilvik fá að sjálf- sögðu forgang. Hveriir eiga að fá hjálp? Allir fá hjálp, ekki bara þeir sem talist getatil „slóðanna". Svo einfalt er það. Ef öllum er hjálpað þarf ekki að velja úr. Þótt þetta sé viðkvæðið hjá öllum sveitar- félögum velja þau samt úr meðvitað eða ómeðvitað, allt eftir eðli máls. Sumir þurfa á einfaldri ráðgjöf að halda, aðrir mikli aðstoð og leiðsögn frá upphafi til enda. Gildir það jafnt um „slóðana" sem leita fyrst hjálpar þegar allt er komið í strand, þá sem þurfa einfaldar ábendingar til að fyrirbyggja síðari tíma vanda, þá sem lenda aftur og aftur í vanda og þá Allir eiga skilið að fá hjálp, segir Jón H. Karlsson, og öðlast framtíðarsýn sem óviljandi hafa lent í ógöngum. Allir eiga erindi við ráðgjafana. En áherslur sveitarfélaganna eru mismunandi. I Onsöy er hún skýr. Þar er fyrst og fremst hugað að vanda „slóðanna". Unnið með þeim, sem hafa eytt fé sínu í sólarlanda- ferð í stað þess að standa skil á af- borgunum lána sinna og standa frammi fyrir útburði. Rökin eru þau að enginn sinni vanda þessa fólks ef félagsmálastofnunin gerir það ekki. Sumir sveitarstjórnarmanna segjast sjá ákveðið mynstur í sam- félaginu að þessu leyti. Stöðugt fleiri telja að einungis eigi að hjálpa þeim, sem eru þurfandi í raun, á vegum hins samfélagslega öryggisnets. Lánardrottnum hættir til að fara í manngreinarálit og séu liðlegri við þá, sem bera á borð sögur um hvern- ig þeir hafi óviljandi lent í ógöngum. Þeir gangi harðar eftir uppgjöri hjá Jón H. Karlsson ISLENSKT MAL Steingrímur Pálsson í Reykja- vík, bekkjarbróðir minn, sendir mér bréf sem hér fer á eftir. Um sum efnisatriði þess mætti deila, en ég er ekki í skapi til þess, þegar þetta er skrifað. Bréfíð er gagnrýnið og vel skrif- að. Að slepptum vinsamlegum og virðulegum ávarps- og kveðjuorðum birti ég bréfið með þökkum og legg efni þess í dóm lesenda: „Kvarg. Eflaust finnst þér, gamli kunningi, að fleiri fari að sletta skyrinu en sem eiga það þegar ég hefi hér uppi efasemd- ir um það sem segir í pistli þín- um að KVARG verði snætt þar sem varla verður það um skyrið sagt sem er þó skyldast því bæði að gerð og bragði að því er segir í greininni. Skyr hélt ég að væri etið, borðað, á því bragðað, það spænt í sig eða lagt sér til munns. Er hér þó aðeins það eitt tiltekið sem mér kemur hugsunarlítið í hug. Mér býður í grun að þér séu tiltæk á tungu svo margfalt fleiri lýsingar á því hvernig skyr verður í magann látið að allt KEA-skyr yrði til þurrðar geng- ið áður en kæmi að því að Svarf- dælingar þyrftu að grípa til þess að snæða það. Skar, ljós. Smíðisgripur sá sem sumir hafa til að slökkva á kertum er ekki ætiaður til þess að taka af kertunum skarið né á nokkum hátt að hrófla við skarinu enda hefur lýðum lærst að efna svo til kertanna og steypa þannig að sjaldan kemur til þess að skar verði svo daprað verði ljósið. Trauðla verður því gripurinn kenndur við skar. Hinsvegar er verkfærið til þess gert að kæfa kertaloga með því að hindra aðstreymi súrefnis. Tækið er því kertalogakæfir. Það kæfir ekki ljósið heldur loga þann sem gef- ur frá sér ljósið. Kertalogakæfir er gagnsætt orð en óþarflega langt fyrir ekki Umsjónarmaður Gísli Jónsson 781. þáttur stærri grip og hæfir því vel stytt- ingin KERTAKÆFIR. Viðbætir. Allt frá kristnitöku er til það tól sem tekur af skar- ið og mun það vera það sem þú hefur eftir Guðbrandsbiblíu í pistli þínum að kallist ljósasax. Þann grip mætti nefna SKARA- SKÆRI svo fríað verði undan hinni augljósu dönsku þar sem ljós = lys (d) = kerti og sax = saks (d) = skæri.“ ★ Nú er úti norðangarri næsta kaldur; ekur saman ísahroða, örbirgðar og dauða valdur. (Braghenda, hurðardráttur óbreytt- ur; ýmist eignað Runólfi rimara eða Birni á Botnastöðum.) ★ Mér varð á í messunni í síð- asta þætti. Ég sagði: „Baldur Pálmason er einn þeirra baráttu- manna sem aldrei lætur sverð sitt digna,“ o.s.frv. Þarna dott- aði athygli mín og rökhugsun. Ég átti að segja: „sem aldrei láta sverð sitt digna...“ Mér er lítil afsökun í því, þó að margir flaski á þessu, ekki síst þar sem ég gagnrýni iðulega málfar ann- arra. Sjálfur ætti ég þá að reyna að tala og skrifa skammlaust. Góðir menn hafa tekið með mér skýr dæmi. Sá eini sem fer ... Hins vegar: Hann er einn af þeim sem fara. Enn til útskýr- ingar: Þeir láta málið til sín taka. Hann er einn af þeim sem láta (ekki ,,lætur“) málið til sín taka. Mér er sagt að Cicero hafi aldr- ei flaskað á þessu á sína tungu, og ennfremur að íslendingar, sem góðir eru í ensku, geri það ekki heldur. „He is one of those who go (ekki ,,goes“). í máls- greininni: Hann er einn þeirra sem o.s.frv. er sem í flt. og frumlag og þess vegna á um- sögnin að vera i fleirtölu, láta, ekki „lætur“. ★ „Elsta íslensk jólakveðja, sem fundist hefur, er hins vegar í bréfi frá Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi 7. janúar 1667, en hann endar það á þessa leið: „Með ósk gleðilegra jóla, far- sællegs nýja árs, og allra góðra heillastunda í Vors Herra nafni Amen.““ (Árni Bjömsson: Saga dag- anna, bls. 372.) ★ Inghildur austan kvað: Svo fögur var Fingurbjörg sjónum, var fijáð bæði af Pálum og Jónum: Þeir stóðu að slætti með stálslegnum hætti og gengu með grasið í skónum. ★ Rétt fyrir jólin birti ég vísu sem ég hafði lært í sundi og hafði svo mikið við að smella á hana fyrirsögninni Álappir. Vís- an var svona: Ef að sé og ef að mundi átta fætur á einum hundi. Ef að mundi og ef að sé átta lappir á einu fé. Höfundur var talinn ókunnur. Nú hefur sá málhagi maður, Þórarinn Guðnason læknir, sent mér vinsamlegt bréf sem ég þakka honum kærlega. Hann segir meðal annars í bréfinu: „Kæri Gísli! Drífa Viðar kenndi mér við- tengingarvísuna góðu ... og mér er ekki grunlaust um að hún hafí smíðað hana sjálf. Henni hefði verið til trúandi. En henn- ar „version" var svona: Efa sé og efa mundi 18 rófur á einum hundi. Efa mundi og efa sé 18 dindlar á einu fé.“ Umsjónarmaður minnir enn á hvernig eitt og annað gengst í munnlegri geymd. Honum dett- ur í hug það sem kerlingin sagði, sú sem efaði sumt í Biblíunni: „Skreytt hefur verið á skemmri íeið en frá Jerúsalem og hingað, þegar logið er á milli búrs og baðstofu." þeim sem minna mega sín. Þróunin sé í átt að kaldara og miskunnar- lausara samfélagi. Staðreyndin er að fólk í kreppu hagar sér oft óskynsamlega — horfir á málin frá sínum bæjardyrum og grípur til órökrænna aðgerða. Virk þátttaka þolenda Margir leita ekki hjálpar fyrr en allt um þrýtur. Það er hins vegar of léttvægt að flokka skjóstæðinga eft- ir „sök“ þeirra á eigin vanda, að skilja á milli slóða og þeirra „óheppnu“, milli hinna siðlausu og þeirra, sem gera sitt besta. Allir eiga skilið að fá hjálp og öðlast frantíðar- sýn. Því fyrr sem fólk leitar aðstoðar þeim mun auðveldara er að hjálpa því. Til að það sé unnt þarf það sjálft að hafa greiðsluvilja og eigin vilja til sjálfshjálpar. Ráðgjöf verður ekki troðið uppá á fólk nema það sjálft leiti hennar og þiggi. Gera verður kröfu til þess að það leggi sig fram um að vinna úr sínum málum með góðra manna hjálp. Ekki nægir að setjast niður með þeim sem er í vanda og samsinna honum í samúðarskyni. Ráðgjafarnir verða að gera kröfu til skjólstæðinga sinna, draga fram þau efni, sem hann hefur sjálfur til mál- anna að leggja og deila með honum vandanum — ekki taka hann allan á sig. Oft eru það ættingjar sem ríða á vaðið og leita aðstoðar fyrir sinn vandamann. Ekki er almennt talin mikil hætta á misnotkun ráðgjafarinnar og eft- irfarandi aðstoðar. Sumir lenda þó í endurteknum erfiðleikum og fá hjálp. Verði menn uppvísir að svindli eða misnotkun er hins vegar brugðist hart við og frek- ari aðstoð ekki veitt. Víða er beitt virku eftirliti, sem dregur mjög úr misnotkunarhættu. Niðurlag Eins og greinar mínar bera með sér eru Norðmenn þegar mjög virkir í að leysa greiðsluvanda heimila, jafnt fjölskyldna og einstaklinga. Af þeim má greinilega margt læra. Að- gerðir þeirra hafa sannanlega leitt til spamaðar í útgjöldum sveitarfé- laga til félagsmála. Meginatriðið er þó að víst má telja að hagur og sálar- heill þeirra einstaklinga, sem ráð- gjafar og aðstoðar hafa notið, hefur batnað. Til langs tíma hlýtur það að verða öllum til góðs og skapa heil- brigðara og samrýmdara samfélag. Höfundur var aðstoðarmaður fv. félagsmálaráðherra. Um slys og fjöldaslys EFTIRFARANDI ávarp var flutt á heims- þingi Alþjóða veður- fræðistofnunarinnar í maí 1991, við umræður um slysavarnir vegna náttúruhamfara. í upp- talningu þessara hamf- ara þótti mér hafa láðst að benda á það mikla tjón sem óveðurslægðir utan hitabeltis valda. Forseti þingsins, dr. Zillman frá Ástralíu, taldi ávarpið svo fróð- Iegt og sannfærandi að hann gekkst fyrir því að það yrði birt orðrétt í þingtíðindum, þó að það væri ekki venja um almennar umræður. — Ef til vill eiga þessar hugleiðingar nokkurt erindi nú vegna nýliðinna mannskaða hér á landi. Veðurspár og aðvaranir hljóta að teljasttil slysa- varna vegna náttúru- hamfara, segir Páll Bergþórsson, þó þær lýsi sér á annan hátt en í fjöldaslysum. Hr. forseti. Viðvíkjandi þingskjali 52, viðbæti B, grein 1.1, tel ég að listinn yfir hamfarir af veðurs völdum sé ekki nógu tæmandi. Ég vil nefna að sumar óveðurslægðir utan hita- beltis eru afar skæðar, að minnsta kosti á vissum svæðum jarðarinnar. Ég veit að tölur geta verið varasam- ar í meðförum, en í mínu landi varð svo mikið manntjón á sjó árin 1947- 1980, aðallega vegna storma, að í hlutfalli við fólksfjölda svaraði það til 14 milljóna manna í heiminum, þar af um 300.000 aðeins í Bangla- desh. Á sama tíma ollu fellibyljir í hitabelti samtals 500.000 dauðsföll- um, og eru þó oft taldir mannskæð- asta veðurfyrirbærið. Hættan af stormsveipum utan hitabeltis á ís- landi er tekin svo alvarlega að öllum skipum er gert að tilkynna sérstakri stofnun einu sinni eða tvisvar á dag um stöðu sína til þess að auðvelda björgun ef illa fer. Ég nefni þetta vegna þess að það kann að vera áhugavert fyrir þingfulltrúa að vita um það. Svo miklu máli skiptir þetta á íslandi, að um 10% þjóðarinnar eiga einhvem vanda- mann sem stundar sjó- inn flesta daga ársins. Við teljum aðvaranir um storma vera sann- kallaðar varnir gegn náttúruhamförum, eins og þær sem Alþjóða veðurfræðistofnunin er nú að skipuleggja. Veð- urfregnum er útvarpað á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhring- inn og 30-40 skip gera reglulegar veðurat- huganir. í sambandi við hinn alþjóðlega veður- dag á þessu ári var í samvinnu við Slysavamafélag landsins hafin söfn- un sérstakra vindaskeyta frá eins mörgum skipum og unnt er til þess að fá sem nákvæmasta mynd af veðr- inu á miðunum tvisvar á dag, auk annarra reglulegra veðurskeyta. Þetta hefur skilað góðum árangri og framkvæmdin hefur tekist vel. I þeim landshluta þar sem óveðrin ber oft- ast að landi höfum við sett upp veður- sjá til þess að mæta veðrinu ef svo má segja. Þetta kostar hvem lands- mann um það bil jafn mikið og 200 veðursjár mundu kosta hvem íbúa í landi með 50 milljóna mannfjölda. Fjölmiðlar gera yfirleitt ekki mikið úr því þegar óþekktir einstaklingar láta lífið af slysförum, þó að saman- lagt nemi slíkar slysfarir ógnarlegum tölum. Ég held að við ættum stund- um að líta á þessi mál frá nýju sjónar- miði. Hvað mundi gerast ef til dæm- is öll umferðarslys í heiminum á fímm árum söfnuðust á einn dag? Þið get- ið ímyndað ykkur fyrirsagnirnar í blöðunum og sjónvarpinu. Samt væri það tjón sem af þessu stafaði, sor- gimar og þjáningarnar, jafn miklar og verið hefði ef þessi slys hefðu dreifst á 2.000 daga og fréttir af þeim dmkknað að verulegu leyti inn- an um önnur tíðindi. Sem betur fer reyna veðurstofur að draga úr þess- um slysum með viðeigandi aðvörun- um um hálku, stórhríðar, þoku og önnur hættuleg veðurfyrirbæri, í samvinnu við aðrar öryggisstofnanir. Ég tel að þessar veðurspár og aðvar- anir hljóti að teljast til slysavama vegna náttúruhamfara þó að þær lýsi sér á annan hátt en i fjöldaslys- um. Höfundur cr fyrrvcrandi veðurstofustjóri. Páll Bergþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.