Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ_______________________________________________________LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Hagsmunir minnihlutans í UA EINS og fram hefur komð í frétt- um undanfarið virðist verulegur áhugi á hlutabréfum Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf., en bæjarfélagið á þar meirihluta hlutabréfanna. KEA lýsti áhuga sínum á að kaupa hluta- bréfin öll eða að mestu leyti og að því myndi fylgja að höfuðstöðvar Islenskra sjávarafurða yrðu fluttar til Akureyar sem þýddi tugi nýrra starfa í bæjarfélaginu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur svarað þessu á þann hátt að bjóða að enn fleiri störf á hennar vegum yrðu flutt til Akureyrar gegn því að sala á afurðum ÚA yrði áfram hjá SH um einhvern tiltekinn árafjölda. Sömuleiðis hefur Eimskip látið í ljós vilja til að auka umsvif sín á Akureyri ef salan yrði áfram hjá SH, auk fleiri atriða. Og nú nýlega hefur sú skoðun komið fram að bæjarstjórnin gæti e.t.v. hugsað sér að lenda þessu máli þannig að eiga bréfin áfram en fá hin umræddu störf norður. Líklega þá annað hvort þau sem SH býður gegn því að SH haldi viðskiptum við ÚA eða þau sem ÍS býður gegn því að ÍS fái viðskiptin. Við þessa málsmeð- ferð er ýmislegt að athuga séð frá sjónarhóli hins almenna hluthafa í ÚA, þ.e. minnihlutans. Ljóst má vera að það er ekki af hagkvæmnisástæðum einum sér sem ÍS eða SH kynnu að kjósa að flytja þessi störf til Akureyrar, og Eimskip að auka sín umsvif þar sem þeir annars höfðu ekki hugsað sér. Þar ráða viðskiptaleg sjónar- mið. Það að hafa á hendi sölu og flutninga afurða fyrir ÚA felur eitt og sér í sér verðmæti í augum þess- ara fyrirtækja. Það óhagræði sem flutningum til og staðsetningu fyr- irtækjanna á Akureyri fylgir vegur að þeirra mati minna en hagurinn af sölunni fyrir ÚA, til lengri tíma litið. Þetta er ljóst og vekur ekki undrun í sjálfu sér, og eru eðlileg viðbrögð þessara félaga séð frá sjónarhóli þeirra. Hversu mikið verðmæti er í því fólgið að sjá um sölumál ÚA er almennum hluthöf- um ÚA ekki ljóst en fullyrða má að um verulegar fjárhæðir er að tefla. Það sem vekur hins vegar áhyggjur er ýmislegt sem bæjar- stjórn Akureyar hefur látið frá sér fara í málinu. Það verðmæti sem í sölu afubrða fyrir ÚA felst, og SH og ÍS meta svo mikils, virðist bærinn ætla að nýta sér til þess að efla atvinnuástand á svæðinu. En í reynd er þetta verðmæti eign allra hluthafa í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og skyldi því renna til fé- lagsins, en ekki bæjar- félagsins eins. Nýlega bauð ÚA út olíuviðskipti sín og samdi við þann sem best bauð af þremur olíufélögum. Þar voru forsvarsmenn félags- ins að nýta sér samn- ingsstöðu þess og hag- ræðið rennur til allra hluthafa félagsins, Akureyrarbæjar sem annarra. Er það vel. Sama á við um sölumál félagsins. Að því _til- skyldu að stjórn ÚA, en ekki bæjarfulltrúar á Akureyri, telji ÍS og SH geta veitt sambæri- lega þjónustu er það skylda þeirra að nýta, nú sem ávallt, þá samn- ingsstöðu sem fyrir hendi er til að láta það verðmæti sem í sölumálum félagsins felst koma fram og renna til allra hluthafa félagsins í gegnum arðsemi rekstrarins, en ekki bara til meirihlutans. Það gerist í formi endurskoðunar á sölumálum fé- lagsins sem byggð yrði á aðrsemis- Gunnlaugur Briem sjónarmiðum, einmitt þeim sjónarmiðum sem látið hefur í veðri vaka að lægju til grundvallar í rekstri félagsins þegar leitað hefur verið til nýrra hluthafa, einstaklinga og svokallaðra stofn- anafjárfesta og þeir keypt hlutabréf í fé- laginu á undanförnum árum fyrir umtals- verðar fjárhæðir. Síð- an yrði það sjálfstæð ákvörðun bæjarstjórn- ar á Akureyri að verja sínum hluta af arði ÚA til atvinnuupp- byggingar í bænum og óháð hags- munum annarra hluthafa ÚA. Meirihlutaeign eins aðila í al- menningshlutafélagi vekur jafnan efasemdir. Ýmsir hafa á undan- förnum árum haft nokkrar áhyggj- ur af meirihlutaeign Akureyrarbæj- ar í félaginu og látið í ljós áhyggj- ur af því að forsvarsmenn félagsins að fjármagn þess kynni að verða nýtt í þágu bæjarins andstætt ýtrustu hagsmunum allra hluthafa í félaginu. Jafnharðan hefur þess- um áhyggjum verið vísað á bug og hinir sömu fullvissaður um hið gagnstæða. Nú virðast þær hins vegar hafa átt fullan rétt á sér. Svo virðist sem Akureyrarbær ætli að nýta sér slagkraft ÚA og meiri- hlutaeign sína í félaginu sér til hagsbóta, án tillits til hagsmuna annarra hluthafa. Ákvarðanir um rekstrartilhögun ÚA virðast í þessu máli hafa verið færðar frá stjórn félagsins inn á borð bæjarstjórnar. Ekki liggur fyrir hveijar lyktir þessa máls verða. Hætta virðist á að þær muni ekki ráðast af hags- mununum ÚA og því ekki af hags- Ef Akureyrarbær selur hlut sinn einum aðila, segir Gunnlaugur Bri- em að krafa verði gerð um að öðrum hluthöfum verði boðið að selja sín bréf á sömu kjörum. munum allra hluthafa í því félagi. Taki Akureyrarbær þá ákvörðun að selja sinn hlut að öllu eða veru- legu ieyti til eins aðila hlýtur að verða gerð sú krafa til hans að hann sjái til þess að öðrum hluthöf- um verði boðið að selja sín hluta- bréf á sömu kjörum. Sumstaðar erlendis er það raunar bundið í lög og þegar einn aðili eignast tiltekið hlutfall í einu félagi ber honum að gera öðrum hluthöfum tilboð í bréf þeirra. Taki bæjarstjórn þá ákvörð- un að selja ekki bréfin en gera samkomulag við annaðhvort SH eða ÍS um sölumálin gegn flutningi starfa norður er ljóst að aðilar eins og Draupnissjóðurinn þurfa að endurskoða þátttöku sína í ÚA. Því hvað verður næst? Mun bæjar- stjórnin nýta sér slagkraft ÚA og meirihluta sinn á fleiri sviðum til hagsbóta fyrir bæjarfélagið eitt? Eða mun ÚA með beinum hætti taka þátt í að leysa atvinnuvanda- mál á Akureyri andstætt hreinum arðsemissjónarmiðum? Hvert verð- ur þá verðmæti hlutabréfa í eigu þeirra sem eiga minnihluta í félag- inu? Málsmeðferð bæjaryfirvalda á Akureyri í þessu máli er með þeim hætti að spumingar sem þessar hljóta að vakna meðal annarra hlut- hafa og þeirra sem hug hefðu á að kaupa hlutabréf í ÚA í framtíð- inni. Staða ÚA sem alvöru almenn- ingshlutafélags og félags sem get- ur aflað sér fjár á almennum hlut- afjármarkaði, er í hættu. Höfundur er framkvæmdasíjóri Draupnissjóðsins hf. sem er fjárfestingafélag sem fjárfestir í hlutabréfum skráðra og óskráðra hlutafélaga sem rekin eru á arðsemisgrunni. Draupnissjóðurinn hf. eráttundi stærsti hluthafinn í ÚA ogá um 1 % hlutafjár í félaginu. Mosfellsbær verði ullarbær 100 ár frá stofnun fyrsta ullar- fyrirtækisins Rokkarnir voru næstum þagnaðir Fyrir nokkrum árum fóru stærstu ullarfyrirtækin á hausinn, fjöldi manns missti vinnuna, mikil- væg erlend viðskiptasambönd glötuðust; þekking hönnuða, markaðsmanna, iðnverkafólks og forstjóra hvarf með fólkinu. Á síðustu misserum hafa nokkr- ir athafnamenn og konur tekið þráðinn upp að nýju. Því ber að fagna. Tilefni þessara skrifa er að minna á að eftir rúmt ár, eða hinn 1. apríl 1996, verða liðin eitt hundrað ár frá stofnun fyrsta ull- arfyrirtækis landsins, Álafoss hf. í Mosfellsbæ. Eins og menn vita var Álafoss hf. „risinn“ í ullarframleiðslu, út- vegaði mörg hundruð manns vinnu, bæði íslenskum og erlend- um, auk þess sem fyr- irtækið vann braut- ryðjendastarf í vöru- þróun og markaðs- setningu íslenskra ull- arvara erlendis. Það er engum blöð- um um það að fletta að einn áhrifaríkasti þátturinn í vexti byggðar í Mosfells- sveit tengdist atvinnu- lífínu á Alafossi. Fjöldi starfsmanna fluttist upp í Mosfellssveit sem síðar varð að al- vöru bæ, Mosfellsbæ. Ásdís Emilsdóttir En hvers konar bær Petersen er Mosfellsbær? Úthverfi frá ustu Reykjavík? Eða algjör svefnbær? Hefur Mosfellsbær enga ímynd? Er ekkert þangað að sækja fyrir ferðamenn? í tilefni 100 ára afmælisins á næsta ári skora ég á Mosfellsbæ- inga að koma á fót „ullarþorpi" eða „ullarmiðstöð" í gamla Ála- fosskjarnanum þar sem innlendir og erlendir gestir eiga þess kost að kynnast ullarmenningu lands- ins fyrr og nú. í ullarmiðstöðinni ætti að vera sögusafn, Ijósmyndasafn, sýn- ingarsalur sem sýnir framleiðsluvörurnar i gegnum árin, svo sem fatnað, gólfteppi, voð- ir, band og fleira ásamt vörulistum og gömlum mynstrum. Framleiðsluferilinn mætti sýna á mynd- bandi eða að fá heim- ilisiðnaðarfólk til þess að sýna gömul vinnu- brögð. Tískusýningar heilla, sýna ætti nýj- framleiðsluvörurnar á Mosfellsbær á að verða ullarbær, segir Asdís Emilsdóttir Petersen, 1996 verða 100 ár frá stofnun fyrsta ullarfyr- irtækisins. ákveðnum tímum fyrir hópa. Ég er sannfærð um að margur erlendur ferðahópurinn hefði gam- an af því að skreppa upp í Mos- fellsbæ, t.d. að kvöldi til, kynnast íslenskri ullarhefð, horfa á tísku- sýningu og gæða sér á léttum ís- lenskum veitingum. Það má bóka að ferðamaðurinn kynnist gæðum íslenskrar ullarframleiðslu í þess- ari ferð sem leiðir væntanlega af sér aukna sölu. Auk þess skapar slík miðstöð atvinnu í Mosfellsbæ, bæði' að sumri og vetri. Mosfellsbær ætti að sjá sóma sinn í því að safna munnlegum og skriflegum heimildum um sögu Álafoss hf., safna myndum, göml- um framleiðsluvörum, flikka upp á eitthvert húsanna í Álafoss- kjarnanum og opna sýningarsal í tilefni 100 ára afmælisins á næsta ári. Munum að ullin getur aftur orðið að gulli fyrir íslenskt þjóð- arbú. Höfundur vann að markaðssetningu íslenskra ullarvara í Evrópu á árunum 1980-1990. 5,3% vextir og verbtrygging Þegar kemur aö innlausn spariskírteina 10. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.