Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAU G ARDAGUR 28. JANÚAR 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UTBOÐ AUKA TILTRÚ SÚ STEFNA, að styðjast við útboð, þegar opínberir aðilar þurfa að kaupa verk eða þjónustu, er tví- mælalaust af hinu góða og eykur tiltrú manna á að seljendur verka og þjónustu sitji við sama borð. Hún eyðir einnig tortryggni í þá veru, að ákveðnir aðilar fái fyrst og fremst að ylja sér við kjötkatla sjóðanna, hvort sem um borgarsjóð er að ræða, ríkissjóð, eða sjóði sveitarfélaga. Aukin notkun útboða, við inn- og verkkaup, af hálfu opinberra aðila, hvort sem um ræðir ríkisstofnanir eða borgarstofnanir, hefur orðið til þess, að aukinn jöfnuð- ur hefur skapast meðal verktaka og þeirra sem selja þjónustu sína á markaði. Það var því framfaraspor, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík, hafði fyrir nokkrum áratugum forystu um, að borgarstofnanir og fyrirtæki, beindu kaupum sínum á verkum og þjónustu í þann farveg að efna til útboða, auk þess sem slíkur háttur á verk- og innkaup- um, hefur ugglaust sparað Reykjavíkurborg umtals- verðar fjárhæðir. Þess vegna getur það ekki talist viðunandi, að á árinu 1993 ráðstafaði Reykjavíkurborg tæpum millj- arði króna til inn- og verkkaupa, án undangenginna útboða. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, sem hafði forystu um að taka upp útboð í auknum mæli, þarf því að skýra hvers vegna svo stór hluti verk- og innkaupa á vegum borgarstofnana fór framhjá útboðum á árinu 1993. Það er ekki fullnægjandi skýring að segja sem svo, að verkin hafi verið svo smá, eða að þeir sem áður höfðu fengið verksamning, hafi einfaldlega fengið hann endurnýjaðan. Það eiga allir að sitja við sama borð í þessum efnum. KAPP MEÐ FORSJÁ - SÍGANDILUKKA DAGSBRÚN í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hafa samþykkt heimild til verkfallsboðunar. Það eru ugg- vænleg tíðindi ef sverfur til stáls á vinnumarkaði í byrjandi efnahagsbata, sem getur orðið vísir að síg- andi lukku, verði hann ekki kæfður í fæðingunni. Sjö ára stöðnun virðist að baki. Stöðugleiki er meiri en nokkru sinni fyrr, verðbólga lægri en verið hefur í aldarfjórðung og vextir hafa lækkað töluvert. Þrátt fyrir veiðitakmarkanir jókst landsframleiðsla um 2% milli áranna 1993 og 1994. Talið er batinn haldi áfram næstu árin, með þeim fyrirvörum þó sem setja verður um aflabrögð, verðþróun sjávarvöru og stöðugleikann á vinnumarkaðinum. Haldreipi okkar við núvérandi kringumstæður þarf að flétta úr tveimur meginþáttum. Tryggja verður að stjórn ríkisfjármála og peningamála veiti efnahagslíf- inu nægilegt aðhald til að koma í veg fyrir að verðbólg- an fari af stað á nýjan leik. Nauðsynlegt er og að kjarasamningar verði byggðir á þeim efnahagslega veruleika sem við blasir, skili Iaunþegum þeim kjara- bótum sem aðstæður leyfa og stuðli að sígandi lukku í fjölgun starfa og kaupmætti launa. Eðlilegt er að launafólk, sem sáði til stöðugleikans með þjóðarsátt á krepputímum, fái kjarabót sem batan- um nemur. Það er hins vegar ekki hyggilegt að sprengja stöðugleikann í loft upp með verkföllum eða skekkja samkeppnisstöðu íslenzkra atvinnuvega, sem eru að koma undir sig fótum eftir miklar þrengingar, með því að kveikja elda verðbólgu í samfélaginu. Það er hvorki rétta leiðin til að fjölga störfum í landinu, sem mikilvægt er að gera, né til að tryggja kaupauka til lengri tíma litið. Kapp er bezt með forsjá, einnig á kosningaári. Tillaga og greinargerð frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum BREYTT FISKVEIÐI- STJÓRNUN Frambj óðendur Sj álfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum lögðu fram til- lögu, ásamt greinargerð, um breytta fiskveiðistjómun á fundi málefnanefndar Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmál síð- astliðinn fimmtudag. Morgun- blaðið birtir greinargerðina í heild sinni ásamttillögu frambjóðend- anna og fer hún orðrétt hér á eftir: FLESTIR eru orðnir sammála um, að núver- andi kvótakerfi hafi alvarlega annmarka. Hins vegar hefur ekki verið samstaða um aðrar leiðir, sem gætu leyst það af hólmi. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum vilja hér með koma á framfæri hugmyndum, sem vísað gætu veginn útúr kvótakerfinu. Við setjum hér fram hugmyndir okkar með það að markmiði að sameina flokkinn um nýja stefnu í sjávarútvegs- málum. Stefnu sem sé í betra samræmi við grund- vallarhugmyndir flokksins um fijálst framtak, ftjálsa samkeppni, einkaeign á atvinnutækjunum, minnkandi ríkisafskipti og að stétt standi með stétt. Kvótakerfið er skilgetið afkvæmi forræðishyggj- unnar með sama hætti og haftakerfi það sem kom- ið var á í kreppunni miklu á 4. áratugnum og ber á sér brennimark sósíalisma og miðstýringar, sem eiga ekkert skylt við Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Því er brýnt að taka upp stefnu sem samræm- ist betur meginstefnu Sjálfstæðisflokksins. Kafli 1 Meginmarkmið höfunda kvótakerfisins var að hámarka afrakstur auðlindarinnar í hafinu. Það átti að gera með vísindalegu eftirliti með styrk físki- stofnanna. Framsal á kvóta átfi að leiða til minnkun- ar flotans og aukinnar hagkvæmni í veiðum. Reyndin hefur orðið þvert á þessar væntingar upphafsmanna kerfisins. Staða fískistofnanna er slík að einn fremsti sérfræðingur okkar telur 50% líkur á álíka hruni og gerst hefur við Nýfundnaland (sjá Sigfús Schopka Mbl. 16. des. 1994). Sóknarmáttur fíotans hefur stóraukist bæði í rúmlestum (úr um 110,5 þús. árið 1983 í 121,5 þús. árið 1994) og hestöflum (úr 359 þús. í 420 þús. á sama tíma), B-skráð físki- skip eru frádregin svo og úrelding Þróunarsjóðs 1994. Þessu til viðbótar hafa bæst í hóginn um 1400 opnir vélbátar (sbr. töflur Fiskifélags Islands). Hagkvæmni Leiða má sterk rök að því að hugmyndir manna um að auka hagkvæmni í þessu kerfi byggjast í raun á röngum aflatölum, svindli á kerfinu og því að físki sé hent í stórum stíl. Vísindaleg ráðgjöf er með þessu Ieidd á villigötur. Tölur sem lagðar eru tii grundvallar vísindalegri ráðgjöf eru vægast sagt óáreiðanlegar. Þegar allar skýrslur um veiðam- ar eru ómarktækar, segir það sig sjálft að mikið af vísindastarfínu er sett í uppnám. Greinargerð með kafla 1 Sóknarmáttur flotans í dag erum við fjær settum markmiðum en nokkru sinni fyrr. Frá því að við hófum fyrst tilraunir til að stjóma sókn og afla 1976, hefur fiskiskipastofn landsins vaxið eins og sést í töflum Fiskifélags ís- lands. Einnig hafa gífurlegar breytingar átt sér stað á undanfömum árum í gerð skipstjómar- og fiskileitartækja, svo og í hönnun og gerð veiðar- færa. Öllum á því að vera ljóst að sóknargeta flot- ans hefur vaxið mjög síðustu 19 ár og er í dag meiri en nokkru sinni. í þessu sambandi er vísað á nýja skýrslu tæknideildar Fiskifélags íslands. Hagkvæmni Bæði um Evrópu og Ameríku virðast allir sam- mála um, að skýrslur um aflatölur eru mjög rang- ar, hvort sem um er að ræða einstaklingskvóta, kvóta á skip, eða sameiginlegan heildarkvóta. Þá er rétt að álykta, að það sama eigi við um ísland. Flestir eru sammála um að núverandi kerfí leiði til þess að físki sé hent í stórum stíl. Nýleg bandarísk rannsókn áætlar að fjórðungi heimsaflans sé hent (Fisherman 1994 tbl. ? Groundfísh Forum 1994, og viðtöl við Matthías og Siguijón Óskarssyni í Eyjum). Kafli 2 Af ofangreindu er ljóst, að kvótakerfíð hefur brugðist öllum þeim markmiðum, sem lögð voru því til grundvallar. Því ber okkur öllum skylda til að íhuga opnum huga og án fyrirfram ákveðinna for- dóma aðrar leiðir til þess að ná ofangreindum mark- miðum. Minnumst þess að hér er um framtíð næstu kynslóða á Islandi að tefla. Við, sú kynslóð sem nú lifir í landinu, höfum engan rétt til að halda uppi lífskjörum okkar á kostnað þeirrar næstu, og því síður að stofna í hættu fískistofnunum, grund- velli tilveru þjóðarinnar. í allri umræðu um galla kvótakerfisins hafa sterk- ustu rök formælenda þess verið, að menn sæju ekki skárri kost. Því er einnig haldið fram, áð ekki sé hægt að snúa frá núverandi kerfi, þar sem lánar- drottnar sjávarútvegsins taki fyrst og fremst veð í aflaheimildum skipanna. Það mundi því vaida öng- þveiti ef aflaheimildir hyrfu. Þetta getur ekki verið rétt. Verðmæti aflaheimildanna eru huglæg verð- mæti, — það er ekki búið að veiða þennan físk. Þessi verðmæti munu því ekki hverfa, heldur flytj- ast yfír á skip með sóknarmarki, eftir því sem lánar- drottnar meta veiðigetu þeirra. Þeir sem nú þegar eiga best búnu skipin munu standa best að vígi. í þessari tillögu er því ekki um neina aðför gegn útgerðum landsins að ræða. Hins vegar verða menn að sanna getu sína og hæfni til veiða á hveijum tíma. í stað þess sem nú er gert, að taka veð í óveiddum físki, munu menn taka veð í skipum og búnaði þeirra. Höfundar þeirra tillagna sem hér eru kynntar leggja hér með fram hugmyndir að nýju kerfí, sem þeir telja ná þeim markmiðum sem kvótakerfíð hefur sannanlega ekki náð og fellur jafnframt að stefnu Sjálfstæðisflokksins. Kafli 3 Höfuðmarkmið hinnar nýju stefnu er eins og hinn- ar fyrri að hámarka afrakstursgetu fiskistofnanna. Þessum markmiðum verður náð með öflugri flota- og sóknarstýringu, sem komið verði á í áföngum. Um fíotastjórnun Fyrsta skrefið til þess að ná tökum á stærð flot- ans er það að setja endurnýjunarstuðla sem tryggja að hann minnki. í núgildandi lögum um fískveiði- stjóm segir reyndar, að bætist ný skip í flotann skuli sambærileg skip hverfa úr flotanum. Þessum lögum er fylgt fram með reglugerð þar sem jafn- stór brúttóstærð fer úr flotanum og nýsmíði nem- ur. Endumýjunarstuðullinn er einn á móti einum. Sóknarmáttur flotans er samt alltaf að aukast, eins og að framan greinir (sjá töflur 1 og 2). Sérstak- lega er þetta áberandi þegar um ný vinnsluskip er að ræða. Til að breyta þessari þróun, þurfa lögin að heimila yfírstuðla (t.d. 3 á móti 1). Sami stuðull þarf ekki að eiga við um allan flot- ann, heldur má flokka flotann eftir verkefnum hans (loðnuskip, síldarbátar, togarar, o.s.frv.) og setja mismunandi stuðla fyrir hvern flokk. Þeir stuðlar yrðu ekki óbreytanlegir. Til þess að ná fram minnk- un flotans yrði beitt yfirstuðlum, og ef þörf reynd- ist á að efla einhvem þátt flotans mætti beita und- irstuðlum (t.d. 1 á móti 0,5). Við ákvörðun endumýj- unarstuðla yrði a.m.k. tekið tillit til stærðar (í rúm- lestum), vélarafls og veiðiaðferðar. Jafnframt þessum háu endumýjunarstuðlum þarf að framhalda mikilli úreldingu, líkt og verið hefur. Ríkið og útgerðin í landinu stæðu að henni, þar sem um augljósa hagsmuni beggja er að ræða. Lífsrými þeirra sem eftir verða, vex öllum til hagsbóta. Tillaga um breytta fiskveiðistjórn • Markmið kvótakerfisins voru að draga úr sóknargetu fiskiskipaflot- ans og vernda fiskistofnana. Hvort tveggja hefur brugðist: sóknar- máttur flotans hefur aukist og fiski- stofnunum hefur hrakað svo, að sérfræðingar tala um að þeir kunni að vera á barmi hruns. • Því leggja frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum til að fiskveiðistjórnarkerfi Islendinga verði tekið til gagngerrar endur- skoðunar. Fyrrgreindum markmið- um verði náð með öflugri flota- og sóknarstýringu. Ekki er nauðsynlegt að eyðileggja skip, þótt veiði- leyfi þeirra falli niður. Slíkt er óþörf sóun verð- mæta. í staðinn mætti nýta þau í öðrum tilgangi, s.s. í ferðaþjónustu, til tómstundaiðkana, o.fl. Einnig mætti leggja þau fram sem áhættufé til margvíslegrar útgerðar í þróunarlöndum og stór- auka þannig samstarf okkar um fiskveiðar við aðr- ar þjóðir. Öllum sem vildu væri að sjálfsögðu gefinn kostur á þátttöku í þeim áhættuverkefnum. Styrking fískistofnanna Þetta kerfí mun stuðla að styrkingu fiskistofn- anna með aukinni áherslu á vistvænar veiðar og vegna þess að það felur ekki í sér freistingu til að henda afla, landa fram hjá vigt, falsa tegundaskrán- ingu og aflatölur. Þar með fá vísindamenn réttari upplýsingar um hvað hefur veiðst en þeir gera nú. Ráðleggingar þeirra verða því byggðar á traustari grunni og stýring veiða verður þar með markvissari. Eftirlitskerfið Kvótakerfíð hefur útheimt stöðugt viðameira eft- irlitskerfi, jafnvel svo að talað er um einn eða fleiri opinbera eftirlitsmenn í hveiju skipi, eins og gert er í Bandaríkjunum. í Kanada þar sem kvótakerfið var tekið upp fyrir meira en 10 árum er nú svo komið að þeir sem vinna að stjómsýslu og eftirliti með sjávarútvegi eru mun fleiri en þeir sem vinna að veiðum. En eins og menn muna hlaut þetta kvóta- kerfí Kanadamanna einróma lof í byrjun og talið eiga að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Sjálfvirkt eftirlit með skipum er hins vegar nú orðið auðvelt í framkvæmd með hinu svokallaða Inmarsat C-kerfí (International Maritime Satellite Organisation). Hér er um að ræða staðsetningartækni sem nú ryður sér til rúms í heiminum, og gerir kleift að staðsetja öll skip mjög nákvæmlega, þannig að auðvelt verður að fylgjast með ferðum þeirra og fá ýmsar aðrar upplýsingar sem yfírvöld og vísinda- menn kunna að óska eftir. Tilraunir eru þegar hafn- ar hér við land á vegum Slysavamafélags íslands og hugbúnaðarfyrirtækisins Marstar hf. ESB undirbýr nú tilraun með nokkrum hundmð- um skipa. Markmið þeirra er staðsetningarkerfí fyrir 35 þúsund fiskiskip. Tæki þessi era ódýr og verða engri útgerð ofviða. Ekki er vafi á að þetta kerfí á eftir að ryðja sér til rúms hér á landi sem annars staðar. Hvað veiðarfæri varðar, má setja reglur um allar gerðir veiðarfæra og fylgja þeim eftir. Sum veiðar- færi era án efa vistvænni en önnur. Sérstaklega á þetta við á grannslóð, eins og sýnt hefur verið fram á við Vestmannaeyjar (Hafsteinn Guðfínnsson, Sjó- mannadagsblað Vestmannaeyja 1994). Brýnt er að það verði dregið fram í dagsljósið svo hægt sé að stuðla að frekari notkun þeirra en annarra. Sannleikurinn er sá að mjög lítil vísindaleg þekk- ing er til staðar i heiminum í dag um áhrif veiðar- færa á fískislóð. Engum vafa er þó undirorpið að þessi áhrif era mikil. Því þurfa þessar rannsóknir að hafa allan forgang. (Sjá áfangaskýrslu Alþjóða- hafrannsóknaráðsins 1992). Hámörkun arðsins Flestar byggðir íslands eiga tilvera sína, vöxt og viðgang undir öflun og vinnslu sjávarfangs. Leið- in til að hámarka arð útgerða er að byggðimar njóti landgæða sinna og legu að fiskimiðum. Enginn úthlutar réttlætinu. Eini rétturinn sem menn eiga er að fá að keppa. Því er æskilegt að sem fæstar skorður takmarki þá samkeppni byggðanna. Núverandi kvótakerfi hefur skekkt samkeppnis- stöðu byggða með þeim afleiðingum að margar þeirra fá ekki notið nálægðar sinnar við miðin. Þáttur í að rétta hlut þeirra sem veikast standa er að stækka og auka frelsi til krókaveiða. (Sjá kafla 4.) Kafli 4 Hvernig kerfísbreytingin fer fram • Skref I Endurnýjunarstuðullinn verði settur svo hár að tryggt sé að sóknarmáttur flotans minnki, eins og hentar í hvetjum útgerðarflokki. Úreldingum verði fram haldið. Auðveldar verður en ella að fá útgerð- ina til að axla þessar byrðar þar sem auðsætt verð- ur að úreldingin eykur lífsrými þeirra sem eftir standa. • Skref II Sóknarmarkið stækkað. Öll skip innan við 10 tonn fái krókaleyfi. Síðan verði í áföngum skipum allt að 100 rúmlestum gert kleift að fá krókaleyfi, ef þau óska þess. Krókurinn er vistvænn. • Skref III Sérveiðiskip. Þau skip sem sérleyfi hafa til ýmiss konar veiða, s.s. rækjuflotinn, loðnuflotihn og hörpu- skeljaflotinn verði fijáls innan ákveðinna tíma- og heildarmarka. Þeim verði jafnframt settar sóknar- skorður í almennar veiðar. • Skref IV Öll skip séu á sóknarmarki með ákveðnum svæða- stýringum og banndögum til að byrja með. • Skref V Lokamarkmið Sóknargeta flotans verði í sem bestu samræmi við afrakstursgetu fiskistofnanna. Þá er stýringin tiltölulega lítil. Ákveðin svæði verða alltaf friðuð, stór eða smá eftir atvikum, sum til langs tíma önn- ur til skamms. Afskipti hins opinbera með banndög- um verða í lágmarki, eða innan við 10% af almanaks- ári. Gert er ráð fyrir að þessi kerfisbreyting taki 5 til 10 ár, allt eftir því hversu vel og ákveðið er að henni staðið. Kafli 5 Ýmsir þættir sem varða stefnumörkun stjórnvalda 5.1. Atvinnuiíf í sjávarplássum Þrátt fyrir fijálst eignarhald og samkeppni, verð- ur ekki hjá því komist að taka tillit til margra þátta við stjómun fiskveiða í landi sem byggir allt sitt á öflun og vinnslu sjávarfangs. Líffræðilegra þátta, þar sem markmiðið er að fískistofnamir verði sem sterkastir; hagrænna þátta þar sem ágóði útgerðar- innar ræður för, og félagslegra þátta sem lúta að lffí fólks í landinu. Það er mikilvægt að tryggja að byggðirnar séu hver um sig í jafnvægi, og aðeins með því móti er fullnægt kjörorði Sjálfstæðisflokks- ins „Stétt með stétt“. Þá er átt við að þar hafí all- ir sitt verk að vinna, konur, börn, unglingar og eldra fólk, ekki síður en þeir sem sjóinn sækja. Ólík útgerðarform hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Smábátar, ísfisktogarar og vinnsluskip hafa hvert sitt hlutverk í samfélagsmynstrinu. Smábátamir mynda ákveðinn grunn á hveijum stað, með dreifðri eignaraðild sem jafnframt þýðir dreifða áhættu. Þar má segja að einstaklingsframtakið njóti sín best. Þessir bátar fara í dagróðra og leggja upp í þorpun- um með nokkuð fyrirsjáanlegum hætti og era þess vegna snar þáttur í daglegu lífi þorpsins. Hins veg- ar tryggja þeir ekki þá samfellu í hráefnisöflun sem fiskvinnslunni er nauðsynleg. Til þess þarf stærri og öflugri skip. Þegar togaravæðingin fór af stað var henni ætlað að tryggja stöðugt framboð afla og hún varð grandvöllur fastlaunakerfís í físk- vinnslu. Nú er þessi grandvöllur hins vegar að bresta vegna skertra veiðiheimilda. Fjölgun vinnslutogara hefur raskað þessu jafnvægi. Um það má deila hvort meint hagkvæmni þeirra sé ekki byggð á ýmsum forréttindum sem þeir njóta, s.s. nýtingarst- uðla, kjarasamninga, skattaívilnana o.fl. Umgengni þeirra um fískislóðina veldur áhyggjum. Til þessa hefur stjómkerfí fiskveiða ekki tekið tillit til um- gengni manna um auðlindina. Hins vegar er okkur nauðsyn á að eiga nokkra vinnslutogara, bæði til nýtingar á djúpslóðinni innan lögsögunnar og til veiða utan lögsögunnar. En þessum skipum verður að beita markvisst, úthluta þeim ákveðnum svæð- um, en ekki stefna þeim til veiða í samkeppni við minni skipin. 5.2. Um íslenskt eignarhald á auðlindinni og fískiskipum Til þessa hefur verið þjóðareining um það að tryggja verði óskorað eignarhald íslendinga á auð- lindinni innan lögsögunnar. Eigi það að lánast er nauðsyn á að draga þá víglínu sem auðveldlega verður varin. Með núgildandi fískveiðistefnu, „kvótakerfínu", er eins víst að meginþorri allra afla- heimilda verði kominn í erlenda eigu með einum eða öðram hætti eftir tiltölulega fá ár (snemma á næstu öld). Samkvæmt alþjóðasamningum sem ís- land er aðili að, skulu útlendingar njóta jafnræðis við landsmenn um stofnun fyrirtækja eða aðild að þeim. Meðan kvótar era veðsetjanlegir — með eða án lagaheimilda — hlýtur fyrr eða síðar að koma að því að fyrirtæki, að einhveiju eða öllu leyti í eigu útlendinga, eignist þessi veð og þar með kvót- ann. Þar er því opin leið bakdyramegin inn í ís- lenska lögsögu. EES-skuldbindingar íslands hindra að unnt sé að koma í veg fyrir þetta með íslenskri lagasetningu. Ríkjandi fyrirtækjaform í sjávarútvegi á íslandi í dag er blanda útgerðar- og fískvinnslufyrirtækja. Mörkin milli fískvinnslu og fiskveiða era að því leyti óskýr. Eftir því sem tekst að þróa fiskvinnslu í átt til frekari fullvinnslu, þ.e. í átt til iðnaðar, verður erfiðara að veija hana erlendri eignaraðild, vegna ákvæða EES-samningsins og annarra alþjóðlegra skuldbindinga. Vafasamt er líka hvort yfírleitt á að leggja áherslu á að koma í veg fyrir erlenda eignaraðild að fískvinnslu í landinu. Óski menn eftir erlendu íjármagni inn í fyrirtæki sín, er nauðsynlegt að þeir aðgreini fískvinnslu og útgerð formlega í sérstök fyrirtæki, og erlenda fjár- festingin verði takmörkuð við fískvinnsluna. Flotinn er það vígi, sem hægt er að skilgreina og veija. Ekki fer á milli mála hvað fiskiskip era. Með því að beita sóknar- og flotastjóm og tryggja að fiskveiðiskipin verði áfram í eigu íslendinga að öllu leyti, getum við tryggt óskorað eignarhald Is- lendinga á auðlindinni innan lögsögunnar. 5.3. Sjávarútvegsgjald Tekjur í sjávarútvegi vora um 80 milljarðar 1994 en skuldir um 120 milljarðar (31.12.1994). Hlutfall- ið er 1:1,5. Öllu hagkerfínu stafar ógn af þessum miklu skuldum, vegna þess að enginn lánadrottinn þessara atvinnuvega hefur efni á að tapa. Lífsnauð- syn er að lækka skuldir sjávarútvegsins. Það verður aðeins gert með því að tryggja að greinin skili allt- af einhveijum hagnaði. Ef tekst á næstu áram eða áratugum að bægja þessari vá frá, þannig að skuldastaða atvinnugrein- arinnar verði viðunandi, þ.e. skuldir töluvert lægri en tekjur, þá er hugsanlegt að setja á sjávarútvegs- gjald. Það yrði þó alltaf að vera með ákveðnu „ör- yggisneti". Ekki kemur til greina að skattleggja þessa grandvallarstarfsemi þjóðfélagsins þannig að taprekstur hljótist af. Sjávarútvegsgjald verður því skilyrðislaust að endurgreiðast ef heildarafkoma útgerðarinnar í landinu er neikvæð. Gjaldið verður sem sagt að vera í samræmi við afkomu útgerðarinnar í heild og nýtast henni. Því mætti veija til einhverra eftirtalinna þátta: úrelding- ar, þróunarverkefna, vísindastarfs og stjómsýslu í þágu sjávarútvegs. Þá skiptir sköpum að gjaldið sé sóknargjald en ekki aflagjald. Þetta má hugsa sér svona: Gjaldstofn- inn er húftrygging skipanna. Skip sem era eins greiða sama gjald fyrir sama úthald. Þá greiðir sá hlutfallslega minnst sem aflar mest. Þetta stuðlar enn frekar að því að skipin séu í eigu og umsjá þeirra sem best kunna á að halda og séu gerð út frá þeim stöðum sem hagkvæmastir era. Aðeins þannig hámörkum við raunveralegan arð þjóðarinn- ar af öflun sjávarfangs. 5.4. Utanríkispólitík Öflun þekkingar og samstarf við erlenda vísinda- menn. Mikið vantar á að við þekkjum lífríkið í hafinu, sem við byggjum afkomu okkar á. Náttúralegar sveiflur hafa alltaf verið til staðar í fískistofnunum, en þær eiga sér sínar rætur þótt við þekkjum ekki samspil þeirra nema að litlu leyti. Vitað er að atr- iði eins og hitastig sjávar, seltustig, efnamengun o.þ.h. hafa mikil áhrif, en jafnframt era að verki þættir eins og samspil tegunda í sjónum, framboð fæðu, fjölgun einstakra tegunda á kostnað annarra og stundum á kostnað sjálfra sín (afrán). Ekki er aðeins um að ræða fisk í þessu sambandi, heldur einnig sjávarspendýr og fugla, sem éta ógrynni af seiðum og ungfiski. Nytjahugsun er lykilorðið í þessu sambandi, og þar þarf maðurinn að geta grip- ið inn í af þekkingu, til þess að innbyrðis jafnvægi raskist ekki en hann fái nýtt sér auðlindir sjávar sem best. Ólíkar kenningar og „skólar“ takast á um að skýra hvað það er sem stjómar stofnstærðum í hafinu og hvaða áhrif veiðar hafa þar á við ólíkar kringumstæður. Hér er um líffræðilegar grandvall- arspumingar að ræða, sem við verðum að leita svara við, en era stærri en svo að við getum staðið undir því ein. Þess vegna verðum við að tryggja okkur alþjóðlegt samstarf við vísindamenn sem era að fást við svipaðar spurningar. Við verðum að sam- hæfa okkar starf og þeirra til þess að nýta kraft- ana sem best og forðast sköran. Eins og að ofan greinir era ólíkar kenningar uppi í þessum málum. Það er brýnt að stunda rannsókn- ir opnum huga og falla ekki í þá gryfju að fara að veija ákveðnar kenningar en sinna ekki öðram. Þetta á ekki síst við í fiskveiðirannsóknum sem hafa gífurleg áhrif á hagkerfi þjóðarinnar, hags- muni áhrifaríkra hópa, og era jafnvel lagðar til grandvallar stýrikerfí fiskveiðistefnunnar. Opinn hugur er því lykilorðið í þessu samhengi. Samningar og samstarf um fiskveiðar við aðrar 'v þjóðir. ( íslendingar eiga mikið undir góðu samstarfí við aðrar þjóðir. Frá útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur höfum við þó lítt stundað úthafsveiðar fyrr en hin síðustu ár. Fiskveiðiþörfin er nú orðin meiri en við fáum fullnægt á íslandsmiðum við það ástand fiskistofnanna sem nú er ríkjandi. Því er brýnt að ná samningum og samstarf við aðrar þjóð- ir um veiðar okkar á úthafínu og í fiskveiðilögsögu annarra þjóða. Nauðsynlegt er að ná samningum við Kanadamenn, Norðmenn og Rússa um veiðar í N-Atlantshafi. Semja þarf við Breta um veiðar á Hutton-Rockall-svæðinu og ná samningum við þær þjóðir sem stunda veiðar utan við 200 mílna lögsög- una á Reykjaneshrygg. Samstarf okkar við ýmsar þjóðir Afríku, Asíu og Suður-Ameríku hefur farið vaxandi á undanfómum áram. Er þar einkum um að ræða eignaraðild að þarlendum fyrirtækjum, þar sem við legggjum til þekkingu, tæknibúnað og í sumum tilfellum skip. Þetta samstarf á áreiðanlega eftir að vaxa á næstu áram og kunna að opnast þar möguleikar til þess að nýta flotann utan físk- veiðilögsögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.