Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þjððleikhúsið írumsýnir Taktu iagið Lóa eítir Cartwright á iimmtudaginn MÚSÍKIN, ÁSTIN & LÁGRÓMA LÓA FÖLSKVALAUS gleói hjá djammlióinu Möllu og Ragga. Ekki ffinnst Lóu þaó þvi hún hittir lika mömmu sina á daginn. Og hefur ekkert annaó aó hverfa en i músikina. SUKKI og svínaríi og tilgangs- lausu lífi, sorglegu og hlægi- legu í senn, er lýst í leikriti sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins næstkomandi fimmtudag. Það er eftir Jim Cartwright og heitir Taktu lagið Lóa eða The Rise and Fall of Little Voice á frum- málinu. Lóa má segja að sé full- trúi þess fallega í ljótleikanum, lokuð og feimin í heimi gamalla dægurlaga sem minna hana á pabba hennar. Hann er löngu látinn og Lóa býr í subbulegu bakhúsi með Möllu mömmu sinni. Malla er strigakjaftur sem fær sér brennivínsslurk út í te á morgn- ana, þráir karl og ást og aðdáun. Hún er ósköp hryssingsleg við Lóu, finnst hún mesta ólíkindatól og eig- inlega dula. Óþolandi hvað hún hangir inni sinnulaus og spilar plöt- urnar hátt. Plötur sem fólk hlustar ekki á lengur og minna hana á kallinn. En Lóa hlustar, plöturnar eru hennar líf og hún lærir að syngja eins og stjörnur á borð við Billie Holliday, Edith Piaf og Marilyn Monroe. Þessi líka söngkona þegar hún heldur að enginn heyri. Alltaf svo feimin hún Lóa. Inn í líf mæðgnanna blandast Siddý, „ekkert nema tryggðin og spikið", Raggi sem Malla þráir og svo Símon símamaður sem nær til Lóu á annan hátt en aðrir. Raggi er deli sem flækist af tilviljun heim með Möllu eina nóttina og heyrir Lóu syngja. Hann á sér þann draum að verða umboðsmaður frægra skemmtikrafta og græða fullt af pening. Kannski, hugsar hann, rætist þessi draumur með Lóu. Eig- andi klúbbs nokkurs er ekki heldur frá því og áhorfendur fá síðan að sjá og heyra framhaldið. Hávar Siguijónsson leikstýrir Lóu en Jón Ólafsson annast tónlist- arstjóm. Lóa sjálf er leikin af Ólaf- íu Hrönn Jónsdóttur, Kristbjörg Kjeld leikur mömmu hennar og AFVELTA i sófanum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SETTU LAGIÐ okkar á og svo dönsum vió. Malla fær aukaorku aff þvi Raggi vill hana. Þaó heldur hún aó minnsta kosti. Siddý bara segir ókei, eins og alltaf, og dansar lika. LAND ef t ii Sa dlia Gunnarsson HVERGI eru framleiddar fleiri kvikmyndir en á Indlandi. Þar eru gerðar um og yfir áttahundruð kvikmyndir á ári og til samanburðar þá framleiðir Hollywood um tvö- hundruð. Á Indlandi eru bíóferðir helzta skemmtun fólks, sérstaklega þeirra efnaminni, og sækja um fimm milljarðar manna afþreyingu í kvik- myndahús árlega. Þar við bætist að notkun myndbandstækja og kapal- sjónvarps eykst hröðum skrefum. Markaður fyrir kvikmyndir er risa- vaxinn og er hann nú mikið að breyt- ast, því indverskt samfélag opnast æ meir fyrir vestrænum menningar- straumum. Flestar kvikmyndirnar eru framleiddar í suðurhluta lands- ins, þar sem tamil og telugu eru aðaltungumálin, en miðstöð kvik- myndaiðnaðarins er engu að síður norður frá í Bombay eða Bollywood eins og kvikmyndaborgin indverska er gjarnan kölíuð af heimamönnum. Þar eru peningarnir sem fjármagna stórmyndirnar með eftirlætisstjörn- unum og sjaldnast er vöntun á fjár- magni, þó áhættan sé mikil. Kemur það að stærstum hluta frá ríkum demantakaupmönnum, auðugum landeigendum og forsprökkum glæpafélaga. Kvikmyndagerð er stóriðnaður í Bombay og starfar við hana um hálf milljón manna. Bombay-kvikmyndirnar höfða til miklu fleiri áhorfenda en allar aðrar myndir sem framleiddar eru annars staðar í landinu og er það mest megnis vegna þess að þær eru á hindí, útbreiddasta tungumáli Ind- lands. í landinu eru talaðar. a.m.k. sjöhundruð fjörutíu og fimm tungu- mál og mállýzkur og gegna hindí- myndirnar afar mikilvægu hlutverki til eflingar þjóðernisvitundar og samkenndar í jafn víðfeðmu og fjöl- breyttu ríki. Skiptist í tvö horn Indversk kvikmyndagerð skiptist í tvö horn. Annars vegar eru það listrænar kvikmyndir með úrvals- leikurum, og halda þær myndir, uppi merki indverskrar kvikmynda- gerðar erlendis. Af nýrri indverskum myndum er Salaam Bombay eftir leikstjórann Mira Nair eflaust sú þekktasta hérlendis. Hins vegar er svo gríðarlegur fjöldi alþýðukvik- mynda sem eru lítt sýndar utan Ind- lands, því til að njóta þeirra verður áhorfandinn að skynja vel hugar- heiminn, sem að baki liggur. Efni- stök þessara mynda eru svo sérstæð að þær mynda flokk fyrir sig í kvik- myndaflóru heimsins og eiga þær meira sameiginlegt með alþýðuleik- húsi en kvikmyndum eins og þær gerast yfirleitt á Vesturlöndum. Samskipti kynjanna fylgja mjög svo ströngu táknmáli í þessum myndum til að stuða ekki velsæmiskennd áhorfenda og manngerðirnar eru eins og minni úr ævintýrum; aldrei sérstæðar og aldrei flóknar. Þær eru fjarri raunveruleikanum og sögu- þráðurinn skiptir litlu máli, því áhorfendur vita á hveiju þeir eiga von og í því liggur stór hluti galdurs- ins. Bollywoodformúlan byggir mest á vinsæældum söngvanna og glæsi- leika dansatriðanna og þegar mynd slær í gegn hljóma brátt lög úr henni á öllum götuhornum landsins. í þjóð- félagi þar sem strangar hefðir, ólæsi og sár fátækt eru ríkjandi, er draumaveröld alþýðumyndanna kærkomin flóttaieið burt frá mis- kunnarlausri tilveru indversks alm- úgafólks sem hverfur vonbetra aftur til sín heima að lokinni sýningu, því hið góða sigrar hið illa í lok hverrar myndar. Hrafn fer til Bollywood Alþjóðlega kvikmyndahátíðin á Indlandi er sú stærsta í Asíu og sækja hana þúsundir manna ár hvert. Hún er að þessu sinni haldin í Bombay og hefur íslenska kvik- myndaleikstjóranum Hrafni Gunn- laugssyni verið boðið á hátíðina og þar verður sýnt mynd hans Hin helgu vé. Hrafn þekkir vel til kvik- myndagerðar í Asíu og hefur tekið þátt í kvikmyndagerð þar. Hann fer á hátíðina í Bombay fyrst og fremst sem fulltrúi sjálfs sín og kvikmynda sinna, en einnig sem fulltrúi íslands, sem sækir heim stærsta kvikmynda- framleiðsluland veraldar. Hrafn tók fyrst þátt í Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni á Indlandi árið 1984, og var kvikmynd hans Hrafninni flýgur ein af myndunum á aðaldagskránni og í framhaldi af því fór myndin í dreif- ingu víða um Ásíu. Ég átti við hann stutt viðtal. Hrafn, þetta er í annað sinn, sem þú átt mynd á þessari hátíð. Er þátttaka á kvikmyndahálíðum mik- ilvæg fyrir ísland? Þær eru mjög misjafnar. Sumar hátíðir eru fyrst og fremst fjöður í hatt þeirra sem halda hátíðirnar og hafa litla þýðingu fyrir kvikmynda- gerðarmenn, því þær eru meira hugsaðar sem eins konar „túristatt- raksjón". Aðrar hátíðir eru alvöru hátíðir og þar fá kvikmyndagerðar- menn tækifæri til að hitta hver ann- an, hitta dreifingaraðila og framleið- endur. Kvikmyndahátíðin á Indlandi er ein af þeim hátíðum, sem ég hef mjög góða reynslu af. Það er þýðing- armikið fyrir mig sem kvikmynda- leikstjóra að taka þátt, en um leið verður að hafa í huga, að ferðir á svona hátíðir taka mikinn tíma, og þó að í boði séu ferðir og uppihald, þá hefur þetta alltaf í för með sér töluverðan kostnað og svo náttúru- lega slit á þeim myndum sem verið er að sýna. Það verður að meta í hveiju tilfelli hvort það sér fyrirhafn- arinnar virði að vera með eða ekki. Kvikmyndahátíðir hafa yfirleitt með sér samband og ef mynd slær í gegn á einni hátíð, þá fer hún venjulega á fleiri hátíðir og fær þá meiri mögu- leika að komast í dreifingu. Oft geta kvikmyndahátiðir haft úrslitaáhrif á það hvað verður um myndir. Hver mynd þinna telur þú að eigi mesta möguleika á Indlandi? Þessu á ég nokkuð erfitt með að svara, vegna þess að það kemur mér alltaf á óvart hvernig fjarlægar þjóð- ir bregðast við myndum mínum. Ég var til dæmis dálítið hissa, þegar ég komst að því að Brasilíumenn litu á Hrafninn flýgur sem mjög exótíska mynd, og ég var ennþá meira hissa að komast að því að Egyptar höfðu fundið út að Hin helgu vé væri djörf og erótísk mynd; í mínum augum er hún barnamynd. Ég treysti mér þess vegna ekki til þess að kveða upp úr um smekk annarra þjóðar. Hvar finnst þér núna vera mesti sköpunarkrafturinn innan kvik- myndagerðar í Asíu? Ég held að það sé án vafa á Tævan. Þar hafa komið fram mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.