Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAGAÍ SÖNGVUM I Ástarstefið LA TRAVLATA Kefst á tvískiptu forspili. Fyrra stefið er undurveikt sorgarlag leikið á fiðlur. Þetta stef er líka leikið í upphafi þriðja þáttar þegar söguhetjan Víóletta liggur fyrir dauðanum. Síðara stefið kemur aftur fyrir í öðrum þætti. Þar er það er ákall Víólettu í ástarjátningu hennar til Alfredos eftir að hún hefur ákveðið að yfirgefa hann fyrir bæna- stað föður hans. En hún biður hann samt að elska sig jafnheitt og hún elski hann: „Amami, Alfredo“. Tóndæmi 1: Amami, Alfredo Þó er sá munur á forspilinu og ástaijátn- ingunni að á fyrri staðnum er stefið ekki ástríðufullt eins og það á eftir að verða á vörum Víólettu. í forspilinu er það angur- vært og jaðrar um leið við danslag. Áður en forspilinu lýkur hefur Verdi varpað enn einu ljósinu á þessa einföldu laglínu með fremur ísmeygilegu skrauti: Tóndæmi 2: Ur forspili Þessi hnígandi laglína er raunar ein uppi- staðan í allri tónlist óperunnar. Hún birtist í einni mynd í ástarsöng Alfredos í fyrsta þætti: „Di quell’ amor“. Tóndæmi 3: Di quell’ amor Sá söngur á eftir að enduróma, af vörum Víólettu eða í eyrum hennar, hvenær sem hún minnist fyrstu funda þeirra Alfredos á dansleiknum í þessum þætti. í annarri mynd birtist þessi laglína til dæmis í tvísöng þeirra elskendanna í þriðja þætti þegar þau heita hvort öðru því að fara saman frá París til að byija nýtt líf: „Parigi, o cara“. Tóndæmi 4: Parigi, o cara Á hveijum nýjum stað gæðir Verdi þessa hnígandi línu nýju lífí. Hann teflir fram með henni eða gegn henni nýrri andstæðu. í tví- söngnum í þriðja þætti er andstæðan flúr eins og áður í forspilinu. En þar var flúrið ísmeygilegt og léttúðugt og brá ljósi á lífemi Víólettu í París. Hér í þriðja þætti lýsir allt annars konar flúr vongleði: „De’ corsi aff- anni“. Tóndæmi 5: De’ corsi affanni Andstæður af þessu tæi og ýmsu öðru setja mestan svip á La traviata frá upphafí til enda. Þær eru höfuðtæki Verdis til að segja söguna í tónum ekki síður — stundum öllu fremur — en í orðum. Hann stefnir sam- an angri og gáska, hollustu og hviklyndi, einlægni og alvöruleysi, og áður en lýkur hinni dýpstu sorg og hinum hæsta fögnuði þegar Víóletta deyr með orðið 'gioia — það er gleði — á vörunum. II Einsöngvar Stundum getur Verdi beitt hefðbundnum aðferðum óperuskálda til að birta þau andstæðu öfl sem ráða rás viðburðanna. Það gerir hann í einsöngsatriðum ópemnnar. Eitt slíkt er söngur Víólettu í lok fyrsta þáttar: „Ah, fors’ é lui“ og „Sempre libera". Tóndæmi 6: Ah, fors’ é lui Sempre Iibera Annað er söngur AJfredos í upphafí ann- ars þáttar: „De’ miei bollenti spiriti“ og „0 mio remorso". Tóndæmi 6: De’ miei bollenti spiriti 0 mio remorso í þessum atriðum fer Verdi þannig með hefðina að hún virðist sniðin að þörfum þessa leiks og einskis annars. Hún mælir fyrir um hægan fyrri kafla og hraðan síðari kafla í einsöngsatriðum, einkum auðvitað í því skyni að söngvarar geti leikið listir sínar til hins ýtrasta hver í sínu eigin atriði. En hér er einsöngurinn látinn ráðast af rökum viðburð- anna og mannlegra tilfínninga að baki þeim. Atriði Víólettu er sálarstríð. Það takast á um hana ást og einlægni Alfredos annars vegar, og hins vegar glaumurinn _og gjálífið sem hún kallar eilíft frelsi sitt. I atriði Alfredos vegsamar hann hamingju sína. En sú veg- sömun hlýtur að víkja fyrir sjálfsásökunum þegar hann kemst að raun um að Víóletta er að fóma aleigu sinni fyrir ást þeirra. Ástar- söngurinn verður að hergöngulagi, og Alfredo Di iwl - K • nx, s,el - h • ncr cí'r p»l • pi - 1o Um fK li- W-n - o fol - It^- j,ik - re Tóndsemi 6 b. y jJJegro aoJe/jto P£_ Tóndeemi 10. Moi íi ■ pe ■ lf qiv- le\f- firt - 1o Tóndœmi 12. Vo- le\ fif t," - h. ioi lo io • h - to,________ 4\l - li- r\ Tóndeemi 7. TTi 41 fe • li- o». • • * - K - \ Tóndrnmi 9. Pi • n tic- co- meii m b Tóndeemi 11. n If Phi- j.i. poi- y. pm • y. o mi- - rv phi- y. Tóndeemi 14. Dl- b ijo • vf i« d b*l- ho pi r\, Tóndeemi 13. Á æfingu arkar út og til Parísar. Kannski er lokaatriði annars þáttar skýrasta dæmi þess hvernig Verdi fellir hefð að hentugleik- um sögunnar sem hann er að segja. Hér eru kom- in einhver glæsilegustu þáttarlok í allri sögu ítal- skrar óperu. Hér eru ein- söngvarar, kór og hljóm- sveit í öllu sínu veldi. í samsöngnum fléttar Verdi síðan saman þijár gerólíkar sönglínur. Germont afneitar syni sínum fyrir að svívirða unga konu, Alfredo ásak- ar sjálfan sig fyrir þessa smán, og Víóletta biður þess að Alfredo megi njóta Guðs miskunnar þegar hann fréttir hið sanna um gerðir hennar. Og eins og til að kóróna atriðið fellir Verdi svo allt saman að einni veg- legri stígandi laglínu: „Volea fuggirla“. Tóndæmi 7: Volea fuggirla III Tvísöngvar En það er einkum í tvísöngvum sem sagan gerist. Einn af þeim er endurfundasöngur þeirra Víólettu og Alfredos í þriðja þætti. Þunga- miðjan í honum er „Parigi, o cara“ sem þegar er getið. Upphafíð er hægt og afar einfalt lag í valstakti: Tóndæmi 8: Parigi, o cara (upphafið) í fyrsta þætti miðjum er dansaður vals, og við óminn af honum ræðast þau við, Víó- letta og Alfredo, í fyrsta sinn. Hann er hvat- vís. Hún verður að láta af líferni sínu, segir hann. Heilsa hennar sé í húfi. Hún tekur þessu af léttúð sem kannski er ekki nema von. En Alfredo er einlægnin uppmáluð og lýsir þeim degi þegar hann sá hana fyrst: „Un di felice". Tóndæmi 9: Un di felice Og úr verður ástarsöngur hans „Di quell’ amor“, sá sem héðan í frá á eftir að minna á þennan fyrsta fund. Alfredo vegsamar í söngnum þá leyndardómsfullu ást sem hrær- ir alheiminn svo hann standi ekki í stað, og er þar trúlega að vísa til Hins guðdómlega gleðileiks eftir Dante. Svar Víólettu er full- komin andstæða þessa lofsöngs. Hún segist enga ást hafa að bjóða. Hún sé ekki nógu mikil hetja til að elska nokkum mann. En laglínan er íbyggin. Öðrum þræði er hún að daðra. Og Verdi lætur ekki staðar numið. Nú fléttar hann saman söng þeirra tveggja, og þeim endi þessa fundar manns og konu lýsa engin orð. Örlög Víólettu ráðast í öðrum tvísöng sem er þungamiðja ópemnnar. Sá er samtal þeirra Giorgios Germont í öðmm þætti. Hér taka hver átökin við af öðrum, og Verdi magnar þau upp með hverri laglín- unni á fætur annarri allt til þess að Víóletta biður Germont í lokin að segja Alfredo sann- leikann þegar hún sé dáin: „Morrö!... la mia memoria". Tóndæmi 10: Morrö!... la mia memoria Þessu tvísöngsatriði breytti Verdi allmikið frá frumsýningunni í Feneyjum 1853 tij end- ursýningarinnar á sama stað ári síðar. í upp- haflegu gerðinni reiddi hann sig nær alfarið á sönglínuna sjálfa og hafði hana fulla af fímleikum á köflum, ekki sízt í kaflanum „Ah il supplizio é si spietato". í lokagerðinni víkja fimleikarnir, og í staðinn reiðir hann sig á fágaða raddsetningu og á hófsamlega en þó máttuga hlutdeild hljómsveitarinnar. í upp- hafi atriðisins mætast óvild Germonts og stolt Víólettu þegar hún segir honum sannleikann um fjárhag þeirra Alfredos. Það er hún sem stendur straum af dvöl þeirra í sveitinni. Germont verður strax allur annar. Hann seg- ir henni frá dóttur sinni ungu sem sé eins og engill: „Pura siccome un angelo“. Sönglag- ið sýnir betur en nokkur orð fengju gert að nú getur hann ekki boðið henni né bannað. Hann getur aðeins beðið hana bónar. Tóndæmi 11: Pura siccome un angelo Víóletta svarar með því að lýsa ást sinni á Alfredo: „Non sapete“. Orð hennar eru full af ástríðu. En laglínan er ekki ástríðu- þrungin heldur æst og kvíðafull: Tóndæmi 12: Non sapete quale affetto I þessari línu skipta þagnirnar jafnmiklu máli og nóturnar. Germont reynir að hug- hreysta Víólettu: hún sé ung og fögur. Hann hræðir hana líka: það getur engin óvígð sam- búð blessazt. Og þar kemur að hún biður hann grátandi fyrir boð til dóttur hans, í ein- hveiju áhrifamesta sönglagi Verdis fyrr og síðar: „Dite alla giovine". Einfaldara getur lag ekki orðið. Það fetar nótu af nótu upp tónstigann: Tóndæmi 13: Dite alla giovine Eins og áður bregðast orð. Þau fá engin lýst því sem Verdi getur látið í ljósi er hann fléttar saman í eitt styrk þessarar ungu konu og viðkvæmni roskins manns sem á henni allt að þakka en getur ekkert sagt nema „gráttu, gráttu": „Piangi, piangi, piangi, o misera, piangi“. Tóndæmi 14: Piangi, piangi, piangi, o misera Hér verður söngur enn bæði sjón og sögu ríkari. Til þess eru óperur. Þorsteinn Gylfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.