Morgunblaðið - 28.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 28.01.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 JWtrjgttttWtóiiÖ ■ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR BLAÐ Abdullah með flesta landsleiki MAJED Ahmed Mohammed Abdullah, sóknarmað- ur Saudi Araba sem kallaður hefur verið Pele eyði- merkurinnar, er landsleikjahæsti leikmaður í heimi, en ekki markvörðurinn Peter Shilton eins og talið hefur verið. Abdullah, sem er 35 ára gamall, hefur leikið 147 landsleiki en Shilton lék 125 landsleiki og var Ravelii markvörður Svía alveg við að ná honum. Alþjóða knattspymusambandið staðfesti þetta í gær, en ástæðan fyrir því að þetta varð ekki ljóst fyrr en nýlega er að Abdullah hefur verið skráður með mismunandi nöfnum, enda heit- ir hann fjórum nöfnum og stundum voru þau ekki notuð öll. Þegar hann var skráður hjá FIFA var litið á nöfnin og talið að ekki væri um sama mann- inn að ræða. Knattspymusamband Saudi Arabíu gerði athugasemd við þetta og FIFA staðfesti í gær að Abdullah hefur leikið 147 landsleiki. KNATTSPYRN Bikarmeistarar KR mæta til leiks í vor með tvo nýja framherja Guðmund- ureráleið til KR-inga GUÐMUNDUR Benediktsson, framherji úr Þór á Akureyri, eftir- sóttasti knattspyrnumaður landsins, hefur gert upp hug sinn og leikur með bikarmeisturum KR á næsta keppnistímabili sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mörg lið voru á höttunum eftir Guðmundi, nokkur íslensk 1. deildarlið svo og sænska 1. deildarliðið AIK í Stokkhólmi. Guðmundur, sem gerðist atvinnu- maður í knattspyrnu aðeins 16 ára gamall, er hann gekk til liðs við belgíska félagið Ekeren, snéri heim á ný fyrir síðasta keppnistíma- bii og lék með sínum gömlu félögum í Þór á Akureyri í fyrra. Meiðsli hijáðu hann mest allan tímann sem hann var í Belgíu, og því ákvað hann að koma heim á ný. Guðmund- ur varð tvítugur á síðastliðnu hausti. Eftir að Þór féll í 2. deild ákvað Guðmundur að skipta um félag, og segja má að slegist hafi verið um hann síðan. Guðmundur hefur aðal- lega verið orðaður við ÍA, KR og Fram af íslenskum félögum, en tvö önnur 1. deildarlið munu einnig hafa falast eftir leikmanninum. Þá vildu forráðamenn AIK í Stokkhólmi fá hann til félagsins en hann mun neita tilboði félagsins um helgina, skv. heimildum Morgunblaðsins. Guðmundur fékk í fyrra leyfi frá Ekeren í Belgíu til að leika með Þór í tvö ár, en heimildir Morgunblaðsins herma að KR-ingar hafi þegar feng- ið munnlegt leyfi frá Ekeren um að Guðmundi sé heimilt að leika með KR. Þegar Þórsarar fá skriflega yfir- lýsingu þess efnis frá Ekeren verður væntanlega gengið frá félagaskipt- unum — og það gæti jafnvel orðið um helgina. Þá hefur verið endanlega gengið frá því að serbneski framheijinn Mihajlo Bibercic, sem leikið hefur með ÍA síðustu þijú árin, og var markakóngur 1. deildarinnar í sum- ar, verður með KR næsta keppnis- tímabil. Skagamenn hafa samþykkt félagaskipti hans til KR. GUÐMUNDUR Benedlktsson, eftlrsóttastl knattspyrnumaður landslns. KR-lngar hreppa hnosslð, og framherjinn frá Akureyrl klæðlst því hlnum röndótta búnlngl Vesturbæjarllðslns í sumar. HANDKNATTLEIKUR Stankovic áförum Jezdimir Stankovic, þjálfari Sel- fyssinga í handknattleik er hættur að þjálfa Selfossliðið. Að sögn stjórnar handknattleiksdeild- ar Selfoss komu upp árekstrar vegna aukinna anna Stankovic við þjálfun júgóslavneska landsliðsins. Stjórnin telur það viss vonbrigði að Stankovic skuli hætta því mikl- ar væntingar voru gerðar til hans um framtíðaruppbyggingu hand- boltans á staðnum. Þórarinn Ing- ólfsson aðstoðarþjálfari tekur við Selfossliðinu af Stankovic. Stankovic sagði að það væri skylda hans að bregðast við kalli júgoslávneska landsliðsins. Hann sagði að liðið hefði ekki leikið í þijú ár og mikilvægt að ná góðum árangri og vera í fremstu röð á Evrópumeistararmótinu 1996 og nota það sem stökkpall til að kom- ast til Atlanta á Olympíuleikana 96. Júgoslavneska landsliðið náði nýlega mjög góðum árangri á móti á Spáni og vann þar Frakka, Slóvena og Spánveija. Stankovic, sem þá var í jólaleyfi, sagðist að- eins hafa haft fimm daga sem aðalþjálfari í undirbúning en hann og menn hans væru staðráðnir i að ná góðum árangri og þeir væru vongóðir eftir árangurinn á Spáni. „Þetta hefur verið góður tími hér á Selfossi, ekki auðveldur en ég hef haft gaman af þessu og á vini hérna. Mér líkar vel við ís- lenskan handbolta, leikmenn eru sterkir og góðir. En það er líka gott að fá inn nýjungar og kynn- ast þeim. Ég óska Selfyssingum alls hins besta í framtíðinni. Ég tók það sem skyliiu mína að byggja upp lið á Selfossi til framtíðar. Það er þýðingarmikið fyrir Selfoss að byggja upp eigin handboltaskóla og fá fram nýja leikmenn. Ég vona að þeir geti nýtt sér eitthvað að því sem ég hef verið með,“ sagði Stankovic og kvaðst vonast eftir að geta verið í góðu sambandi við Selfyssinga þó hann hyrfi á brott. FIMLEIKAR Rúmensk- ur þjálfari ákærður fyrir morð RÚMENSKI fimleikaþj álfarinn Florin Gheorghe verður á þriðju- daginn dreginn fyrir dómara í heimalandi sínu ákærður fyrir að hafa barið 11 ára fimleikastúlku, Adriönu Giurcu, á æfíngu með þeim afleiðingum að hún lést á sjúkra- húsi skömmu síðar. Florin er fyrrverandi þjálfari í Dinamo íþróttaskólanum - fimleika- skóla fyrir þá bestu í Rúmeníu og er talið að hann hafi beitt nemend- ur sína hörðu væri hann ekki ánægður með ástundun þeirra og frammistöðu. Krakkamir sem æfðu með Adriönu segja að barsmíðar hafi verið hluti af uppbyggingu fim- leikastjarna og staðfesta þar með þann orðróm um slæma meðferð á ungum fimleikastjörnum Rúmeníu. Þegar er komin fram vitnisburð- ur um að Florin hafi misst stjórn á sér við æfingar á jafnvægisslá í nóvember 1993 og kastað Adriana í gólfið og barið hana. Hún dó á sjúkrahúsi af völdum barsmíðanna nokkrum klukkustundum síðar. Veijandi Florin, Sanda Dragu, viðurkennir að hann hafi danglað í stúlkuna en hafi alls ekki ætlað að drepa hana. Sanda segir ennfremur að þetta sé arfur frá Bellu Karoly, fyrrum þjálfara Olympíustjörnunn- ar Nadiu Comaneci, en hún hafi byijað á að beita líkamlegum refs- ingum á æfingum. Rúmenskir fim- leikafréttaritarar andmæla þessu og segja að þó Bella hafi verið ströng sé millivegur á. En Octavian Bellu, aðalþjálfar rúmenska ólym- píuliðsins, segir að þrátt fyrir að margt hafi breyst við fall kommún- ismans, sé ofbeldi á fimleikaæfing- um enn við líði. „Við höfum ekki breytt neinu í stíl eða reglum," sagði Octavian. Móðir Andriönnu segir að af þessu megi draga lærdóm. „Dóttir mín dó þegar þjálfari hennar hrein- lega barði hana, sló höfði hennar í jafnvægisslána. Þetta er glæpur, ekki slys og refsingin ætti að vera eins mikil og hægt er“. Florin, hefur verið í haldi síðan í febrúar 1994 og er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Ef sekt hans verður sönnuð á hann yfir höfði sér 10 ár fangelsi. KNATTSPYRIMA: ERIC CANTONA SVIPTUR FYRIRLIÐABANDINU / D2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.