Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLA.ÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Óvenju mörg verkefni á kjörtímabilinu hjá Ólympíunefnd Islands Afreks- íþróttir í brenni' depli Olympíunefnd íslands hefur í mörg horn að líta á kjörtíma- bilinu. Framundan eru Vetrarleikar æskunnar, Smáþjóðaleikar, Sumar- leikar æskunnar, Ólympíuleikar í Atlanta á næsta ári og mótshald Smáþjóðaleikanna vorið 1997. Hvernig er Ólympíunefndin í stakk búin til að takast á við þessi verk- efni? „Fjárhagsleg staða Ólympíu- nefndarinnar er allgóð. Auðvitað getum við notað mikið meira af peningum, sérstaklega til að styðja við bakið á afreksmönnum okkar. Við hljótum að setja okkur það markmið í framtíðinni að eitt aðal verkefnið verði að efla afreksíþrótt- irnar, því afreksíþróttamenn taka þátt í þeim stóru mótum sem Ólympíunefnd íslands ræður yfir fyrir hönd íslendinga og það er það sem við munum reyna að gera á næstu misserum og næstu árum. Að öðru leyti stendur Ólympíu- nefndin nokkuð vel út á við. Hún hefur að vísu aldrei verið mjög áber- andi í umfjöllun í fjölmiðlum nema þegar um stærri verkefni eins og Ólympíuleika og Smáþjóðaleika hefur verið að ræða en það kemur til með að taka breytingum. Það þarf að kynna ólympíuhreyfínguna meira en gert hefur verið. Alþjóða ólympíuhreyfingin er sennilega stærsta hreyfing í veröldinni. í heimssambandi ólympíunefnda eru 196 þjóðir eða öllu fleiri en hjá Sameinuðu þjóðunum. Nýverið var ég á aðalfundi þess- ara samtaka í Atlanta, næstu ólympíuborg, og það var áhrifamik- ið að vera fulltrúi á meðal 192 þjóða sem mættu. Menn verða að gera sér gcein fyrir að ólympíuhreyfingin eru heimssamtök íþróttanna og æskunnar. Önnur sambærileg heimssamtök eru ekki til og ég held að það verði aldrei önnur sam- tök til sem halda utan um þess verkefni." Óvenju mikið framundan Það er óvenjulega mikið fram undan hjá okkur. I upphafi kjör- tímabilsins gerðum við verkefna- skrá ólympíutímabilsins 1993 til 1997. Á árinu sem var að líða voru Vetrarólympíuleikar í Lillehammer og í fyrsta sinn fór fram alþjóðleg- ur fundur Ólympíunefnda á Islandi, Evrópufundur, sem tókst afar vel og var islensku Ólympíunefndinni til mikils sóma. Því verður best líst með orðum framkvæmdastjóra sænska sam- bandsins, sem sagði við okkur þeg- ar við hittumst seinna: „ísland er svo sannarlega komið á kortið hjá ólympíuhreyfingunni eftir þennan fund. Skipulagið, aðstaðan og um- hyggja fyrir okkur sem gestum ykkar var með þeim hætti að við höfum ekki kynnst því áður.“ Ég hef fundið það síðan hvað þetta. þýddi mikið fyrir okkur — ég held að þegar við höldum svona fundi sé það á við fímm til átta ára vinnu í samstarfí við erlenda aðila. Við kynnumst þeim svo vel hérna og náum góðu sambandi við þá enda erum við strax að uppskera í sam- ræmi við það. Á nýbyrjuðu ári er margt að gerast. Um 20 manns fara á okkar vegum á Vetrarleika æskunnar í Andorra núna í febrúar. Á Smá- þjóðaleikana í Lúxemborg sendum við væntanlega um 160 manns en það verður lang stærsta landslið sem ísland hefur sent í eina keppni. Síðan eru Sumarleikar æskunnar í Bath í Englandi í júlí og þangað fara um 50 manns. Auk þess má nefna erlend samskipti nefndarinn- ar í sambandi við fundarhöld og undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Atlanta sem og hefðbundna fundi Evrópusambandsins og fleira." Hvað gerið þið ráð fyrir að senda marga til Atlanta? „Það verður spennandi að sjá hvað okkur tekst að koma mörgum þátttakendum þangað en við mun- um gera strangar kröfur til íþrótta- fólks okkar. Handboltinn á mögu- Aðalfundur Ólympíu- nefndar íslands verður á þriðjudag. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Júlíus Hafstein, for- mann Óí, af því tilefni. leika með því að vera í einu af sjö efstu sætun- um á HM á íslandi í maí. Ljóst er að fimm til sex fijálsíþróttamenn eiga að ná lágmörkum miðað við árangur á síð- ustu árum en þeir verða að ná svipuðum árangri á þessu ári eða í byijun þess næsta. Síðan eig- um við möguleika á tveimur til fjórum í bad- mintoni en það fer eftir því hvernig gengur í sumar. Tveir júdómenn eiga möguleika og einn- ig nokkrir sundmenn en á góðum degi á allt þetta íþróttafólk heima á Ólympíu- leikum. Ef til vill bætast fleiri við og gangi þetta eftir verðum við með svipaðan hóp í Atlanta og við vorum með í Barcelona eða um 40 til 45 manns með keppendum, far- arstjórum, þjálfurum og flokksleið- togum.“ Geysilega mikið verkefni Smáþjóðaleikarnir verða ífyrsta sinn á Islandi vorið 1997. Hvernig miðar undirbúningnum? „Þetta er geysilega mikið verk- efni. Við erum í grunnundirbún- ingsvinnu og höfum tryggt okkur hótelpláss. Við höfum einnig rætt við borgaryfírvöld um mannvirkin og eigum eftir að halda þeim við- ræðum áfram. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hefur sýnt málinu góðan áhuga og ég hef ekki áhyggjur af því að Reykjavíkurborg stuðli ekki vel að þessari keppni. Hún er ekki aðeins þýðingarmikil fyrir ólympíunefndina heldur íþróttalífíð í landinu og ísland sem íþróttaþjóð.“ I þessu sambandi hefur verið fundið að þvíað innibyggð 50 metra sundlaug fyrirfinnst ekki á íslandi og ekki er til merktur blakvöllur fyrir alþjóða keppni. Verður bætt úr þessu fyrir leikana? „Hér er nóg af mjög góðum íþróttahúsum en það kann að vera hvað blakið varðar að það þurfí að kaupa gólfmottu til að setja ofan á það sem fyrir er, svipað og verður gert í Laugardalshöll vegna HM í handbolta. I heildina litið er aðstað- an hér á Islandi mjög góð. Artur Takac, ráðgjafí Samanranch for- seta IOC, sem tók út öll mannvirki hér fyrir tveimur árum, sagði að aðstaða okkar væri frábær og miklu betri en hjá mörgum öðrum stærri þjóðum. Það er ekki algjört skilyrði af hálfu Alþjóða ólympíunefndar- innar að hér sé 50 metra innilaug en hún telur það mjög æskilegt að úr því verði bætt. Við eigum 25 metra innilaug og 50 metra útilaug og við höfum sagt að ef menn ætla að gera þetta með fullri reisn og sóma þá verði þessi 50 metra laug að vera til staðar. Ég hef reyndar góðar vonir um að Reykjavíkur- borg leysi þetta, ann- aðhvort í samvinnu við Glímufélagið Ár- mann eða með öðrum hætti, en það kemur í ljós.“ Fjármálin Mörg og mikil verk- efni kosta sítt. Hvern- ig fjármagnar Ólymp- íunefndin dæmið? „Varðandi Smáþjóðaleikana í Lúxemborg þá stöndum við straum af helmings kostnaðarins á móti sérsamböndunum eins og verið hef- ur. Við gerum ráð fyrir að kostnað- ur verði um 55 þúsund á mann og áætlum að hlutur Ólympíunefndar verði alls um 4,4 milljónir. Fjár- hagsáætlun Ólympíunefndar fyrir árið 1995 sem verður lögð fram á aðalfundinum þriðjudaginn 31. jan- úar hljóðar upp á tæpar 30 milljón- ir. Við teljum okkur hafa tryggt að mestu leyti 26 til 27 milljónir svo hlutur Olympíunefndarinnar á ekki að vera mikið vandamál. Auð- vitað verður að hafa fyrir þessu og málin eru þegar í undirbúningi. Menntamálaráðherra og borgaryf- irvöld hafa stutt okkur vel og ber að þakka þann skilning sem þessír aðilar hafa sýnt Ólympíunefnd ís- lands. Fjárhagsáætlun liggur ekki fyrir vegna Smáþjóðaleikanna hér á landi 1997. Við eigum eftir að semja um endanlegt verð fyrir hótel og uppi- hald en svo fáum við líka styrki frá Alþjóða ólympíunefndinni vegna mótshaldsins. Auðvitað mun fram- kvæmdin kosta verulegt fé en á móti kemur að væntanlega verðum við búnir að safna nokkuð í sarpinn en ég geri ráð fyrir að við verðum búnir að safna öðru hvoru megin við 10 milljónir þegar að þessu kem- ur. Þing íþróttasambandsins sýndi Ólympíunefnd þann velvilja að sam- þykkja til okkar tvær milljónir á þessu ári og tvær á næsta ári og við eigum fjórar milljónir í eyrna- merktum sjóði sem stefnt er að bæta við á þessu og næsta ári. Þátttakendur verða að greiða ákveðna upphæð fyrir gistingu og uppihald og það er okkar að semja um að við þurfum ekki að bæta við. Mér sýnist að okkur eigi að takast það og þá kemur aðeins ytri kostnaður til sem á eftir að vinna úr.“ Hvaðan fær Ólympíunefndin peninga? „Ólympíunefndin hefur í raun engan fastan tekjustofn nema það sem hefur verið samþykkt á íþrótta- þingum um hluta þess frá Lottóinu en það er um 1,7 til 1,8 milljónir á ári. Að öðru leyti er Ólympíunefnd- in komin upp á ríkisvaldið, borgar- sjóð, Alþjóða ólympíunefndina auk eigin fjáröflunar en á þessu ári þarf fjáröflun að gefa okkur sex til sjö milljónir." Hefur eitthvað breyst hjá Ólymp- íunefnd síðan þú tókst við for- mennsku fyrir ári? „Ég tók við góðu búi og það var gott að taka við af Gísla Halldórs- syni. Ólympíunefndin nýtur virðing- ar, fjárhagslega stendur hún vel og það eru skemmtileg verkefni fram- undan. Það sem hefur breyst á undanförnum 12 mánuðum er aðal- lega tvennt: Þar ber að nefna mikið meira samstarf við sérsamböndin sem byggist á meiri samskiptum og fundarhöldum aðallega til að undirbúa verkefni framtíðarinnar, meiri útgáfustarfsemi og meiri kynning á nefndinni út á við og innan hreyfingarinnar. Starf henn- ar eykst frá ári til árs. Við fáum meiri stuðning frá alþjóða hreyfing- unni en um Ieið koma yfirleitt alltaf líka ný verkefni frá henni saman- borið Ar íþróttanna 1994 en ÍSÍ tók þátt í því verkefni með okkur. Því var nauðsynlegt að fjölga starfs- mönnum, við erum með mann í heilu starfí og annan í hálfu, og skrifstofuhaldið hefur eflst mikið. Þetta kostar meira til að byija með en skilar sér seinna en það er oft sagt að það kosti peninga að búa til peninga.“ Stuðningur Óvenju margir íslenskir íþrótta- menn njóta nú stuðnings Ólympíu- samhjálparinnar. Hvaða áhrifhefur styrkur hennar á starf Óí? „Ólympíusamhjálpin vinnur aí- skaplega gott starf og styður við bakið á fjölmörgum ólympfunefnd- um, meðal annars þeirri íslensku. Nú er í gangi nýtt verkefni, svo kallað Atlantaverkefnið, en það er mikill hvalreki á fjörur Óí. Þarna fáum við tækifæri til að styðja mjög myndarlega við bakið á sex íþrótta- mönnum í eitt og hálft ár fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Það er erfitt að meta þetta til peninga en við setjum inn í fjárhagsáætlun okkar að um sé að ræða milljón á mann á ári. Með þennan stuðning og annan stuðning, meðal annars frá afreks- mannasjóði ÍSÍ er búið að tryggja þessum aðilum að stórum hluta til það að þeir geti virkilega undirbúið sig fyrir leikana. Þetta er nýtt og þetta er það besta sem Samhjálpin hefur gert. Aðeins toppíþróttamenn sem eiga erindi á Ólympíuleika og eiga möguleika á að ná þar árangri eru styrkhæfír. Mér er kunnugt um það að ýms- ir aðrir innan íþróttahreyfingarinn- ar vilja taka þátt í skipulagi og framkvæmd afreksíþróttamála. Þessi mál þurfa endurskoðun og íþróttaforystan, það er Ólympíu- nefndin, íþróttasambandið, sérsam- böndin og stærstu íþróttabandalög- in eiga að taka sig saman og vinna sameiginlega að þessu þýðingar- mikla máli. Það er metnaðarmál allra þjóða að eiga góða og glæsi- lega íþróttamenn. Við eigum marga frábæra íþróttamenn í dag en við gætum átt fleiri og suma betri. En til þess þurfum við að skipuleggja afreksíþróttamálin þannig að íþróttamennirnir eigi möguleika á að vera á meðal þeirra bestu.“ Júlíus Hafstein Reuter Hið afdrifaríka atvik ERIC Cantona mun hvorkl leíka með Mancester United né franska iandsliðinu það sem eftir er þessarl leikt- íð. Hér má sjá hið afdrifaríka andartak þegar hann missti stjórn á skapi sínu. Cantona í bann og úr landsliðinu MANCHESTER UNITED ákvað í gær að frakkinn Eric Cantona fengi ekki að leika meira með félaginu á þessu keppnistímabili og honum var einnig gert að greiða um tvær milljónir króna í sekt vegna atviksins sem átti sér stað á miðvikudaginn á Selhurst Park. Franska knattspyrnu- sambandið ákvað í kjölfarið að fyrirliðinn þeirra, Cantona, léki ekki með landsliðinu á tfmabilinu. Crystal Palace ákvað einnig í gær að Matthew Simmons, hinn tvítugi piltur sem Cantona réðst á, fengi ekki að sjá fleiri leiki hjá liðinu á þessu tímabili enda hefði orðbragð hans alls ekki ver- ið sæmandi. að er ljóst að Cantona missir af sextán leikjum með Mancester Un- ited, þeim fyrsta gegn Wrexham í dag. Hann má æfa með liðinu og í fyrstu var talið að hann mætti leika með varal- iðinu en síaðr var sagt að hann myndi ekki leika með því fyrr en eftir hálfan mánuð, en þá mun enska knattspyrnu- sambandið kveða upp dóm sinn í máli þessu. Cantona fékk einnig sekt hjá félag- inu, rúmar tvær milljónir króna, eða „eins háa og við gátum samkvæmt samningi,“ sagði talsmaður félagins, en sektin nemur tveggja vikna launum kappans. „Félagið tók þessa ákvörðun til að sýna í verki hvern hug við berum til knattspyrnunnar, og Cantona fellst fyllilega á niðurstöðu okkar. Félagið og leikmenn þess harma að til þessa alls hafi þurft að koma,“ segir í fréttatil- kynningu frá Manehester United í gær. Matthew Simmons mun ekki sjá fleiri leiki með Crystal Palace á Selhurst Park því forráðamenn félagsins ákváðu í gær að setja hann í heimaleikjabann. Ron Noades, talsmaður félagsins sagði af þessu tilefni: „í fyrsta lagi fór hann úr sæti sinu og hljóp niður tröppurnar og niður í neðstu sætaröð og slíkt er alveg bannað. Við munum endurskoða bann hans eftir þetta tímabil, en hánn er með miða sem gildir út tímabilið,en það skiptir ekki máli, hann kemur ekki hing- að á þessu tímabili. Þetta bann þýðir ekki að við séum að veija Cantona, aðeins að taka á broti sem einn áhorf- enda okkar gerði sig sekan um.“ Simm- ons var dæmdur fyrir tveimur árum í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á og misþyrma starfsmanni besínstöðvar. Noel Le Graet, forseti franska sam- bandsins, sagði í gær að Cantona fengi aldrei fyrirliðastöðuna á nýjan leik, jafn- vel þó hann ýrði einhvern tíma valinn í landsliðið. Þjálfarinn Aime Jacquet, sem hefur varið Cantona í gegnum þykkt og þunnt sagði í gær að fyrirliðinn fyn-verandi kæmi ekki til greina í landsliðshópinn það sem eftir væri þessu tímabili. „Ég sé ekki hvernig ég ætti að velja hann í landsliði þegar hann leikur ekki í deild- inni í nokkra mánuði," sagði Jacquet um Cantona sem hefur leikið 45 lands- leiki og gert 20 mörk í þeim. Dixie Dean barði einnig frá sér Atvikið sem átti sér stað á Selhurst Park á miðvikudaginn er alls ekki eins- dæmi í sögu knattspyrnunnar. Fyrir 58 árum lenti Dixie Dean, sem er frægast- ur fyrir að skora 60 mörk tímabilið 1927/28, lenti einu sinni í því að beija hressilega frá sér. Það var í leik með Everton á leikvelli Tottenham í febrúar 1937 að einhver áhorfandi kallaði til hans ókvæðisorð vegna litarháttar hans. í bók um Dixie segir að hann hafi sagt við lögregluþjón sem kom að: „Þetta er allt í lagi, ég skal sjá um þetta.“ Síðan sló hann við- komandi svo hressilega að hann hentist upp í áhorfendabekkina. Áhorfendur klöppuðu fyrir honum og lögregluþjónn þaut til hans — til að þakka honum fyr- ir. „Laglega gert, en ég sá þetta aldr- ei!“ Rétt er að taka fram að Dixie var aldrei kærður vegna þessa atviks. UM HELGINA KÖRPUKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarúrslitaleikur kvenna: Laugardalshöll: KR - Keflavík....13.30 Bikarúrslitaleikur karla: Laugardalshöll: UMFG - UMFN..........16 1. deild karla: ísafjörður: KFÍ - Þór................14 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur - UMFG............20 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik - Selfoss........14 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Garðabær: Stjarnan - Víkingur........16 Vestm. eyjar: ÍBV - Fylkir...........16 2. deild karla: Seltj. nes: Grótta - Þór.............16 Sunnudagur: 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - ÍR................20 Kaplakriki: FH - Valur...............20 Laugardalshöll: KR - KA..............20 Strandgata: ÍH - Haukar..............20 Varmá: Afturelding - Stjarnan........20 Víkin: Víkingur - HK.................20 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH - Fram.............16.30 Höll: KR - Valur.....................18 2. deild karla: ísafjörður: BÍ - Fram.............13.30 Mánudagur: 1. deild kvenna: Höll: Ármann - Haukar...............21 FIMLEIKAR Unglingamót FSÍ verður í Digranesi í dag. Mótið hefst með keppni í 4. þrepi kl. 10.30 og lýkur þeim hluta kl. 12.45. Seinni hluti mótsins hefst kl. 15, en þá er keppt í 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans. Þorramót FSÍ verður svo í Digranesi á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 11. Keppt er í fijálsum æfíngum. Mótinu lýkur kl. 14. SUND Hið árlega Landsbankamót Sundfélags Hafnarfjarðar hófst í gærkvöldi í Sundhöll Hafnarfjarðar og heldur áfram í dag. Fyrri hlut keppninnar i dag hefst kl. 10 og sá síðar kl. 15.30 og á morgun verður sami háttur hafður á. Hópur sundmanna frá Þýskalandi tekur þátt i mótinu; m.a. frá Solingen og Cuxhaven, sem er einmitt vina- bær Hafnarfjarðar. BADMINTON Carlton-mót Víkings verður um helgina í TBR húsunum. Keppt er í flokki 16 ára og yngri, 14 ára og yngri, 12 ára og yngri og a- og b-flokki. AMERÍSKI FÓTBOLTINN / 29. URSLITALEIKURINN San Francisco talið nær öruggt með sigur á San Diego Davíð gegn Golíat Stærsti íþróttaviðburður hér vestanhafs er hinn árlegi Super Bowl, sem er úrslitaleikur NFL-deildarinnar. Á hveiju ári er Gunnar geysileg fjölmiðla- skr?farfrá0n umfiöllun um þenn- Bandaríkjunum an leik> en sjaldnast eru leikirnir sjálfir góðir eða spennandi. Það virðist stefna í það sama í ár. Liðin sem leika til úrslita í ár eru sigurvegarar Landsdeildar, San Francisco 49ers („Gullgrafar- arnir“) og sigurvegarar Ameríku- deildarinnar, San Diego Chargers (,,Árásarmennimir“). Nánast allir sem fylgjast eitthvað með íþróttum hér telja að San Diego eigi ekki hinn minnsta möguleika á sigri í þessum leik, og aðeins sé spurn- ingamerki hvort San Francisco geti unnið leikinn með meiri mun en veðbankar setja upp - nú 19 stig. Slíkt gæti virst hættulegt fyrir lið 49ers við fyrstu sýn, en svo sterkt er Iiðið að án algers hruns er ekki sjáanlegt hvernig San Diego á hinn minnsta mögu- leika í leiknum. En spilaður verður leikurinn samt... San Farncisco 49ers Allt bendir til stórsigurs 49ers. Liðið hefur gjörsigrað hvem andr stæðinginn af öðrum undanfarið, nú síðast sterkt meistaralið Dallas Cowboys í undanúrslitum. Ástæð- an fyrir velgengni liðsins er einkum rakin til þess hve vel liðið er rekið á allan hátt. Síðastliðinn janúar- mánuð voru fjögur ár liðin frá því að 49ers vann titilinn síðast, en það þótti eiganda þess, Eddie De- Bartolo, of löng bið. Ásamt fram- kvæmdastjóra þess fór hann og náði í nokkra sterka varnarmenn sem voru með lausa samninga. Vörn liðsins hefur verið talin eini veikleiki þess og ástæðan fyrir að Dallas hefur unnið titilinn undan- farin tvö ár. Reyndar hefur verið erfitt fyrir flest lið að fá til sín reynda leik- menn þar sem launaþak er í gildi hjá liðunum í deildinni, eins og í NBA. San Francisco fór einfald- lega í kringum þessar reglur með því að semja aftur við nokkra bestu leikmenn sína þannig að liðið gæti haft meiri peninga að bjóða þessum leikmönnum í ár. Allt kapp hefur verið lagt á að vinna titilinn í ár. Meðal þeirra leikmanna sem lið- ið fékk til sín var Deion Sanders frá Atlanta Falcons. Sanders er einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Hann er einn örf- árra íþróttamanna sem er góður atvinnumaður í tveimur íþróttum. Hann hefur leikið ruðning (amer- ískan fótbolta) á veturna og hafna- bolta með Cincinnati Reds á sumr- in. Sanders er talinn fljótasti leik- maðurinn í NFL-deildinni og besti varnarmaður (cornerback) gegn kantmönnum, en þeir grípa yfir- leitt knöttinn eftir sendingar út við kant eða upp miðjuna. Sanders hefur spilað svo vel fyrir 49ers að flest lið kjósa að spila ekki upp þann kant sem hann er á hveiju sinni. Sanders fær aðeins um fjórð- ung af þeim launum sem hann gæti fengið frá hæstbjóðanda, en kappinn vill vinna meistaratitil og hann taldi bestu möguleikana með því að ganga til liðs við San Franc- isco. „Ég á nóg af peningum. Ég er búinn að koma mömmu í fínt hús og keypti mér Lamborghini sportbíl um daginn. Það eina sem vantar nú er meistaratitill," sagði 29. ÚRSLITALEIKURINN San Francisco 49ers og San Diego Chargers leika í úrslitunum á Joe Robbie leikvanginum í Miami sem tekur 73.000 áhorfendur. Þetta er í fyrsta skipti sem tvö liö frá sama ríki leika til úrslita. San Diego Chargers San Francisco 49ers Ameríkudeild Landsdeild Fyrri úrslitaleikir Aldrei leikið til úrslita 1990 '89 '85 '82 Meistari í öll skiptin Yfirþjálfari Bobby Ross George Seifert Arangur leikstiórnenda á timabilinu Stan Humphries 264 heppnaöar sendingar, 17 snertimörk Steve Young 324 heppnaðar sendingar, 35 snertimörk Sigrar/töp fyrir úrslitakeppni I 11-5 13-3 Sóknarárangur á tímabilinu I Ruöningur 1.852 stikur Sendingar 3.368 stikur Ruðningur 1.897 stikur Sendingar 4.163 stikur Meðalárangur i sókn á timabilinu | Ruöningur 115,8 stikur Sendingar 210,5 stikur Ruöningur 118,6 stikur Sendingar 260,2 stikur REUTER kappinn á fréttamannafundi í vik- unni. Tveir aðrir leikmenn í sókn 49ers eru lykilmenn. Leikstjóm- andinn Steve Young og kantmað- urinn Jerry Rice. Young, sem er lögfræðingur að mennt, gekk til iiðs við 49ers fyrir fimm árum þegar Joe Montana, að mati margra besti leikstjórnandi í deild- inni frá upphafi, var að vinna sinn fjórða (og síðasta) meistaratitil með liðinu. Þegar Montana meidd- ist á næsta keppnistímabili, tók Young við liðinu. Hann hefur hins vegar ávallt verið í skugga Mont- ana í San Francisco-borg, sama hversu vel hann hefur leikið. Vinni liðið Super Bowl-leikinn nú er talið að hann geti loks losað sig við skugga Montanas. Rice hefur sleg- ið öll einstaklingsmet í stöðu sinni og hefur gefið í skyn að hann kunni að leggja skóna á hilluna eftir leikinn. Fréttamenn telja það ólíklegt, en án Rice er liðið ekki nærri eins hættulegt í sókninni. San Diego Chargers San Diego Chargers á ekki möguleika í þessum leik að mati flestra. Liðið byijaði reyndar keppnistímabilið með miklum lát- um, vann fyrstu sex leiki sína, en gekk ekki sem best eftir það. Liðið var talið heppið gegn Miami og Pittsburgh í úrslitakeppninni, en leikmönnum þess er alveg ná- kvæmlega sama um þaí. „Við erum hér í Super Bowl-leiknum, en hin liðin ekki. Það er það eina sem skiptir okkur máli,“ sögðu leikmenn þess nú í vikunni. Chargers eru með jafnt lið, að- eins Junoir Seau í vörninni og ruðn- ingsmaðurinn Natrone Means eru vel þekktir leikmenn. Það eina sem getur bjargað liðinu er ef San Francisco gloprar knettinum og verður ekki tilbúið til leiks. Charg- ers-liðið þarf einnig að spila eins og það hefur best gert á keppnis- tímabilinu. Til þess þarf Means að spila vel, og ef liðið nær að halda knettinum lengi frá sókn 49ers gæti leikurinn orðið athyglisverð- ur. Super Bowl-leikurinn Þijú lið hafa unnið Super Bowl- leikinn fjórum sinnum, San Franc- isco, 49ers, Dallas Cowboys og Pittsburg Steelers. 49ers og Steel- ers hafa unnið aíla úrslitaleikina sína. Denver, Minnesota og Buff- alo hafa öll tapað öllum þeim fjór- um leikjum sem þau hafa tekið þátt í. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.