Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 24. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þjófarnir kvörtuðu í lögreglu London. The Daily Telegraph. BRESKUR húseigandi hefur verið beðinn um það af lög- reglunni að draga úr þjófa- vömum við húseign sína eftir að kvartanir bárust frá inn- brotsþjófum. Þegar brotist hafði verið inn hjá honum sjö sinnum með stuttu millibili ákvað maðurinn að grípa til rót- tækra aðgerða og lét setja upp rafmagnsvíra fyrir innan tveggja metra háan vegg er umlykur hús hans í bænum Kirkby Woodhouse í Notting- hamshire.. Nýja þjófavömin reyndist vonum framar því tveir þjófar er stokkið höfðu yfir vegginn í síðustu viku flúðu eftir að hafa gengið á vírana. Voru í lífshættu Þjófarnir reiddust mjög þessu uppátæki húseigand- ans og hringdu í lögreglu og kvörtuðu. „Við krefjumst þess að það verði gripið til aðgerða gegn þessum bijál- æðingi. Þetta hefði getað drepið okkur,“ sögðu þjófarn- ir er ekki sögðu rétt til nafns. í kjölfarið heimsótti lög- regla manninn og bað hann um að veija hús sitt með öðmm hætti. Hvorki lögregla né bæjaryfirvöld geta bannað manninum að setja upp raf- magnsvíra en honum var bent á að hann gæti átt yfir höfði sér skaðabótamál í framtíð- inni frá óboðnum gestum. Dóttir Dengs Xiaopings dregur úr lýsingum á ástandi föður síns Óvissa um heilsu Dengs Peklng. Reuter. LI PENG, forsætisráðherra Kína, og Jiang Zem- in, formaður Kommúnistaflokksins, heimsóttu í gær Deng Xiaoping, valdamesta leiðtoga Kína, til að færa honum heillaóskir en Kínveijar halda nú upp á áramót. Mikil óvissa ríkir um heilsu hins níræða leiðtoga og herma heimildir að hann hafi tvívegis verið lagður inn á sjúkrahús á und- anförnum vikum vegna hjartakvilla. Kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá heimsókn Lis og Jiangs á heimili Dengs en minntist ekki á heilsuástand hans. Sagði frétta- stofan að Deng hefði látið í ljós ánægju með „þær miklu framfarir“, sem átt hefðu sér stað í landinu undir stjórn kommúnistaflokksins og þær umbætur sem Jiang Zemin hefði stuðlað að. Ekki var þó ljóst hvort Deng hefði gefið út yfirlýsinguna sjálfur. Gengur með aðstoð Deng Rong, ein dætra Dengs Xiaopings, sagði í viðtali við blaðið Weekend Australian, að heilsa föður síns væri ekki eins slæm og haldið hefur verið fram í fréttum að undanfömu. Vísaði hún því á bug að Deng gæti hvorki staðið né gengið lengur og að heilsu hans hrakaði daglega líkt og haft var eftir henni í viðtali í New York Ti- mes á dögunum. Hið rétta væri að hann væri ekki eins heilsu- hraustur og áður. Hún hefði einungis verið að reyna að koma því til skila að Deng yrði eldri með hveijum degi. „Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði til skamms tíma. Samt sem áður gengur hann um með aðstoð annarra. Hann neitar að nota hjólastól," sagði Deng Ron, sem jafnframt er ævisöguritari föður síns. Hún sagði að vissulega kæmi að því að Deng myndi yfirgefa þennan heim en þangað til styddi hann núverandi stjórn Kína. Blaðið New York Times stendur hins vegar við fyrri frásögn sína og segir engan vafa leika á því að rétt hafi verið haft eftir Deng Rong. Neyðarástandi lýst yfir í Ekvador Quito. Reuter. RÍKISSTJÓRN Ekvadors hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að til átaka kom við landamærin að Perú á föstudag. ' Ekvador og Perú hafa átt í lang- vinnum landamæradeilum og hafa herir ríkjanna verið í viðbragðs- stöðu vikum saman. Síðast kom til átaka 1981. Sixto Duran Ballen, forseti Ekvadors, ávarpaði þjóð sína í sjón- varpi og hvatti fólk til að sýna still- ingu. Með því að lýsa yfir neyðar- ástandi öðlast hann aukin völd en hann greindi ekki frá því til hvaða aðgerða hann hygðist grípa. Varn- armálaráðuneyti landsins sagði að enginn hefði fallið í átökunum. Stjórn Perú hefur boðað herútkall og sent sveitir frá höfuðborginni Lima til landamæraborgarinnar Tumbes en þar áttu átökin sér stað. RÍN flæddi yfir varnargarða í borginni Köln í Þýskalandi að- faranótt laugardagsins eftir miklar rigningar og er gamli miðbærinn nú undir vatni. Sig- þór Einarsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Þýskalandi, segir að vatnsborðið hafi lækkað verulega þegar leið á daginn. Einnig hafi ástandið batnað verulega í suðurhluta Þýska- lands. Hins vegar sé spáð áfram- haldandi rigningu og því óttist menn að flóðin muni færast í aukana á ný og að Köln og fleiri borgir verðir undir vatni fram- eftir næstu viku. Fjöldi fólks hafði safnast saman í Köln í nótt og segir Sigþór að ákaft Stórflóð í Köln hafi verið klappað er Rín flæddi yfir varnargarðana. Mikið hafi einnig verið að gera um nóttina í þeim knæpum sem voru á þurru en í mörgum búðum og knæpum í miðborg Kölnar hafi vatnsdýpt numið allt að tveimur metrum. „Á mörgum stöðum stendur einungis efsti hluti um- ferðarskilta uppúr,“ sagði Sig- þór. Einna mest eru flóðin í Reuter kringum borgina Koblenz en talið er að um fimmtungur af skipulögðu svæði borgarinnar sé undir vatni. Að sögn Sigþórs hafa margir orðið fyrir veru- legu tjóni vegna flóðanna þar sem fólk sé yfirleitt ekki tryggt fyrir tjónum af þessu tagi og hyóti lítinn sem engan opinber- an stuðning. Margir hafi rétt verið búnir að ljúka við að greiða fyrir þær skemmdir, sem urðu í flóðunum í desember 1993. Mikið er nú rætt um það í Þýskalandi hvernig koma megi í veg fyrir flóð í framtíðinni og meðal annars hefur komið til tals að reisa stíflur og varnar- garða við árnar Saar og Mosel. Eldhugi/14 VIÐSKU’rijaVINNUUF Á SUNNUDEGI 20 Þurfum að endurmeta reksturinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.