Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Betur gætt að búnaði hópferða- bifreiða Jóhanna Sigurðardóttir á stofnfundi Þjóðvaka Tilbúin til forystu í félagshyggjustj órn LÖGREGLAN í Borgarnesi hefur beint þeim tilmælum til Umferðar- ráðs að fylgst verði betur með hópferðabílum sem flytja skóla- börn að vetrarlagi. Er það gert í kjölfar óhapps í Norðurárdal síð- astliðinn mánudag þegar rúta með 50 börnum í 6. bekk Varmárskóla lenti út af veginum ofan í Bjarna- dalsá, sem var ísi lögð. Þijú böm slösuðust. I hverri viku eru skólabörn af höfuðborgarsvæðinu flutt til dvalar í skólaseli í Hrútafírði og segir lög- reglan í Borgamesi umhugsunar- efni hvort hópferðabílar, sem notað- ir em til þessara flutninga, séu nægilega vel útbúnir til vetrarakst- urs. Til dæmis megi spyija hvort for- svaranlegt sé að eins drifs bílar á lítt eða ónegldum dekkjum séu not- aðir til slíkra flutninga um fjallvegi þegar allra veðra sé von og flestir vöruflutningabflar séu með keðjur. Spumingin sé hver eigi að fylgjast með þessu, skólayfirvöld, foreldrar eða lögregla. Þarf að skoða vandlega Lögreglumaður, sem kom á slys- stað, sagði rétt að athygli skólayfir- valda yrði vakin á þessu og hefði hann haft samband við Umferðar- ráð í þeim tilgangi. Sigurður Helga- son upplýsingafulltrúi Umferðar- ráðs sagði í samtali við Morgunblað- ið að þetta þyrfti að skoða vand- lega. „Til dæmis hvort tilboðin sem gerð em í svona akstur séu það lág að eitthvað skorti á að öryggi sé framfylgt," sagði hann. „Við munum ,án efa fjalla um þetta í samráði við skóla, til dæmis um það að gerð sé úttekt á bílunum sem flutt er með. Ekki sé nóg að nefna tölur um kostnað og lauslega lýsingu á bílnum," sagði Sigurður. Björgunaraðgerðir æfðar Lögreglan í Borgamesi sagði ennfremur að slysið í Norðurárdal hefði orðið til þess að koma af stað umræðu um nauðsyn á skipulagi og æfíngum vegna hugsanlegra slysa er tengdust fólksflutningum um héraðið í stómm hópferðabflum. Þama hefðu verið um 90 böm á ferð og skipuleggja þyrfti hvemig björgunaraðilar ættu að bregðast við ef slys bæri að höndum, sérstak- lega að vetrarlagi. „KRAFTMIKIL sókn okkar nú í komandi alþingiskosningum getur ráðið úrslitum um félagshyggju- stjórn á íslandi að loknum kosning- um, sem við emm tilbúin að veita forystu," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður í ræðu sinni á stofnfundi Þjóðvaka — hreyfingar fólksins, á Hótel Sögu í gær, íaugar- dag. Jóhanna sagði að hið nýja stjóm- málaafl væri stofnað til að svara kalli fólksins um nýja tíma í stjóm- málum og væri staðráðið í því að „breyta íslenskum stjómmálum í anda jöfnuðar, réttlætis og mann- úðar“. Hún kynnti drög að stefnu- skrá Þjóðvaka og sagði: „Megin- markmið okkar verður öflug sókn í atvinnumálum, ábyrg efnahags- stefna, jafnrétti í eigna- og tekju- skiptingunni, traust velferðarkerfí, breytt skipan skattamála, mark- vissar aðgerðir til að bæta skulda- stöðu heimilanna og siðbót í stjórn- mála- og atvinnulífi." Jóhanna sagði að Þjóðvaki myndi beita sér fyrir víðtækum aðgerðum til að bæta stöðu fólks með lágar og meðaltekjur. Vægi launa í láns- kjaravísitölu yrði að minnka þannig að skuldir hækkuðu ekki við launa- hækkanir og samkomulag þyrfti að gera um að fella allar launagreiðsl- ur og önnur kjör inn í kjarasamn- inga og launataxta til að uppræta hið „tvöfalda launakerfi" sem væri sífellt að breikka bilið milli stétta og kynja á vinnumarkaði. Vaxtabætur ætti að auka til lág- launafólks og setja þyrfti lög um greiðsluaðlögun handa heimilum sem ættu í miklum vanskilum og ekkert blasti við nema gjaldþrot. Harðar aðgerðir gegn skattsvikum þyrfti að taka upp til að ná inn 11 milljörðum sem skotið væri undan. Veiðigjald í áföngum Jóhanna sagði að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar. Útgerðin ætti að greiða fyrir afnot af auðlindinni og koma ætti á hóflegu veiðigjaldi í áföngum. Setja þyrfti reglur um siðferði í atvinnulífinu og opinberum rekstri, þar á meðal um opinbera birtingu á fjárreiðum stjórnmálaflokka. Þjóðvaki legðist gegn setu þing- manna í bankaráðum og sjóðsstjórnum og bílahlunnindi ráð- herra og bankastjóra ætti að af- nema, svo og dagpeninga í núver- andi mynd. „Valdakerfin eru mörg sem ganga þarf á hólm við, því ein- kenni íslensks þjóðfélags er sóun gífurlegra fjármuna í þágu sér- hagsmuna fárra á kostnað heildar- innar,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni. „Því munum við berjast gegn til að treysta lífskjör og velferð þjóð- arinnar og koma í veg fyrir að þjóð- in leysist upp í stríðandi fylkingar vegna gífurlegs aðstöðumunar og misréttis í skiptingu á þjóðarauðn- um.“ Stofnfundi Þjóðvaka lýkur í dag, sunnudag, með samþykkt stefnu- skrár og kosningu formanns, vara- formanns og stjómar. , Morgunblaðið/Kristinn JOHANNA Sigurðardóttir flytur setningarræðu á fyrsta landsfundi Þjóðvaka í Súlnasal Hótels Sögu. Tíðni dauðsfalla vegna slysa hefur lækkað um helming undanfarín 20 ár Fjórðungiir þióðarinnar slasast árlega ÁRLEGA slasast um 60 þúsund manns hér á landi, eða tæpur fjórð- ungur þjóðarinnar. Um 30 þúsund slasaðir, þurfa á eftirmeðferð að halda. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að leggja einn af hveijum 10 slösuð- um á sjúkrahús. Tíðni dauðsfalla vegna slysa hefur lækkað um helm- ing á undanfömum 20 árum og hef- ur náðst mun betri árangur hér en á hinum Norðurlöndunum. Þetta kom fram í erindi Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis á siysadeild Borgarspítalans, á Heilbrigðisþingi. Brynjólfur sagði að á fyrsta ári væri burðarmálsdauði og afleiðingar fæðingargalla algengasta dánaror- sökin. Slys eru hins vegar algeng- asta dánarorsökin hjá börnum 1-14 ára, en slys og sjálfsvíg frá 15-44 ára aldurs. Illkynja sjúkdómar em algengasta dánarorsökin frá 45-64 ára aldri, en hjarta- og æðasjúkdóm- ar frá 65 ára aldri. Sjóslysum ekki fækkað Brynjólfur sagði að þótt tekist hefði að draga úr dauðsföllum af vöidum slysa, hefði ekki gengið eins vel á þýðingarmiklum sviðum. Látn- um vegna sjóslysa og dmkknana hefði ekki fækkað síðustu ár og tíðni sjóslysa aukist miðað við þá sem vinna í landi, þrátt fyrir að gert hefði verið stórátak í fyrirbyggjandi starfsemi. Brynjólfur sagði að þegar á heild- ina væri litið hefði náðst umtalsverð- ur árangur í fækkun umferðarslysa síðastliðin 20 ár, og sagði að frá árinu 1980-1990 hefðu um 24 látist í umferðinni á ári hveiju, en hins vegar 21 árið 1992, 17 árið 1993 og 12 árið 1994. Slysadauði barna er miklu algeng- ari á íslandi en t.d. f Noregi og Svíþjóð og nefndi Brynjólfur sem dæmi að tíðni dauðaslysa barna hér á landi á ámnum 1989-1990 hefði verið helmingi hærri en hjá Svíum. Mannlegi þátturinn ræður mestu Brynjólfur sagði að talið væri að mannlegi þátturinn væri aðalorsökin í um 75-95% tilvika allra umferðar- slysa, mannvirkin í um 2-20% og farartækið líklega í 3-5% tilvika. „Fj'ármagni til þess að hindra um- ferðarslys er hins vegar einna minnst beint að mannlega þættinum," sagði Brynjólfur. Hann nefndi dæmi um áhrifaríkar slysavarnir og sagði m.a., að ekkert einstakt öryggistæki í bifreiðum hefði fækkað dauðaslysum og alvar- legum áverkum jafnmikið og þriggja punkta öryggisbeltið. „Loftpúðar í bifreiðum fækka dauðaslysum og alvarlegum áverkum um a.m.k. 20% til viðbótar," sagði hann og kvaðst telja skynsamlegt að fella niður gjöld af öiyggistækjum eins og öryggis- beltum og loftpúðum. Þá vék Brynjólfur að hjólreiða- hjálmum. „Það má fækka dauðsfóll- um og alvarlegum höfuðáverkum vegna reiðhjólaslysa um 70-85% með því að nota hjálm. Það hefur sýnt sig að áróður ásamt lagasetningu um notkun hjólreiðahjálma skilar bestum árangri. Hvað tefur slík lög á íslandi? Rannsóknamefnd umferðarslysa tók til starfa fyrir nokkrum árum en lognaðist fljótt út af vegna fjár- skorts og skilningsleysis yfirvalda, þrátt fyrir þá staðreynd að mun fleiri látast eða slasast í umferðarslysum en vegna sjó- eða flugslysa. Það eru þó starfandi rannsóknarnefndir vegna sjó- og flugslysa og er það vel. Það er vonandi að yfirvöld sjái að sér og setji lög um rannsóknar- nefnd umferðarslysa og fjármagni starfsemina, svo að fækka megi enn frekar dauðaslysum og alvarlegum áverkum og þar með lækka háan kostnað vegna umferðarslysa,“ sagði Brynjólfur Mogensen, yfir- læknir. Gengu fjölmf ðlar of langt? ►Menn eru ekki sammála um hvemig fjölmiðlum tókst til varð- andi fréttaflutning af hinum hörmulegu atburðum í Súðavík og víðar á Vestfjörðum nú nýverið./lO Flotinn ósigrandi ►Tekist á um fiskveiðihagsmuni innan Evrópusambandsins. /12 Eldhugi ►Robert von Bahr, eigandi sænska fyrirtækisins BIS, sem gefur út verk Jóns Leifs, segir ís- lenskt listalíf ótrúlega fjölskrúð- ugt./14 Bankamenn í sextíu ár ►Samband íslenskra bankamanna verður sextíu ára á morgun. Á þessum sex áratugum hefur sam- bandið þróast úr laustengdu bandalagi í stéttafélag allra starfs- manna banka, sparisjóða og flestra fjármálafyrirtækja landsins./18 Þurfum að endurmeta allan reksturinn ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Geir Magn- ússon, forstjóra Olíufélagsins h.f./20 B ► l-28 Leitin að misvægi ork- unnar ►Þrátt fyrir alla þá tækni, sem samtíminn býr yfir, eru sérfræð- ingar komnir lítt áleiðis í rann- sóknum á starfsemi og stjómun mannslíkamans. Eitt af því sem augu manna beinast að í æ ríkari mæli eru hugsanleg áhrif raf segul- sviðs á heilsu og vellíðan manna./l Með annan fótinn í veruleikanum ►Bókmenntir, mannréttindamál, Grikkland, ferðalög, stjórnmál, trúmál, konur og aðrar lífsnautnir eru nokkrar helstu ástríður Sigurð- ar A. Magnússonar. /12 Aftur á byrjunarreit ►Náttúrugripasafnið sækist eftir að fá aftur inni í Safnahúsinu þar sem því var ætlaður staður á bygg- ingarteikningum 1906./14 BÍLAR_______________ ►1-4 IMýtt umboð ►Hummer fjölnotajeppinn fluttur inn./2 Reynsluakstur ►Chrysler Neon, kraftmikill og ríkulega búinn./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavíkurbréf 24 Minningar 26 Myndasögur 34 Brids 34 Stjömuspá 34 Skák 34 Bréf til blaðsins 34 Velvakandi 36 Fólkífréttum 38 Bíó/dans 40 íþróttir 44 Utvarp/sjónvarp 45 Dagbók/veður 47 Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir 8b Dægurtónlist 9b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.