Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Klóaksskatturinn: Það verður enginn friður, nema að setja á ykkur plomp-teljara, þá borgar bara hver og einn eftir plomp-fjölda, og ekkert röfl... Viðurkenning Hagþenkis veitt dr. Unnsteini Stefánssyni VIÐURKENNINGU Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, árið 1994 hlýtur dr. Unnsteinn Stefánsson fyrir mikilsverð fræðistörf og í tilefni af útkomu ritverksins Haffræði I og II, eins og segir í frétt frá Hagþenki. Síðara bindi ritverks- ins kom út á árinu á vegum Há- skólaútgáfunnar. Hjalti Hugason, formaður Hagþenkis, afhenti við- urkenninguna við sérstaka at- höfn sl. föstudag í fundasal Haf- rannsóknastofnunar. Undanfarin ár hefur Hagþenk- ir veitt viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi fræðistörf og samn- ingu fræðirita og námsefnis. Við- takandi fær viðurkenningarskjal og fjárhæð sem nú er 250 þúsund krónur. Viðurkenningin tengd lýð veldisafmæli í greinargerð viðurkenningar- ráðs Hagþenkis er veitingin að vissu leyti tengd 50 ára afmæli lýðveldisins. Þar er minnt á að Alþingi hafi samþykkt þings- ályktunartillögu um stofnun há- tíðarsjóðs 17. júní sem ætlað er að efla vistfræðirannsóknir á líf- ríki sjávar og efla íslenska tungu. Verk dr. Unnsteins tengjast vel báðum þessum markmiðum. Höfundur fjölmargra rita Dr. Unnsteinn Stefánsson er fæddur árið 1922. Hann lauk MS-prófi í efnafræði frá Univers- ity of Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1946 og doktorsprófi í haf- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1962. Hann hefur starf- að og numið við hafrannsókna- stofnanir í Danmörku, Noregi, Englandi og Bandaríkjunum auk þess sem hann starfaði sem sér- fræðingur og deildarstjóri hér heima hjá Ilafrannsóknastofnun. Unnsteinn gegndi prófessors- embætti í hlutastöðu við Duke University í Norður-Karólínu- fylki í Bandaríkjunum 1965- 1970, var verkefnisstjóri hjá Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna 1970-1973 og prófessor við Háskóla íslands 1975-1992. Eftir dr. Unnstein liggja fjöl- mörg ritverk. Auk Haffræði I og II má nefna Hafið sem kom út 1961 og doktorsritgerðina North Atlantic Waters árið 1962. Þá hefur hann birt fjölda ritgerða í íslenskum og erlendum vísinda- ritum. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa Indriði Gíslason íslensku- fræðingur, Jón Gauti Jónsson landfræðingur, Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur, Sigrún Klara Hannesdóttir bókasafnsfræðing- ur og Þorsteinn Vilhjálmsson eðl- isfræðingur. Morgunblaðið/Knstmn HJALTI Hugason, formaður Hagþenkis (t.v.), afhendir dr. Unnsteini Stefánssyni viðurkenningu Hagþenkis 1994. Hugmyndasamkeppni ungs fólks Evrópskir nem- ar keppa 1 vís- indum og tækni Islensk ungmenni taka nú í fyrsta sinn þátt í hugmyndasamkeppni ungs fólks í Evrópu i vísind- um og tækni, Hugvísi. Keppnin er hluti af man- nauðsáætlun Evrópusam- bandsins, sem ísland tekur þátt í með samningnum um EES. ÍSAGA hf., mennta- málaráðuneytið og fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur, í samvinnu -við fagfélög á sviði vísinda og tækni, gangast fyrir keppninni hér á landi, en sjálf Evrópu- keppnin er haldin á vegum Evrópusambandsins í haust. Hver er tilgangur keppn- innar? „Hugmyndin á bak við keppnina er sú, að venja fólk við alþjóðlegt samstarf. Þróun í vísindum byggir mjög á samstarfi milli þjóða og hópa vísindamanna víðs vegar um heiminn. Með keppninni leggur Evrópusambandið einnig áherslu á tengsl skólastarfsins og atvinnu- lífsins. Keppninni er ætlað að efla hæfni til að leysá vandamál á nýstárlegan hátt, til. dæmis að taka verkefni fyrir í heild sinni, sýna markvisst vinnuferli, eigið frumkvæði og sjálfstæð vinnu- brögð. Miðað er við að í tillögum nemenda felist nýjungar eða upp- finningar á sviði vísinda eða tækni, endurbætur eða lausnir á sviðum eins og líftækni, tjáning- armiðlum, efnafræði, orkumálum, iðnhönnun og síðast en ekki síst umhverfismálum, sem sívaxandi áhersla hefur verið lögð á.“ Hverjir geta tekið þátt í þessari keppni? „Hugvísir er opinn öllum skóla- nemum á aldrinum 15-20 ára. Bekkjardeildir geta staðið saman að verkefnum, einstakir nemenda- hópar eða einstaklingar. Nemend- ur velja sér ákveðið þema eða verkefni, rannsaka það frá sem víðustum sjónarhóli og setja fram nýstárlegar niðurstöður, með eða án leiðsagnar kennara. Kennarar geta notað verkefnin sem hluta af þemaverkefni eða sem loka- verkefni." Hver margir íslenskir nemend- ur munu taka þátt í keppninni hér heima? „Við rennum blint í sjóinn með þátttöku, en við höfum sent kynn- ingu á keppninni til allra fram- haldsskóla. Keppni af þessu tagi hefur ekki verið haldin -------- hér áður, en úrslita- keppnin sjálf er nú haldin í 7. skipti. Það tekur auðvitað ákveð- inn tíma að kynna keppnina hér á landi, en ég á von á að þátttakan batni með hverju ári.“ Hvernig eru íslenskir nemendur í stakk búnir tii að taka þátt í slíkri keppni? „í íslenska skólakerfinu er minni sérhæfing en hjá flestum öðrum Evrópuþjóðum og það má segja að íslenskir nemendur séu einu ári á eftir jafnöldrum sínum. Sums staðar í Evrópu eru nemend- ur jafnvel komnir í háskóla við 17-18 ára aldur. Fyrir keppnina hér á landi leggjum við aðallega áherslu á náttúrugreinar og ein- hveijar verklegar greinar." Hvernig er framkvæmd keppn- inmir háttað? „Þeir sem hafa áhuga á að taka Björn Búi Jónsson ►Björn Búi Jónsson, mennta- skólakennari, fæddist þann 24. september árið 1947 á Siglunesi við Siglufjörð. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1967 og prófi í eðlisfræði frá Háskóla Islands árið 1972. Þá hóf hann kennslu í eðlis- og efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík og hefur kennt þar síðan. Björn er annar tveggja íslenskra um- sjónarmanna Hugvísis, hug- myndasamkeppni ungs fólks í Evrópu í vísindum og tækni. Fólk vanið við alþjóðlegt samstarf þátt í keppninni hér geta sótt um rannsóknarstyrk til ÍSAGA hf. fyrir 15. febrúar, en frestur til að skila inn tillögum rennur út 27. mars. Allar tillögur sem berast eru Iagðar í rhat hlutlausrar dóm- nefndar, sem velur sex tillögur og þar af 2-3 til að taka þátt í Evr- ópukeppninni í Newcastle á Eng- landi dagana 11.-13. september. Úrslit keppninnar hér á landi verða tilkynnt í Reykjavík laugar- daginn 20. maí.“ Getur þú nefnt dæmi um verk- efni, sem keppt hafa til úrslita í Evrópukeppninni? „Verkefnin hafa verið mjög fjöl- breytt. í fyrra sigraði írsk stúlka, sem skilaði inn rannsókn sinni á lifnaðarháttum fiðrildalirfu. Piltar hafa verið iðnir við að koma fram með ýmsar nýjungar í forritun, sem hafa sumar verið nýttar og settar á markað. Þá hafa ýmsar -------- uppfinningar litið dags- ins Ijós, en það getur verið flókið að finna út hvort svipaðar lausnir hafa komið fram áður. Sem dæmi um uppfinn- ingar má nefna að sænskir piltar hönnuðu stjórnkerfi bifreiðar, en því var eingöngu stjórnað með höndunum. Slíkt kerfi þekkist þegar fyrir fatlaða, en hugmynd þeirra var að kerfi þeirra yrði notað í allar bifreiðar og byggðist á því að viðbragðsflýtir er meiri í höndum en fótum." Hvað bera sigurvegararnir svo úr býtum? „Verðlaunaféð hér á landi er 200 þúsund krónur. Tólf verðlaun verða veitt í Evrópukeppninni. Sex verkefni fá fyrstu verðlaun að upphæð rúmar 400 þúsund krónur hvert og sex önnur fá um 250 þúsund krónur hvert. Ferðir til Newcastle og uppihald þar er greitt af Evrópusambandinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.