Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 11 hvort ein leið til þess væri að koma upp sérstökum „fjölmiðlatenglum" hjá Almannavörnum um allt land. „Samskiptin við Almannavamir voru sein í gang, en þegar leið á daginn fengum við allar upplýsingar rétt og vel,“ sagði Kári Jónasson. „ Þeir sem stjórna aðgerðum þurfa að hafa einhvern til þess að ræða við fréttamenn, það gengur ekki að þeir sem eru í slíkri stjómdn þurfi líka að sinna slíku. Þessu þurfa yfirmenn Almannavama og yfirvöld að gera sér grein fyrir. Það þarf líka að átta sig á að ljósvakamiðlum og blöðum þarf að raða upp í forgangsröð með tilliti til þess að ljósvakamiðlamir eru með marga fréttatíma á dag meðan blöð koma aðeins út einu sinni á dag. Það þarf að setja upp forgangs- röð og afgreiða upplýsingar í ákveð- inni röð til þess að fréttastreymið verði hnökralaust." Kristján Þór gat þess að almanna- varnakerfið væri þegar þannig upp byggt að fyrir hendi væri verkaskipt- ing sem gerir ráð fyrir hveijir eigi að svara fjölmiðlamönnum ef nátt- úruhamfarir verða. „Svona tenglar eiga að vera fyrir hendi nú þegar,“ sagði Kristján. „Þegar svona stórir atburðir gerast verður ágengni fjölmiðla mikil og þá er hætt við að skipulagið, sem Al- mannavarnir gera ráð fyrir, riðlist, það er í raun aðeins búið til fyrir annan aðilann. Það er engin slík sam- ræming á milli fjölmiðlanna sjálfra, þeir kom allir strax og eru alltaf að. Það væri gott að marka verklagsregl- ur meðan á mestu ósköpunum geng- ur, sá tími er oftasfyekki langur." Kristján gegndi sjálfur hlutverki fjölmiðlatengils hjá Almannavömum á ísafírði. Leifur Öm Svavarsson sagði að í aðgerðum björgunarsveita væri það alltaf sérstaklega valinn maður sem mætti gefa upplýsingar. „Þar sem skipulegar aðgerðir eru í gangi verð- ur að hafa stjóm á hvaða upplýs- ingar eru gefnar,“ sagði Leifur. Elín Hirst var á þeirri skoðun að endur- skoða þyrfti tengsl almannavarna við fjölmiðla frá grunni. Hafsteinn Haf- steinsson kvað Almannavarnir ríksins hafa slíkan aðila sem svara á fjölmiðl- um og rætt hafí verið um það að koma slíku á hjá Almannavömum alls staðar á landinu. í framhaldi af þessum umræðum sagði Kári Jónasson: „Það reyndi þama mikið á almannavamahlutverk Fréttastofu Útvarps, kannski vomm við hér of upptekin í því hlutverki. Viðtöl við fólk urðu t.d. aðeins útund- an. Hins skulu menn minnast að Útvarpið gaf tóninn í umfjöllun um þetta mikla slys. Við vorum fljót að fella niður hefðbundna dagskrá og láta fólk þannig skilja alvöru máls- ins." Á að taka strax viðtöl við syrgjendur? Loks hefur það verið talsvert rætt manna á meðal hvort rétt sé að taka viðtöl við fólk sem misst hefur mjög nána ættingja, strax eftir áfallið. „Ég tel ekki rangt að taka slík viðtöl ef það er gert í samráði við kunnáttu- fólk og legg áherslu á að þannig þurfi það að vera,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson læknir. „Ég held að þetta hjálpi fólki að opna sig og vinna bet- ur úr því áfalli sem það hefur orðið fyrir.“ Rudolf Adolfsson geðhjúkrunar- fræðingur segir í þessu sambandi: „Það var ekki tilviljun að Hafsteinn Númason og Þorsteinn Örn Gestsson fóru í viðtöl í fjölmiðium. Þeir gáfu þessi viðtöl að vel yfirveguðu ráði og í samráði við lækna og hjúkrunar- fólk. Þeir komust vel frá þessu að mínu mati og ég tel að þetta hafi ekki gert þeim illt, nema síður sé. Hins vegar er þetta varasöm braut að leggja út á. Eftir stór áföll eru flestir í sjokkástandi. Þá truflast skynjun og rökhugsun og brenglun verður á dómgreind. Fólk í sjokki hefur tilhneigingu til að mistúlka það sem sagt er og draga rangar ályktan- ir. Eftir aðeins tvo daga kann þetta fólk að líta öðrum augum á hlutina og sér þá kannski mikið eftir að hafa talað. Það framkallar svo kannski aftur sektartilfinningu sem aukabyrði er að bera.“ Hafsteinn Hafsteinsson er aftur á móti annarrar skoðunar. „Mér fínnst þetta ekki rétt. Fólk hlýtur, eftir slík- an missi sem þessir tveir menn urðu fyrir, að vera hálfdofið. Ef fólk hefur þörf fyrir að tala við einhvern ætti það auðvitað að gera það, en ekki frammi fyrir alþjóð.“ Elín Hirst sagði um þetta atriði: „Ég sé fyrir mér að viðtöl sem þessi geti orkað tvímælis. í því tilfelli sem hér er átt við var það gert að viðstödd- um lækni og presti, en þeirra mat var að viðkomandi væri í nógu góðu jafnvægi til að láta taka við sig við- tal.“ VETTVANGUR ATBURÐANNA „Fréttamenn hljóta eðli máls sam- kvæmt að gæta þess að leita ekki eftir viðtölum eða yfirlýsingum þeirra sem ekki eru í tilfínningalegu jafn- vægi vegna nýorðinna atburða, sem teljast öllu venjulegu fólki mikil raun. Taka þarf tillit til hvers viðmælanda hveiju sinni. Þessa braut er brýnt að feta af mikilli varfæmi," sagði Ólafur Helgi Kjartansson. „Mér fínnst þetta hættuleg braut að fara út á nema í góðu samráði við geðlækna," sagði Leifur Örn Sva- varsson, en Kári Jónasson sagði: „„Varðandi það að hafa viðtöl við fólk sem misst hefur nána ættingja strax eftir áfallið þá virðist það vera svo að margir fínna til mikils léttis að fá að tala. Mér fínnst líka réttast í slíkum tilvikum að tala við þá sem næstir standa, þeir gera sér best grein fyrir alvöru málsins." Kári sagði ennfremur: „Sérhvert slys af slíkri stærðargráðu sem hér er um rætt hefur kennt okkur eitt- Sífellt verður erfiðara fyrir blaðamenn að komast að vettvangi náttúruhamfara og slysa til að afla nauð- synlegra upplýsinga og myndefnis, að mati Helga Bjarnasonar og Péturs Gunnarssonar blaðamanna Morgun- blaðsins. Velta þeir fyrir sér leiðum til að fá úr því bætt. sem almenningur í landinu gerir kröfu til og á rétt á að fá. Umfjöll- un um fréttaskrif af slysavettvangi á síðustu árum hefur leitt til þess að okkur er gert sífellt erfiðara að vinna störf okkar. Það getur ekki leitt til nema eins, óvandaðri frétta. Enginn annar getur tekið ákvörðunina Skiljanlegt er að slysavettvangi sé lokað fyrir almenningi og í und- antekningartilvikum getur verið nauðsynlegt að takmarka aðgang blaðamanna. Það á einkum við ef hætta er á að sönnunargögn spill- ist. Þetta hefur hins vegar gengið út í öfgar. Nú er það regla fremur en undantekning að blaðamönnum sé meinað að koma nálægt vett- vangi. Þess eru nokkur dæmi að aðgangur fjölmiðla að vettvangi náttúruhamfara eða slysa hafí ver- ið takmarkaður með mun róttæk- SÚÐAVÍK eftir snjóflóðin. Morgunblaðið/RAX hvað. Þetta slys í Súðavík hefur kennt okkur hér ýmislegt. Það gerðu líka Vestmannaeyjagosið, bátstapar, flugslys og önnur snjóflóð sem orðið hafa. Hvert slys hefur sitt sérkenni og við höfum lært af þessu öllu. Slys- ið í Súðavík hefur kennt okkur margt, t.d. um almannavarnir og samskipti þeirra við fjölmiðla," sagði Kári. Hann gerði einnig áfallahjálpina að umræðuefni. „Það hefur verið mikið rætt um áfallahjálp í sambandi við Súðavíkurslysið. Umræðan um áfallahjálp má ekki ganga út í öfg- ar. Það hefur áður verið áfallahjálp í slysum, þótt hún hafi ekki endilega verið kölluð það, hana hafa annast prestar, læknar, vinir og nágrann- ar,“ sagði hann. Að lokum skulum við grípa niður í viðtal sem Dagblaðið átti við Haf- stein Númason 21. janúar sl., en þar segir: „Hafsteinn tekur fram að hann sé ekki bitur út í neinn og ásakar ekki fjölmiðla um að hafa verið of aðgangsharðir. Aðspurður kveðst hann þó hafa fyllst reiði þegar fyrstu fregnir bárust um atburðinn í fjöl- miðlum. Nú þegar hann fari hlutlægt yfir málið sé niðurstaðan sú að fjöl- miðlar hafi almennt séð ekki farið yfir strikið. „Allur fréttaflutningur er nauðsynlegur og fjölmiðlar geta gert gífurlegt gagn í upplýsingamiðl- un og þannig hjálpað til við leitar- og björgunarstörf. En fréttamenn verða að gæta mikillar varúðar.““ Undir þessi síðustu orð Hafsteins Númasonar geta að líkindum flestir tekið. UMRÆÐA um fréttaflutn- ing af slysum er ekki ný, hún hefur oft gosið upp eftir stórslys á und- anförnum árum. Stundum hefur verið ærið tilefni til að gagnrýna fréttaflutninginn en síður nú, við teljum að fréttir af snjóflóðinu í Súðavík standist í aðalatriðum gagnrýna skoðun. Allar staðreyndir verða að koma fram Blaðamenn sem skrifa fréttir um slys og náttúruhamfarir liafa það eitt að markmiði að lýsa atburðin- um á sem sannastan hátt. Allar staðreyndir mála verða að koma fram. í því felst ábyrgð þeirra. Abyrgð þeirra felst einnig í því að fjalla um atburðinn og þá sem fyr- ir honum verða með hæfilegri varúð og virðingu. Við teljum að frétta- flutningur af náttúruhamförunum í Súðavík sýni að blaðamenn rísi fyllilega undir þeirri ábyrgð. Besta leiðin til að komast hjá mistökum er að segja hverja sögu eins og hún er. Og gæta þess að farið sé rétt með staðreyndir í smæstu jafnt sem stærstu atriðum. Til þess að það sé unnt verða blaða- menn að hafa aðgang að öllum upplýsingum. Ekkert getur komið í stað þess að blaðamaður fari sjálf- ur á vettvang slysa og náttúruham- fara. Þangað á hann ekki erindi sjálfs sín vegna heldur til þess að afla og miðla þeim upplýsingum ari aðgerðum en gripið hefði verið til gagnvart almenningi og al- mennri umferð. Rökin fyrir slíkum ákvörðunum eru oftast sögð hættu- ástand, tillitissemi við aðstandend- ur eða að mönnum þætti óþægilegt að hafa blaðamenn nálægt. Um hættuna er það eitt að segja að blaðamenn taka ákveðna hættu með því að fara á vettvang og við höfum engan áhuga á að auka hana. Blaðamaðurinn verður hins vegar að ákveða þetta sjálfur. Hann veit að hverju hann gengur og eng- inn getur tekið ákvörðunina fyrir hann. Enginn blaðamaður eða ljós- myndari birtir allt það efni sem hann kemst yfír. Á fjölmiðlunum hafa i áranna rás skapast hefðir sem menn taka mið af við birtingu viðkvæmra upplýsinga og mynda, meðal annars af slysavettvangi. Hefðir þessar hafa meðal annars mótast af viðbrögðum lesenda á mörgum árum. Menn standa oft frammi fyrir erfíðum matsatriðum og fréttaflutningur af slysum mun óhjákvæmilega koma illa við fólk, en fréttirnar eru og verða alltaf sjálfsagður hluti af sögunni. At- burðurinn hefur átt sér stað þegar við komum til skjalanna og verður ekki tekinn aftur. Rétt frásögn af náttúruhamförum og slysum getur ekki verið sárari en atburðurinn sjálfur. Yfirvöld geta ekki stýrt því hvernig fréttir eru sagðar, menn verða einfaldlega að treysta ábyrgðarmönnum fjölmiðlanna fyr- ir því að taka rétta ákvörðun, það getur enginn gert fyrir þá. Upplýsingafulltrúi í stjórnstöð Allir viðurkenna á hátíðlegum stundum að fjölmiðlar hafí miklu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu en stundum vill gleymast að frétt- irnar verða ekki til af sjálfu sér. Fulltrúar yfírvalda og björgunar- menn efast um að vettvangur slysa sé eðlilegur starfsvettvangur blaða- manna og ljósmyndara, eins og annarra. Blaðamenn mæta hins vegar ekki á staðinn til að tefja fyrir rannsókn mála eða björgunar- störfum og ef allt væri með felldu væri í flestum tilvikum hægt að greiða fyrir aðgangi þeirra á stað- inn án þess að það valdi skaða. Við teljum löngu tímabært að menn ræði hreinskilnislega um þessi mál sín á milli. Annars fæst ekki lausn. Það mætti hugsa sér að fjölgað yrði um einn mann í stjórnstöð al- mannavarna eða björgunarmiðstöð og hefði sá þekkingu eða innsýn í blaðamennsku og bæri ábyrgð á upplýsingamiðlun. Upplýsingafull- trúinn þyrfti að hafa allar upplýs- ingar og vald til að greiða fyrir sjálfsögðum aðgangi blaðamanna að vettvangi. Það gæti einnig verið til góðs að upplýsingamiðlun og samskipti við blaðamenn yrði tekin upp sem einn þáttur í þjálfun björg- unarsveitarmanna. Mætti til dæmis hugsa sér að starfandi blaðamenn kæmu í heimsókn á námskeið í björgunarskólanum. Með því móti mætti reyna að útrýma þeim for- dómum sem því miður einkenna þessi samskipti um of og virðast hafa farið vaxandi á undanförnum árum. Aðeins með viðræðum geta menn komið sér niður á hvernig haga beri samskiptum á vettvangi þannig að jafnt blaðamenn og björgunarmenn geti sinnt mikil- vægu starfí sínu óskiptir án þess að valda hveijir öðrum töfum og óþægindum. Frá sjónarhóli blaða- manna er nauðsynlegt að í slíkum viðræðum sé viðurkennt að sér- þekkingu á fréttaflutningi og þörf- um fjölmiðla við aðstæður sem þessar sé helst að finna meðal blaðamanna. Mismunandi viðhorf Það skal áréttað að þótt okkur virðist sem starfsumhverfi blaða- manna í málum af þessu tagi hafi að mörgu leyti orðið erfiðara undanfarin ár er það þó misjafnt eftir landshlutum og umdæmum. Virðist huglæg afstaða yfirvalds eða stjórnanda aðgerða til fjölmiðla og fréttaflutnings geta ráðið miklu um starfsaðstæður blaðamanna hverju sinni. Við teljum fyllstu ástæðu til að binda vonir við að ineð samráði og viðræðum milli björgunarmanna og blaðamanna megi draga úr tog- streitu og koma samskiptum á grundvöll sem báðir geta sætt sig við. 1 því sambandi má geta þess að undanfarin misseri hafa sam- skipti blaðamanna við heilbrigðis- stéttir vegna slysa og hamfara tek- ið stakkaskiptum til hins betra. Frá sjónarhóli okkar voru samskipti blaðamanna við lækna, hjúkrunar- fólk og presta, sem hlúðu að þeim sem áttu um sárt að binda eftir snjóflóðin í Súðavík, eins og best varð á kosið og einker.ndust af gagnkvæmum skilningi og virðingu enda áhersla á það lögð af beggja hálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.