Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ TEKIST Á UM FISKVEIÐIHAGSMUNI INNAN EVRÓPUSAMBANDSINS FLOTIHH OSIGRANDI Höfnin í La Coruna á norðvesturströnd Spán- ar minnir helst á breskan hafnarbæ. Sjá má fiskiskip, sem skráð eru í Lowestoft, Falmouth o g Fleetwood, landa lýsing og skötusel. Skipin sigla undir breskum fána og breskir skipstjórar stjóma þeim að nafn- inu til. Þau em hins vegar gerð út frá La Comna og em í eigu Spánverja. UNDANFARNA tvo áratugi hafa Spánverjar notað skip undir breskum fána til að fá aðgang að fískimiðum, sem þeir höfðu sótt í margar kynslóðir áður en veiðar þeirra voru bannaðar á áttunda áratugnum. Flotinn ósigrandi er vopnið sem Spánveijar nota til að fara í kring- um bannið við fiskveiðum þeirra innan breskrar landhelgi. Flotinn er opinberlega í eigu og undir stjórn Breta. Bresku skipstjóramir em hins vegar aðeins að nafninu til. Um borð í hverju skipi er Spánveiji sem gefur fyrirmælin sem máli skipta. Bresku skipstjóramir segja að um 100 slík skip séu gerð út frá norður- strönd Spánar. Höfuðstöðvarnar Bresku skipstjórarnir kalla Brit- anníu-barinn, nálægt höfninni í La Coruna, „höfuðstöðvar breska sjáv- arútvegsins". Þeir em flestir mið- aldra skipstjórar sem hafa engan áhuga á því að láta mynda sig eða birta nöfn sín af ótta við hefnd frá fyrrum skipsfélögum. Þeir vita að þeir em aðeins til málamynda á skipunum. Þeir hafa ekki skip- stjóravald og verkefni þeirra er fyrst og fremst það að vera til taks ef veiðieftirlitsmenn láta sjá sig til að kanna kvóta skipanna og tryggja að allir pappírar séu í lagi. Bernard Hellwig er dæmigerður fyrir bresku skipstjórana. Hann hefur 8.000 kr. ísl. á dag á sjó. Samningar kveða yfirleitt á um frí sjöunda hvem túr og hafa Bretam- ir um 2,7 milljónir kr. í laun á ári. Hellwig sem er frá Hull er einn fárra sem hefur ekkert á móti því að tjá sig um veiðarnar. „Allt frá því í þorskastríðunum við íslend- inga hefur sjávarútvegurinn verið skiptimynt í stjórnmálum. Enginn vildi eiga í deilum og svo var ódýr- ara að kaupa fiskinn érlendis frá. Ég myndi reka þá alla.“ Skipstjórinn einn eftir Bretarnir benda á að til að byija með hafi um 75% áhafna skipa sem sigldu undir hentifána verið skipað- ar Bretum, svo og skipstjórinn og fyrsti stýrimaður. Nú er skipstjór- inn einn eftir. Breskur skipstjóri kom til Spánar fyrir skömmu til að taka við 300 tonna togara en komst að því að skráningarskjöl skipsins vora i ólestri. Hann neitaði að sigla nema þessu væri kippt í lag en mátti horfa á eftir togaranum sigla í átt að írlandsströndum og þverbijóta allar reglur. Annar skipstjóri viður- kenndi að hann hringdi reglulega í veiðieftirlitsmenn þegar hann kem- ur til Bretlands og tilkynnti um lagabrot spænsku togaranna. Einn skipstjórinn sagði: „Ég hef verið hér í átta ár og hef aldrei séð spænskum eftirlitsmanni bregða fyrir á uppboðs- mörkuðum. Nú er talað um að losna við mála- myndaskipstjórana og eina vörn okkar er sú að við vitum b.vað gengur á héma.“ Spánverjar einnig óánægðir Fiskur að andvirði um 10 millj- arða ísl. kr. fór á síðasta ári um uppboðsmarkaðinn í La Coruna en það er um 1,6 milljörðum kr. minna en árið þar á undan, að sögn emb- ættismanna. Þeir neita fullyrðingum þess efn- is að Bretar hafi verið hlunnfarnir í síðustu fiskveiðisamningum Evr- ópusambandsins, ESB, í Brassel, sem heimila fjörutíu spænskum skipum að veiða innan breskrar lög- sögu. Jesus Etchevers Duran, formað- ur félags togarasjómanna í La Cor- una, segir ekki um spænskan sigur að ræða og kveðst ekki skilja mótmælin. „Á fundi í London í nóvember sl. var mér sagt að alls stunduðu um 6.500 bresk skip fiskveiðar. Breskir sjómenn segja okkur stunda rá- nyrkju á miðum þeirra. Hafa þeir svo miklar áhyggjur af veiðum 40 spænskra togara? Þú skýtur ekki fíl með hagla- byssu. Deyi hann er það vegna þess að hann var veikur fyrir. Breskir sjávarútvegsmenn ættu að líta í eigin barm í stað þess að fullyrða að 40 spænskir togarar svipti þá lífsafkomunni." Etchevers segir fjölda spænskra sjómanna vera reiðubúinn að gefa eftir leyfi til veiða í Irska hólf- inu, sem aðallega er deilt um, svo fremi sem öll fisksala frá Bretlandi verði bönnuð á Spáni. „Stjórnmálamennirnir í London og breskir sjómenn hafa kosið að gleyma að Spánn kaupir mest allra þjóða af breskum fiski. Síðasti samningur kom okkur ekki vel, við gáfum of mikið eftir.“ Innflutningur aukist frá Bretlandi Rafael Conde, sem fer með sjáv- arútvegsmál í landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðneytinu spænska, bend- ir á að árið 1985, er Spánn gekk í ESB, fluttu Spánveijar inn fisk frá Bretlandi fyrir _sem svarar 3,2 milljörðum fsl. kr. Átta árum síðar var upphæðin komin í 14,6 milljarða króna auk þess sem inn- flutningur á físki frá ír- landi hafði á sama tíma aukist úr 160 milljónum króna í 4,3 milljarða króna. „Breski sjávarút- vegurinn er ekki sáttur við síðasta fiskveiðisamning. Ekki við heldur,“ segir Conde. „Spænska stjórnin var sér meðvituð um hversu viðkvæmt mál er um að ræða í Bretlandi og gerði sér grein fyrir því að tilslakanir væra nauð- synlegar. Við vorum sammála um að takmarka veiðar spænskra tog- ara svo og að loka írlandshafi og Bristolsundi fyrir spænskum skip- um.“ Njóta góðs af^tyrkjunum Engin þjóð nýtur eins góðs af styrkjum ÉSB til veiða utan lögsögu ESB og Spánveijar en þeir nema alls um 24 milljörðum ísl. kr. Það þýðir að hvert og eitt af hinum 2.300 skipum fær 10 milljónir í styrk, sem verður til þess að vernda um 25.000 störf. Nærri því allir fiskveiðisamning- ar sambandsins hafa verið gerðir við lönd í Afríku og Suður-Amer- íku. Sá stærsti var gerður við Mar- okkó, sem fær 8 milljarða ísl. kr. fyrir að leyfa veiðar 730 skipa frá Spáni og Portúgal. Evrópusambandið hefur einnig gert samning við Argentínumenn um veiðar í Suður-Atlantshafi og við Sómalíu þar sem evrópskir tog- arar hafa haldið áfram veiðum þrátt fyrir borgarastyijöld og hungurs- neyð þar í landi. Umhverfisverndarsinnar hafa gagnrýnt styrki til kvótakaupa harðlega, segja þá stuðla að útrým- ingu fiskistofna auk þess sem þeir svipti sjómenn í þróunarlöndum lífs- viðurværinu. í flestum tilfellum er um spænsk skip að ræða en bresk- ir sjómenn njóta hins vegar góðs af samningum við Grænlendinga, íslendinga og Norðmenn. Veiða þrátt fyrir styrjöld og hungur Breskir skip- stjórar að nafninu til FYRRVERANDISENDIHERRA NOREGS SEGIR HÆGT AÐ LEYSA SMUGUDEILUNA SÖK BEGGJA ÞJÓÐANNA PER Aasen, fyrrverandi sendi- herra Noregs á íslandi, telur að vel sé hægt að leysa deilu Islend- inga og Norðmanna um Smuguna. í samtali við Drammens Tidende segir hann báðar þjóðimar eiga nokkra sök í málinu og að haldi deilan áfram, tapi báðir. í kjölfar þess að Norðmenn felldu aðildar- samning að Evrópusambandinu, skipti samskipti þjóðanna meira máli en nokkru sinni. Per Aasen var sendiherra á ís- landi í sex ár en lét af störfum fyrir um ári. Hann segir nauðsyn- legt að leysa Smugudeiluna, sem hann kveður óheppilega. Leita verði lausnar með samningum sem byggi á hinum sérstöku sögulegu og menningarlegu tengslum þjóðanna. „Komi Norðmenn til móts við íslendinga með því að viðurkenna hversu algerlega landsmenn era háðir fískveiðum er það í samræmi við stefnuna gangvart frændþjóðum okkar. Knut Frydenlund tókst að fínna lausn á Jan Mayen-deilunni, einnig í sáttasemjarahlutverkinu í þorskastríði Islendinga og Breta.“ Smugudeilan verður undirmálsgrein Aasen segir að eftir sex ára dvöl á íslandi sé hann sannfærður um að þessi óheppilega fiskveiðideila verði ekki annað en undirmálsgrein í annars góðum samskiptum land- anna. Vart séu til tvö lönd sem standi nær hvort öðra. „Það var að mörgu leyti þversögn að vera sendi- herra Noregs á Islandi. Sendiherra er fulltrúi erlends ríkis en ísland var aldrei framandi. Við erum sprottin af sömu rót, eigum sam- eiginlega sögu og menningu og íslend- ingar hafa haldið við málinu sem við töluð- um uppranalega. Mér fannst því að ég væri á meðal fólksins míns.“ Ófyrirgefanlegt að skjóta á íslendinga Þegar Aasen er spurður að ástæðu fískveiðideilunnar og hvers vegna hún hafi gengið svo langt að norska strandgæslan hafi hleypt af skotum, segir hann að stjórnvöld hafi án efa gert sér grein fyrir því að ákvörðunin um að skjóta að ís- lenskum fiskiskipum hafi verið óskynsamleg. „Ég hika ekki við að segja hana ófyrirgefanlega. Þegar skotið er, brestur grundvöllur diplómatískra samskipta. Ég viður- kenni að mér varð ekki svefnsamt nóttina eftir að skotum var hleypt af. Þetta hefði átt að gerast á ann- an hátt!“ Aasen hefur eftir Jóni Baldvin Hannib- alssyni utanríkisráð- herra að hefði Thor- vald Stoltenberg enn verið utanríkisráð- herra Norégs, hefði deilan aldrei orðið. „Vera kann að hann hafi rétt fyrir sér, þvi að Stoltenberg hefði varla látið Jón Baldvin storka sér. Ég þekki hann of vel til þess. En það er einnig heil- mikið til í því að segja að hefði Jón Baldvin ekki verið svo ögrandi, hefði heldur ekki komið til þessarar deilu. Jón Baldvin (íslendingarnir nota aðeins fornöfn) hefur mikla per- sónutöfra en er stjórnmálamaður sem beitir óhefðbundum aðferðum. Hann er afar ódiplómatískur, sem hefur komið honum í vanda heima og erlendis." Sérlausn fyrir íslendinga Aasen segist ekki varpa allri ábyrgð á deilunni á norsk stjórn- völd, segir báða aðila eiga hlut að máli. Það sé vissulega slæmt í stjórnmálasamskiptum að ögra andstæðingnum en einnig slæmt að láta ögra sér. „Við sem höfum komið á sáttum í einu af flóknustu deilumálum heims [friðarsamkomu- lag ísraela og Palestínumanna], hefðum átt að reyna að skilja and- stæðinga okkar í Smugudeilunni betur. Leggja hefði áttmeiri áherslu á það hversu háðir Islendingar era fiskveiðum. Leita hefði átt eftir sérlausn fyrir íslendinga, rétt eins og við fengum fyrir okkur sjálfa. Við getum talað um sögulegan rétt fram og aftur en íslendingar eiga bágt með að skilja að ísland var eina landið í nágrenni okkar sem fékk ekki fískveiðikvóta í Barents- hafi.“ ' Er Aasen er spurður hvort að hann telji að hægt sé að leysa Smugudeiluna, játar hann því. „Jafnvel þótt að báðir hafi lagt mikið upp úr málinu verðum við að komast að víðtæku samkomulagi hvað varðar samvinnu landanna á sviði fiskveiða, svo að hvoragur standi uppi sem sá sem tapar. Haldi deilan áfram, tapa báðir.“ Per Aasen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.