Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 15 Jón Leifs er einstakur Eins og getið er í upphafi hefur BIS meðal annars gefið út verk Jóns Leifs, en á síðasta ári komu út tveir diskar með tónlist Jóns á vegum BIS, píanótónlist sem Örn Magnússon lék inn á band, og strengjakvartettar hans sem Ygg- drasil kvartettinn sænski tók upp. Báðir diskarnir hafa fengið frábær- ar viðtökur gagnrýnenda, en von Bahr hyggur á útgáfu á allri tónlist Jóns Leifs og hefur meðal annars samið við Sinfóníuhljómsveit ís- lands um að taka upp hljómsveitar- verk hans, og verður fyrsta upptak- an á þessu ári. Von Bahr segir að hann hafí í upphafí verið tregur til að kynna sér verk Jóns Leifs, þó hann hafí ekkert þekkt til þeirra. „Kunningi minn, Carl-Gunnar Áhlén, tónlistar- gagnrýnandi Svenska Dagbladet, var alltaf að halda Jóni Leifs að mér og í hvert sinn sem við hitt- umst sagði hann að ég yrði að gefa út verk Jóns. Á endanum lét ég til leiðast og hlustaði á orgelkonsert, sem mér fannst reyndar ekkert sér- staklega skemmtilegur, en það var eitthvað í tónlistinni sem heillaði mig og eftir það var þetta bara spuming um að fínna tíma til að taka upp og rétta fólkið í verkið," segir von Bahr. Hann segist ekki þekkja það mikið til verka Jóns til að velja uppáhaldsverk, en segir að sér hafi þótt strengjakvartettarnir skemmtilegir, sérstaklega fyrsti og annar kvartettinn. „Jón er mjög sérstakt tónskáld og það er í raun ekki hægt að líkja honum við neitt tónskáld annað; tónlistarheimur hans var einstakur," segir von Bahr, en í bæklingi sem fýlgdi út- gáfunni á strengjakvartettunum segir Carl-Gunnar Áhlén Jón standa fyllilega jafnfætis Sibelius og Bela Bartók. Sum verka Jóns eru erfíð í flutn- ingi, sérstaklega óratóríur hans, sem kalla á mikla hljómsveit og stóra kóra, en von Bahr segist óbanginn ætla að taka allt upp, „við byijum á Sögusinfóníunni og síðar tökum við Eddu“, segir hann ákveðinn, „við höfum mikla reynslu í upptökum og þannig tókum við upp fyrir skemmstu áttundu sinfón- íu Mahlers og vorum með 525 manns á sviðinu samtímis, en upp- taka okkar stenst samjöfnuð við hvaða upptöku aðra sem er. Ef hægt er að taka upp verk Jóns Leifs þá getum við það,“ segir hann með áherslu og bætir við að hann efist ekki um að íslenskir tónlistar- menn ráði við annað eins verkefni. Ótrúlegt hve mörg góð tónskáld koma frá Islandi BIS hefur áður gefíð út íslenska tónlist, meðal annars íslensk kór- verk í flutningi Kórs Langholts- kirkju og flautuverk eftir ýmis ís- lensk tónskáld í flutningi Manuelu Wiesler, sem er íslendingum að góðu kunn. Von Bahr segist og hyggjast taka upp fleiri verk eftir íslensk tónskáld, á döfinni sé að taka upp flautukonsert Þorkels Sig- urbjörnssonar í mars og að sig langi til að taka upp meira af verkum Atla Heimis. „Mér finnst hreint ótrúlegt hve mörg góð tónskáld koma frá íslandi, 260.000 manna landi. Ég trúi því varla sjálfur hvað íslenskt listalíf er fjölskrúðugt og ég er viss um að nú þegar sam- starf okkar við Sinfóníuhljómsveit- ina fer af stað munum við finna fleiri góð verk sem við eigum eftir að gefa út. Á hinn bóginn finnst mér ekki endilega gefið að við eig- um eingöngu eftir að taka upp ís- lenska tónlist með Sinfóníunni, en það hlýtur þó að verða aðalverkefn- ið til að byija með því það er svo erfítt að fá aðrar hljómsveitir til að taka upp íslenska tónlist. Allt slíkt samstarf vindur síðan upp á sig og ég á von á að við eigum eftir líka að taka upp með fleiri íslenskum hljómsveitum, strengja- kvartettum, blásarasveitum og ein- leikurum þegar fram líður,“ segir von Bahr ákveðinn að lokum. Vinir ljóðsins og Súð- víkinga MYNDIN var tekin á skáldakvöldi á Hótel Borg í fyrrakvöld. Besti vinur ljóðsins stóð að kvöldinu og aðgangseyrir rann til söfnunarinnar Samhugur í verki til styrktar Súð- víkingum. Á myndi sjást Guðmund- ur Andri Thorsson, Jóhanna Krist- jónsdóttir, Aníta Jónsdóttir, Hrafn Jökulsson, Thor Vilhjálmsson og Ingibjörg Eyþórsdóttir. ...þegar þú ábyrgðartryggir bílinn hjá TM greiðslur á ábyrgðartryggingum skiptast niður á tvo gjalddaga á ári, 1. mars og 1. september. (V} sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum er engin, óháð því hver ekur eða hversu mikið er ekið. Sjálfsábyrgð • foreldra er heldur engin ef ökumaður er barn þeirra. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466. YDDA/SÍA F16.10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.