Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ UM 3.400 STARFSMENN BANKA OG FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA FAGNA STÓRAFMÆLIUM ÞESSAR MUNDIR BANKAMENN í SEXTÍU ÁR SAMBAND íslenskra bankamanna verður sextíu ára á morgun, þrítugasta janúar. Á þessum sex áratugum hefur sambandið þróast úr laustengdu bandalagi í stéttar- félag allra starfsmanna banka, sparisjóða og flestra fj ármálafyrirtækj a landsins með um 3.400 félagsmenn. Vilhelm G. Krístinsson leit yfír farinn veg og rekur hér sögu sambandsins. Morgunblaðið/Emilía FORYSTUMENN Sambands islenskra bankamanna, frá vinstri: Friðbert Traustason 1. varaformaður, Signrjón Gunnarsson 2. varaformaður, Anna G. Ivarsdóttir formaður og Vilhelm G. Kristinsson framkvæmdastjóri. FYRSTA sljórn SÍB, frá vinstri: Baldur Sveinsson, Franz E. Andersen, Haraldur Johannessen, Elias Halldórsson og Einvarð- ur Hallvarðsson. ÚR FYRSTA allsherjarverkfalli bankamanna, í desember 1980. Félagsmenn í SÍB hvetja samningamenn sína til dáða við Karp- húsið. Samband íslenskra banka- manna, eða SÍB, gerir kjarasamninga fyrir fé- lagsmenn sína, gætir þess að eftir þeim sé farið og stendur vörð um hagsmuni bankamanna á ýmsan annan hátt. Auk þess er rekið á vegum SÍB öflugt fræðslu- starf fyrir trúnaðarmenn á vinnu- stöðum og útgáfustarf í þágu al- mennra félagsmanna. Nítján aðildarfélög Á afmælisárinu eru aðildarfélög Sambands íslenskra bankamanna 19 talsins, þ.e.: Félag starfsmanna Landsbanka íslands og starfs- mannafélög Búnaðarbanka, Byggðastofnunar, Eyrasparisjóðs, Iðnlánasjóðs, Lánasýslu ríkisins, íslandsbanka, Reiknistofu bank- anna, Seðlabanka, VISA-Islands og Þjóðhagsstofnunar auk starfs- mannafélaga sparisjóða Hafnar- fjarðar, Kópavogs, Mýrasýslu, Svarfdæla, Vestmannaeyja og Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðs vélstjóra. Hér verður stiklað á stóru í sex áratuga sögu SÍB. Frjór jarðvegur Fjórði áratugurinn var mikið vakningartímabil í íslensku þjóð- lífi. Gróska ríkti á menningarsvið- inu og efnahagur Iandsins fór batn- andi í kjölfar heimskreppunnar. Samfara aukinni velmegun bast launafólk fastari böndum og sótti fram til aukinna réttinda. íslenskir bankamenn voru þar engin undan- tekning. Það var í þessum frjóa jarðvegi sem Samband íslenskra banka- manna skaut rótum í ársbyijun 1935. Hinn þrítugasta janúar var Haraldur Johannessen í Lands- bankanum kjörinn forseti, eins og forvígismaðurinn var nefndur þá og með honum í stjóm þeir Franz E. Andersen, Baldur Sveinsson, Einvarður Hallvarðsson og Elías Halldórsson. Stofnfélagar voru 75 starfsmenn Landsbankans og 53 starfsmenn Útvegsbankans. Málgagn hins nýstofnaða félags, Bankablaðið, hóf göngu sína í júlí 1935. Það hefur æ síðan verið einn mikilvægasti upplýsingamiðill bankamanna. Deilt um stöðuveitingar Strax á fyrsta sumri hins ný- stofnaða sambands bankamanna kom til kasta þess þegar bakari nokkur á ísafirði var ráðinn í starf gjaldkera Útvegsbankans þar, en gengið framhjá öðrum umsækj- anda, manni sem hafði góða menntun og reynslu af bankastörf- um. Þess má geta að bakarinn var frammámaður í stjórnmálaflokki einum, bæjarfulltrúi með meiru. Því miður þurfti oft síðar að koma til kasta SÍB þegar ráðið var í stöður yfirmanna í bönkunum, því eins og alkunna er hafa banka- stjórastólar löngum verið griða- staður uppgjafa stjómmálamanna. Kröfur um samræmd kjör Menntunar- og menningarmál bankamanna voru helstu viðfangs- efni SÍB fyrstu áratugina. Haldin voru fræðslukvöld, keppt í skák og íþróttum og efnt til árshátíða. Eiginleg kjaramál komust fyrst á dagskrá þegar sambandið mót- mælti harðlega dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjómarinnar vorið 1943. í mótmælunum segir m.a.: „Stríðsgróðinn hefur nær allur fallið í hlut annarra stétta og þá fyrst og fremst atvinnurekenda í útgerð og verslun, án þess að hægt sé að færa fram nein rök fyrir því, að þeir hafi frekar til þess unnið en launþegar og aðrar afskiptar stéttir þjóðfélagsins." Hér kveður við nokkuð annan og hvassari tón en áður. Krafan um samræmd kjör á milli bank- anna komst og á dagskrá en á þessum árum ákváðu bankaráðin einhliða kjör starfsmanna með útgáfu svonefndra launareglu- gerða. Þegar Samband íslenskra bankamanna hélt upp á tuttugu ára afmælið árið 1955 voru félagar þess 300 talsins en höfðu verið 128 árið 1935. Nú fóru í hönd tímar þegar sambandið þróaðist hrað- fluga í átt til þess að verða raun- verulegt stéttarfélag bankamanna í landinu. Síðla árs 1956 settu bankamir sameiginlega reglugerð um störf og launakjör bankamanna í kjölfar nýrra laga um laun starfs- manna ríkisins. Þótt ekki sé tekið fram í reglugerðinni að hún sé afrakstur viðræðna við samtök bankamanna, litu þau svo á að SÍB hefði í raun verið viðurkennt sem samningsaðili að nokkm leyti. Samnings- og verkfallsréttur! Með launareglugerð sem banka- ráðin gáfu út árið 1963 tókst bankamönnum í raun að knýja bankana að kjaraborðinu. Ekki var mjög sýslað við það borð næstu árin en þó var ný reglugerð samin árið 1966 og nokkrar leiðréttingar gerðar. Jafnframt því að krefjast hækkunar á launum óx þeirri skoð- un mjög fiskur um hrygg að SÍB bæri fullgildur samningsréttur á við önnur samtök launafólks. Með flóknum samningum um nýja launareglugerð í ársbyijun 1971 náðu bankamenn fram ýms- um réttindum á við opinbera starfsmenn. Fyrir utan kauphækk- anir er umsóknarfrestur um stöður lengdur verulega, laugardagslokun er staðfest og samningurinn skal gilda til ákveðins tíma, en þar var um nýmæli að ræða. Bankamenn töldu að með ákvæðinu um gagnkvæman upp- sagnarfrest og fyrirfram ákveðinn gildistíma væri nánast búið að staðfesta samningsréttinn, en í reynd var það ekki gert með lögum fyrr en nokkrum árum síðar. Á þingi SÍB árið 1975 var sam- þykkt „að við gerð nýrra kjara- samninga verði það ófrávíkjanleg krafa SÍB og aðildarfélaga þess að samningarnir hljóti ótvíræða viðurkenningu sem tvíhliða kjara- samningar". SÍB efndi til margra funda um allt land þetta haust til þess að stappa stáli í liðsmenn sína og undirbúa sókn til betri kjara. Rétturinn tryggður með lögum Vorið 1976 lagði SÍB fram kröfu um fullan samnings- og verkfalls- rétt. Bankamenn náðu þessum aðalkröfum sínum fram og í kjöl- farið voru sett lög á Alþingi nr. 34/1977 um kjarasamningastarfs- manna banka í eigu ríkisins. Sam- kvæmt fyrstu grein laganna taka þau til allra starfsmanna, annarra en bankastjóra og aðstoðarbanka- stjóra. Samkvæmt níundu grein lag- anna skulu bankaráð ríkisbank- anna og Samband íslenskra banka- manna gera með sér sérstakt sam- komulag um gerð kjarasamninga, framkvæmd vinnustöðvunar og önnur atriði sem máli skipta og ekki er kveðið á um í lögunum. Lögin bera með sér að þau ná aðeins til kjarasamninga starfs- manna ríkisbankanna. I athuga- semdum við lagafrumvarpið er hins vegar tekið fram að starfs- menn viðskiptabanka í einkaeigu og flestir starfsmanna sparisjóða hafi verið félagar í Sambandi ís- lenskra bankamanna. Ekki sé áformuð á því nein breyting, og er gert ráð fyrir að þessir bankar og sparisjóðir, eða Samband ís- lenskra sparisjóða fyrir þeirra hönd, gerist með sérstöku sam- komulagi aðilar að kjarasamning- um samkvæmt frumvarpinu. Til viðbótar hafa ýmis önnur fyrirtæki á fjármálamarkaði undirritað sam- komulagið. Norræn samvinna Fulltrúar SÍB fóru fyrsta sinni á mót norrænna bankamanna vor- ið 1937 í Stokkhólmi. Fyrsti fund- urinn hér á landi í þessu samstarfi Norðurlandanna var haldinn í Reykjavík árið 1949. Norræna bankamannasambandið, NBU, var svo stofnað 24. ágúst 1953. Sam- bandið hefur einkum unnið að kjaramálum bankamanna, fræðslu- og kynningarmálum. Á vegum þess starfa ýmsar fasta- nefndir. SÍB hefur átt fastafulltrúa í stjóm NBU frá árinu 1964. ís- lenskir bankamenn hafa frá önd- verðu sótt mikinn fróðleik og stuðning til systrasamtaka sinna annars staðar á Norðurlöndum. Nefna má, að sameiginlegur vinnu- deilusjóður NBU nemur um sautj- án milljörðum íslenskra króna og hafa aðildarsamböndin með sér samning um fjárhagslegan stuðn- ing í vinnudeilum. NBU hélt þing sitt á íslandi sumarið 1978 og var það í fyrsta sinn hér á landi. NBU- þing var aftur haldið í Reykjavík haustið 1992. Starfsfræðsla bankamanna Menntunarmál bankamanna vora ofarlega á baugi í umræðunni á fyrstu áram SIB. Skóli fyrir bankamenn var þó ekki settur á laggimar fyrr en þrettánda apríl 1959. Stofnaðilar vora SÍB, Lands- bankinn, Útvegsbankinn ^ og Búnaðarbankinn. Hlutafélaga- bankarnir og sparisjóðirnir gerðust aðilar að skólanum síðar, svo og Seðlabankinn, eftir að hann varð sjálfstæð stofnun árið 1961. Með víðtækum samningum 1977 var Bankamannaskólinn verulega efldur með fjölgun kennslustunda og kennsla fór fram í vinnutíma í stað kvöldkennslu eftir vinnu. Þá fjölgaði mjög kennslugreinum og framhaldsnám var tekið upp. í tengslum við nýjan kjarasamn- ing í ársbyrjun 1994 var gert sam- komulag um að SÍB tæki að sér rekstur Bankamannaskólans, I < I < < í < < í < < í < < \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.