Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 19 fræðslumiðstöðvar bankamanna, sem sjálfstæðrar stofnunar. SÍB flutti skrifstofur sínar í rúmgott húsnæði í sambýli við skólann að Snorrabraut 29 í Reykjavík og er að því mikið hagræði. Starfsmenn sambandsins eru fjórir. Aðeins tvær konur... í upphafí mátti telja konur við bankastörf á fíngrum sér. Síðan hefur þeim fjölgað mikið. Árið 1977 voru konur 64% af starfs- mönnum bankanna, en voru orðnar 70% í árslok 1985. Á afmælisárinu 1995 eru konur um 75% félags- manna SÍB. Þrátt fýrir þetta hafa karlar nær eingöngu verið í for- ystu fyrir samtökum þeirra. Engin kona átti sæti í stjórn SÍB þar til Kristín M. Kristinsdóttir var kjörin formaður árið 1946, en hún sat í eitt ár. Það var því brotið blað á ný þegar Anna G. ívarsdóttir, nú- verandi formaður, var kosin á 37. þingi SÍB í apríl 1991. I aðalstjóm SÍB sitja sjö manns. Auk Önnu G. ívarsdóttur skipa stjómina þau Friðbert Traustason, fýrsti varaformaður, Siguijón Gunnarsson, annar varaformaður, Auður Eir Guðmundsdóttir ritari, Bárður Helgason gjaldkeri og með- stjórnendur eru þeir Smári Þórar- insson og Jóhann Ólafsson. Þing SÍB eru haldin annað hvert ár og verður 39. þing sambandsins hald- ið í mars næstkomandi á Kirkju- bæjarklaustri. Nýtt vopn í hendi Þrátt fýrir bætta stöðu SÍB með formlegum samningsrétti árið 1977 gekk hvorki né rak í samn- ingaviðræðum við bankana. Að því kom á fundi stjómar SÍB og form- anna aðildarfélaganna hinn þriðja október þetta saman ár, að sam- þykkt var að boða til verkfalls frá og með 26. október. í forystugrein annars tölublaðs Bankablaðsins 1977 segir Sólon R. Sigurðsson þáverandi formaður SÍB á þessa leið: „Það virðist sem viðsemjendur okkar hafí enn ekki áttað sig á þeim breyttu aðstæðum, sem fullur lögvemdaður samningsréttur bankamanna hefur í för með sér. Því miður virðist það ennþá vera stefna bankanna að bankamenn eigi að bíða eftir því að samningar takist í öllum öðrum vinnudeilum í landinu og síðan verði okkur boð- ið það sama. Ef til vill átta þeir sig ekki fyrr en verkfall skellur á.“ Ljóst virðist að verkfallshótunin hafí haft sitt að segja, því hún dugði til að knýja fram samninga- viðræður er leiddu til nýs samnings sem undirritaður var rúmri viku síðar. Allsherjarverkfall Fyrsta allsheijarverkfall banka- manna stóð yfír dagana áttunda til tólfta desember árið 1980. Átök- in reyndu mjög á samstöðu banka- manna og skipulag samtakanna. Aðdragandi verkfallsins var sá að kjarasamningur, sem undir- ritaður var þriðja október þá um haustið, var felldur í almennri at- kvæðagreiðslu með 60% greiddra atkvæða. Á fundi stjórnar SÍB, samninganefndar og formanna starfsmannafélaganna sautjánda nóvember, var ákveðið að boða til verkfalls þriðja desember, en ríkis- sáttasemjari lagði fram sáttatil- lögu á fundi samningsaðila og fre- staði verkfallinu til áttunda desem- ber. Sáttatillagan var felld í at- kvæðagreiðslu og verkfall skall á. Að loknum miklum fundahöld- um hjá ríkissáttasemjara tókust loks samningar og bankamenn komu til vinnu tólfta desember, reynslunni ríkari. Árangurinn varð m.a. umtalsverð kjarabót í krónum talið, auk ýmissa félagslegra rétt- inda. Trúnaðarmennirnir Árið 1977 urðu straumhvörf í innra starfi samtakanna. í septem- ber var undirritaður sérstakur samningur milli SÍB og samninga- nefndar bankanna um trúnaðar- menn sambandsins og aðildarfé- laga þess. Þar var hnykkt á al- mennum ákvæðum um réttarstöðu trúnaðarmanna og hlutverk þeirra í bönkunum skilgreint. Segja má að uppbygging trúnaðarmannakerfís SIB hafi ver- ið einn veigamesti þátturinn í hinu breytta eðli sambandsins sem stéttarfélags, í kjölfar samnings- réttarins. Frá því samningurinn um trúnaðarmenn var undirritaður hefur verið unnið markvisst að fræðslu og þjálfun trúnaðarmanna. Fræðslustarfið hefur meðal annars borið þann ávöxt, að fleiri ílendast nú en áður í starfí sem trúnaðar- menn. Þeir eru því öflugri og betur að sér um kjarasamninga og ýmis réttindi starfsmanna og geta því beitt sér með betri árangri í þágu félaga sinna á vinnustað. Uppstokkun í bankakerfinu Talsverð umræða átti sér stað allan áttunda áratuginn um út- þenslu bankakerfísins og nauðsyn þess að koma þar á meiri hagræð- ingu. Um mitt ár 1989 var kunn- gert að Iðnaðarbanki, Alþýðubanki og Verslunarbanki hefði keypt hlut ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. og að á grunni þessara banka yrði stofnað til íslandsbanka hf. frá og með áramótum 1990. Jafnframt keypti Landsbankinn hlut SÍS í Samvinnubankanum. Á skömmum tíma hafði það gerst er mönnum hafði orðið tíðrætt um í allmörg ár: íslenska bankakerfið var stokk- að upp og markmið sett um enn frekari einföldun þess. Starfsmenn voru augljóslega uggandi um störf sín og SIB lagði höfuðáherslu á að fullt samráð yrði haft við sam- bandið um allar skipulagsbreyting- ar er vörðuðu starfsmenn. Aukin tækni - færra starfsfólk Með aukinni tæknivæðingu hef- ur þjónustan við viðskiptamenn stóraukist og bankamir geta feng- ið allar upplýsingar um rekstur á svipstundu. Tæknibyltingin hefur gerbreytt störfum bankamanna og störf, sem áður voru eingöngu unnin af þeim, hafa verið flutt út í þjóðfélagið, m.a. með tilkomu debetkorta, hraðbanka og síma- banka. Breyttir staVfshættir í bönkum hafa valdið því að mun meiri kröfur eru nú gerðar til hæfni og þekkingar starfsmanna. Þá hefur tæknibylting og hagræð- ing í bankakerfinu haft í för með sér að starfsmönnum banka og sparisjóða, félagsmönnum SÍB, hefur fækkað um fimmtung frá árinu 1988. Undanfarin misseri hafa að meðaltali eitt hundrað félagsmenn Sambands íslenskra bankamanna gengið atvinnulaus- ir. Aukið starfsöryggi Þrátt fyrir þetta eru banka- menn fullvissir um, að mikil not séu í samfélaginu fyrir þekkingu þeirra og starfsreynslu. Með til- komu nýrra laga um viðskipta- banka og sparisjóði hafa starfs- heimildir þeirra verið rýmkaðar til muna, þannig að nú geta þessi fyrirtæki boðið upp á víðtækari þjónustu, sem aftur geta leitt til nýrra starfa í bankakerfinu. í samvinnu við systrasamtök sín annars staðar á Norðurlöndum, innan vébanda Norræna banka- mannasambandsins, á SÍB aðild að viðamikilli rannsókn sem sýnir fram á mikla möguleika í banka- kerfinu til mun fjölþættari starf- semi en nú er rekin. Því er það eitt megin viðfangsefni Sambands íslenskra bankamanna á afmælis- árinu, auk þess grundvallarverk- efnis að tryggja bankamönnum bætt kjör, að vinna að því að tryggja starfsöryggi þeirra með því að stuðla að því að ný störf verði sköpuð í bankakerfinu í stað starfa sem lögð eru niður. Höfundur er framkvæmdasijóri Sambands íslenskra bankamanna. Hrafnhildur Sigurðardóttir útibússtjóri Miklubrautarúti- bús Landsbankans Tíðarandinn hefur breyst ■ KONUR ERU 75 prósent banka- manna, en það fer lítið fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum. Þar hafa karlarnir setið lítt hagganlegir um langt árabil. En þetta er aðeins að breytast. Allra síðustu árin hafa fímm konur sest í stóla útibússtjóra hjá Landsbanka íslands. Ein þeirra er Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir í Miklubrautarútibúi. Hrafnhildur hóf bankastörf árið 1963 og á því langan feril að baki.Hvers vegna telur Hrafnhildur að konur hafí svo lítt komið við sögu í stjórnunarstörf- um. Ef til vill vegna kynjamisréttis? „Ég myndi ekki vilja nota orðið kynjamisrétti. Miklu fremur má segja að tíðarandinn hafi valdið þessu. Fyrrum voru karlar miklu fleiri í röð- um bankamanna heldur en seinni árin, en það hefur breyst mikið síð- ustu árin. Að konur kæmu svo lítið við sögu í stjómsýslunni hefur mót- ast af viðhorfunum. Þetta snérist um heimilin. Áður var ábyrgðin á heimil- unum á herðum kvennanna. Ef bam varð veikt, þá var það konan sem var heima hjá því. Hún var húsmóðir- in. Fáheyrt var að karlar gerðu slíkt, en yngn kynslóðin hefur gerbreytt þessu. Ég segi ekki að jafnrétti sé komið á, en þetta hefur breyst mjög til batnaðar. Konur gátu áður í besta falli vænst þess að geta orðið deild- arstjórar. Ein og ein náði að verða skrifstofustjóri, þá helst konur sem ekki voru með stórar barnmargar fjölskyldur. Spumingunni var oft velt upp hvemig á þessu stæði, hvort konur vildu ekki taka ábyrgð. Svarið var ekki að fínna þar. Samviskusemi kvenna gerði það að verkum að þær spurðu sig hvort þær gætu sinnt tvennu jafn vel, starfí og heimili. Konur em þannig gerðar að þær vilja gera vel það sem þær taka sér fyrir hendur. Svo má ekki gleyma því, að margar mjög hæfar konur hafa þurft að slíta starfsferla sína í sundur vegna bameigna og þannig hefur eflaust mörg góð staðan gengið þeim úr greipum," segir Hrafnhildur. Samkvæmt þessu má búast við því að konum muni íjölga mjög í stjórnunarstöðum næstu misserin? „Hver veit. Það gerist ekki hratt, en þetta hefur verið að breytast eins og ég sagði og konur ráða vel við stjórnunarstörf." Friðbert Traustason kerfís- fræðingur hjá Reiknistofu bankanna Þjónusta með því besta sem gerist ■ FRIÐBERT Traustason hóf störf í kerfisdeild Reiknistofu bankanna haustið 1978 og hefur því unnið þar í rúm 16 ár auk þess að vinna að félags- og kjaramálum bankamanna frá árinu 1980 er hann var fyrst kjörinn trúnaðarmaður. Og undan- farin 12 ár hefur hann setið í í samn- inganefnd SIB og lengst af í stjórn samtakanna þar sem hann er nú fyrsti varaformaður. Hvernig lýsir Friðbert þróun tækninnar á undan- förnum árum og hvað er að segja um ný vinnubrögð og viðhorf? „Árið 1978 var tölva RB 512 kb., forritun og öll skráning var unnin á diskettuvélum, engir skjáir eða smátölvur á borðum manna og tiltölulega fá af' verkefnum bank- anna voru unnin hjá RB. Allt úttak var að sjálfsögðu á pappír og mikil vinna í bönkunum við að fara yfír alla lista og fletta upp upplýsingum. Á árunum til 1985 fjölgaði mjög þeim þjónustuþáttum bankanna sem voru tölvuunnir, bæði hjá RB og úti í bönkunum sjálfum og bankamir mislangt komnir í tölvuvæðingunni. Haustið 1985 er fyrsta útibú tengt RB samkvæmt sameiginlegri beinl- ínuvæðingu banka og sparisjóða. Mikið var talað um byltingu í af- greiðsluháttum bankanna. Síðan 1985 eru flest verkefni og þjónusta bankanna komin á beina línu og öll þjónusta banka og sparisjóða hröð og örugg og vafalaust með því besta sem gerist í heiminum. Þegar beinlínuvæðingin hófst ótt- uðust bankamenn mjög að til upp- sagna og fækkunar starfsmanna kæmi, en samkeppnijókstogþennsl- an í viðskiptalifínu um og eftir 1987 varð þess valdandi að bankastarfs- mönnum fjölgaði fram til ársins 1988. Síðan hefur starfsmönnum fækkað um 600, eða 20% vegna sameiningar og víðtækrar hagræð- ingar í bankakerfínu. En hvernig tekur SÍB á málum varðandi tækniþróunina sem vitað er að veldur fækkun starfsmanna? SÍB og starfsmannafélögin hafa barist gegn þessum uppsögnum og talið þær óþarfar, enda sýnir sig að mesta fækkunin á sér stað án upp- sagna. Með því að sleppa uppsögn- unum hefði mátt komast hjá óróa, óánægju, sárindum og slæmum vinnuanda. SÍB hefur aldrei barist gegn tækniþróun, en krefst þess að starfs- menn banka og sparisjóða séu hafð- ir með í ráðum og að vel sé hugað að endur- og símenntun. Það er ljóst að mörg rútínustörf og hefðbundin afgreiðslustörf hafa horfíð. En eftir standa sérhæfð ráðgjafastörf, sem allir starfsmenn þurfa að kunna góð skil á“ Dóra Jónasdóttir þjónustufull- trúi hjá íslandsbanka Að leita ekki lengra ■ AÐ MATI Dóru Jónasdóttur, þjón- ustufulltrúa í íslandsbanka á Ákur- eyri, er tilkoma slíkra fulltrúa ein- hver mesta breyting sem orðið hefur í þjónustu bankanna hin seinni ár. Dóra er ef til vill dæmigerð fyrir bankastarfsmann eins og viðskipta- vinurinn sér hann í dag. Hún hefur verið bankamaður síðan hún hóf störf í Alþýðubankanum árið 1986. Við samruna þriggja banka um ára- mótin 1989-90 stóð eftir íslands- banki og þar hefur Dóra verið innan- búðar frá upphafí. Fyrst á ferlinum var hún í almennum afgreiðslustörf- um, en síðustu árin hefur hún starf- að sem þjónustufulltrúi og hefur mikla reynslu sem slíkur. Hvert er verksvið þjónustufull- trúa? „Það er mjög víðfeðmt og það er alltaf verið að bæta við það. Við erum til dæmis með alls konar ráð- gjöf og höfum auk þess á okkar borði lánafyrirgreiðslu að vissu marki. Þá hjálpum við til með greiðslumat og margt fleira. Já, það er margt sem lendir á okkar borðum. Ég segi stundum að við séum eins og prestar að því leyti að óhjákvæmi- lega þurfum við oft að aðstoða fólk sem á í fjárhagserfiðleikum og margir eru að segja okkur hluti sem okkur koma eiginlega ekki við. Það getur verið erfítt á stundum, en maður reynir að vera „dipló“. Ég held raunar að sumir í þessum hópi komi bara til okkar til að létta á sér, því þarfir þeirra eru meiri en við sem þjónustufulltrúar getum sinnt og það veit þetta fólk mæta- vel.“ Samkvæmt þessu má segja að starf þjónustufulltrúa sé sniðið til að losa álag af útibús- eða banka- stjóra? „Já, það er rétt, við leysum úr mörgu sem þeir þurftu að sjá um áður. Þetta kostaði mikla menntun og við sóttum mörg námskeið. ís- landsbanki hefur staðið sig mjög vel í' að mennta okkur. Tilkoma þjón- ustufulltrúa hefur ekki aðeins losað álag af bankastjórunum, heldur einnig mörgum sem hafa séð ofsjón- um yfir að heimsækja bankastjóra. Einhverra hluta vegna er það í aug- um margra lítt eftirsóknarvert að tala við þá og ég hef oft fundið að fólk hefur orðið óskaplega ánægt þegar það hefur gert sér grein fyrir að það þurfi ekki að leita lengra heldur en til þjónustufulltrúa," sagði Dóra Jónasdóttir. Sólon Signrðsson bankastjóri Búnaðarbankans A ekkert illa við mi g að stjórna ■ SÓLON Sigurðsson, einn þriggja aðalbankastjóra Búnaðarbankans, er einn þeirra sem risið hefur til hæstu metorða innan bankakerfisins eftir að hafa klifíð stigann allt frá fyrsta þrepi. „Ég byijaði sem venjulegur bankaritari í Landsbankanum Lauga- vegi 77 fyrir 34 árum. Þetta átti að vera mjög stuttur stans, hugurinn var í arkítektúr, en dvölin varð svo löng að ég er enn bankamaður." seg- ir Sólon. Hann hefur víða komið við á löngum ferli, m.a. hjá Scandinayian Bank og sem útibússtjóri Landsbank- ans fyrir Ólafsvík og Hellissand. Hann var síðan ráðinn aðstoðar- bankastjóri Búnaðarbankans 1983 og aðalbankastjóri frá áramótum 1990. Skyldi það gera menn hæfari bankastjóra að vinna sig upp með þeim hætti sem Sólon gerði? „Áuðvit- að undirbúa 30 ár í bankamennsku mann vel undir starf bankastjóra, en menn geta komið úr öðru umhverfi og verið góðir bankastjórar, það er ekki spuming. Og ég tel ekki heldur að menn séu meiri menn fólksins þótt þeir hafí klifíð allan stigann, það fer eftir eiginleikum hvers og eins. Hvað mig varðar, þá reyni ég að gera mitt besta. Ég held að ég hafí aldrei verið með neina sérstaka stefnu, að verða bankastjóri, nema ef til vill þegar ég var orðinn að- stoðarbankastjóri, sem var raunar meira fyrir tilviljun. Það á ekkert illa við mig að stjóra, ég er kannski svo- lítið stjórnsamur og frekur," segir Sólon. Ef við snúum okkur aðeins að öðru, þá varst þú formaður SÍB á þýðingarmiklu tímabili í sögu sam- takanna. Hvaða hræringar voru það og hver var þinn hlutur? „Ég var formaður SÍB á árunum 1975-79 og það var árið 1977 sem SIB fékk samningsrétt og þar með verkfallsrétt. Þetta kom í kjölfarið á svipuðum réttindabótum opinberra starfsmanna. Þetta hafði auðvitað miklar breytingar í för með sér. Vissulega höfðu samningar verið gerðir í mörg herrans ár, en réttar- staðan alltaf verið óviss. Hins vegar var þetta ekkert mér að þakka, það hafði mikið verið unnið í þessu áður en ég kom að málinu. Minn hlutur var að sitja nokkra fundi með Ólafi heitnum Jóhannessyni þáverandi viðskiptaráðherra og í framhaldi af því var samið um ákveðna hluti,“ segir Sólon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.