Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ m Morgunblaðið/Ámi Sæberg vmsnpnfflwiNiroiiF ÁSUNNUDEGI ►Miklar hræringar hafa verið á olíumarkaðnum undan- farna mánuði eftir að lög heimiluðu olíufélögunum að selja olíu og bensín á mismunandi verði. í því sambandi hefur athyglin m.a. beinst að nýlegri verðlækkun Olíufélagsins hf. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, lauk verslunar- prófi frá Samvinnuskólanum 1961 og stundaði jafnframt nám í alþjóðlegum gjaldeyrisviðskiptum við Hambros Bank Ltd. árið 1971. Hann stundaði ýmis störf hjá fjármáladeild Sambandsins 1961 til 1976 og var framkvæmdasljóri hjá sama fyrirtæki 1976 til 1984 og bankasljóri Samvinnu- banka Islands 1984 til 1991 þegar hann var ráðinn for- stjóri Olíufélagsins. Hann hefur auk þess átt sæti í stjórn- um ýmissa fyrirtækja og f élaga Þurfum að endur- meta allan reksturinn eftir Kristin Briem MEÐ verðlækkun Olíufé- lagsins hf. á olíu og bens- íni í síðustu viku var á vissan hátt brotið blað í sögu olíu- viðskipta hérlendis. Lækkunina mátti að þessu sinni ekki einvörð- ungu rekja til lækkunar innkaups- verðs eða hagstæðrar gengisþró- unar heldur var hún útspil félags- ins í harðnandi samkeppni um við- skipti við útgerðina í landinu. Þar fyrir utan er Ijóst að olíufélögin þurfa að búa sig undir stóraukna samkeppni á næstu misserum um bensínsölu. Margoft hefur verið sagt frá áhuga hins kanadíska félags, Irving Oil, á að hasla sér völl hérlendis og í síðustu viku var greint frá áformum fyrirtækis í eigu Hagkaups, Bónus og Skelj- ungs um að hefja bensínsölu við stórmarkaði. Geir Magnússon, for- stjóri Olíufélagsins, lýsir hér í við- tali m.a. ástæðum fyrir verðlækk- un félagsins og viðhorfum sínum gagnvart væntanlegri samkeppni. Geir var fyrst spurður hvers vegna félagið hafí ákveðið að lækka verð að því er virtist af til- efnislausu. „Ég vil mótmæla því að lækkunin hafí verið tilefnislaus því enginn sker tekjur sínar niður án tilefnis. Á vormánuðum í fyrra voru sett ný lög um flutningsjöfn- un olíuvara sem tóku gildi þann 1. september. í þeim er áfram gert ráð fyrir flutningsjöfnun en sniðnir af þeir vankantar sem helst höfðu verið taldir vera á eldri lög- um. Nýju lögin eru einn áfanginn af mörgum sem hefur náðst frá árinu 1991 í því að frelsa olíuvið- viðskiptin undan áratuga stjórn ríkisins. í þeim féll út ákvæði sem kvað á um að hvert félag yrði að selja bensín og olíu til sömu nota á sama verði um allt land. Hér áður mátti ekki mismuna við- skiptavinum eftir magni, kostnaði við viðskiptin, áhættu við viðskipt- in eða greiðslumáta. Þá fólu lögin í sér að ekki er greitt flutningsjöfnunargjald vegna lítils magns sem flutt er um langan veg til einstakra notenda, t.d. til verktaka á heiðum uppi eða bænda inn í afdölum. Einungis er um að ræða flutningsjöfnun til birgðastöðva og afgreiðslustöðva en það er málefni kaupenda og seljenda hver greiðir kostnaðinn við það að flytja lítið magn um langan veg. Stjórn Flutningsjöfn- unarsjóðs hefur þó ennþá ekki ákveðið flutningstaxtana og finnst okkur vera orðinn langur dráttur á því.“ ÚA naut hagkvæmni stærðarinnar „Það reyndi fyrst á þessi nýju lög þegar Útgerðarfélag Akur- eyringa hf., stærsti einstaki olíu- kaupandinn á landinu, bauð út viðskipti sín í nóvember. Niður- staðan varð sú að ÚA naut hag- kvæmni stærðarinnar og náði fram verðlækkun. Olíufélagið fékk þessi viðskipti fyrir tveimur árum eftir að við innleiddum flotaolíu sem lækkaði verð til útgerða í landinu um 200-300 milljónir á ári. í útboðinu núna töpuðum við viðskiptunum hins vegar til Olís sem hafði fyrir viðskipti við Sam- heija hf. Olís tvöfaldaði við þetta magnið sem stendur undir föstum kostnaði þess á Akureyri. Þannig er aðstöðumunur félaganna á Ak- ureyri töluverður því hvorki Skelj- ungi né Olíufélaginu hefur verið gefinn kostur á að bjóða í viðskipt- in við Samheija. Það fór ekki hjá því að útgerðin í landinu fylgdist með þessu út- boði og menn sáu fyrir sér að hvert einasta útgerðarfyrirtæki myndi bjóða út sín viðskipti. Við heyrðum fljótlega þá skoðun ein- stakra útgerðarmanna að litlu fyr- irtækin myndu njóta verri kjara og greiða afslættina til stóru fyrir- tækjanna. Svipuð þróun varð í Færeyjum fyrir nokkrum árum þegar öll útgerðarfyrirtæki buðu út sín viðskipi og gerðu mishag- stæða samninga. Okkar niður- staða hér í Olíufélaginu eftir ÚA- útboðið varð sú að við ættum að hefja þessa samkeppni með því að lækka verðið til allra og vinna okkur út frá því á markaðnum. Með því viljum við tryggja að þeir smærri fái einnig notið hagstæðra kjara.“ Skerðum telqur okkar á annað hundrað milljónír — Hvaða áhrif hefur þessi lækkun á olíu á afkomu félagsins? „Með þessu vorum við eingöngu að ganga á okkar álagningu. Þessi ákvörðun þýðir það að við skerðum tekjur okkur um á annað hundrað milljónir. Við munum Ieitast við að lækka rekstrarkostnað á móti og halda uppi arðsemi Olíufélags- ins eftir sem áður. Það gæti þýtt minni þjónustu einhvers staðar.“ — Olíufélagið ákva'ð jafnframt að lækka verð á bensíni. Hver eru rökin fyrir þeirri lækkun? „Olíufélagið fær tíu farma af bensíni og olíu á hveiju ári. Verð hvers farms miðast við meðalverð á Rotterdam-markaði í þeim mán- uði sem skipið kemur til landsins. Ef skip kemur hingað fyrsta dag mánaðar ræðst verðið á þeim farmi ekki fyrr en í lok mánaðar- ins. Þar af leiðandi höfum við haft tilhneigingu til að breyta verðinu í lok mánaðar. Olíufélagið er með um 140 bensínstöðvar sem selja þijár bensíntegundir, gasolíu og steinolíu. Þannig'gætum við þurft að breyta verði á allt að fimm tegundum á hverri bensínstöð og mæla birgðir á öllum þessum stöðvum. Það er því mikil vinna fólgin í því að breyta verðinu inn- an mánaðar. Af þessum ástæðum reynum við að meta verðbreyt- ingaþörf í lok mánaðar og breytum einungis verði af sérstökum ástæðum utan þess tíma. Núna sáum við fram á það að svigrúm var fyrir um einnar krónu verð- lækkun miðað við verðþróun fram- an af janúar að því gefnu að ekki yrði mikil uppsveifla seinni hluta mánaðarins. Verði mikil breyting munum við þurfa að leiðrétta verð- ið í lok mánaðarins." — Hvar er hægt að ná fram sparnaði í rekstri félagsins? „Það er ekki hægt að benda á einn þátt sem skilar stórum upp- hæðum í sparnaði. Eins og ég nefndi er félagið með 140 bensín- stöðvar og 44 birgðastöðvar eða nálægt 200 stöðvar í einu eða öðru formi allt í kringum landið. Olíufélagið rekur þar að auki 200 bíla og þijú olíuskip. Við þurfum því að endurmeta alla rekstrar- þætti.“ — Skeljungur, Hagkaup og Bónus hafa stofnað fyrirtæki sem hyggst byggja upp bensínstöðvar við stórmarkaði. Hvernig horfir þessi nýja samkeppni við stjórn- endum Olíufélagsins? „Mér sýnist að þarna sé fyrst og fremst um það að ræða að Skeljungur sé að fjölga sínum út- sölustöðum. Það er þekkt í Evrópu að stórmarkaðir hafa sett upp bensínstöðvar við sínar verslanir og boðið bensín á lægra verði en almennt gerist til þess að laða að viðskiptavini." Oft rætt um að lækka verð með sjálfsafgreiðslu — Samkeppni olíufélaganna hefur jafnan verið þannig að þegar eitt félag hefur breytt sínu verði hafa hin félögin fylgt á eftir sam- dægurs. Má ekki búast við því að olíufélögin muni fylgja því verði sem Orkan hf. býður á sínum stöðvum? „Olíufélagið mun að sjálfsögðu mæta þessari samkeppni, en það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að bensínverð við stórmarkaði verði almennt verð í landinu. Mér finnst ákveðin mótsögn í ummæl- um forstjóra Skeljungs. Hann stofnar þetta nýja fyrirtæki en lýsir því jafnframt yfír að þetta verði erfiðasti keppinautur Skelj- ungs í framtíðinni. Það liggur fyr- ir að Orkan hf. mun ekki geta selt einn einasta lítra nema með hjálp olíufélags vegna kostnaðar við innflutning og birgðahald. Lög hafa hingað til girt fyrir allar eðlilegar hreyfingar í sam- keppni á markaðnum eins og þann möguleika að lækka verð með því að minnka þjónustu. Það er þekkt að lækka verð á bensíni með því að setja upp sjálfsafgreiðslu. Við höfum oft rætt það hér að fara út í þetta en fram að þessu metið það svo að fólk sé almennt ekki reiðubúið til að fara út í hvaða veður sem er til að dæla á bílana.“ Lóðaumsóknum félagsins ekki svarað — Það er yfirlýst stefna Irving Oil að hefja rekstur olíudreifingar- fyrirtækis á íslandi. Olíufélögin hafa gagnrýnt fyrirgreiðslu borg- aryfirvalda við þetta fyrirtæki og sent sjálf inn umsóknir um að byggja margar nýjar bensínstöðv- ar á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig víkur þessu við? „Frá þröngum sjónarhóli Olíufé- lagsins hef ég leyft mér að gagn- rýna viðbrögð borgaryfírvalda við umsóknum Irving Oil. Við höfum sótt um lóðir gegnum árin án þess að fá svar og lóðum hefur verið úthlutað til annarra án þess að okkur sé svarað. Þegar litið er yfir úthlutaðar lóðir til olíufélag- anna frá árinu 1958 kemur í ljós að Skeljungur hefur fengið ellefu lóðir, Olís sjö lóðir en Olíufélagið aðeins fjórar lóðir. Samt er Olíufé- lagið með 40% markaðshlutdeild í bensíni. Lái mér hver sem vill að gagnrýna það að einn aðili geti sótt um átta lóðir hjá Reykjavíkur- borg í einu og fengið undirtektir við hátt í jafnmargar lóðir og við höfum fengið úthlutað frá stofnun félagsins. Reykjavíkurborg hefur ekki talið ástæðu til að sinna umsóknum okkar gegnum tíðina. Olíufélagið fékk úthlutað lóð við Ægisíðu árið 1958, lóð við Stóra- gerði 1970, lóð vestan við Ártúns- höfða 1971 og lóð við Skógarsel árið 1986. Þá á félagið lóðina við Geirsgötu og fékk lóð í Grafarvogi árið 1990 sem það keypti eftir að hafa boðið hæst í útboði. Auk þess höfum við samstarfs- eða leigusamninga á tveimur lóðum hjá Nesti hf., norðanmegin við Ártúnsbrekkuna og í Fossvogi, hjá Hreyfli í Fellsmúla og hjá Þrótti í Borgartúni." — En hversu margar lóðir hef- ur Olíufélagið sótt um upp á síð- kastið? „Við sóttum um átta lóðir í nóvember og ítrekuðum umsóknir okkar um fjórar lóðir í desember til leggja áherslu á að við höfum setið hjá garði.“ Geir vísar á hinn bóginn til þess að í skýrslu borgarskipulags frá því í nóvember sl hafi komið fram mat á þörfum fyrir bensínstöðvar í Reykjavík. „Ef miðað er við að íbúar Reykjavíkur verði orðnir um 130 þúsund eftir 20 ár og að 4 þúsund manns verði um hveija bensínstöð eins og verið hefur, er talin þörf fyrir sex nýjar bensín- stöðvar á tímabilinu. Bensínstöðv- ar yrðu þá 32 í Reykjavík en eru núna 26 talsins. Um leið og þessi niðurstaða var kynnt hjá Borgar- skipulagi er verið að tala um þijár bensínstöðvar fyrir Irving Oil. Olís hefur vilyrði fyrir lóð við Norð- lingaholt og á lóð við Kleppsveg- inn; Skeljungur á kost á að setja upp bensínstöð við Gylfaflöt og í Rimahverfi og Hagkaup á einnig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.