Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina Mary Shelley’s Franken- stein, í leikstjórn Kenneths Branaghs, sem leikur aðalhlutverkið ásamt Robert De Niro SAMBAND stjúpsystkinanna Victors Frankenstein (Kenneth Branagh) og Elizabeth (Helena Bonham Carter) er óveiyu náið. Skrímslið o g skaparinn IFRUMBERN SKU nútíma nátt- úruvísinda á fyrrihluta síðustu aldar kynnist ungur stúdent, Victor Frankenstein (Kenneth Branagh), dularfullum prófessor, Waldman (John Cleese) að nafni, sem sagður er hafa fengist við tilraunir við að skapa lífveru. Hugmyndin heltekur Frankenstein sem er staðráðinn í að láta ekki staðar numið við þá þröskulda sem prófessorinn þorði ekki að yfirstíga. Það geisar kól- erufaraldur í bænum og hinn ungi vísindamaður einangrar sig frá kunningjum (Tom Hulce) og ást- vinum (Helena Bonham Carter) og sekkur sér ofan í tilraunir sínar við það að snúa á dauðann með því að kveikja nýtt líf. í eldingaveðri uppsker hann árangur erfíðis síns eina nótt og veran sem hann hefur skapað í mannsmynd úr líffærum og líkams- hlutum dauðra (Robert De Niro) vaknar til lífsins. Frankenstein verður gagntekinn hryllingi andspænis fullmótuðu sköpunarverki sínu en tilraunir hans til að eyða lífínu sem hann kveikti renna út í sandinn, veran hverfur út í myrkrið en Franken- stein liggur örmagna eftir. Frankenstein reynir að telja sér trú um að veran hafi orðið kóler- unni að bráð en í raun hefur hún tekið sér bólsetu í útihúsum bónda- bæjar og fylgist þar með fólkinu úr fjarlægð. Veran tileinkar sér mál mann- MARY ShelJey var 19 ára þegar hún skrifaði söguna um doktor Victor Frankenstein árið 1816. Hugmyndin að frægustu hryll- ingssögu allra tíma vitjaði hennar í vökudraumi í húsi á bökkum Genfarvatns þar sem auk hennar dvöldust tvö af ástsælustu skáld- um Breta. Húsráðandi var Byron lávarðar sem hafði boðið til sín Percy Bysshe Shelley ástmanni og síðar eiginmanni Mary. Drungalega óveðursnótt sum- arið 1816 dunduðu Byron og gest- ir hans, en auk fyrrtaldra var þar viðstaddur John Polidori einka- læknir og meintur ástmaður Byr- ons, sér við að segja hvert öðru drauga- og hryllingssögur. Sögustundinni lauk með þvi að húsráðandinn hét á hvern og eitt viðstaddra að skrifa slíka sögu. anna og tilfinningar en tilraunir hennar til að eignast hlutdeild í hamingju bændanna og samastað meðal þeirra enda með ósköpum. Alein, útskúfuð og gagntekin heift fer veran að leita skaparans sem brást henni og boðar Victor Frank- enstein martröð sem ógnar ekki aðeins honum sjálfum heldur öllum sem honum eru kærir. Fyrirtæki Francis Ford Coppola, American Zoetrope, fékk Kenneth Branagh til að gera kvikmynd eftir sögunni sígildu um Frankenstein og skrímslið sem ofmetnaður hans skapaði. Þótt sagan hafí verið skrifuð fyrir tæpum 200 árum eru Coppola og Branagh sammála um að boð- skapurinn eigi sterkan samhljóm í nútímanum. Ævintýri Mary Shelley eigi á sinn hátt við um þann kvíðboga sem nútímafólk beri gagnvart ýms- um viðfangsefnum tækni og vís- inda, svo sem erfðaverkfræði og gervigreind, sem mörgum virðist gera metnað Frankensteins að sín- um og vekji áleitnar siðfræðilegar spumingar um rétt og getu manna til að endurbæta sköpunarverkið. Kenneth Branagh fékk fullar hendur Qártil að kvikmynda söguna og lagði höfuðáherslu á að handrit- ið yrði þannig úr garði gert að hald- ið yrði meiri trúnaði við sögu Mary Shelley en gert hafði verið í þeim 17 kvikmyndum sem kenna sig við söguna 0g talið er vert að nefna. Bæði Shelley og Byron gerðu at- rennu að verkinu en aðeins Polid- ori, sem skrifaði fyrstu vampíru- söguna sem þekkt er á ensku, og hin unga Mary stóðu við sitt. Hún lýsti því síðar að sagan hefði fæðst þegar hún lá and- vaka, gagntekin af áskorun Byr- ons. Þá hafi birst fyrir hugskots- sjónum hennar fölur ungur mað- ur, iðkandi framandi fræða, krjúpandi við sköpunarverk sitt; skuggamynd manns sem öflug og torkennileg vél virtist geta vakið til lífs og gefið mátt til að hreyfa sig. Hún hrökk upp með andfæium vitandi að þar var söguefnið kom- ið. Hugsunin sem hafði hrætt hana sjálfa myndi skjóta öðrum skelk í bringu. Mary lauk sögunni heima í Sjálfur leikur Branagh titilhlut- verkið og kveðst hafa lagt áherslu á að víkja frá hefðbundinni túlkun Victors Frankensteins, sem hann sjái ekki fyrir sér sem taugaveikl- aðan og brenglaðan vísindamann heldur sem einhvers konar hold- gerving skynseminnar. í hlutverk skrímslisins, sem í hugum flestra hefur á sér þá mynd sem Boris Karloff gaf því í þremur kvikmyndum á fjórða áratugnum (Frankenstein 1931, The Bride of Frankenstein 1935 og Son of Frankenstein 1939), var fenginn sjálfur Robert De Niro. Hafa marg- ir orðið til að halda því fram að tveir af fremstu leikurum hins en- skumælandi heims séu saman komnir þar sem De Niro og Bra- nagh deili hvíta tjaldinu,- De Niro er þekktur fyrir að leggja á sig ómælt erfíði til að til- einka sér rullumar sínar og en hér var það ekki persónusköpunin sem gerði mestu kröfumar heldur gerv- ið sjálft. Leikarinn þurfti að eyða Bath í Englandi og skáldsaga hennar um Frankenstein var gefín út í London árið 1918, þeg- ar Mary Shelley var tvítug að aldri. Á þeim 177 árum sem síðan hafa liðið eru prentaðar útgáfur sögunnar allt að því óteljandi og fullyrt er að allan þann tíma hafi nýleg útgáfa veríð til á markaði að mæta jafnri og stöð- allt upp í 12 klukkustundum á dag í stóli förðunarmeistarans meðan honum var breytt í skrímslið sem saumað var saman úr hálfrotnuðu holdi. Aukaleikararnir stjamanna tveggja eru ekki af verri endanum: Tom Hulce (sem lék Mozart í Amadeus) leikur stórt hlutverk vin- ar Frankensteins, Helena Bonham Carter (Howard’s End) leikur Elizabeth, stjúpsystur Franken- steins og stóm ástina i lífi hans, John Cleese (A Fish Called Wanda, Fawltry Towers) leikur prófessor- inn sem kemur Frankenstein á bragðið. Aidan Quinn (Avalon, Blink) og Richard Briers (fasta- maður í flestum myndum Bra- naghs) bregður einnig fyrir. Frankenstein gekk ekki sérlega vel í bandaríska áhorfendur og ollu viðtökumar vonbrigðum en þeim mun betur á meginlandinu, ekki síst í Bretlandi þar sem áhorfendur jafnt og gagnrýnendur hafa tekið henni tveimur höndum. ugri eftirspum nýrra kynslóða. Sagan var fyrst fest á filmu í árdaga kvikmyndanna árið 1910 og myndin sem Stjörnubíó sýnir nú er a.m.k. sú átjánda sem gerð er eftir sögunni. Seinni ritverk Mary Shelley, sem rítaði alls sex skáldsögur, nutu aldrei teljandi vinsælda og voru jafnvel gleymd áður en hún féU frá 53 ára að aldri. • Á FÁUM ámm hefur Kenneth Branagh unnið sér sess sem einn fjölhæfasti leikarí og kvik- myndahöfundur samtímans. Kvikmyndaferill hans hófst að gagni fyrir sjö ámm og hálffer- tugur að aldri hefur hann leik- stýrt og faríð með aðalhlutverk í fimm kvikmyndum en árin sjö þar á undan hafði hann nýtt til að ávinna sér orðspor sem skæ- rasta stjaman sem stigið hafði á fjalir í bresku leikhúsi um árabil. • Branagh er fæddur í Belfast á Norður-írlandi en fluttist ung- ur til Englands og ólst upp í borginni Reading. Strax í fyrsta leikritinu sem hann tók þátt í að loknu námi í The Royal Aca- demy of Dramatic Art varð breskum almenningi (jóst að hér var enginn venujulegur leikari á ferð og gagnrýnendur jusu hann lofi og viðurkenningum. • 24 ára gekk hann til liðs við konunglega Shakespeare-leik- húsið í London og debuteraði þar í hlutverki Hinriks V. Aldr- ei hefur yngri maður farið með aðalhlutverk í Shakespeare- leikríti á þeim fjölum. • Tveimur ámm síðar hafði fyrsta leikrit Branagh, Tell Me Honestly, slegið í gegn í leikhús- um Lundúna og hann var farínn að setja upp verk fyrir þekkt- ustu leikhús borgarinnar. Árið 1987 stofnaði hann ásamt félög- um sínum — þar á meðal eigin- konu sinni, óskarsverðlaunale- ikkonunni Emmu Thompson — leikhópinn Renaissance Theater Company en ári siðar söðlaði hann um og sneri sér að kvik- myndagerð. KENNETH Branagh • Síðan hefur hann leikstýrt og leikið sjálfur aðalhlutverk í fimm kvikmyndum. Fyrst var kvikmyndagerð leikrits Shake- speares um Hinrik V. Eftir vel- gengni hennar sóttist Holly- wood strax eftir kröftum pilts- ins og þar í borg gerði hann Ieynilögreglumyndina Dead Again þar sem hann lék aðal- hlutverk ásamt eiginkonu sinni, Emmu Thompson, og Derek Jacobi. 1992 gerði Branagh tvær myndir: Peter’s Friends og aðra mynd eftir Shakespe- are-verki, Much Ado About Not- hing. Þar hafði hann Holly- wood-stjörnur á borð við Denzel Washington, Michael Keaton og Keanu Reeves, auk Emmu sinnar og breska eðalleikarans sem er sjaldnast fjarri í verkum Branaghs, Richard Briers. • Eins og Henry V. náði Ys og þys út af engu til stærri og fjöl- breyttari áhorfendahóps en jafnan sækir sér andlega nær- ingu og skemmtun í kröfuhörð verk Shakespeares. • Fimmta og nýjasta kvikmynd Branaghs er svo sú sem Stjörnu- bíó hóf sýningar á sl. föstudag: Mary Shelley’s Frankenstein. Þetta er tvímælalaust stærsta verkefni Branaghs til þessa og stórmynd í öllum skilningi. • En þótt næg séu verkefnin í kvikmyndum hefur Kenneth Bra- nagh ekki sagt skilið við leikhús- ið. Þar er hann enn tíður gestur og lék síðast Hamlet með hópi frá Konunglega Shakespeare- leikhúsinu í London og Stratford upon Avon sl. sumar - og sló að sjálfsögðu öU aðsóknarmet Hryllingssaga allratíma SKRÍMSLIÐ snýst af skefjalausri heift gegn skaparanum sem sneri við því baki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.