Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS HALL UR KRISTINSSON + Magnús Hallur Kristinsson fæddist á Reyðar- firði 17. júní 1948. Hann varð bráð- kvaddur 23. janúar 1995. Foreldrar hans voru Kristinn Asgeir Magnússon kaupmaður á Reyð- arfirði og Sesselja Ingibjörg Magnús- dóttir frá Hlíð í ' Kolbeinsstaða- hreppi. Hálfsystk- ini Magnúsar eru þau Þorsteinn Kristinsson og Klara Kristins- dóttir. Fóstursonur Magnúsar er Rúnar Andrew, kvæntur Kristjönu J. Þorláksdóttur og eiga þau soninn Aron Andrew Rúnarsson. Útför Magnúsar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun. MÁNUDAGURINN 23. janúar rann upp bjartur og fagur og ekki óraði okkur fyrir þeim sorglegu fréttum að Maggi frændi væri dá- J.nn. Það er erfitt til þess að hugsa að hann komi ekki í heimsókn fram- ar með bros á vör og spjalli við okkur um allt milli himins og jarð- ar. Því Maggi frændi lét sig varða allar hliðar mannlífsins, bæði þessa heims og annars. Minningarnar hrannast upp á stundu sem nú. Ljúfar og góðar frá bernsku okkar í Sunnuhvoli á Reyð- arfirði hjá afa og ömmu, þar sem við nutum þeirra forréttinda að eiga öll heima í sama húsinu. Okkur er þakklæti í huga fyrir ómælda aðstoð á síðustu árum þeg- ar við fengum að búa hjá honum heilu misserin, hvert á fætur öðru, þegar við sóttum skóla hér í Reykja- vík eða þegar illa stóð á. Maggi hafði stórt hjarta og hlýja hans og trúin á hið góða mun lifa með okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig elsku frændi og hafðu þakkir fyrir allt. María, Gústaf, Hildur, Lúðvik og Sesselja. Æskufélagi, vinur og vinur fjöl- skyldu okkar, Magnús Hallur Krist- insson er látinn langt um aldur fram. Fregnin af andlátinu kom sem reiðarslag yfir okkur, enda stutt síðan við hittumst yfír kaffibolla á heimili Magnúsar. Erfitt er að gera sér grein fyrir því að þessi ljúflingur skuli vera farinn frá okkur. Kynni okkar og vin- skapur hófust á upp- vaxtarárum okkar austur á Reyðarfirði. Strax í barnæsku bar á miklum áhuga Magn- úsar á lestri bóka og er mér óhætt að full- yrða að á þeim árum hafi Magnús verið víðlesnastur sinna jafnaldra. Nánari urðu sam- skipti okkar er við á unglingsárum deildum herbergi á heimili foreldra minna í Reykjavík. Þar var miðstöð vinahópsins, gauragangur og glatt á hjalla. Kom þá í ljós hversu þægi- legur Magnús var í allri umgengni. Leiðir skildu en vinskapur hélst ætíð. Magnús kvæntist Hrönn Sig- urgeirsdóttur og gekk syni hennar, Rúnari Andrew, í föðurstað og var samband þeirra Magnúsar og Rún- ars mjög náið alla tíð. Magnús og Hrönn skildu. Saman lágu leiðir aftur er við bjuggum í sama stigahúsi um ára- bil, var þá gjaman daglegur sam- gangur, setið og spjallað langtímum saman. Þrátt fyrir að hart væri deilt um ýmis málefni, andleg sem veraldleg, og stór orð féllu í hita leiksins, enda sýndist sitt hveijum, var ávallt kvaðst með bros á vör og gjaman haft á orði: „Framhald í næsta þætti.“ Það sem einkenndi Magnús öðm fremur var einstök góðmennska, hann vildi allra vana leysa og reynd- ist mörgum góður bakhjarl, en eins og oft er með slík góðmenni gera þau gjaman minna fyrir sjálf sig en aðra. Magnús var einstaklega bam- góður og fór sonur okkar ungur ekki varhluta af því. Er þykknaði í stráksa við foreldrana var við- kvæðið: „Þetta er allt í lagi, ég er farinn til Magga.“ Móður minni/tengdamóður sýndi Magnús mikla ræktarsemi alla tíð. Þrátt fyrir áratuga aldursmun gátu þau setið tímunum saman og skipst á skoðunum. Fjölskyldu okkar reyndist Magnús hinn besti vinur. Fóstursyni, systkinum og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auður og Steingrímur. Ekki óraði mig fyrir því 19. jan- úar sl. þegar ég talaði við Magga Kristins í síma að ég ætti aðeins örfáum dögum síðar eftir að setjast niður og setja fátækleg minningar- orð um hann á blað. Við svo snöggt fráfall náins vinar er okkur mjög brugðið. Maggi lagði + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát dóttur okkar og systur, ÁSDÍSAR BIRTU EINARSDÓTTUR. Ása Kristín Árnadóttir, Einar Bragi Bragason, Elmar Bragi Einarsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför, JÓHANNESAR BJÖRNSSONAR, Hóli, Lundarreykjadal. Agnes Björnsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Ólafur Jóhannesson, Björn Jóhannesson. MINNIIMGAR svo alltof fljótt upp í ferðina miklu, þá sem okkur öllum er ásköpuð. Maggi tvö var hann kallaður hér á heimilinu til aðgreiningar frá öðr- um Möggum sem við þekktum. Á gamlárskvöld kom Maggi hingað eins og svo mörg undanfarin ára- mót — eldhress að vanda. Það var í síðasta skipti sem við sáum hann. Og minningarnar leita á hugann. Ekki verður oftar hringt hingað á laugardagskvöldum rúmlega átta og spurt hvort ekki sé te eða kaffi á könnunni, því í mörg ár kom Maggi hingað á laugardagskvöldum þegar hann átti frí. Þá var oft rök- rætt um lífið, tilveruna og eilífðar- málin. Ekki vorum við alltaf sam- mála en virtum skoðanir hvert ann- ars. Það versta er að nú þegar Maggi stendur frammi fyrir hinum mikla sannleika, þá getur hann ekki uppfrætt mig. Maggi gat rætt um alla mögulega og ómögulega hluti, hafði skoðanir á flestu og var fastur á sínu. Hann var ágætur nuddari og þau voru ófá skiptin sem hann nuddaði lúna fætur og þreytt- ar herðar til að manni liði betur. Eitt sinn þegar mikið var búið að suða um eitthvert dýr hér á heimilinu var leitað til Magga. Hann kom og setti upp hjá okkur fiska- búr með öllu tilheyrandi, en hann átti mikið af skrautfiskum og hafði mikla ánægju af þeim. Síðan, eins og oft vill verða, missti unga fólkið smám saman áhuga á fískunum. Þá kom hann og tók allt dótið aft- ur. Með þessu móti fengum við að prófa að hafa heimilisdýr án þess að binda okkur til lengri framtíðar. Sumarið 1993 fór fjölskyldan ásamt Magga til Mallorca og var þar í þijár vikur. Þetta varð mjög góður tími þar sem legið var í leti, setið í sólbaði og farið í gönguferð- ir í öllum hitanum þar til við vorum oft að niðurlotum komin. Maggi var okkur góður ferðafélagi og sýndi ungviðinu mikinn skilning. Eg hef þekkt Magga í þrettán, fjórtán ár, en þeir Bjami ásamt Steina, Palla og Villa voru æskufé- lagar úr Drápuhlíðinni. í janúar 1989 létum við verða af því að kalla allan hópinn saman eina kvöldstund. Það var nokkurt afrek að koma því heim og saman því allir nema einn unnu vaktavinnu. Þetta var mjög ánægjuleg kvöld- stund og hefur alltaf staðið til síðan að þetta yrði endurtekið, en nú er það ekki hægt því stórt skarð er komið í hópinn. Þetta kennir manni að draga ekki úr hömlu að gera það sem maður ætlar að gera. í Hávamálum segir: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Maggi ræktaði svo sannarlega vináttuna og ef til hans var leitað var hann boðinn og búinn til aðstoð- ar ef hann gat. Ættingjar og vinir voru Magga mikils virði, hann var mjög bam- góður og voru bömin honum ætíð ofarlega í huga og þá sérstaklega afabarnið Aron, sem skipaði sér- stakan sess í huga hans. Við Bjami, Margrét og Ólafur sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til allra ættingja og vina Magga. Blessuð sé minning Magnúsar Kristinssonar. Sigrún Ólafsdóttir. Síðla árs 1969 kom undirritaður inn í sýningarklefann í Tónabíói og var þar staddur ungur maður, sem var þá nýfluttur til Reykjavíkur frá Reyðarfirði, Magnús Kristinsson. Var hann að hefja þar nám í gæslu og meðferð sýningarvéla og voru þetta okkar fyrstu kynni og grun- aði mig ekki þá að vinskapur okkar yrði eins náinn og síðar varð. Magnús hafði sem smá patti byij- að að fíkta við sýningarvélar á Reyðarfírði og áttu kvikmyndir og starfsemi bíóhúsa hug hans allan frá unga aldri. Magnús reyndist mjög áhugasamur um námið, en hann lauk sveinsprófi í greininni 28. nóvember 1970. Um það leyti fór undirritaður sjálfur að Iæra í Tónabíói og reyndist Magnús mér góður kennari ásamt meisturum okkar, Ingimundi Eymundssyni og Agnari Einarssyni. Tónabíó varð nánast annað heimili Magnúsar á þessum árum, en Magnús var alltaf boðinn og búinn að hjálpa starfs- fólki bíósins, ef þörf var á. Leiðir okkar Iágu oft saman þegar bflarn- ir hans urðu fyrir skakkaföllum og kom þá vel í ljós hve skapgóður Magnús var, því stutt var í kímnina og brosið. Magnús starfaði meðal annars í Stjömubíói, Kópavogsbíói og síðast í Andrews Theater á Keflavíkur- flugvelli og var hann einnig fram- kvæmdastjóri þar. Hann var virkur félagi í FSK (Félagi sýningarmanna v/kvikmyndahús) og sat oft í stjóm félagsins. Þegar FSK keypti hús- næðið í Tjamargötu 10, fór Magnús þar fremstur í flokki félaganna hvað varðar kaup eignarinnar og endurbætur húsnæðisins. Ósérhlífni og dugnaður Magnúsar kom vel í ljós á þessum stóm tímamótum í sögu, FSK, en þetta var stærsta verkefnið sem félagið hafði ráðist í. Það er höggvið stórt skarð í rað- ir sýningarmanna, því við vomm nýbúnir að kveðja einn af stofnfé- lögunum, Kristin Árnason, þegar hin válegu tíðindi bárast að Maggi hefði orðið bráðkvaddur á leið sinni heim úr vinnu aðeins 46 ára gamall. Áhugamál Magga vom fjölmörg, t.d. gullfískarækt, ljósmyndun, and- leg málefni, náttúmskoðun og er þó stiklað á stóm. Kraft þarf til að kljúfa stein, kærleik til að unna, blíðu til að bæta mein; best er margt að kunna. (Pétur Sigurðsson) Öllum aðstandendum vottum við samúð okkar. F.h. Félags sýningarmanna v/kvikmyndahús, Kr. Eymundsson. Kær vinur hefur nú verið kallað- ur til starfa á öðru tilverusviði. Vin- ur sem þráði að breiða ljós og kær- leika meðal samferðamanna sinna. Hann var náttúrulegur heilari og græðari. Hvar sem hann kom, og frétti af veikindum vina eða sam- ferðamanna, þar var hann, og beitti læknandi kærleiksorku sinni. Magnús naut þess að ræða við sam- ferðamenn sína um allt milli himins og jarðar. Einkum vom það þó til- vistarmálin sem áttu hug hans all- an. Hann var hugsjónamaður og draumar um framtíð manns og heims, þar sem kærleikur ríkti og eining væri milli manns og guðs, áttu hug hans allan. Börn leituðu til hans ef þau meiddu sig, veiktust eða lentu í öðram vanda. Hann tók á móti þeim opnum örmum í kærleiksríkan faðm, þar sem hlúð var að sári með ótrúlegri natni og þolinmæði. En orðskrúð getur ekki lýst honum betur en orð lítillar dóttur minnar, þegar hún frétti af andláti Magga: „Pabbi, ertu ekki leiður yfír því að Maggi skuli vera dáinn? Pabbi, af hveiju þurfa þessir góðu alltaf að deyja? Pabbi, Maggi er ömgglega hjá guði núna.“ Við kveðjum öll góðmennið Magnús H. Kristinsson með sökn- uði og óskum honum góðs á leiðum sínum handan móðunnar miklu. Þorsteinn Barðason. Það er erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til manns sem er mér jafn kær og Maggi. Ég var sex ára þegar ég kynnist Magga og var nú ekki alveg tilbúinn að fara deila mömmu með honum, en fljótlega fann ég að þarna var kominn mað- ur sem vildi vera mér góður og þótti vænt um mig og mér um hann. Ég var búinn að eignast stjúpföð- ur. Og nú mörgum ámm seinna hefur ekkert breyst á milli mín og Magga, þó að vissulega hafí margt breyst í lífi okkar beggja. Fyrir sex ámm þegar Aron litli fæddist var Maggi strax kominn í afahlutverkið, og áttu þeir margar góðar stundir saman. Síðastliðin fjögur ár vom mið- vikudagar í lífí Arons afa Magga- dagar. Þá átti Maggi frí og sótti hann litla karlinn sinn í skólann og var með hann fram á kvöld, og oft þegar ég kom heim úr vinnu kom Aron hlaupandi til að sýna mér hvað afí hefði keypt handa honum og sagði þá jafnframt: „Sjáðu hvað ég gat platað afa í dag, og rétt fyrir síðustu jól tilkynnti hann mér og mömmu sinni að nú væri hann sko búinn að plata afa, því að afí ætlaði að gefa honum bókina Al- fræði unga fólksins fyrsta miðviku- dag eftir jól. Og það brást ekki, því að þegar litli afastrákur átti í hlut átti Maggi oft erfit með að segja nei. Ég veit að það eiga eftir að koma skrýtnar og erfíðar spurningar frá Aroni litla um afa sem erfítt verður að svara, því að það er svo margt sem maður skilur ekki sjálfur. Það er með miklum söknuði og einhvers konar tómarúmi sem erfítt er að útskýra, sem við kveðjum Magga okkar, og betri pabba og afa er ekki hægt að hugsa sér. En óneitanlega hef ég aldrei fyrr en fyrst nú eftir að Maggi er fallinn frá fengið að finna það að hann var nú „bara“ stjúpi minn, og það er virkilega sárt. Én ég og Maggi vit- um hvað við emm hvor öðrum. Rúnar Andrew. Skyndilega er vegferðinni lokið. Magnús vinur okkar hefur kvatt þetta jarðneska líf mjög snögglega, en í hugum okkar ríkir sú fullvissa að það sé vegna þess að þörf er fyrir hann á öðmm tilvemsviðum. í trausti þeirrar fullvissu er engin spurning um það í huga okkar að Magnús mun starfa með okkur áfram, þó á annan hátt verði. Það var árið 1991, sem við kynnt- umst Magnúsi fyrst. Upphaf kynn- anna vom þau að mannræktarfólk kom saman í þeim tilgangi að stofna félagsskapinn Snæfellsás hf., með það að markmiði að festa kaup á jörð undir Jökli og koma á fót and- legri miðstöð. Magnús var strax kosinn í stjórn félagsins og átti sæti í henni fram á síðastliðið haust. Hann var virkur þátttakandi í störf- um og allri uppbyggingu á staðnum, alltaf tilbúinn að mæta til allra sjálf- boðastarfa hvort sem var hér í Reykjavík eða fyrir vestan. Það var einstaklega ánægjulegt að hafa þennan ljúfa dreng í návist sinni, alltaf jafn geðgóðan, bjartsýnan og -samvinnuþýðan. Þeir vom ófáir félagamir í hópn- um sem fengu að njóta heilandi handa Magnúsar eftir að hafa ofreynt sig við byggingarfram- kvæmdir eða í málningarvinnu. Hvort sem hann gaf reiki eða breytti matarborðinu í nuddborð, þá vann hann kraftaverk á öllum sem hann snerti, með mildum og óeigingjörnum handtökum. Náttúmlegar heilunaraðferðir vom eitt af aðaláhugasviðum hans og hann naut sín svo sannarlega, þegar við stóðum fyrir heilunarhelgi við Lífslindina á Hellnum síðastliðið sumar. Þar komu saman um tvö hundmð manns, ásamt nokkrum af helstu heilumm landsins. Við minnumst þess að upp úr þessum hópi stóð vinur okkar Magnús, eins og traustur klettur, tilbúinn að gefa öllum það ljós og þá hlýju sem þeir þurftu á að halda. Það var okkur mikil gæfa að kynnast Magnúsi og innan hópsins eru áreiðanlega margir sem næsta sumar eiga eftir að sakna trausts og vinalegs faðmlags eða greiðvik- ins félaga, sem alltaf var tilbúinn að flytja fólk eða farangur eftir því sem þurfti. Við þökkum honum ein- læga vináttu og samstarf og send- um aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur, ljós og kærleik. Ljóssins skilurðu eðli eigi en - eins fyrir það á lífsins vegi ljómar það og lýsir þér. (G. Thomsen.) Félagar í Snæfellsási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.