Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________________MIMIMINGAR JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR + Jakobína Sig- urðardóttir fæddist í Hælavík á Hornströndum 8. júlí árið 1918. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. janúar 1994 og fór útför hennar fram frá Skútustaðakirkju 5. febrúar. Á ÞVÍ ári sem liðið er frá andláti móður okk- ar, Jakobínu Sigurðar- dóttur rithöfundar, hef- ur þar oft komið tali okkar systra sem hér skrifum, að okkur hafi lang- að til að skrifa um hana minningar- orð og séð eftir að hafa ekki gert það. Ur því viljum við bæta nú. Móðir okkar var fyrsta bam for- eldra sinna, Stefaníu Guðnadóttur og Sigurðar Sigurðssonar. Bömin urðu alls 13, sjö systur og sex bræð- ur, en tveir drengjanna dóu á bams- aldri. Nú eru sjö systkinanna á lífi. Mamma var aðeins 15 ára unglingur þegar hún fór fyrst að heiman í kaupavinnu og 17 ára gömul var hún alfarin. Hún fór sjiður, var ýmist í kaupamennsku í Ámessýslu eða við ýmis störf í Reykjavík. Afi og amma fluttu frá Hælavík til Hesteyrar árið 1937 og bjuggu þar í ein tíu ár, þá fluttu þau til Keflavík- ur og bjuggu þar til æviloka. Sumario 1948 fór mamma norður í land með Siggu systur sinni. í rútunni á leið í Mývatnssveit hittu þær Guðbjörgu Björgvinsdóttur, föðursystur okkar, sem bauð þeim með sér heim í Garð. Þar hittust þau pabbi í fyrsta sinn. Vorið eftir, 1949, flutti mamma í Garð og snemma árs 1950 fæddist Stefanía systir okkar. Við systkinin urðum ijögur, þrjár systur og Kári bróðir yngstur, fæddur 1959. Það var víst eins og að fara aftur í tímann fyrir mömmu að flytjast í Garð. Þau pabbi bjuggu í einu litlu kjallaraherbergi með öll bömin sín, en síðan var byggt ofan á húsið og þau fluttu á rishæðina kringum 1960. Þá vom þau búin að hírast í kjallaranum í rúm tíu ár við lélegar aðstæður sem þau fengu engu breytt um vegna ofríkis afa okkar. Hvemig henni tókst að sinna andlegum hugðarefn- um við þær aðstæður er hverri nú- tímamanneskju óskiljanlegt. Því má þó ekki gleyma að pabbi studdi hana ætíð í ritstörfum hennar og allt sem frá henni fór á prent bar hún undir hann. „ ... ég vil ekki verða eins og mamma og hinar konumar á Ströndunum, giftast, hrúga niður krökkum, þræla nótt með degi. Ég ætla að ganga menntaveginn. Lesa allt sem hægt er að ná í.“ Á þessa leið voru framtíðardraumar unglingsins í Hælavík, eins og mamma lýsir því í bók sinni í bam- dómi. Ekki varð skóla- gangan löng, enda ekki auðvelt fyrir fátækl- inga, hvað þá fátækar stúlkur, að komast inn á menntaveginn með hinum fáu útvöldu. En mamma las svo sannarlega allt sem hægt var að ná í, hvort heldur var í heimi fræða- eða fagurbókmennta. En þótt hún væri vel lesin dugði það skammt til starfsframa. Hún fékk svo sannarlega að „þræla nótt með degi.“ Mamma sagði oft að svo langt sem hún myndi hefði það verið henn- ar þrá að skrifa - það var ekki löng- un, heldur ástríða, sagði hún iðu- lega. Ekkert óttaðist mamma meir en að þurfa að lifa það að geta ekki lengur skrifað. Þeim örlögum var henni sem betur fór hlíft við. í maí 1993 greindist hún með krabba- mein og engin von var um varanleg- an bata. Hún æðraðist ekki yfír því, hún spurði lækninn aðeins eins, hvort hægt myndi að tefja sjúkdóm- inn svo að hún fengi ráðrúm til að ljúka verki sem hún var þá búin að hafa með höndum lengi, en ekki getað lokið vegna vanheilsu. Ekki fannst neinum líklegt að það tæk- ist, en það hafðist - „á vestfirsku þijóskunni", sagði mamma, og handrit að hennar síðasta verki, I bamdómi, var tilbúið er hún lést. Við systkinin vissum lítið af rit- störfum mömmu. Hún vann þau mikið til á nóttunni, enda næturnar eini tíminn sem hún hafði út af fyr- ir sig. Því ritstörf mömmu komu á engan hátt niður á heimilisstörf- unum, hún sinnti bömum og heim- ili engu síður en aðrar fyrirmyndar- húsmæður. En það er ekki þar með sagt að hugur hennar hafi alltaf verið bundinn við skylduverkin. Alls komu út eftir hana ellefu bækur, ljóð, smásögur, skáldsögur og nú síðast bernskuminningar hennar. Hún hóf feril sinn sem ljóðskáld, en fyrst og fremst vildi hún skrifa skáldsögur. Fyrsta bókin, Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur, sem út kom 1959, var að formi til ævintýri og er oft flokkuð sem bamabók. Það er þó ijarri lagi, því hér er ádeila á ferð, framhald baráttuljóða hennar gegn her í landi, en ekki nein barnagæla. Árið eftir kom út ljóðasafn, síðar endurútgefíð ásamt fleiri kvæðum. 1964 kom smásagnasafnið Punktur á skökkum stað og árið eftir fyrsta skáldsagan, Dægurvísa. Þessar bækur færðu henni viðurkenningu sem rithöfundi. Auk þessara verka sem hér hafa verið nefnd em verk móður okkar eftirtalin: Snaran, skáldsaga, 1969, Sjö vindur gráar, smásögur, 1970, Lifandi vatnið, skáldsaga, 1974, í sama klefa, skáldsaga, 1981, og Vegurinn upp á fjallið, smásögur, 1990. Það er ljóst af þessari upptalningu að móð- ir okkar telst ekki mikilvirkur höf- undur á mælikvarða nútímans, en þar kom ýmislegt til. í fyrsta lagi var ekkert í hennar aðstæðum sem studdi við þessa iðju hennar, það var bara þessi skriftarástríða sem rak hana áfram. í öðm lagi gerði hún strangar kröfur til sín um það sem hún lét frá sér fara. Hún sendi ekkert frá sér sem hún var ekki sátt við, a.m.k. viss um að hún myndi ekki geta gert betur. Hún skrifaði margt sem aldrei fór lengra en „í skúffuna“ og eyðilagði mis- kunnarlaust það sem ekki átti erindi á prent að hennar mati. Síðustu tuttugu árin var mamma mikið á faraldsfæti, dvaldi oft og tíðum í Reykjavík, stundum lang- dvölum. Annars sagðist hún alltaf ætla að búa á Húsavík í ellinni. En hún flutti ekki þangað, þótt hún heimsækti oft Herdísi Guðmunds- dóttur frænku sína og Siguijón Jó- hannesson mann hennar. Og það var víst ekki síst þeirra vegna sem mömmu líkaði svona vel á Húsavík. En hvað sem öllum erfíðleikum leið, þá átti mamma sitt heimili í Garði með pabba, í gegnum þykkt og þunnt. Þau voru ætluð hvort öðru, hversu ólík sem þau nú voru. Að koma „heim“ og sofna á kvöldin í herberginu við hliðina á stofunni uppi og heyra þau skrafa saman fyrir háttinn, í gegnum þunnan vegginn, er notalegasta minning litlu systur. Minning sem nær frá bam- æsku og allt til síðustu heimsóknar er mamma var á lífi. Frá Siggu Stinu Ef ég á að reyna að lýsa persónu- einkennum mömmu, verður það á þessa leið: hún var dul, hógvær, langrækin, vönd að virðingu sinni, heiðarleg, sterkur persónuleiki" ákveðin, stíf á meiningunni, hug- rökk, víðsýn. Innan fjölskyldunnar var hún sú sterka. Frá því að hún dó erum við svolítið vængbrotin og ráðvillt. Því við gátum alltaf leitað til hennar og það gekk aldrei til lengdar að reyna að leyna einhveiju fyrir henni. Hún lét okkur vita af áliti sínu á einn hátt eða annan, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Mamma skammaði okkur sjaldan, en við lærðum hvar mörkin Iágu og fórum sjaldan oftar en einu sinni yfir þau. Á fullorðinsárum mínum bjó mamma oft hjá mér þegar hún var í Reykjavík. Við fórum ýmislegt saman, bæði í ferðalög og t.d. í leik- hús eða út að borða. Við vorum félagar ekki síður en mæðgur, þótt vissulega slettist stundum upp á vinskapinn. Eitt af því sem mér þótti skemmtilegast við mömmu, eftir að ég varð fullorðin, var hve laus hún var við afturhaldssemi. Hún fylgdist vel með öllum breyt- ingum og var alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Hún var heldur ekki blind á fortíðina með kostum og göllum og hélt ekki „heimsósóma- ræður". Þegar ég las fyrst handritið að bók hennar í bamdómi, áttaði ég mig á þvi hve lítið ég vissi í raun um mömmu, um ævi hennar, um tilfinningar hennar og drauma. Margt af því sem hún segir frá þar var mér nýtt. Hún bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg og við virtum það. En ég sé svolítið eftir því, mér finnst að ég hefði átt að tala meira við hana um þá hluti sem máli skiptu. En eflaust líður öllum sem syrgja ástvini sína þannig. „Blíðuat- lot voru mér ótöm og ekki iðkuð hjá okkur nema til að hugga böm og við kveðjur," segir mamma í minningum sínum. Og þannig var það einnig á okkar heimili. En ég vissi vel að mömmu þótti vænt um mig og lærði að lesa í táknin. Og við áttum vináttuna, sem er ef til vill hvað fágætast í samskiptum bama og foreldra. Fyrir það er ég þakklát og kveð móður mína sáttum huga, þótt vissulega hefði ég viljað fá að hafa hana lengur hjá mér. Frá Sigrúnu Ef ég ætti að nefna einn eigin- leika sem lýsti mömmu öðrum frem- ur, þá myndi ég nefna strangleika. Ekki það að hún væri hörkutól eða gribba, langt því frá, og ekki hélt hún heldur uppi hörðum húsaga með boðum og bönnum. En hún gerði strangar kröfur til sjálfrar sín, ekki einungis sem rithöfundar, held- ur einnig sem manneskju. Kröfur hennar vom óvægnar, enda fannst henni aldrei að hún uppfyllti þær sem skyldi. Þetta skynjaði ég fljótt og það hafði meiri áhrif á mig en langar ræður eða skammir, enda beitti mamma hvorugu. Mamma var alvörugefin og viðkvæm í lund. Henni var hætt við bölsýni og þung- lyndi og átti oft mjög erfitt. En í lund hennar var líka ofinn einhver bjartur strengur sem ég held að aldrei hafi brugðist henni. Einhver trú og von á hið góða, eða bara á mannlífið, þrátt fyrir allt. Hún átti líka ríkulega kímnigáfu, „að- hlægni“, kallaði hún það og taldi sér stundum til lasts. En þessi hæfi- leiki til að sjá það broslega við hlut- ina, þótt erfiðir væru, að geta hleg- ið bæði að sjálfum sér og öðrum, varð henni oft til hjálpar. Þannig urðu til fjölskyldubrandarar, stund- um af tilefnum sem voru alvarleg, en misstu broddinn og urðu að gam- ansögu með tímanum. - Það var þessi bjarti þáttur í skapgerð mömmu sem gerði það að til hennar var alltaf hægt að leita í erfíðleik- um. Þá kom fram óbilandi styrkur og æðruleysi. Ég þurfti oft að leita til mömmu með ýmis áhyggjuefni og vandamál. Alltaf reyndi hún að leggja eitt- hvað til mála, en það brást ekki að væri eitthvað verulega alvarlegt, þá var eins og hún fengi tvíefldan kraft einhvers staðar frá - og innsæi til að segja einmitt það eina sem gat orðið til að létta og styrkja. Mér er ógleymanlegt þegar ég leitaði til mömmu á einni af erfiðari stundum míns lífs og hafði misst kjarkinn. Hún sagði fátt, en færði mér upp- skrifað ljóð sem hún hafði sjálf ort mörgum árum áður, þegar henni lá við að bugast. Ekkert get ég hugsað mér að hefði orðið mér til meiri styrks á þeirri stundu. Mér finnst við hæfi að ljúka þessum minningar- orðum með þessu ljóði. Óvíða birt- ast hinir björtu og dökku þættir í skapgerð hennar sem í þessu litla ljóði um dauðann, hennar eigin dauða og Iíf mannkynsins á jörð- unni. Sá dagur mun koma að ég á ekki aftur að vakna, aldrei framar að gleðjast, þrá eða sakna og soig mín og angist og allt það sem ég hefi kviðið, í óminnisdvalanum týnist, því nú er það liðið. Og ósigrar mínir og örvænting hverfa með mér. En áfram um jörðina skínandi dagsljóminn fer af blessaðri sólinni. Aðrir til annrílds vakna, unnast og gleðjast, missa, þjást og sakna. Og töp mín og glöp til gleymskunnar hverfa fljótt Svo gjöfult er lffið og voldug hin eilífa nótt (Jakobína Sigurðardóttir) • Sigrún Huld og Sigríður Kristín. GUNNAR TÓMAS JÓNSSON + Gunnar Tómas Jónsson fæddist í Reykjavík 13. júní 1921. Hann lést á heimili sínu 16. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 23. janúar. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur. (E.B.) Einn er sá gestur, er dyra knýr hjá okkur öllum fyrr eða síðar, dauð- inn. Ekkert er í senn eins víst og þó óvíst og koma hans. Við erum öll dauðadæmd. En við vitum ekki hvenær þeim dómi verður fullnægt. Flestra vor bíða harmar og allra bíð- ur hel. Nokkur kostur fylgir slíku hlutskipti. Hann er sá, að beijast af hugprýði og vaskleik við ósigrandi féndur. Sá er mikill sigurvegari — mikii hetja — er sigrast á stórum hörmum og mætir örlögum sínum, hversu dapurleg, sem þau kunna að verða, með bros á vör. Þeir, sem fóma lífi sínu í baráttu við ósigrandi náttúruöfl eða í trylltum leik hams- lausra styijalda, hafa löngum vakið verðskuldaða aðdáun þeirra, sem álengdar hafa staðið. En hlýtur það ekki að vekja enn meiri aðdáun og furðu, að kynnast konum og körlum, sem horfast í augu við dauða sinn ámm saman. Finna stöðugt nálægð hans í öruggri vissu um, að endalok- in nálgast fet fyrir fet. Ég hygg, að maðurinn — í öllum sínum vanmætti — sé aldrei stærri en þá. Maðurinn sjálfur, dýpstu eðlisþættir mannssál- arinnar, em aldrei sterkari en á slík- um örlagastundum. Vinur minn, Gunnar Tómas Jóns- son, veiktist af kransæðastíflu fyrir rökslega áratug og var sendur í hjartaaðgerð til London fyrir tæplega ellefu ámm, í aprílmánuði 1984. En það var áður en slíkar aðgerðir hó- fust hér á iandi. Þessi fáu kveðjuorð em aðeins lítið laufblað á gröf hans með dýpsta þakklæti fyrir nær hálfr- ar aldar kynni og vináttu. Þau kynni hófust árið 1946, er ég tengist fjöl- skyldu hans. Hann var fæddur 13. júní 1921 og andaðist hinn 16. þ.m., og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. þ.m. Foreldrar hans vom hjónin Jón Kristmundsson, fæddur 10. apríl 1886, dáinn 1. des. 1952, og Magnea Tómasdóttir, fædd 2. júní 1889, dáin 31. ágúst 1974. Þau bjuggu um árabil í húsinu Eyvík á Grímsstaðaholti. En Jón stundaði sjómennsku í áratugi, fyrst á skútum og síðar á togurum. Hann fór í land og hætti sjómennsku í byijun síðari heimsstyijaldarinnar og stundaði eft- ir það ýmiss konar vinnu í landi eft- ir því sem til féll. Magnea annaðist alla forsjá heimilis þeirra og barna langtímum saman, þegar maður hennar var fjarverandi á sjónum. Hún hlaut að heyja harða baráttu með bamahópinn sinn á ámnum milli heimsstyijaldanna, þegar heimskreppan beið við hvers manns dyr og margir urðu að beijast af öllum mætti fyrir lífi sínu og sinna. Jón og Magnea eignuðust sex böm, tvo sonu og fjórar dætur. Synimir em Kristmundur og Gunnar og dæt- umar Halldóra, Jarþrúður, Auður og Inga. En Gunnar varð fyrstur í þessum friða hópi að hlíta kalli dauðans. Þau em öll hinir mætustu þjóðfélags- þegnar, eins og þau eiga kyn til. „Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni,“ segir fomt spakmæli. Þau eru ríkulega gædd eðlisþáttum foreldr- anna, er í engu máttu vamm sitt vita. í fari þeirra birtist sterk ættar- fylgja foreldranna, vinfesti og tryggð og rík samúð með smælingjum og þeim, sem fara halloka í lífinu. Æviferill Gunnars T. Jónssonar hefur þegar verið rakinn hér í blað- inu og sleppi ég því. Hann var vel meðalmaður á hæð, vel vaxinn, ljós yfirlitum og samsvaraði sér vel. Hann vakti athygli hvar sem hann kom og við nánari kynni fyrir ein- staka prúðmennsku, hógværð og velvild. Hann var ákaflega hjálplegur og fljótur til, ef einhver þurfti aðstoð- ar við. Hann var einnig mikið hraust- menni framan af ævi, þrekmikill og duglegur að hveiju sem hann gekk. Hann kvæntist glæsilegri og góðri konu, Signýju Hermannsdóttur, 1. apríl 1949. Þau áttu saman þijú böm, son og tvær dætur. Sonurinn er Hermann Gunnarsson, símvirki, og dætumar Una, en hún er búsett í Svíþjóð, og Sigrún. Gunanr og Signý voru ákaflega samhent og studdu drengilega hvort annað. En Signý var eins og klettur í hafinu við hlið Gunnars eftir að heilsa hans bilaði. Foreldrar Signýjar voru Her- mann Bjömsson og Una Jónsdóttir, sem iengi bjuggu á Signýjarstöðum á Grímsstaðaholti. Þau em bæði lát- in. Dagar líða. Ár og aldir renna í tímans djúp. Hver stund ævi vorrar fellur eftir aðra, likt og sandkomið í stundaglasinu. Áður en varir er tímamælirinn fullur, ævin liðin og lúður dauðans hljómar. Ætla mætti að hin óumflýjanlegu vistaskipti komi ekki að óvörum, þegar árin færast yfir. En þrátt fyrir allt eram við öll varbúin, þegar hinzta tíma- merkið kveður við. Árin og eilífðin breiða hulu gleymskunnar yfir lífsferil vom. I þeim efnum rennur ævi vor allra að einum ósi. Sá, sem galar hæst á mannfélagsins haug, hlýtur þau ör- lög alveg eins og hinn, sem fórnar lífi sínu í hógværð og lítillæti í skugga fánýtrar mammonsdýrkunar og lífsgæðakapphlaups. En — við lif- um öll í verkum okkar og störfum. Og lengst varir minningin um þá, sem gegnt hafa skyldum sínum við lífíð og tilverana af trúmennsku, þegnskap og drsngskap. En við, sem þekktum Gunnar T. Jónsson og átt- um vináttu hans í áratugi, vitum, að hlutur hans verður stór í þeim efnum. Ég votta eiginkonu hans, bömum, tengdabömum, systkinum og öðram ástvinum dýpstu samúð mína. Það má vera þeim huggun stór á skilnað- ar- og saknaðarstund að eiga ljúfar minningar um elskulegan dreng- skaparmann, sem var hvarvetna landi og þjóð til sóma. Og nú — þegar leiðir skilja — þakka ég honum margar ógleyman- legar ánægjustundir og óska honum fararheilla og Guðs blessunar yfir dauðans djúp. Og því varð allt svo hijótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinn. (T.G.) Jón Sigtryggsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.