Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Tökumst á við vandann Gangið frá verk- og greiðsluáætlun áð- ur en verk hefst Frá Matthíasi Ingibergssyni: NÚ LOKSINS er búið að upplýsa að Kristján Ragnarsson formaður LIÚ er togaraeigandi með meiru skv. grein Garðars Björnssonar í Mbl. 20.9. sl. Hæstráðandi í íslands- banka, með ómælt vald í Fiskveiða- sjóði auk fjölda annarra stjórna og nefnda. Þessir menn hafa of mikii völd og hika ekki við að beita þeim sér og öðrum til framdráttar. Því kemur það ekki á óvart núna hve mikil og vel undir- búin sú gjöreyð- ing er, sem nú er í gangi við að úr- elda fiskibáta, sem skilað hafa þjóðarbúinu mest- um arði, bæði í afla og atvinnu, gegnum árin. 75 til 80 manns missa vinnuna við hvern frystitogara, sem kostar í dag einn til einn og hálfan milljarð. En fjórir bátar myndu skila vel þeirri vinnu, sem tapaðist, og yrði eitthvað á annan milljarð ódýr- ari. Nú eru humarveiðar að syngjast upp og búið að leyfa litlum skuttog- urum eða bátum allt að 300 tonnum að veiða með 2 trollum við að ganga frá þeim miðum, sem humarinn er á. Halldór Ásgrímsson kom þessu á áður en hann fór úr sjávarútvegs- ráðuneytinu, menn skulu minnast hans þegar þeir ætla að kjósa Fram- sóknarflokkinn því hann er upphafs- .maður þessarar helstefnu, sem allt er að drepa um allt land í sjávar- plássunum. Það er ömurlegt hvað menn þola að hafa á samviskunni og þora að vera innanum fólk. Þörf á róttækum aðgerðum Til þess að ná sem fyrst þessum fiski af minni bátunum hækkaði Þorsteinn Pálsson Úreldingarsjóð úr 30% í 45% til að frystiskipin fengju sem fyrst þann afla, og að skapa meira atvinnuleysi, því menn eru hreiniega að gefast upp vegna þess- ara ógæfumanna, sem þykjast stjórna í dag sjávarútvegsmálum okkar. Það verður að gera eitthvað róttækt í þessum málum, og það strax! Það verður að loka til að bytja með út að 30 sjómílum fyrir öllum togveiðum, snurruvoð, fiski og hum- artrolli (spærlingstrolli) síldar- og loðnutrolli. Það á að láta línuveiðar, handfæraveiðar og netaveiðar vera uppistöðu í okkar veiðum, og taka þann fisk, sem veiða má næstu árin hvetju sinni og láta fólkið í landinu hafa þann fisk. Fólkið í landinu á þennan fisk og hefur atvinnu af honum. Ekki fáir frystitogaraeig- endur, sem í krafti nokkurra alþing- ismanna, sem börðu þetta frumvarp í gegnum þingið, þeim öllum til ævarandi minnkunar og skammar. En nú verður að bregðast hart við, stofna félög gegn kvótanum í þessari mynd, sem hann er í í dag. Stefna að því að afnema kvótann á næstu tveim árum. Menn ráði því hvað þeir geri við þá togara sem þeir eiga, en leyfa aðeins línu, net og handfæri til þess að ná upp þeim stofnum, sem eru nú í útrýmingar- hættu. Menn geta skoðað togara- skýrslur til þess að sjá hvert hefur stefnt undanfarin ár. Frystitogarana út fyrir 30 mílurnar, línu, handfæri og net er það eina sem leyfa á næstu árin til þess að skapa vinnu í landi, en ekki úti á sjó. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef menn vilja og hafa til þess áhuga, menn verða að hafa samtök og standa saman, láta ekki einhveija stráka, sem ný- komnir eru út úr skóla og þekkja lítið til þess sem hinn vinnandi mað- ur verður að líða í tilbúnu atvinnu- leysi. Stöndum saman Það verður að takast á við þessa menn, sem þetta vilja og þetta skópu. Ef menn vilja átök, þá verða þau veitt þeim; það er ekki hægt að segja að fólkið eigi fiskinn og fara svo með alla vinnuna út á sjó. Nú skulum við standa saman og láta hart mæta þeim sem eru að búa til atvinnuleysi. Memí sem sáu þátt- inn frá Nýfúndnalandi í sjónvarpinu hljóta að sjá hvert stefnir ef togveið- ar verða ekki stöðvaðar strax, og ef þessir menn í LÍÚ, sem ekki vilja snúa við á þeirri braut, sem þessi gjöreyðingarstefna er að leggja allt í rúst út um allt land, þá verða menn að beijast um það hvort við viljum lifa í þessu landi, sem menn eða öreigar og ölmusumenn. Ég nefni þá menn sem mest og best hafa skrifað um þessi mál, þá Einar Júlíusson eðlisfræðing, Garðar Björgvinsson bátasmíð, Önund Ás- geirsson forstjóra, Sigurð Gissurar- son sýslumann og Pétur Stefánsson skipstjóra þar sem talað var við hann í Morgunblaðinu. Það eru margir á móti þessum kvóta eins og hann er, það stenst enginn þá fjöldahreyfmgu ef menn standa saman og reka af höndum sér þá hræfugla sem komnir eru með klærnar í lifibrauð þjóðarinnar um ókomin ár. Frá Gísla Sigurðssyni: ÞAÐ ER tiltölulega skammt síðan verðlagning á vinnu og þjónustu pípulagningameistara var gefin fijáls. Svo lengi sem elstu menn muna hefur verðlagning verið háð ströngum ákvæðum hins opinbera. Lengi var eingöngu unnið eftir tíma- vinnutaxta en síðan var meir og meir farið að vinna eftir uppmæling- artaxta. Einungis í allra stærstu verkum voru viðhöfð útboð og var það eini vettvangurinn sem hægt var að segja að samkeppni ríkti milli starfandi pípulagningameist- ara. Félag pípulagningameistara telur þörf á að koma með nokkrar ábend- ingar til neytenda vegna þessara breyttu aðstæðna til að efla skilning milli þeirra, sem þjónustuna veita og hinna sem hana þiggja. Það er trú félagsins að það sé hagsmuna- mál beggja aðila. Vegna þessara afdrifaríku breytinga, að verðlagsá- væði hafa verið afnumin, er það ekki sjálfgefið eftir hvaða taxta verksalinn, pípulagningameistarinn, vinnur. Samráð um taxta er ekki lengur leyfilegt, samkeppni skal ríkja. Fé- lag pípulagningameistara fagnar þessu eindregið og telur að það verði síst til tjóns fyrir neytendur, verk- kaupa. Ábendingar til neytenda Félagið ráðleggur neytendum að: 1. Áður en verk hefst gangi verk- sali og verkkaupi frá verklýsingu. Hér þarf ekki að vera um langt né flókið skjal að ræða, en slík skjal- festing getur komið í veg fyrir mis- skilning og jafnvel afdrifaríkari ágreining seinna. 2. Verkáætlun verði gerð þar sem verksali áætlar tímalengd verks. Það skal skýrt tekið fram að þetta á ekki við í öllum tilfellum, heldur fyrst og fremst þegar hönnun og og umfang verksins liggur ljóst fýr- ir. 3. Verkkaupi og verksali semji um það í upphafi á hvaða grund- velli verkið skal greiðast. Á það að greiðast eftir uppmæl- ingartaxta? Á það að greiðast eftir tímataxta og hver er hann? Á að semja um fasta upphæð fyrir verkið? Hvað er innifalið í til- greindri upphæð, er það vinna, efni, akstur, virðisaukaskattur eða eitt- hvað fleira. Endurlagnir og viðgerðir munu verða æ stærri hluti af þeim verk- efnum sem pípulagningameistarar sinna í framtíðinni. I slíkum verkum gilda ekki jafn einfaldir mælikvarð- ar, hvort sem er fyrir gjaldtöku eða verklag, eins og hinum hefðbundnu nýlögnum sem hafa verið ráðandi undanfama áratugi. Því er ríkari nauðsyn á að gagn- kvæmur skilningur sé milli meistara og neytenda. Þessar ábendingar eru fram sett- ar til að stuðla að því. GÍSLI SIGURÐSSON, pípulagningameistari og formaður Félags pípulagningameistara, Kambaseli 70, Reykjavík. MATTHÍAS INGIBERGSSON, Valhöll, Vestmannaeyjum. SPORTAGE SPORTLEGUR OG KRAFTMIKILL JEPPI HELGINA 28. - 29. JANÚAR KL. 1 2.00 - 1 7.00 VERÐUR KIA SPORTAGE FRUMSÝNDUR A ÍSLANDI. VERIÐ VELKOMIN OG REYNSLUAKIÐ PESSUM SPENNANDI JEPPA OG PIGGIÐ LÉTJAR VEITINGAR. KIA SPORTAGE KOSTAR AÐEINS kr. 2.168.000.- tilbúinn á götuna ! KIA BÍLAR Á ÍSLANDI IAUGAVEGUR 174, SÍMI 569 5500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.