Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ s Tilboðsdagar 15% afsláttur til 10. febrúar. Opið alla virka daga frá kl. 16-18. ^tlfur búðutt Eitt ár í framhaldsskóla í Danmörku Ert þú á aldrinum 14-18 ára? Hefur þú áhuga á að stunda nám í eitt ár í skóla þar sem mikið er um að vera, spenn- andi verkefni og þar sem þú getur eignast nýja félaga? Þá er Vamdrup Efterskola fyrir þig! Verkleg og bókleg kennsla * Próf á grunn-og menntaskólastigi * Fjölbreytt tómstundastarfsemi: Blak, körfubolti, fótbolti, leiklist, tónlist * Námsferðir t.d. til Englands, Spánar, Tyrklands * Vamrup Efterskole er heimavistarskóli í ná grenni Kolding * Við tökum við nemendum frá Danmörku, öðrum norðurlöndum og öðrum evrópulöndum. Kynningarfundur í Reykjavík í mars! Byrjar 1. ágúst! Enn laus pláss! Skriflð eða hringið! Vamdrup Efterskole, Tástrup Valbyvej 122, DK 2635 Ishj. Sími: 00 45 43995544. Símbréf: 00 45 43995982. Vissir þú... □ að margfalt meira er vitað um álfa, huldufólk og tengsl trúar- legrar reynslu fólks og viðfangsefni dulsálarfræðinnar í dag en almenningi er að jafnaði sagt hlutlaust frá? □ að í sálarrannsóknarskólanum er hægt að fá vandaða kennslu í bráðskemmtilegum skóla af hendi margra lærðustu manna hér á landi hvar framliðnir hugsanlega eru og hverskonar samfélag þar líklegast er? □ að núna á vorönninni eru tveir byrjendabekkir að fara af stað í Sálarrannsóknarskólanum þar sem almenningi eins og þér er boðið upp á setjast í vandaðan skóla eitt kvöld í viku fyrir mjög hófleg skólagjöld? Langi þig að fræðast um þessa hluti og fjöld margra aðra áttu ef til vill samleið með okkur. Hringdu og fáðu allar upplýsingar um skólann og áfangann sem í boði er núna á vorönninni. Yfir skráningardagana er að jafnaði svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 15-20. Skrifstofa skólans verður hinsvegar opin alla virka daga kl. 17.15-19.00, og á laugardögum kl. 14-16. (Ath. hægt er að skipta skólagjöldunum í 4 eða 5 hluta óski nemendur þess af einhverjum ástæðum). & Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegur skóli Vegmúla 2, símar 5619015 og 5886050. Morgunverdarfundur Föstudaginn 3. febrúar 1995 Veitingastað IKEA við Holtaveg frá kl. 8:00 til 9:30 IKEA - lykiHinn að íslenskum heimilum? HÉ IKEA á íslandi býður félagsmönnum FVH til morgun- verðarfundar þar sem Gestur Hjaltason, verslunar- stjóri IKEA og Ragnar Atli Guömundsson, stjórnar- maður í IKEA og fjármálastjðri Hofs munu taka á móti gestum og kynna starfsemi fyrirtækisins. Efni fundarins verður meðal annars: WMarkabssetning IKEA á íslandi WSamkeppni á húsgagna- og innréttingamarkaði WAIþjóðleg starfsemi IKEA FVH tilkynnir fjölda þátttakenda til gestgjafa og eru félagsmenn beðnir að tilkynna þátttöku til félagsins fyrir 2. febrúar / síma 562 2370. Félagsmenn eru hvattír til að mæta og hefja vinnudaginn með faglegri umræðu á vettvangi atvinnulífsins. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestír velkomnir I DAG Farsi - ■ OUJ1 fi/T VTA\H/ Vv\7njí:í: 1 — v • ^ 1 <:j\ • • i • ||/ O 1994 Farcut Canoons/OWrtbuMd by Lkavarul Pima Syndcala ('CöOCTU/MÍFT, z/ fáannsÁsö hefayéu efcjcc -ócbJðeftir fxár Strdbur— en viðAöfu/n regU/r um klxfrnáð." BRIDS Umsjón (iuðm. I’ á 11 Arnarson AU STFIRÐIN G AR héldu nýlega 12 sveita keppni um réttinn til að spila á Islands- mótinu, en kvóti Austfirð- inga er fjórar sveitir. Sveit Baldurs Kristjánssonar frá Höfn varð efst í mótinu, en í sætum 2-4 voru sveitir frá Egilsstöðum og Eski- firði. Kristján Kristjánsson, Eskifirði, var einn fárra sagnhafa sem vann fjögur Vestur tók fyrstu tvo slag- ina á lauf og skipti síðan yfir í spaða. Kristján drap á ásinn og lagði niður hjarta- ás. Þegar vestur henti laufi var ljóst að vömin átti slag á tromp og því mátti engan gefa á tígul. Nokkrir sagn- hafar svínuðu tígli í þessari stöðu og fóru því óhjákvæmi- lega niður. En Kristján ákvað að spila upp á víxl- trompun. Hann tók spaða- kóng og trompaði spaða. Síð- an AK í tígli og trompaði tígul. Austur henti laufi og átti nú aðeins tromp eftin hjörtu í þessu spili úr mót- Norður inu: ♦ G54 Suður gefur; aliir á V D ▲ _ hættu. Norður ▼ 4 - ♦ ÁKG543 Vestur Austur Y ÁDG 4 - 4 - ♦ 42 : i ii; r6 4 D85 4 - Vestur ♦ 76 Austur ♦ D92 4 1087 Suður ¥ - llllll T 109763 4 _ ♦ D983 llllll 4 75 y K84 ♦ ÁKD854 4 G102 ♦ ? Suður 4 6 4 K8542 4 ÁKG106 Nú kom spaði úr blindum. Austur stakk upp trompníu ▼ /nvuiuu 4 93 og Kristján gat valið um tvær vinningsleiðir: Hann Kristján og félagi hans ísak Ólafsson vom í NS: Vestur Norður 2 lauf 2 spaðar 4 lauf 4 hjörtu Austur Suður — 1 hjarta Pass 3 tíglar Allir pass gat yfirtrompað, stungið tíg- ul og fengið tíunda slaginn með framhjáhlaupi á tromp- áttu. Eða hent tígli og tekið síðustu tvo slagina á K8 í hjarta með trompbragði. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hækkun ellilífeyrisbóta ÉG VIL vekja athygli á því að ellilífeyrisþegar hafa ekki fengið hækk- un á bótum síðustu fimm árin. Einstakling- ur fær u.þ.b. 11 þúsund krónur á mánuði plús uppbót sem er u.þ.b. fjögur til fimm þúsund krónur. Hver maður sér að ekki er nokkur leið að lifa af þessum bót- um, séu þetta einu tekj- urnar sem viðkomandi fær. Nú er talað um að Átekin filma fannst ÁTEKIN filma fannst á Hverfísgötu í desember. Ef einhver kannast við börnin á myndinni er hægt að fá upplýsingar í síma 616559 á kvöldin. COSPER lægstu laun eigi að hækka um 10 þúsund krónur á mánuði og vil ég minna á að ekki má skilja ellilífeyrisþega útundan ef þetta verður hækkað. Ellilífeyrisþegi ■B«,W Myndavél tapðist CANON Prima mynda- vél tapaðist í október sl. í vélinni var fílma. Upplýsingar í síma 685317. Víkveiji skrifar... FÓLKSTREYMIÐ utan af iandi til höfuðborgarsvæðisins hefur verið stanzlaust og vaxandi í marga áratugi. Byggðastefnan, sem fylgt hefur verið, hefur engu breytt. Ef eitthvað er hefur byggðaröskunin farið vaxandi. Jafnvel landshlutar með tiltölulega hátt atvinnustig og háar meðaltekjur, eins og Vestfírðir, hafa séð á eftir fjölmenni suður. Hvað er þá til ráða? Víkverji er þeirrar skoðunar heilladrýsta mótaðgerðin sé stækk- un og fækkun sveitarfélaga. Einfald- lega vegna þess að lítil sveitarfélög ráða ekki kostnaðarlega við þá al- hliða og margþættu þjónustu, sem nútíma fólk gerir kröfur til — og ræður vali þegar ákvörðun er tekin um framtíðarbúsetu. xxx FLUTNINGUR á viðfangsefnum frá ríki til sveitarfélaga flýtir fyrir fækkun og stækkun þeirra. Sveitarstjórnir þekkja betur en fjar- lægt ríkisvald óskir og þarfir íbú- anna og geta, vegna staðbundinnar þekkingar, nýtt fjármuni betur. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa verið stigin skref til réttrar áttar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenzkra sveitar- félaga, komst m.a. svo að orði á 15. landsþingi þess fyrir skemmstu: „Eitt stærsta hagsmunamál íbúa þessa lands er að sveitarfélögin fái aukin völd, aukin verkefni og auknar tekjur. Það er ein helzta forsenda þess að árangur náizt í byggðamál- um, það er að treysta byggð í land- inu og koma í veg fyrir byggðarösk- un. I þessar stefnumörkun felst kjarni raunhæfrar byggðastefnu“. xxx NÝ LÖG um reynslusveitarfélög fela í sér fyrirheit um enn frekari tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Síðastliðið haust voru teknar upp viðræður við 12 sveitar- félög sem valin voru sem reynslu- sveitarfélög. Meðal þeirra verkefna, sem rætt er um að reynslusveitarfélög fái frá ríkinu, eru málefni fatlaðra, málefni aldraðra og heilslugæzlan, sem að hluta til eru nú þegar undir stjóm sveitarfélaga, og félagslega íbúða- kerfið. Orðið eitt, reynslusveitarfélag, bendir til tilraunar, sem vísað getur veg til hagkvæmara fyrirkomulags sveitarstjómarmála í framtíðinni. XXX * IFORYSTUGREIN Sveitarstjórn- armála í byijun þessa árs, sem rituð er af Þórði Skúlasyni, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenzkra sveitarfélaga, segir m.a.: „í ályktun landsþingsins um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er hvatt til þess að markvisst verði unnið að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga til að styrkja og efla sveitarstjórnar- stigið og færa ákvarðanatöku og ábyrgð nær þeim sem þjónustunnar njóta. Lagt er til að komið verði á fót sérstakri nefnd ríkis og sveitarfé- laga til að vinna að verkefnaflutn- ingi frá ríki til sveitarfélaga og að auk yfírtöku alls grunnskólakostn- aðar verði sveitarfélögum falinn rekstur heilsugæzlustöðva og yfir- taka verkefna á sviði málefna fatl- aðra og aldraðra." XXX MERGURINN málsins er sá, að mati Víkveija, að sveitarfé- lögin hafí stærð og styrk til þess að sinna nauðsynlegum fram- kvæmdum og veita fjölþætta þjón- ustu. Sem sagt til að vera aðlaðandi fyrir fólk sem er að velja sér framtíð- arbúsetu. Að öðrum kosti heldur fólkstreymið áfram til höfuðborgar- svæðisins þar sem þessi þjónusta er fyrir hendi. Raunhæf byggðastefna spannar þrennt: 1) Stórogsterk sveitarfélög, 2) góðar samgöngur innan og á milli atvinnusvæða, 3) að atvinnu- vegirnir búi á heildina litið við góð rekstrar- og samkeppnisskilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.