Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 39 FÓLK í FRÉTTUM IMámsmenn erlendis Háskóli í fremstu röð IESE-háskólinn í Barcelona varð nýlega efstur í gæðamati George Washington-háskóla á háskólum í Evrópu sem bjóða upp á meist- aranám í viðskiptum og stjómun. Tveir íslendingar stunda nám við skólann, þeir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson. Blaðamaður Morgunblaðsins tók þá félaga tali af þessu tilefni. Evrópa ein heild í fyrstu eru þeir spurðir af hveiju þeir hafi kosið sér að stunda nám við þennan háskóla, en ekki að fara í MBA-nám í Bandaríkjunum eins og svo marg- ir íslendingar. „Ástæðan fyrir því er tvíþætt," segir Arnar. „Annars vegar eru um áttatíu prósent af utanríkisviðskiptum Islendinga við Evrópu og því liggur beinast við að fara þangað í nám. Hins vegar leiðir af EES-samningnum að Evrópa er ein heild hvað snert- ir viðskipti og samstaðan þar er alltaf að aukast.“ í framhaldi af því eru þeir spurðir af hveiju Spánn hafi orðið fyrir valinu. Þórir stendur fyrir svörum: „Það kemur sér vel að læra spænsku, sem er annað út- breiddasta tungumál í heimi á eftir ensku. Með bættum sam- göngum landa á milli og aukinni samskiptatækni er góð tungu- málakunnátta að verða nánast ómetanleg menntun." Tvítyngt nám „Hvað er það sem gerir IESE að betri skóla en öðrum í Evr- ópu,“ er næsta spuming sem þeir fá að svara. „Það em flölmargir samverkandi þættir," segir Amar. „IESE býður upp á tvítyngt nám, þannig að öll kennsla á fyrsta ári fer fram á ensku á meðan nem- endur em að ná tökum á spænsk- unni. Á síðara ári fer kennsla síð- an fram á spænsku. Námið er því mjög aðgengilegt fyrir útlend- inga.“ Þórir heldur áfram: „Stjórn Harvard og IESE vinna saman að þróun MBA-námsins. Sem dæmi má nefna að Harvard var að tileinka sér kennsluaðferðir, sem þróaðar vom í IESE, þar sem tekin em raunveruleg viðfangs- HAMBORGARATILBOÐ Gildir alla sunnudaga og mánudaga í janúar, febrúar og mars '95 (jj-cs'L íSs^mé *>*, í TILBOÐ Ef þú klippir út þennan miða og kemur með hann á Hard Rock, kaupir einn hamborgara færðu annan frían. Drykkir undanskildir. Sími 689888 TVEIR FYRIR EINN . ___ kllppiklipp - jrf klipptkllpp _____________________ klipplklipp ^ ________________ Gildir alla sunnudaga og mánudaga janúar, febrúar og mars '95. Morgunblaðið/Kristinn ARNAR Þórisson og Þórir Kjartansson. Bronson enn að efni úr þjóðfélaginu og farið í þau kerfisbundið í vinnuhópum. Þessi aðferð er að ryðja sér til rúms í fleiri háskólum í heiminum og þykir hafa gefist sérlega vel.“ Njóta smæðar skólans IESE er með mjög alþjóðlegt yfírbragð, enda stundar þar nám fólk frá þijátíu til fyömtíu þjóð- löndum. Þeir Amar og Þórir em sammála um að þetta sé jákvætt að því leyti að þama séu saman- komnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn. Þeir geti því miðlað hverjum öðmm af reynslu sinni. „Þá njótum við smæðar skólans," segir Þórir. „í skólanum em að- eins fímm hundmð nemendur og álíka margir starfsmenn. Sam- band nemenda og kennara er því mjög náið.“ „IESE er mjög virtur skóli á alþjóðavettvangi," segir Arnar. Sem dæmi má nefna að skólinn er með yfimmsjón yfir verkefni á vegum ESB, þar sem leitast er við að endurmennta stjómendur í Austur-Evrópu. Háskólinn hefur staðið fyrir svipuðu uppfræðsluá- taki í Afríku og Suður-Ameríku, auk þess sem hann aðstoðaði við uppbyggingu skóla þar. Annars em þeir Arnar og Þórir sammála um að vistin í Barcelona sé hreint ekki afleit. „Barcelona er í Katalóníu sem er uppgangssvæði innan Spánar. Þar er aðeins eitt prósent atvinnu- leysi, miðað við 16-18 prósent á landinu öllu. Barcelona er falleg borg og fyrir Ólympíuleikana árið 1992 átti sér stað gríðarleg upp- bygging og hreinsun í borginni. Auk þess er hér gömul og rík menning. Málaralist, höggmynd- alist og arkitektúr er allt með fremsta móti í Barcelona.“ Við svo búið hverfa Amar og Þórir aftur að námi sínu og ráða má af öllu að það væsir ekki um þá félaga í Barcelona. ►HASARMYNDAHETJAN Charles Bronson hefur gert samning um að leika í tveimur kvikmyndum fyrir CBS-sjón- varpsstöðina. Sú fyrri nefnist „Breakwater“ og er gerð eftir handriti Thomas S. Cook. Tök- ur á henni hefjast í sumar. Gerð síð- ari myndarinnar er áætluð árið 1996. Charles Bronson FOLK / Utsalan hefst á sunnudag að Laugavegi 96. Hljóðfæri á hlægilegu verði! Nótnabækur, kassettur, myndbönd, CD geymslur, og m.fl. Laugavegi 96, sími 600 934.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.