Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D traunÞIiiMfe STOFNAÐ 1913 26. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lítið lát á flóðunum í Evrópu Um 260.000 yfirgefa heimili sín LÍTIÐ lát er á flóðum í Evrópu og hafa stór svæði í austurhluta Hol- lands verið rýmd. Vatnsborð lækkaði á hinn bóginn lítillega á flóðasvæð- unum í Þýskalandi og sums staðar í Frakklandi. Búist er við að flóðin í Hollandi nái hámarki í dag, mið- vikudag. Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, sagði í gær að grípa yrði til aðgerða þegar í stað til að koma í veg fyrir hamfarir af sama tagi og urðu 1953 þegar 1.800 manns týndu lífi í flóðum. Stjórnvöld sögð- ust á hinn bóginn ekki hafa í huga að lýsa yfir neyðarástandi að svo komnu máli. Eldrafólkhrætt Guðrún Anna Tómasdóttir, tón- listarkennari í Amsterdam, sagði í gærkvöldi að rúmlega 200.000 manns hefði verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín í suðausturhluta landsins, um 80.000 manns á svæð- inu á milli ánna Waal og Maas og um 140.000 manns á svæðinu á milli Waal og Rínar. Þá hafa um 40.000 manns í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi orðið að gera slíkt hið sama. Guðrún sagði að nokkrir varnargarðar hefðu nú þegar gefið sig, enda að mestu úr sandi, og að menn óttuðust að það gerðist á fleiri stöðum. Tengdaforeldrar Guðrúnar, sem gift er hollenskum manni, eru á meðal þeirra sem orðið hafa að yfir- gefa heimili sín en þau eru búsett í litlu þorpi á milli Waal og Maas. „Sjálf höfum við verið heima í dag og fylgst með sjónvarpsfréttum. Ekki er um annað talað en flóðin en mér finnst ekki gæta neinnar örvæntingar. Hins vegar er margt eldra fólk hrætt, minnugt flóðanna 1953, og fjöldi bænda sér ekki fram á að geta hafið búskap að nýju. Það hefur gengið hægt og rólega að rýma landsvæði þar sem hætt er við flóðum en mestum erfiðleikum valda húsdýrin." Guðrún Anna segir ráðleysi ein- kenna umræðuna um til hvaða ráða skuli grípa. Allir geri sér grein fyrir að varnargarðarnir dugi ekki en menn séu ekki sammála um hvað gera skuli. Bann er við allri umferð á flóðasvæðunum og verður fólk að greiða háar sektir verði það uppvíst að því að fara inn á svæðin. ¦ Hollendingar óttast/16 Reuter HOLLENSKUR bóndi rær að hlöðu sinni sem stendur nærri ánni Waal. Víðáttumikil svæði í nágrenninu hafa verið rýmd. Reuter Bandaríkjaþing Rússar ósáttir við gagnrýni þingmanna Moskvu. Reuter. RÚSSNESK yfírvöld lýstu í gær yfir áhyggjum sínum vegna þess sem þau kalla and-rússneska herferð á Banda- ríkjaþingi. Segja þau stjórnmálamenn sem vilji snúa aftur til kalda stríðsins standa á bak við hana. Gagnrýni Bandaríkjamanna beinist ekki síst að stríðinu í Tsjetsjníju. . Grígorí Karasín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, sagði að hin mikla gagnrýni á þinginu kynni að flækja samskipti ríkjanna og að hún endurspeglaði ekki þjóðarhags- muni Bandaríkjamanna. Frá því að repúblikanar náðu meiri- hluta í báðum deildum Bandaríkja- þings hafa nokkrir þingmenn flokks- ins verið með harðorðar yfirlýsingar í garð Rússa og hvatt til þess að fjár- hagsaðstoð við þá verði skert. Þá hafa nokkrir þingmenn gagn- rýnt harðlega innrás Rússa í Tsjetsjniju og krafist þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseti taki harðari afstöðu til rússneskra yfirvalda. Karsín sagði í gær að þrátt fyrir að upphlaupið „gegn Rússlandi, gegn samstarfi Bandaríkjanna og Rúss- lands" helgaðist líklega af stundar- hagsmunum, hefði það engu að síður slæm áhrif. „Samstarf okkar er of mikilvægt fyrir þróun mála í heimin- um til að reyna að spilla því fyrir stundarhagsmuni og innanflokks- átök." ¦ Bardagar í þorpum/17 Iskalt steypibað herðir AUSTUR í fyrrum sovétlýðveld- inu Kazakhstan er það þjóðtrú að ískalt steypibað herði menn og bæti heilsuna. Það er einnig trú föðurins sem hellir hér jök- ulköldu vatni úr fötu yfir hðf uð dóttur sinnar skammt fyrir utan höfuðborgina Almaty. Ekki fer neinum sögum af því hvernig stúlkunni heilsaðist eftir baðið. Clinton tryggir Mexíkó aðstoð Leitaði ekki samþykkis Bandaríkjaþings Washúiffton. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað í gær að hverfa frá áætlunum um að leita samþykkis þingsins fyr- ir 40 milljarða dala lánaábyrgðum fyrir Mexíkó. Ætlar forsetinn að notfæra sér völd sín til að tryggja Mexíkómönnum aðstoð en Banda- ríkjamenn munu ábyrgjast helmingi Kairó. Reuter. TVÆR steintöflur sem fundust nærri afskekktri eyðimerkurvin í Egyptalandi kunna að leiða til lykta deilu um hvar herkonung- urinn Alexander mikli var graf- inn. Grískir fornleifafræðingar fundu töflurnar í janúarmánuði og segja þeir þær sanna að lík Alexanders hafi verið flutt um 1.200 km leið frá Babýlon, þar sem hann lést árið 323 aðeins 33 ára, og til Siwa-vinjarinnar í Egyptalandi. Ákvörðun verður tekin um það á næstunni hvort opna eigi gröf sem er á sama stað og stein- töflurnar fundust. Abdul-Halim Noureddin, formaður egypska fornleifaráðsins, sagði í gær að svo virtist sem gröf Alexanders væri fundin. Gröf Alexanders mikla fundin? Gröfinni sem fannst, svipar til grafar föður Alexanders, Filipposar II. Hún hefur skemmst í jarðskjálftum en við innganginn eru tvær ljónsstytt- ur. Sjö metra langur gangur Hggur í tvö herbergi en fyrir innan þau er sjálft grafhýsið, fjórum sinnum fjórir metrar. Á töflunum sem fundust fyrir framan gröfina, er frásögn sem eignuð erPtolemusi I, næstráð- anda Alexanders. Þar lýsir hann flutningum líks Alexanders til Siwa, segir það hafa verið létt, eins og lítill skjöldur. Þá segir að Alexander hafi látist eftir að hafa innbyrt eitur en hingað til hefur verið talið að hann hafi látist á sóttarsæng. Ekki allir sannfærðir Sagnfræðingar hafa löngum talið að Alexander mikli, leið- togi Makedóníumanna, hafi ver- ið grafinn í borginni sem hann lét byggja og heitir eftir honum, Alexandríu. Ekki hafa allir látið sannfærast við fréttirnar af fundinum. Einn þeirra, Fawzi Fakhrani, telur ólíklegt að Alexander sé grafinn í Siwa. Herforingjar hans hafi deilt um hvort grafa ætti hann í Makedóniu, Alex- andríu eða Siwa. Vel geti verið að grafhýsi hafi verið reist í Siwa en þar með sé ekki sagt að lík Alexanders hvíli þar. Menn hafi óttast að reynt yrði að ræna líkinu og það hafi verið flutt til Memfis, hinnar fornu höfuðborgar Egyptalands, og síðar til Alexandríu. lægri upphæð en áætlað var. Clinton átti fund með þingleiðtog- um fyrr um daginn og sögðu þeir honum að ólíklegt væri að Banda- ríkjaþing myndi samþykkja áætlanir hans um lánaábyrgðir til að tryggja stöðugleika pesóans, að sögn blaða- fulltrúa Hvíta hússins, Mike McCurry. Þess í stað mun forsetinn beita forsetavaldi til að tryggja að- stoð. Fleiri lönd aðstoða Á fundi með bandarísku ríkisstjór- unum í gær sa,gðist Clinton hafa náð samkomuiagi við önnur lönd um fjár- hagsaðstoð, sem felur í sér að Bandaríkjamenn ábyrgjast lán fyrir 20 milljarða dala. Þá fá Mexíkómenn 17,5 milljarða frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og möguleika á 10 milljarða dala skammtímaláni hjá fleiri banka- stofnunum. Sagði forsetinn að sam- anlagt myndi aðstoðin nema hærri upphæð en áætlað var upphaflega. Áður hafði formaður bankanefnd- ar öldungadeildarinnar, Alfonse D'Amato, lýst yfir „alvarlegum efa- semdum" um áætlanir ríkisstjórnar- innar til handa Mexíkómönnum. Lagði hann áherslu á að vernda yrði bandaríska skattgreiðendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.