Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ i i i í i i i i i i ► i i i i i i i I » «fe. Metþátttaka í samkeppni um hönnun skóla í Engjahverfi Um 50 tillögur bárust FRETTIR UM fimmtíu tillögur hafa borist í samkeppni, sem Reykjavíkurborg efndi til um hönnun skóla í Engjahverfi. Sigurður Harðarson, fram- kvæmdastjóri Arkitektafélags íslands, kveðst halda að um metþátttöku sé að ræða og megi rekja hana til atvinnuástands meðal arkitekta, sem og þess að samkeppnin er tveggja þrepa. Nú skili arkitektar tillög- um á fyrra þrepi og leggi mun minni vinnu af mörkum en ella. Bætt þjónusta hjá SVR Ferðum fjölgað í úthverfi SÍÐASTLIÐIÐ haust var ákveðið að fjölga ferðum og stytta ferða- tíma Strætisvagna Reykjavíkur úr hverfum austan Ell- iðaáa að morgni dags. Um er að ræða leið 10, Selás og Ár- bæjarhverfi, leið 11, Seljahverfi, leið 12, Efra-Breið- holt og leið 15, Grafarvogur. Er boðið upp á ferðir á 10 mínútna fresti. Mikil þrengsli í frétt frá SVR se'gir að á flest- um leiðum gangi vagnar á 20 mínútna fresti. I hverfum austan Elliðaáa séu mikil þrengsli í vögn- unum á morgnana þegar flestir eru á leið til vinnu eða í skóla. Oftast þurfi að setja inn auka- vagna til að koma öllum farþegum á leiðarenda. Því hafi verið ákveðið að síðast- liðið haust að fjölga ferðum á þessum leiðum með því að þétta ferðirnar. Bætt hafi verið inn hraðferðum frá endastöðum í hverfunum kl. 7.35 og 8.35 á morgnana. Þessir vagnar stoppa á öllum biðstöðvum innan hverfis en aka síðan án viðkomu að Grensásstöð, þaðan að Laugar- dalshöll, að Sjónvarpshúsinu og að Hlemmi. Þá er ekið niður Laugaveg að Lækjartorgi og koma vagnarnir þangað á heila tímanum kl. 8 og kl. 9. Skólinn í Engjahverfi verður einsetinn og heildstæður og hefur borgarráð samþykkt að niður- staða samkeppninnar verði nýtt til að hanna jafnframt skóla í Víkur- og Borgahverfi. „Þetta er girnilegt verkefni, því um er að ræða fimm þúsund fermetra skóla,“ sagði Sigurður. „Á grundvelli samkeppninnar verða valdir hönnuðir fyrir alla þijá skólana, svo það er til mikils að vinna með þátttöku í sam- keppninni." Minni vinna Sigurður sagði að í samkeppn- inni skiluðu arkitektar teikning- um, sem væru mun minna unnar en yfirleitt væru gerðar kröfur um. „Teikningarnar eru í hlutföll- unum 1:500, en yfirleitt er farið fram á teikningar í hlutföllunum 1:100 eða 1:200. Slíkar teikningar útheimta mjög mikla vinnú, eða 5-800 vinnustundir, svo ekki eru allir tilbúnir til að leggja það á sig fyrir samkeppni. Núna er vinnuframlagið minna og fleiri geta tekið þátt.“ Sigurður sagði að í næsta mán- uði yrðu 6 arkitektar valdir úr hópi þátttakenda í samkeppninni og fengju þeir greiðslu fyrir að fullvinna hugmyndir sínar til úr- slita. Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍÐI ÁR 06 QLD BJÖRGVTN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆIJSTÓNLEIKAR B.JÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yfir dagsverkid sem dægurlagasöngvari á hljómplötum í aldarljóröung, og vid heyrum nær (iO lög I'rá jlæstum l'erli - l'rá 1009 til okkar daga Næstu sýningar: 4., 11. og 18. febúar 4., 11., 18. og 25. mars. Gostasöngvari: SIGKÍDUR BKINTKINSDÓmR Lrikinynd ogMríkstjórn: H BJÖRN (i. BJÖRNSSON M lUjómsvtHtarstjórn: ^H (il .NNAR I'ORDARSON asaml l() manna hl,|ums\nl Kynnir: ,^H JÖN AXEIi OLAFSSON ^ Islamls- ór NnröurlaiHlanieislarar í •>aink\a'iiiis(lönsuiii l'rsí Dansskohi \uöar llaraUls s\na ilsins. Sértilboð á gistingu, sími 688999. Matseöill Koníakstóneruö humarsúpa meó rjómatopp Lamba-piparsteik meb gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.SOO HOl'EL I&LMQ Borðapantanir í sima 687111 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 Félagar 9 'Á Árshátíð hestamannafélagsins Fáks verður haldin í félagsheimilinu laugardaginn 4. febrúar. Húsið opnað kl. 18.30. Fordrykkur, sjávarréttir, steikarhlaðborð, kaffi og konfekt. Hljómsveit G.G. heldur uppi stanslausu fjöri ásamt söngsystrum. Veislustjóri: Kristjana Valdimarsdóttir. Verð kr. 3.000 með mat, eftir mat kr. 1.500. Miðasala á skrifstofu félagsins og í hestavöruverslunum. Fákur MARjNA_RjNALDÍ MaxMara ÚTSALA ____Mari_______ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Sími 91 -62 28 62 i I i I I 9 f Til eigenda spariskírteina 1. fl. D 1990-5 ár • Eftirfarandi skiptikjör eru í boði: 1. Verðtryggð spariskírteini til 4 ára, ávöxtun er 5,30%. 2. ECU-tengd spariskírteini til 5 ára, með um 8% ávöxtun. 3. Ríkisvíxlar til þriggja mánaða. 4. Eldri flokkar spariskírteina þar sem 1 ár, 2 ár og 3 ár eru eftir til gjalddaga. Innlausn fer fram á tímabilinu 10. - 20. febrúar 1995. Innlausnarverð pr. 100.000 kr. er 164.805 kr. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hafðu samband við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Þarfærð þú faglega ráðgjöf við val á ríkisverðbréfum sem henta í þínu tilviki. Síminn er 562 6040. Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068 Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.