Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ | VIÐSKIPTI Skeljungur með hættu- merkingar á olíubílum ÖLL ökutæki Skeljungs sem flytja hættulegan varning, t.d. eldsneyti og gastegundir, hafa verið merkt með sérstökum appelsínugulum númeraskiltum að framan og aftan auk þess sem hættumerkingar eru á báð- um hliðum bílanna. Merking- arnar gefa til kynna hvers kon- ar vaming verið er að flytja, en það getur skipt sköpum fyrir lögreglu- og slökkviliðsmenn og aðra hlutaðeigandi aðila sem koma á vettvang við óhapp eða slys, að sjá samkvæmt númera- merkingunni um hvers konar farm er að ræða og í hvaða áhættuflokki hann er, segir í frétt frá Skeljungi. Skeljungur hóf að merkja ökutæki sín með þessum hætti í desember en merkingarnar em í samræmi við sérstakar verklagsreglur sem taka form- lega gildi 1. mars nk. Reglurnar vom samdar í samvinnu opin- berra eftirlitsaðila, oliufélag- anna þriggja og fyrirtækja sem framleiða eða flytja hættulegan varning. Þær byggja á svoköll- uðum ADR-reglum, sem er al- þjóðasamningur um landflutn- inga hættulegs varnings, og á tilmælum frá Sameinuðu þjóð- unum. Reglunum er ætlað að tryggja eins og kostur er eftir- lit með flutningi hættulegs vamings, öryggi farmsins og nánasta umhverfis. Allir bílstjórar hjá Skeljungi hf. munu sækja sérstök nám- skeið, þar sem kenndar verða allar almennar öryggiskröfur, áhættuþættir, forvamir og við- brögð við óhöppum, og hefjast námskeiðin jafnslyótt og reglu- gerð dómsmálaráðuneytisins þar að lútandi lítur dagsins ljós. I Hagnaður Islandsbanka 184,5 milljónir í fyrra i Afkoman batnaði um 839milljónir , VERULEGUR bati varð á afkomu íslandsbanka á sl. ári. Hagnaður bankans varð alls um 184,5 millj- ónir en árið 1993 varð 654 millj- óna tap. Afkoman batnaði því um 839 milljónir á einu ári. Fram kemur í frétt frá íslandsbanka að þetta sé í samræmi við áætlanir sem gerðar voru í upphafi ársins en engu að síður sé ljóst að nauð- synlegt sé að stefna að meiri hagn- aði af rekstrinum. Helsta ástæða afkomubatans er sú að talsvert dró úr þörf fyrir framlag á afskriftarreikning út- lána. Arið 1994 nam framlagið 1.341 milljón samanborið við tæp- lega 2.204 milljónir árið 1993. Batnandi afkomu þakkar bankinn einnig hagræðingarstarfi undan- farin ár sem leitt hefur til veru- legrar fækkunar starfsfólks. í árs- byijun 1989 áður en ákvörðun um stofnun íslandsbanka var tekin voru starfsmenn bankanna fjög- urra 893 talsins en í lok sl. árs voru þeir alls 642 talsins og hefur því fækkað um 250 á tímabilinu eða 28%. „Það er ánægjulegt að áætlanir okkar um að bæta afkomu bank- ans verulega gengu eftir. Við ætl- um að halda áfram á sömu bráut og gera enn betur. Að óbreyttri efnahagsþróun erum við vongóð að okkur takist það. Hins vegar eru nokkrir óvissutímar framund- an í atvinnu- og efnahagsmálum og því ekki á vísan á róa í þeim efnum,“ sagði Valur Valsson, bankastjóri, í samtali við Morgun- blaðið. Sameining höfuðstöðva sparar tugir milljóna á ári Hagræðingarstarfinu verður haldið áfram og á þessu ári mun bankinn m.a. geta sameinað starf allra stoðdeilda og dótturfélaga á I einum stað við Kirkjusand, en núna er þessi starfsmenn dreifð á 5 staði. Gert er ráð fyrir að flutn- ingar á starfseminni standi yfir frá miðjum apríl og fram í ágúst. Valur sagði aðspurður að gert væri ráð fyrir að rekstrarkostnað- ur bankans gæti lækkað á kom- . andi árum um tugir milljóna á ári vegna sameiningar höfuðstöðva bankans á einn stað. Innlán bankans í árslok námu alls nálægt 35 milljörðum og stóðu þau nánast í stað. Innlán að með- taldri verðbréfaútgáfu námu alls um 41 milljarði og drógust saman um nálægt 2%. Eigið fé bankans var alls um 4.642 milljónir í árs- lok. Hagnaðurinn á árinu samsvar- ar um 4,2% raunávöxtun eigin fjár. Aðalfundur íslandsbanka verð- ur haldinn í Borgarleikhúsinu 27. > mars nk. Landsbankinn Lækkar afurðalánavexti til sjávarútvegs um 1,5% ■ Spá nýrri vaxtahækkun Washington. Reuter. TVEGGJA daga fundur bandaríska seðlabankans hófst í gær og talið er að honum ljúki með tilkynningu um sjöundu vaxtahækkunina á einu ári. Talsmaður Hvíta hússins sagði að búast mætti við hækkun skatta og sérfræðingar spáðu því að þeir mundu hækka um 1/2 stig, sem bætist við 2 1/2 stiga hækkun í fyrra. Hækkunin mun líklega hafa í för með sér aukinn lánakostnað not- enda greiðslukorta, lítilla og meðal- stórra fyrirtækja og íbúðaeigenda. Talið er að seðlabankinn vilji hækka vexti til að tryggja að verð- bólga aukist ekki nema í um 3 1/2% úr 2.7% í fyrra. LANDSBANKI íslands lækkar í dag vexti af gengisbundnum af- urðalánum til sjávarútvegsfyrir- tækja um 1,5 prósentustig að meðaltali. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans, má m.a. rekja þessa lækkun til breyttra vinnu- bragða, hagræðingaraðgerða og breyttra samninga um fjármögn- un. Þá eru að hluta til að ganga til baka tímabundnar aðgerðir sem ráðist var í á síðasta ári. Landsbankinn raðar viðskipta- vinum sínum almennt í níu flokka í kjörvaxtakerfi. Breytingin sem tekur gildi í dag felur í sér að kjörvaxtaflokkum gengisbundinna afurðalána til sjávarútvegsfyrir- tækja er fækkað úr níu í fjóra. Brynjólfur sagði að lækkunin væri á bilinu 0,75 til rúmlega 3 prósentustig á ári. Hún væri mis- munandi eftir flokkun fyrirtækja sem byggðist m.a. á fjárhagsstöðu þeirra. „Hér er um að ræða veru- lega lækkun sem skiptir þessa við- skiptavini okkar miklu máli og þar með þjóðarbúið í heild.“ DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. • n «n : m • Faxafeni 12. Sími 38 000 Landsbankinn er langstærsti viðskiptabanki sjávarútvegsins með yfír 60% útlána til greinarinn- ar. -----»-♦ ♦---- Blaðastríðið 1 í Bretlandi Murdoch íhugar verð- , hækkun j Davos. Reuter. FJ ÖLMIÐLAJ ÖFURINN Rupert Murdoch gaf í skyn í gær að hækk- andi verð á blaðapappír gæti vald- ið því að hann yrði að hækka verð á blöðum sínum. Það var Murdoch sem hóf verðstríðið sem geisað hefur á breskum blaðamarkaði er hann lækkaði skyndilega verðið á The Times. Murdoch sagði á blaðamanna- fundi í Sviss að pappírsverðið hefði hækkað um 30-40% undanfarna þrjá mánuði, við þessu yrði að bregðast en hann sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um aðgerðir enn þá. Helstu keppinautar The Times I hafa orðið fyrir miklum skakka- j föllum vegna verðstríðsins og myndu fagna verðhækkun, nefna I má að Independent berst í bökk- um. Murdoch gagnrýndi einokun ríkisfyrirtækja á símaþjónustu í mörgum Evrópulöndum. Hann vitnaði til þess að einn af frammá- mönnum Reuters-fréttastofunnar hefði skýrt frá því að kostnaður við að senda boð um fjarskiptanet í Bandaríkjunum væri aðeins 10% | af kostnaðinum í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.