Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1, FEBRÚAR 1995 15 FRETTIR: EVROPA Breski íhaldsflokkurinn Segja sam- stöðu um Evr- ópustefnu London. Reuter. AÐSTOÐARMENN Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, reyndu í gær að breiða yfir ágreiningin um Evrópumál innan íhaldsflokksins, er blossaði upp á nýtt um helgina eftir stjórnin ákvað að taka upp harðari stefnu gagnvart Evrópus- amrunanum. „Ríkisstjórnin er sam- einuð þegar kemur að Evrópustefn- unni,“ sagði háttsettur embættis- maður. Hann sagði að sú harða stefna, sem stjórnin hefði í síðustu viku ákveðið að móta fyrir ríkjaráðstefn- una, væri „eðlilegt" og „rökrétt" framhald á fyrri stefnu hennar. Malcolm Rifkind varnarmálaráð- herra sagði einnig að þó að útilokað væri að láta sem enginn ágreining- ur væri uppi þá hefði hin nýja stefna verið mótuð til að stjórnin gæti sest að samningaborðinu á ríkjaráð- stefnunni með fullum stuðningi flokksins. Mikil áhætta „Auðvitað viljum við samstöðu innan flokksins og þar sem mikill meirihluti flokksmanna telur rétt að við séum aðilar að ESB en vilja jafnframt draga úr miðstýringu Evrópusamstarfsins ... þá er þetta stefna sem nær allir í þingflokknum geta skrifað upp á,“ sagði Rifkind í viðtali við breska útvarpið. Michael Heseltine viðskiptaráð- herra, sem er einn helsti talsmaður aukinnar Evrópusamvinnu innan stjórnarinnar, sagði Breta aftur á móti taka mikla áhættu ef þeir gæfu í skyn að þeir væru tvístíg- andi í afstöðunnar til Evrópu. Bretar yrðu að vera í innsta hring Evrópusambandsins þar sem þeir ættu gífurlegra þjóðarhagsmuna að gæta með samstarfínu og yrðu því að geta haft áhrif á það. Hættir Hurd? Deilan innan íhaldsflokksins hef- ur vakið upp umræðu um hvort Douglas Hurd muni hugsanlega láta af embætti utanríkisráðherra. Hurd, sem þykir mikill Evrópu- sinni, hefur verið harðlega gagn- rýndur af þeim þingmönnum flokksins, sem vilja draga úr Evr- ópusamstarfinu. Teresa Gorman, einn fulltrúi þeirra, sagði Hurd vera „mann fortíðarinnar. Rifkind hefur helst verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Hurds. Embættismenn í utanríkisráðuneyt- inu vísuðu hins vegar öllum slíkum vangaveltum á bug í gær og sögðu þær „fáránlegar". Það er ekki síst talið vaka fyrir Major að reyna að fá átta þing- menn, sem reknir voru ör þing- flokknum í nóvember, er þeir greiddu atkvæði gegn fjárveiting- um til ESB, til samstarfs á ný. An þeirra hefur stjórnin ekki tryggan meirihluta í þinginu. Töpuðu kosningunum en unnu uppgjörið • SAMTÖK norskra Evrópu- sinna, sem börðust fyrir aðild Norðmanna að ESB, urðu undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni sl. nóvember. Evrópusinnar geta þó huggað sig við að koma fjárhags- lega mun betur út úr kosninga- baráttunni en Evrópuandstæð- ingar. Reikningar samtakanna verða lagðir fram á næstunni og er búist við að þau komi út nokk- urn veginn á sléttu. Formaður samtakanna segir að í hæsta lagi geti munað um hálfri milijón norskra króna sem sé vel ásætt- anlegt þegar haft sé í huga að samtökin veltu milii 40 og 50 milljónum á síðasta ári. Samtök Evrópuandstæðinga eyddu hins vegar langt um efni fram og er jafnvel búist við að þau verði tekin til gjaldþrotaskipta. Klaus •VACLAV Klaus, forsætis- ráðherra Tékk- lands, ávarpaði í fyrradag þing Evrópuráðsins í Strassborg. Hvatti hann í ræðu sinni tíl að stuðlað yrði að fijálsri Evrópu og frelsi einstaklingsins haft í öndvegi. •MIGUEL Angel Martinez, for- seti Evrópuráðsins, sagði á mánudag að aðild Rússa að ráð- inu myndi frestast. Hins vegar stæði ekki til að útiloka Rússa frá ráðinu. Ástæða þess að aðild- inni verður frestað er innrás Rússa í Tsjetsjníju. Forsætisráðherra Frakklands Vill aukin áhrif þjóðþinganna Strassborg. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, hvatti í gær til þess að ráðherrar aðildarríkjanna og þjóðþing fengju aukinn áhrif á ákvarðanatöku innan Evrópusam- bandsins. Frakkar fara nú með for- ystuna í ráðherraráðinu. Balladur sagði í viðtali við blaðið Les Demieres Nouvelles d’Alsace, að ráðherraráðið, sem væri skipað mönnum er bæru ábyrgð gagnvart þjóðþingum sínum, yrði að geta nýtt sér pólitískt hlutverk sitt til fulls. Hann sagði einnig að fundir leið- toga Evrópusambandsríkjanna væru að sama skapi eina stofnunin sem gæti mótað framtíðarstefnu ESB og samið um mikilvægustu málaflokkanna. Balladur sagði þjóðþing ESB- ríkjanna verða að koma meira við sögu við ákvarðanatöku í tengslum við ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári. Á henni verða teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag sambandsins. Febrúartilboð á öllum áætlunarleiðum íslandsflugs Einn borgar fullt og hinn ferðast frítt Bókið saman - ferðist saman Flateyri Þingevri Bíldudalur Tálknafjörður , Patrcksfjörður;, Reykjavík Hólmavík i|: Gjögur Siglufjörður f Egilsstaðir Seyðisfjörður NorðQörður EskiQörður Reyðarfjörður Vestmannaeyjar * IQI JÍUfíCCI fff* Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík lOLHnUÖrLUU Sími: 91-616060, Fax: 91-623537 ÞÚ GETUR VALIÐ Umboösmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.