Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ tt- i HOLLENDIN G AR fundu jarðgas undir hafsbotni í landhelgi sinni á sjötta ára- tugnum. Þetta var mikil búbót, en auð- lindin dró dilk á eftir sér. Hagfræðingar kalla þetta „hol- lenzku veikina“. Hvers vegna? Hvað gerðist? Jarðgasið jók gjaldeyristekjur landsins til muna. Við það hækkaði gengi gyllinisins svo mjög, að aðrir útflutnings- atvinnuvegir komust í kröggur og einnig ýmis innlend fyrirtæki í samkeppni við ódýran innflutning. Þessi fyrirtæki neydd- ust til að fækka fólki í stórum stíl. Jarðgasútgerðin krefst á hinn bóg- inn ekki mikillar vinnu miðað við aðra atvinnuvegi og gat því ekki tekið við nema litlum hluta vinnu- aflsins, sem losnaði. Mikil aukning atvinnuleysis í Hollandi síðan 1980 stafar að nokkru leyti af þessu. Nú er tíundi hver maður atvinnulaus í landinu. Jarðgasútgerðin gat borið gengis- hækkunina. Aðrir útflytjendur sitja ekki við sama borð og geta því ekki með góðu móti keppt á heims- markaði við hinu háa gengi gyl- linisins eftir gasfundina. I. Rétt gengi eða rangt? Þessi sjúkdómslýsing ætti að hljóma kunnuglega í íslenzkum eyrum, því að efnahagslíf okkar íslendinga þjáist af hollenzku veik- inni á háu stigi. Ymsir halda því þó á loft, að gengi íslenzku krón- unnar hafi ekki verið lægra um langt skeið en það er nú. Það er að vísu rétt, en það er aukaatriði. Gengið hefur verið of hátt skráð áratugum saman. Gengisskráning- in hefur skaðað þjóðarbúið í heild. Réttur mælikvarði á það, hvort gengi gjaldmiðils er rétt eða rangt skráð, er þróun útflutnings, utan- ríkisviðskipta og erlendra skulda. Ef þessi þróun er eðlileg og í góðu samræmi við framþróun efnahags- lífsins heima fyrir og við þróun efnahags og viðskipta í öðrum löndum, þá er gengið trúlega rétt og skynsamlega skráð að öðru jöfnu. Ef þjóðarbúskapurinn er á hinn bóginn dauður úr öllum æðum og útflutningurinn dregst sífellt aftur úr útflutningi annarra landa og erlendar skuldir halda áfram að hrannast upp, þá er það skýr vísbending um ranga gengisskrán- ingu. Einmitt þannig hefur háttað til hér heima um árabil. Skoðum þetta betur. Heimsbúskapurinn hefur verið í upp- sveiflu, með rykkjum og skrykkjum að vísu, allar götur síðan heimsstríðinu síðara lauk fyrir næstum hálfri öld. Aukin alþjóðaviðskipti eiga mikinn þátt í þessu. Hlutfall útflutnings af landsframleiðslu í heiminum öllum hefur til að mynda hækkað um helming síðan 1970, úr 14% í 21%. Heimurinn hefur verið að opnast smám saman. Þetta hefur verið einn lykillinn að síbatnandi lífskjörum almennings víðast hvar um veröldina. í þeim löndum, þar sem útflutn- ingur hefur aukizt mest í skjóli skynsamlegrar gengisskráningar og góðrar hagstjórnar, þegar á heildina er litið, einkum í Suðaust- ur-Asíu, hefur hagvöxtur yfirleitt verið örastur að öðru jöfnu. í öðr- um löndum, þar sem útflutningur hefur ekki náð að dafna að neinu ráði, yfirleitt vegna verðbólgu og rangrar gengisstefnu að verulegu leyti, ekki sízt í Suður-Ameríku og Afríku, hefur hagvöxtur aftur á móti verið hægur langtímum saman og lífskjör hafa staðnað eða jafnvel versnað. Nú er bústjórnin þó víða byijuð að breytast til batn- aðar í Suður-Ameríku. II. Útflutningur í járnum Hér heima hefur útflutningur staðið nokkurn veginn í stað síðan 1970 (og raunar allar götur síðan 1945, ef við teygjum okkur hálfa öld aftur í tímann). Hann hefur numið nálægt þriðjungi af lands- framleiðslunni hér heima þrátt fyr- ir helmingshækkun útflutnings- hlutfallsins í heiminum öllum síðan 1970. Að réttu lagi ætti hlutfall útflutnings af þjóðarframleiðslu okkar íslendinga nú að vera komið upp í helming að minnsta kosti. Þess hefði þurft til þess eins að halda í horfinu. Við íslendingar höfum því orðið viðskila við um- heiminn í millilandaviðskiptum að veigamiklu leyti. Þetta er hættuleg þróun. Svipaða sögu er að segja um Noreg, þar sem útflutningur er þó mun meiri en hér miðað við lands- framleiðslu. Hlutfall útflutnings og landsframleiðslu í Noregi hefur staðnað í kringum 42-43% síðan 1970. Mikill olíuútflutningur Norð- Röng gengisskráning langt aftur í tímann, segir Þorvald Gylfa- son, hefur ásamt öðru skekkt undirstöðu og innviði þjóðarbúsins manna hefur því ekki örvað erlend viðskipti þeirra í heild, heldur rutt öðrum útflutningi úr vegi. Á svipaðan hátt hefur fiskútflutning- ur okkar Islendinga ekki orðið til þess að auka viðskipti okkar við umheiminn, heldur hefur hann þvert á móti dregið þrótt úr öðrum útflutningi í gegnum gengisskrán- inguna auk annars. Á hinn bóginn hefur Hollendingum tekizt að auka útflutning sinn úr 43% í 52% af landsframleiðslu síðan 1970. Það væri því nær að tala um norsk- íslenzku veikina. Færeyingar og Grænlendingar þekkja þetta líka. Þar birtist veikin þó ekki í háu gengi gjaldmiðilsins í venjulegum skilningi, enda nota þeir danskar krónur, heldur birtist hún í háum launum, sem útgerðin getur greitt og greiðir, en aðrir atvinnuvegir rísa ekki undir. Þannig er hollenzka veikin völd að því, að enginn umtalsverður atvinnurekst- ur hefur getað vaxið úr grasi við hlið sjávarútvegs í Færeyjum og á Grænlandi nema ríkisrekstur. Og nú, þegar ofveiði og offjárfesting undangenginna ára hafa leitt til efnahagshruns í Færeyjum og til alvarlegra erfíðleika á Grænlandi, súpa frændur okkar og grannar seyðið af fyrirhyggjuleysinu. Þetta samhengi er ein skýringin á þeirri deyfð, sem hefur þjakað þjóðarbúskap okkar íslendinga mörg undangengin ár, þótt ýmis- legt annað hafí að sönnu lagzt á sömu sveif. Röng gengisskráning langt aftur í tímann hefur ásamt öðru skekkt undirstöður og innviði þjóðarbúsins með því meðal annars að kynda undir offjárfestingu í sjávarútvegi og landbúnaði og kæfa fyrirtæki í iðnaði, verzlun og þjónustu, sem eru þó helzti aflvaki efnahagslífsins úti í heimi og ættu að réttu lagi að vera það einnig hér heima. Afleiðingum þessarar þróunar hefur að vísu verið leynt hér að nokkru leyti með gegndarlausri rányrkju á kostnað næstu kynslóð- ar, með ofveiði og ofbeit til sjós og sveita og ofboðslegri skulda- söfnun í útlöndum í ofanálag, en því er auðvitað ekki hægt að halda áfram endalaust. Það bjargast enginn af því að féfletta börnin sín. Fólkið í landinu á eftir að líða fyrir þetta lengi enn, þvi að skakka innviði er yfirleitt ekki , hægt að lagfæra nema á löngum tíma. Hvað er þá til ráða? Á að fella gengið? Ég segi já, þess er því miður þörf, en þá verður að gæta þess með öllum tiltækum ráðum, að gengisfellingin fari ekki út í verðlagið eins og áður. Það er hægt með því fylgja henni eftir með öflugum hliðarráðstöfunum, þar á meðal gagngerum skipulags- umbótum í landbúnaði og sjávarút- vegi, svo sem ég hef ásamt öðrum fært ýmis rök að mörg undangeng- in ár, nú síðast í langri ritgerð í Fjármálatíðindum. Þannig er hægt að búa svo um hnútana, að gengis- felling komi ekki niður á kaup- mætti fólksins í landinu. Þá er um leið engin ástæða til þess fyrir launþega að heimta kauphækkun í kjölfar gengisfellingarinnar. Þannig er hægt að renna stoðum undir alls kyns iðnað, verzlun og þjónustu um allt land og efla út- flutning og hagvöxt langt fram á næstu öld og halda unga fólkinu heima. Þessi leið er fær. Hana ber að skoða í ýtrustu alvöru. III. Sérhagur gegn samhag Hitt er þó því miður næsta víst, að þessi leið verður ekki farin í bráð. Því veldur eindregin and- staða hagsmunahóþa í landbúnaði og sjávarútvegi við skipulagsum- bætur á þeim vettvangi. Þar stend- ur hnífurinn í kúnni enn sem fyrr og hagkerfið heldur áfram að drabbast niður. Samt er ekki við hagsmunahópana að sakast fyrst og fremst, því að þeir reyna eftir föngum að gæta eigin hags, svo sem þeim er eiginlegt og eðlilegt. Nei, höfuðsökina bera stjórnvöld, því að þeim ber skylda til að veija almannahag gegn ásælni sérhags- munahópanna. Þessa skyldu hafa stjórnvöld ekki rækt að neinu ráði, hvorki stjórnmálamenn né emb- ættismenn. Það er til að mynda eftirtektar- vert, að helztu embættisstofnanir ríkisins á vettvangi efnahagsmála, Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki Islands, hafa aldrei tekið saman svo mikið sem eina skýrslu um kosti og galla veiðigjalds til fróð- leiks handa stjórnmálamönnum og öðrum. Svo mikil er hollustan við hagsmunahópana. Öll umræða um þetta mikilvæga mál hefur átt sér stað utan vébanda stjórnkerfisins og í andstöðu við það í raun og veru. Árið 1979, nokkru eftir að veiðigjaldsumræðan í landinu komst á skrið, flutti þáverandi bankastjóri Seðlabankans ágæta ræðu, sem birtist hér í Morgun- blaðinu (7. apríl) og bar það með sér, að hann hafði tileinkað sér röksemdir veiðigjaldsmanna og gert þær að sínum.á skynsamlegan hátt. Erindrekar hagsmunahóp- anna risu upp til andmæla, eins og þeirra var von og vísa. Banka- stjórinn ítrekaði sjónarmið sín í Morgunblaðinu skömmu síðar (2. júní sama ár). Síðan hefur ekki heyrzt eitt orð frá bankastjórn Seðlabankans um málið í hálfan annan áratug, þótt nokkrir undir- menn í bankanum og núverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar hafi eigi að síður fjailað skynsamlega um kosti veiðigjalds við og við í eigin nafni. Og nú er svo komið fyrir Seðla- bankanum, að honum stýra fyrr- verandi stjórnmálamenn, sem hafa aldrei sýnt nein merki þess, að þeir beri nokkurt skynbragð á efnahagsmál íslands og annarra landa, öðru nær. Á sama tíma og seðlabankar í öðrum löndum neyta aukins sjálfstæðis í stjórnkerfinu til að senda frá sér góðfúslégar aðvaranir og umvandanir til al- mennings og yfirvalda og veita þeim aðhald af viti og þekkingu eins og vera ber, þá heyrist hvorki hósti né stuna frá Seðlabanka ís- lands Þannig virðist ríkisstjómin vilja hafa það og hæfir skel kjafti. Og hagkerfið heldur áfram að drabb- ast niður. Höfundur er prófessor í Háskóla Islands. AÐSENDAR GREINAR Hollenzka veikin Þorvaldur Gylfason Löggjöf um framhaldsskóla UNDANFARANDI misseri hefur verið góð umræða um skólamál í þjóðfélaginu. Það er greinilegt að almenningur skynjar hversu mikil- vægur skólinn er fyrir heill og hamingju uppvaxandi kynslóðar. Stjórnvöld helstu menningarþjóða í Evrópu sáu fyrir mörgum árum að góð og metnaðarfull skóla- stefna er forsenda framfara og velmegunar. Þau ákváðu að gera kennarastarfíð eftirsóknarvert fyrir hæfíleikaríkt fólk og nú er svo að hver auglýst kennarastaða er umsetin af vel menntuðu fólki. Ábyrgð Alþingis Á Alþingi hefur allt of lítið far- ið fyrir umræðu um menntamál. Þegar skólamál eru rædd eru oft- ast fáir þingmenn sem láta sig þá umræðu varða. Lagasetning um skólamál hefur ekki gengið greið- lega. Það tók meira en heilan ára- tug að setja lög um framhaldsskólann og það lagafrumvarp sem var samþykkt 1988 var aðallega rammi um rekstur skólans. Nú er Alþingi að ijalla um frumvörp til laga um grunn- og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra hefur lagt fram og er vonandi að þau verði afgreidd á yfirstand- andi þingi. Lagafrumvarp og stefnuskrá kennarafélaga í frumvarpi til laga um fram- haldsskóla, sem nú liggur fyrir, eru fjölmörg atriði sem kennarafé- lög hafa lagt áherslu á og barist fyrir um árabil. Þegar núgildandi Björn Búi Jónsson lög voru sett kom fram hörð gagnrýni frá kennarafélögum þar sem bent var á að lögin væru aðeins umbúðir um rekstur framhaldsskóla en í þau vantaði alla stefnumörkun. Sem dæmi um það má nefna ákvæði um námskrá sem eru mjög óljós og fátæk- leg í núgildandi lögum en í frumvarpinu, 20. gr., fær námskrá svipaðan sess og lagt er til í stefnuskrá HIK (Hins íslenska kenn- arafélags) um skólamál en þar segir: „Námskrá framhaldsskóla er enn sem komið er aðeins laus- leg lýsing á einstökum áföngum, ásamt ítarlegri skilgreiningu á Fyrir Alþingi liggja frumvörp um grunn- og framhaldsskóla. Björn Búi Jónsson færir hér rök fyrir því að sam- þykkt frumvarps til laga um framhaldsskóla muni stuðla að bættu skólastarfi. fjölda brauta. Almenn náms- markmið, eða ramma í líkingu við Aðalnámskrá grunnskóla, vantar fyrir framhaldsskóla.“ Einnig eru í frumvarpinu ákvæði um innra mat á skóla- starfi, í sama anda og lagt er til í stefnuskrá HÍK en þar segir: „Taka þarf upp innra eftirlit í skól- unum þar sem unnið er með skipu- legum hætti samkvæmt nýjum hugmyndum um faglegt mat á skólastarfi. Þar ber að leggja meg- ináherslu á þekkingu kennaranna sjálfra og möguleika skólanna til að breyta, bæta og þróa á eigin forsendum." í frumvarpinu er ákvæði um þróunarsjóð fram- haldsskóla. Tillaga um þróun- arsjóð hefur verið í kröfugerð HÍK um árabil. HÍK gagnrýndi harð- lega þegar framhaldsskólinn var opnaður fyrir alla nemendur án þess að ráðstafanir væru gerðar til að búa skólunum þær aðstæður að þeir gætu boðið nemendum nám við hæfi. Kennarar áttu einfald- lega að leysa þann vanda án að- stoðar frá skólayfirvöldum. HÍK stóð fyrir málþingum um þennan vanda og niðurstöður þeirra voru að það væri nauðsynlegt að leið- beina nemendum í það nám sem þeir réðu við. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að öll ungmenni eigi kost á námi í framhaldsskóla en möguleikar nemenda á vali á námsleiðum eru í samræmi við undirbúning úr grunnskóla, undir- búning af almennri námsbraut eða annan undirbúning. Mörg fleiri ákvæði frumvarpsins mætti nefna sem ekki eru í núgildandi lögum en hafa verið á stefnuskrá kenn- arafélaga um bætt skólastarf. Gallar í núgíldandi Iögum Núgildandi lög eru ófullkomin því að mörg ákvæði í reglugerð, sem sett var á grundvelli þeirra, skortir stoð í þeim eða eru í mesta lagi sett á grundvelli opinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.