Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 23 AÐSEIMDAR GREINAR Leiðir til betri lífskjara UMRÆÐUR í þjóðfélaginu snúast þessa dagana um kja- rasamninga og kom- andi alþingiskosning- ar. Mikils er um vert að kjarasamningar takist með þeim hætti að samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sé ekki ógnað. Þau eru í beinni sam- keppni við erlend fyr- irtæki með einum eða öðrum hætti. Þetta sést mönnum gjarnan yfir. Hér er alltof rík tilhneiging til að líta á íslenskan atvinnu- rekstur sem einangrað fyrirbæri Og óháð breytingum á alþjóðlegu sviði. Það eru til leiðir sem geta fært þjóðinni betri lífskjör og aukið ráðstöfunarfé launafólks. Sú fyrsta er að minnka opinbera skattheimtu þannig að launþegar beri í raun meira úr býtum, t.d. með því að persónuafsláttur verði hækkaður verulega. Skattalækkanir eiga að fylgja í kjölfar gagngers endurmats á opinbera kerfinu. Sú staðreynd blasir við, mannauðurinn í opin- bera kerfinu er misjafnalega nýtt- ur, sums staðar mjög illa. Þegar alþingismenn samþykkja fjárlög hveiju sinni eru þeir ekki einungis að ákveða ráðstöfun sam- eiginlegra fjármuna landsins þegna í þágu þeirra allra. Þeir eru einnig að ákveða hve mikla fjár- muni þeir fá sjálfir til úthlutunar og til að ráðskast með. Ef fjárlög eru skoðuð og borin saman sl. fimm vikur vekur furðu hve litlar breytingar eiga sér stað í kerfinu. Það er mörgum ljóst, að opinbera kerfíð er að mörgu leyti gengið sér til húðar og þörf er mikilla breytinga, sem leitt geta til þess að hægt verði að draga verulega úr skattheimtu. Margar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafa skilað árangri. Má t.d. nefna forgöngu núverandi samgönguráðherra um að leggja niður Ríkisskip. Þannig má grisja víðar í ógnarstóru bákni. Það er unnt að sameina stofnanir eða leggja þær niður. Þar með er ekki sagt að ráðast eigi að grund- vallarstofnunum í vel- ferðarkerfinu. Hjá þeim er sem betur fer víða verið að taka til hendinni eins og t.d. hjá Tryggingastofn- un, sem nýlega spar- aði tugmilljónir króna með útboði á að- keyptri þjónustu. Til að ná raunhæf- um árangri þarf að setja opinberum stofnunum markmið og færa gild rök fyrir fjárveitingunum. Al- þingismenn eiga að byija á sjálfum sér. Alþingi er að mínu áliti illa rekin stofnun og þar skortir stór- lega á skilvirkni. Alþingismenn samþykkja fjárlög fyrir sjálfa sig Til að ná raunhæfum árangri þarf að setja opinberum stofnunum markmið og færa gild rök fyrir fjárveitingum, segir Jóhann Briem, og bætir við - alþingis- menn eiga að byija á sjálfum sér upp á 721 milljón króna. Laun alþingismanna eru reyndar of lág. Það á að fækka þingmönnum í 43 og greiða þeim hærri laun með því sem sparast. Annan tilkostnað vegna Alþingis þarf að skoða mjög gagnrýnum augum. Hann getur lækkað hlutfallslega um leið og þingmönnum fækkar. Þeir sem nú bjóða sig fram til þings verða að gefa upp, hvernig þeir ætla að beita sér fyrir nútíma stjórnkerfi. Þar verður að ráða framsýni, fyrirhyggja og framtak einstaklingsins. Höfundur er framkvæmdastjóri. Jóhann Briem reglugerðarheimildar í 40. gr. en þar segir: „Menntamálaráðuneytið setur nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laga þessara." Margir telja að með ákvæði sem þessu sé löggjafinn að vísa óeðli- legum hluta löggjafarvalds til framkvæmdavalds og er það reyndar í samræmi við sinnuleysi alþingismanna um skólamál og stefnu fyrrverandi menntamála- ráðherra. í 7. kafla núgildandi laga um framhaldsskóla eru mótsagna- kennd atriði sem hafa ekki haft æskileg áhrif. í 17. gr. segir: „Stefnt skal að því að nemendur eigi völ á námsefni og kennslu í samræmi við þarfir sínar og ósk- ir.“ Þetta ákvæði er gert að engu í 19. gr. en þar segir: „Leitast skal við að hafa námsefni og kennslu hvers áfanga þannig að hann nýtist sem hluti af námi á sem flestum námsbrautum.“ Skólayfírvöld hafa valið „hag- kvæmari" kostinn, þau hafa talið hagræðingu í því að reyna að kenna sem flestum nemendum það sama. Um stærðfræði segir í nám- skrá: „Æskilegt er að kennsluefni sé sem mest sameiginlegt á öllum brautum." Gert er ráð fyrir að nemandi, sem innritast í fram- haldsskóla og ætlar að verða hár- skerameistari, hafi sömu þarfir og óskir og nemandi sem ætlar að verða stjarneðlisfræðingur. Þe.ssi „hagræðing" hefur átt þátt í því að einn og hálfur árgangur nem- enda er að staðaldri á fyrsta ári í framhaldsskóla. í frumvarpinu er aftur á móti lögð áhersla á að námsbrautir skulu skipulagðar í samræmi við lokamarkmið náms- ins. Þessi stefna er sú sama og kom fram hjá nefnd um lokapróf úr framhaldsskóla sem HÍK átti aðild að og samþykkti. Bætt stjórnun Með lagafrumvarpinu er reynt að ná fram grundvallarbreytingu í stjórnun og innra starfí fram- haldsskólans. Það er reynt að auka valddreifingu með auknu fjárhags- legu sjálfstæði skóla og þeir ákveði sjálfir og birti í skólanámskrá sem kennarar semja hvaða skipulagi og starfsaðferðum þeir beiti til að ná þeim árangri sem stefnt er að en almenn markmiðssetning verði miðstýrð og birt í lögum og reglu- gerðum. Eg tel að samþykkt laga um framhaldsskóla, í þeim anda sem kemur fram í frumvarpinu, bæti skólastarf í landinu. Ilöfundur er menntaskólakennari. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, 60 ára Hlutverk stúdenta stórt í eflingu Háskóla Islands HÁSKÓLI íslands þarf vegna þess hlut- verks sem hann gegnir í þjóðfélaginu sífellt að endurskoða stöðu sína, starfsemi og stefnu. Án stöðugrar umræðu og endurskoðunar myndi hann staðna og fljótt verða ófær um að gegna því mikil- væga hlutverki sem hann hefur gegnt frá stofnun hans árið 1911. Einn mikilvæg- asti þátturinn í starf- semi skólans eru tengsl hans við þjóðlífið, fólk- ið og atvinnulífið í landinu. í þessu greinarkorni er ætlunin að reifa hvert hlutverk stúd- enta er í þessum tengslum; og ekki síst hvernig Háskólinn getur í gegn- um stúdenta styrkt og bætt sam- skipti sín við fólkið í landinu. Einhæf umræða Umræðan um Háskóla íslands síðustu ár hefur að mestu snúist um hinn þrönga fjárhagslega stakk sem skólanum hefur verið sniðinn undanfarin ár. Þessi umræða er al- farið eðlileg og sjálfsögð, en hefur þó jafnvel, eftir á að hyggja, staðið annarri umræðu fyrir þrifum. Ástæðan hlýtur að vera augljós; þegar fjárveitingar til skólans eru í lágmarki snýst umræðan um það hvar þurfi að klípa af, og sem meira er um vert; þegar framtíðarfjárhag- ur er óljós er langtímaáætlanagerð erfið. Stúdentar hafa sem von er tekið þátt í þessari umræðu og sem meira er hafa þeir lagt mikið af mörkum í þeirri baráttu sem háð hefur verið við fjárveitingarvaldið ár hvert. Þó að stuðningsmenn skól- ans leynist víða er ljóst að skólinn hefur þörf fyrir mun fleiri vini og velunnara. í mörgum tilvikum er það svo að mestu og bestu tengslin sem Há- skólinn hefur við þjóðlífið eru í gegn- um stúdentana. Þessi tengsl hefur skólinn notfært sér að einhveiju marki, en til að tryggja enn betur stöðu og virðingu Há- skólans í samfélaginu og treysta samband skólans og þjóðfélags- ins, verður hann að notfæra sér tengsl stúdenta við þjóðlífíð í mun meira mæli en nú er gert. Frumkvæði stúdenta hefur í gegn- um tíðina skilað miklu, en styddi Háskólinn betur við bakið á stúd- entum í þessu sam- bandi yrði árangurinn enn meiri. Skal þetta nú rökstutt nánar. Kraftur og framkvæmdagleði stúdenta skilar miklu Margir eru þeirrar skoðunar að Háskólinn þurfi á næstu árum að efla til muna tengslin við atvinnulíf- ið í landinu. Þróun í þá átt hefur verið í gangi lengi, en einn athygl- isverðasti þátturinn í henni er hinn svonefndi Nýsköpunarsjóður náms- manna. Á vettvangi hans hafa mörg fyrirtæki nýtt sér þekkingu og hug- myndir stúdenta, og myndað þannig tengsl við Háskólann sem annars ekki hefðu verið mynduð. Þessi nýt- ing á þeirri náttúruauðlind sem námsmenn eru hefur skilað Háskól- anum miklu, svo miklu að þróunar- nefnd Háskóla íslands leggur til í skýrslu sinni, sem gefin var út fyrir stuttu, að sjóðurinn verði starfrækt- ur árið um kring. Fleiri dæmi mætti nefna þar sem kraftur og framkvæmdagleði stúd- enta hefur skilað Háskólanum miklu, ekki síst góðum tengslum við þjóðlífið. Fyrir um átta árum tóku nokkrir dugmiklir laganemar sig til og stofnuðu bókaútgáfu í þeim til- gangi að gefa út bækur um lög- fræði. í dag er þessi útgáfa í miklum blóma og hefur á sínum stutta ferli gefið út fjölmörg rit á umræddu fræðasviði. Útgáfan hefur beinlínis stuðlað að auknu fræðastarfi á sviði lögfræði auk þess sem hún hefur nýtt krafta laganema til allskyns fræðilegra starfa við útgáfuna. Enginn vafi er í mínum huga á að grundvöllur er fyrir slíkum bókaút- gáfum í fleiri deildum, erfíðasti hjallinn er sá fyrsti og Háskólinn ætti því að fínna hjá sér ríka þörf til að styðja við bakið á þeim nem- endafélögum sem áhuga hefðu á því að stofna og reka fræðilega bókaút- gáfu. Tengsl stúdenta við þjóðlífið eru auðvitað með margvíslegu móti og mörg fleiri dæmi mætti nefna. Með því að efla þau og styrkja gæti Það er mikilvægt að stjórnendur mennta- mála átti sig á því, seg- ir Stefán Eiríksson, að nemendur geta haft ýmislegt fram að færa. Háskóli íslands slegið margar flug- ur í einu höggi. Tengslin við þjóðlíf- ið myndu styrkjast og velunnurum Háskólans myndi fjölga svo það helsta sé nefnt. Háskólinn ætti einnig að sjá sér hag í því að styðja nemendur og félög þeirra til að koma á framfæri hugmyndum sínum um atriði er snúa beint að Háskólanum, til að mynda um fyrirkomulag kennslu eða uppbyggingu náms í hverri deild. Það er mikilvægt fyrir stjómend- ur menntamála, innan Háskólans sem utan, að átta sig á því að nem- endur em ekki bara þiggjendur, heldur geta þeir líka haft ýmislegt fram að færa. Höfundur er iaganemi og annar fulltrúi stúdenta íþróunamefnd Háskóla ísiands. Stefán Eiríksson Engar skrúfur gleraugnaumgjörð í heimi Nýjasta línan í gleraugnaumgjörðum jf Anna og útlitið : |l aðstoðar við íÞ val á umgjörð - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.