Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÖRYGGIHEITRA POTTA ENN EITT slysið hefur orðið á tiltölulega skömmum tíma í heitum pottum. Tæplega tveggja ára telpa skaðbrenndist á höfði, hálsi og höndum er hún féll í pott við sumarbústað Kennarasambandsins í Ásabyggð við Flúðir. Móðirin brenndist illa á fæti, er hún bjargaði telpunni upp úr pottinum. Barnið var klætt í þykkan kuldagalla, sem kom í veg fyrir að enn verr færi. í maílok í fyrra lézt 23 ára maður eftir að hann féll í nær sjóð- andi pott við hótelið á Flúðum. Öryggislokar, sem stjórna eiga hitastigi, virðast hafa gefið sig, a.m.k. í öðru tilfellinu. Umsjónar- maður sumarhúsa Kennarasambandsins lét loka öllum heitum pottum á svæðinu eftir slysið og er það hárrétt ákvörðun. Engin ástæða er til að taka áhættu í þessum efnum eins og dæmin sýna. Krefjast verður þess af stjórnvöldum, að þau láti málið til sín taka þegar í stað og höggvi á þá hnúta í kerfinu, sem koma í veg fyrir aðgerðir. Það kom nefnilega í ljós eftir banaslysið í fyrra, að enginn einn aðili virðist hafa með höndum nauðsynlegt öryggiseftirlit. Ábyrgð á gerð og öryggi heitra potta, sem eru þúsundum saman um land allt við sumarbústaði og íbúðarhús, þarf að vera ótvíræð. Reglugerðir hafa verið settar af minna tilefni. SKYNSAMLEG AFSTAÐA MIKILL ágreiningur hefur verið um stjórnun fiskveiða allt frá því að ákveðið var að taka upp kvótakerfið fyrir rúm- um áratug. Með kvótakerfinu hefur auðlindin safnast á hendur fárra ein- staklinga og fyrirtækja án þess að endurgjald komi fyrir. Kerfið hefur heldur ekki stuðlað því að draga úr sóknargetu fiskveiði- flotans. Ekki hefur náðst sátt í þjóðfélaginu um þetta fyrirkomulag fiskveiða og er kvótakerfið orðið að einu helsta deilumáli síðari ára í íslenskum stjórnmálum. Nær sá ágreiningur til allra stjórn- málaflokka. Hart var til dæmis deilt um sjávarútvegsmál á síðasta lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í október 1993. Komu fram hugmyndir í tveimur málefnanefndum um gjaldtöku, sem ollu miklu uppnámi meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Að til- lögu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra var hugmyndum um gjaldtöku hins vegar vísað til miðstjórnar, án þess að af- staða væri tekin til þeirra af landsfundarfulltrúum. Af umræðum á fundinum og atkvæðagreiðslu í sjávarútvegs- nefnd var aftur á móti ljóst að umtalsverður stuðningur var á landsfundinum við hugmyndir af þessu tagi. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum hafa nú lagt fram tillögur um breytta sjávarútvegsstefnu og ljóst að hjá því verður ekki lengur komist að ræða þessi mái til hlítar á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Það er því fagnaðarefni, að Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur tekið þessu frumkvæði Vestfirðinga vel. í Morgunblaðinu í gær segir Davíð Oddsson: „Stefna flokksins er ákveðin af meirihlutanum á landsfundi, í þingflokki og víðar en það hefur aldrei verið launungarmál að það eru uppi ýmis sjónarmið í Sjálfstæðisflokknum . . . Það er engin ein stefna algild í þessu efni.“ Hann sagði ennfremur að ekkert væri á móti því að menn ræddu hugmyndir ef þeir gættu þess að taka tillit til sjónarmiða annarra. Vonandi verður sú umræða, sem óhjákvæmilega er framund- an, til þess að lausn finnist á þessu deilumáli, er þjóðin getur orðið ásátt um til langframa. Þá fyrst mun friður ríkja um mál- efni sjávarútvegsins. HREYFING FÓLKSINS? FYRSTI landsfundur og jafnframt stofnfundur hins nýja stjórnmálaflokks Þjóðvaka var haldinn um síðustu helgi og sátu hann rúmlega hundrað fulltrúar. Flokkurinn Þjóðvaki kynn- ir sig sem „hreyfingu fólksins" og sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, sem kjörinn var formaður flokksins, að hann væri stofnaður til að svara „kalli fólksins" um nýja tíma í stjórnmálum. Margir þeir, sem gengið hafa til liðs við Þjóðvaka að undanförnu, hafa rökstutt ákvörðun sína með því að þarna væri komin hreyfing, sem rúmað gæti ólíkar skoðanir fólks á vinstri vængnum. Fréttir af stofnfundinum benda þó ekki til að grasrótarlýð- ræði og nýtískuleg vinnubrögð hafi þar verið í hávegum höfð. Þegar upp kom ágreiningur í jafnmikilvægum málaflokkum og landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum voru breytingartillögur ekki bornar upp til atkvæða heldur vísað til stjórnar að tillögu rit- ara. Gekk þá hluti fundarmanna út. Eru þetta hinir „nýju tímar“, sem hreyfing fólksins hyggst standa fyrir? LANDSBANKI ÍSLANDS: EIGNARHALD OG EIGNATENGSL SJÓVÁ-ALMENNAR hf.: EIGNARHALD OG EIGNATENGSL EIMSKIP hf./BURÐARÁS hf.: EIGNARHALD OG EIGNATENGSL Þróunarfélag íslands Lýsing hf. Lind hf. Landssjóður hf. 9,0% Kreditkort hf. , 17,5% 40,0% 99,0% 90,0% L Landsbanki Islands 0,5% Reiknistofa bankanna 30,5% 45,4% 1,0% Greiðslu- miðlun hf. Landsbréf hf. '9,8% Aio,o% -J------ 6,2% Reginn hf. 99,5% 2,0% Rekstrar- félagið hf. 93,8% 0,5% 98,0%. Hömlur hf. 93,8% | Kirkju- sandur hf. 100,0% Stofnlánadeild samvinnufélaga Landsbanki íslands: Eign í fyrirtækjum Eignar- hluti Velta m.kr. Reiknistofa bankanna 30,3% 1.034 Greiðslumiðlun hf. 45,4% 775 Lýsing hf. 40,0% 579 Lind hf. 99,0% 570 Kreditkort hf. 17,5% 334 Landsbréf hf. 90,0% 228 Þróunarfélag íslands hf. 9,5% 110 Stofnlánadeild samvinnufélaga 100,0% 90 Hömlur hf. 99,5% 41 Kirkjusandur hf.: Eign í öðrum fyrirt. íslenskar sjávarafurðir hf. 19,0% 18.374 Hömlur hf.: Eign í öðrum fyrirtækjum Reginn hf. Rekstrarfélagið hf. Kirkjusandur hf. Eignar- hluti 93,8% 98,0% 93,8% Velta m.kr. 138 19 1 Faxamarkaðurinn hf. 2,1% 37 Reginn hf.: Eign öðrum í fyrirtækjum Samskip hf. 23,1 % 3.333 íslenskir aðalverktakar sf. 16,0% 2.823 Sameinaðir verktakar hf. 7,5% 264 Landsbréfhf. 10,0% 228 Hömlur hf. 0,5% 41 Rekstrarfélagið hf. 2,0% 19 Sjóvá-Almennar hf.: Eign í öðrum fyrirt;kjum Flugleiðir hf. Eimskipafélag íslands hf. Olíufélagið hf. íslandsbanki hf. Skeljungur hf. Olíuverslun íslands hf. SR-mjöl hf. Grandi hf. Þormóður rammi hf. íslensk endurtrygging hf. Plastprent hf. Eignar- hluti 5,9% 12,3% 4,2% 2,1% 4,0% 3,0% 7,5% 5,4% 1,5% 25,0% 5,7% Velta m.kr. 13.511 8.601 8.526 8.234 6.173 5.829 3.378 3.263 1.578 1.351 717 Lýsing hf. Bifreiðaskoðun íslands hf. Ábyrgð hf. Nesskip hf. Sameinaða líftryggingarf. hf. Steinn hf. Sjóvá-Almennar líftrygg. hf. Festing hf. Kvos hf. Hrómundur hf. Eignar- hluti 9,8% 10,6% 48,7% 4,3% 49,0% 20,0% 99,0% 43,0% 25,0% 20,0% Velta m.kr. 579 480 351 251 229 25 15 11 8 0 Eimskipafélag Islands hf.: Eignar. Eign í öðrum fyrirtækjum hiuti Eimskipafélag íslands hf. 5,4% Úrval-Útsýn hf. 18,5% Hafnarbakki hf. 100,0% Burðaráshf. 100,0% Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf. 99,9% Kvos hf. 25,0% Velta m.kr. 8.601 747 370 75 40 8 Burðarás hf.: Eign í öðrum fyrirtækjum Flugleiðir hf. 34,0% 13.511 íslandsbanki hf. Skeljungur hf. Sjóvá-Almennar hf. Þormóður rammi hf. Tollvörugeymslan hf. Þróunarfélag íslands hf. Fiskmarkaðurinn hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. Faxamarkaðurinn hf. Eignar- hluti 5,7% 11,7% 9,6% 1,7% 34,3% 1,5% 7,2% 0,4% 11,5% Velta m.kr. 8.234 6.173 4.640 1.578 120 110 54 41 37 OLÍUFÉLAGIÐ hf.: EIGNARHALD OG EIGNATENGSL Stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi Sterk teng-sl milli stærstu fyrirtækja Samkeppnisráð hefur skilað af sér skýrslu um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífí. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér efni skýrslunnar, sem Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. SAMKEPPNISYFIRVÖLDUM var falið að gera úttektina með bráðabirgðaákvæði samkeppnislaga nr. 8 frá 1993, „í því skyni að kanna hvort í íslensku viðskipta- lífí sé að finna alvarleg einkenni hringamyndun- ar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöppunar sem takmarkað geti samkeppni eða hindrað fijálsa þróun viðskipta og skapi þar með hættu á brotum á lögum þessum,“ eins og segir í ákvæð- inu. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, segir að í skýrslunni komi ekki fram að gengið sé gegn lögum, en full ástæða sé til að halda vöku sinni. „Ég þarf að skoða þessa skýrslu betur, en mér sýnist til dæmis ástæða til að kanna stjórnaraðild forstöðumanna opinberra sjóða og fyrirtækja; hvort þeir geti setið í stjórn- um fyrirtækja sem stofnun þeirra skiptir við.“ í skýrslunni er ekki tekin afstaðá til þess, hvort um hringamyndun eða óeðlilega valdasam- þjöppun er að ræða í íslensku atvinnulífi, enda er hún kynnt sem greining, en ekki dómur. Bent er á eignarhlutdeild ýmissa fyrirtækja í öðrum fyrirtækjum. Dæmi eru tekin af Hagkaup og Bónus á matvörumarkaðnum, Eimskip og Flug- leiðum á flutningsmarkaði, en þeim fyrirtækjum tengjast einnig hótel, ferðaskrifstofur og bílaleig- ur og auk þess Sjóvá-Almennar og Olíufélagið Skeljungur. Á flutningsmarkaði eru einnig Sam- skip, sem tengjast ferðaskrifstofu og auk þess Vátryggingafélagi íslands og Olíufélaginu hf. Þá er bent á eignarhlutdeild olíufélaganna í ýmsum útgerðarfélögum og að á ýmsum sviðum í atvinnulífinu séu stórfyrirtæki miðað við íslensk- ar aðstæður og tengsl þeirra á milli. Neyta fyrirtækin aflsmunar? Samkeppnisráð bendir á að nauðsynlegt sé að líta til tveggja þátta, þegar meta eigi hvort um hringamyndun eða valdasamþjöppun sé að ræða. Annars vegar til stærðar og fjölda fyrirtækjanna og aðstæðna þeirra til að beita afli sínu á mark- aðnum og hins vegar hvemig þau hegði sér í raun, þ.e. hvort þau neyti aflsmunar. Spurningar um hringamyndun og takmarkaða-samkeppni vegna valdaþjöppunar séu eðlilegar vegna smæð- ar íslenska markaðarins og markaðsgerðanna, þar sem markaðsleiðsögn eða fákeppni séu al- gengar gerðir. Aftur á móti þurfí einnig að hafa í huga að á undanförnum árum hafi dregið mjög úr einangrun íslenska markaðarins og nægi að minna á EES-samninginn. Ef íslensk fyrirtæki ætli að misbeita valdi sínu vofi sífellt yfir þeim sú hætta að samkeppnisreglum verði beitt gegn þeim og/eða erlend fyrirtæki hasli sér völl á ís- lenska markaðnum. Markaðsyfirráð fyrirtækja í skýrslu samkeppnisráðs segir, að samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu sé fyrirtæki talið mark- aðsráðandi þegar það geti ákveðið verð og önnur viðskiptakjör án þess að þurfa að taka tillit til keppinautanna. Ekki sé hægt að nefna ákveðnar tölur um markaðshlutdeild sem merki um markaðs- yfirráð. Eitt hundrað prósent markaðshlutdeild feli að sjálfsögðu í sér markaðsyfírráð, en slík hlut- deild sé yfirleitt því aðeins til staðar að fyrirtækið starfi með einhverjum hætti í skjóli hins opinbera. „Þá hefur verið talið að markaðshlutdeild milli 50 og 60% og þar yfir feli að öðru jöfnu í sér markaðs- yfírráð sem sérstök ástæða sé til að gefa gætur,“ segir í skýrslunni. I framhaldi af þessu benda skýrsluhöfundar á, að fyrirtæki, sem hafa haft 40-50% markaðshlut- deild, hafi verið talin markaðsráðandi af Evrópu- dómstólnum. „Ennfremur eru til dæmi um að fyrir- tæki með „einungis“ 20% markaðshlutdeild hafi verið talin markaðsráðandi vegna sérstakra að- stæða,“ segir í skýrslunni. Aðgangshindranir að mörkuðum I skýrslunni er iýsing á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Um olíuviðskipti segir m.a., að veruleg- ar aðgangshindranir séu að markaðnum vegna mikillar fjárfestingar, takmarkaðs aðgangs að hafnaraðstöðu o.fl. Áhugi virðist þó vera af hálfu erlendra aðila að hasla sér völl á íslenska olíumark- aðnum. Um skipaflutninga segir skýrslan, að áfram gæti þeirrar tilhneigingar hjá skipafélögunum að verðleggja hveija vörutegund fyrir sig í stað þess að verðleggja heila gáma, óháð hvað í þeim er, eins og gert sé víðast annars staðar. Mun meiri samkeppni hafi ríkt í stórflutningum og fleiri fyrir- tæki um hituna þar. Tvö fyrirtæki séu ráðandi, Eimskip og Samskip, og byggi þau sterka stöðu sína á markaðnum ekki á opinberri leyfisveitingu. Hins vegar hafi fyrir- tækjunum verið úthlutað þeirri aðstöðu sem til staðar sé á höfuðborgarsvæðinu og takmarki það möguleika keppinauta á að komast inn á markað- inn. „Nýr hafnarbakki hefur verið gerður í Reykja- vík. Ekki er ljóst hvort hann verður nýttur til þess að auðvelda aðgang nýrra keppinauta og efla með því samkeppni á markaðnum," segir í skýrslunni. Um Eimskip segir m.a., að tvennt hafi stuðlað að valdasamþjöppun í stjórn félagsins. Hið fyrra sé framkvæmd stjórnarkjörs. Stjórnarkjörið hafi verið tvískipt, þannig að minnihluti hafi þurft auk- ið afl atkvæða til þess að koma að manni í stjórn. Lög, sem Alþingi samþykkti í desember 1994, leiði til breytinga á þessu. Síðara atriðið sé að einn stærsti eigandi hlutafjár í Eimskip sé sjóður, en samkvæmt stofnskrá hans fari stjórnendur félags- ins með stjórn sjóðsins. Um Flugleiðir segir í skýrslunni að félagið sé stórtækt í rekstri ferðaskrifstofa, hótela og bíla- leiga og þessi tengsl geti dregið úr samkeppni á ferðamarkaðnum. „Tengsl af öðrum toga eru einn- ig fyrir hendi þar sem stærsti aðilinn í skipaflutn- ingum, Eimskipafélag Islands, á ríflega þriðjungs hlut í Flugleiðum hf. Jafnframt á forstjóri, stjórnar- formaður, auk tveggja stjórnarmanna í Eimskip, sæti í stjóm Flugleiða. Leiða má líkur að því að sú staða geti komið upp að tengsl af þessu tagi hafi áhrif á samkeppni í vöruflutningum til og frá landinu." Samruni bannaður leiði hann til markaðsyfirráða Skýrslan lýsir samkeppnisreglum nokkurra ríkja. Um Bandaríkin segir m.a., að í iögum þar sé að finna athyglisvert ákvæði, sem banni að sami maður sitji samtímis í stjórn tveggja eða fleiri fyrirtækja sem eigi í samkeppni. Skilyrði er að fyrirtækin séu yfir tilteknum stærðarmörkum. Þá er óheimilt að mismuna fyrirtækjum í verði nema mismunandi kostnaður við viðskipti liggi til grund- vallar. í skýrslunni segir að þetta ákvæði hafi þó verið mikið gagnrýnt, m.a. með skírskotun til þess að það verndi í raun fremur keppinautana en sam- keppnina og komi því neytendum og þar með þjóð- félaginu ekki endilega til góða. Um samruna fyrirtækja gildir sú meginregla í Bandaríkjunum að samrunann þarf að tilkynna fyrirfram, bæði til Federal Trade Commision og bandaríska dómsmálaráðuneytisins og ef um er að ræða fyrirtæki yfiV ákveðnum stærðarmörkum skuli birta upplýsingar um samrunann opinberlega áður en hann á sér stað. Samruni stórra fyrir- tækja er bannaður ef hann leiðir til markaðsyfir- ráða. Hver samruni er skoðaður sérstaklega af yfírvöldum og á lögmæti einstakra tilvika er látið reyna fyrir dómstólum. Unnt er að setja tiltekin skilyrði fyrir samruna, t.d. að fyrirtæki selji hluta af starfsemi sinni til að vega á móti skaðlegum áhrifum samrunans. Samkeppnisráð ákveður hámarksverð í Danmörku getur samkeppnisráð ákveðið há- marksverð og hámarksálagningu fyrir vörur eða þjónustu í allt að eitt ár ef verð vegna tiltekinna samkeppnishindrana er greinilega hærra en það væri ef samkeppnin væri eðlileg. Jafnframt er það skilyrði fyrir íhlutun af þessu tagi að þeir, sem standa að samkeppnishindrununum, séu markaðs- ráðandi. Til þess að fylgjast með samkeppnisaðstæðum getur danska samkeppnisráðið skyldað fyrirtæki til að tilkynna sérstaklega um verð, afsláttarkjör, samninga og annað sem áhrif getur haft á sam- keppnisaðstæður. Slík tilkynningaskylda getur staðið í allt að tvö ár. Samvinnu- ferðir- Landsýn hf. 27,9%, , 38,5% 2,9% p Vátrygginga- félag íslands hf. 6,0%' íslenskar ◄,3,9% sjávarafurðir -2,2% hf. 7,8%. Samskip hf. • .0,4% Vinnslu- stöðin hf. 13,4% 9,3% 17,0% i a Olíufélagið hf 4,0% . 50,0%, 25,0%. EAKsf. EBK sf. f3,0% 4,4% Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. f 3,4% SIF A 1,2% Olíufélagið hf.: Eign í öðrum fyrirtækjum íslenskar sjávarafurðir hf. Sölusamband ísl. fiskframl. Vátryggingafélag íslands hf. Samskip hf. Vinnslustöðin hf. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Eignar- Velta hluti m.kr. 3,0% 18.374 3,0% 9.492 13,4% 5.469 7,0% > 3.333 17,0% 2.700 3,0% 1.129 Eignar- Velta hluti m.kr. Hraöfrystihús Þórshafnar hf. 1,0% 1.070 Samvinnuferðir-Landsýn hf 27,9% 995 Samvinnusjóður íslands hf. 18,0% 86 EAKsf. 50,0% 34 EBKsf. 25,0% 31 LÍFEYRISSJ. VERSLUNARMANNA: EIGNARHALD OG EIGNATENGSL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.