Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLA SIG URÐARDÓTTIR + Erla Sigurðar- dóttir var fædd 29. desember 1929. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 21. janúar síð- astiiðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Pétursson útgerðarmaður og Ólafía Brynjóifs- dóttir. Þau __ eru bæði látin. Ólafía móðir Erlu giftist Kristni Helgasyni og eignaðist með honum fjögur börn sem eru Helgi, Jón- ína Brynja sem er látin, Karó- lína Borg og Björgvin Haf- steinn. Sigurður faðir Erlu kvæntist Inu Jensen og eignað- ist með henni níu börn sem eru Sigríður (látin), Friðrikka, Rut, Pétur, Kristjana, Hjördís, Karl Jensen, Matthildur og Guðbjörg. Erla giftist Guð- jóni Júníussyni múrara frá Isafirði 6. mars 1954. Börn þeirra eru Ólafur, maki Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðríður, maki Guðmundur Hin- riksson, Bryndís, maki Örn Gunnars- son, Júníus, maki Þóra Pétursdóttir, Sigrún, maki Heið- ar Ragnarsson, Þórarinn, maki Sig- ríður Garðarsdóttir. Erla og Guðjón eiga fimmtán barna- börn og eitt barnabarnabarn. Útför Erlu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. „DAGLEGT líf þitt er trú þín og musteri þitt,“ segir í Spámanninum. Orð sem einkenndu svo mjög líf Erlu systur okkar. Fram á síðustu stundu hugsaði hún fyrst og fremst um það að veikindi hennar yrðu ekki til þess að raska daglegu lífi fjölskyldunnar. Á sinn sérstaka, jákvæða máta undirbjó hún ætt- ingja og vini undir það að hún færi að kveðja. Lagði áherslu á að hún væri meira en tilbúin og hún væri þess fullviss að margir biðu til að taka á móti henni. Styrkur hennar og æðruleysi fólst ekki síst í trúnni á Guð og að hlutverki hennar væri bara lokið hér á jörðu en annað líf tæki við. Hún var svo þakklát fyrir sitt gæfuríka líf, hún hefði frá miklu að hverfa en allt bæri það vott um hversu lánsöm hún hefði verið í líf- inu. Erla var með alveg sérlega góða skapgerð, hún var létt í lund, félags- lynd og það hreinlega geislaði af henni gleðin. Hún skildi svo vel gildi þess að rækta gott samband yið alla þá sem tengdust henni. Virtist alltaf í önnum dagsins fínna tíma og tækifæri fyrir hvem og einn. Hún átti auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri á mjög hreinskilinn en jákvæðan máta og kom þá hin sterka réttlætiskennd hennar vel í ljós. Lét hún okkur systkini sín alveg heyra það ef henni fannst við vera um of hvassyrt til dæmis við okkar ektamaka, sagði þá gjarnan að við skyldum sko vera þakklát fyrir allt okkar. Fjölskyldumunstrið kring um Erlu var nokkuð flókið. Hún var elsta barn foreldra sinna en þau stofnuðu bæði fjölskyldur sitt í hvoru lagi, móðir hennar hér í bæn- um en faðir okkar á Ströndum. Hún eignaðist því tvo stóra hópa hálf- systkina. Erla ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður ásamt fjórum hálfsystkinum. Móður sína missti hún ung og þurfti því snemma að axla ábyrgð heimilis og yngri systk- ina, lífsreynsla sem eflaust hefur kallað fram þann eiginleika hennar að hugsa alltaf fyrst og fremst um aðra, vera veitandi og láta gott af sér leiða. Séifræðingar í l)lóniaskr<‘y(iiigtiiii <i<) öil GrkilaTÍ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Sökum fjarlægðar höfðum við systkinahópurinn á Ströndum ekki tækifæri til að umgangast Erlu að staðaldri á yngri árum. Þegar við svo fluttum hingað suður var Erla ekki bara stóra systir okkar heldur líka ung kona með eiginmann sér við hlið og eigið heimili. Það er sú mynd sem er hvað skýrust í huga okkar, Erla og Guðjón saman, heild sem einkenndi allt þeirra samlíf. Milli þeirra ríkti gagnkvæm vænt- umþykja og virðing. Börnin og fjöl- skyldan öll eru vitnisburður um þeirra einstöku samstöðu. Lengi vel var Erla heimavinnandi enda ærið starf að sinna sex börn- um. Segja má að hún hafi verið heimavinnandi listamaður eins vel og henni tókst alltaf að gera heim- ili sitt og umhverfi hlýlegt og fal- legt, hverjar sem aðstæður voru. Það hefur án efa þurft mikla skipu- lagshæfileika til þess að láta allt ganga vel og hnökralaust upp á þessu stóra, barnmarga og gest- kvæma heimili, þar sem hlýhugur og gestrisni var alltaf í fyrirrúmi. Þegar Erla vann utan heimilis var það lengst af við afgreiðslu í Kiddabúð á Njálsgötu. Þá rak hún einnig um árabil gistiþjónustu fyrir erlenda ferðamenn á heimili þeirra í Urðarstekk. Hennar vönduðu vinnubrögð og jákvæða framkoma sýndu sig glöggt í þeirri vinnu því ár eftir ár kom sama fólkið til henn- ar og vildi hvergi annars staðar vera. Eftir að hún hætti svo með þessa þjónustu hefur margt af þessu fólki verið í góðu persónulegu sambandi við þau hjón og meðal annars heimsótt þau. Getur nokkur landkynning orðið betri? Erla og Guðjón ásamt börnunum hafa komið upp yndislegum sumar- bústað í Öndverðarnesi, sannkölluð- um unaðsreit. Á síðastliðinni Jóns- messu lagði Erla sem oftar sitt af mörkum til að efla íjölskyldutengsl- in og bauð okkur systkinum og fjöl- skyldum okkar þangað. Gist var í hverju horni og einnig í tjöldum því plássleysi er hugtak sem ekki var til í hennar huga. Þama áttum við ógleymanlega helgi við frábærar aðstæður. Kalt var í veðri og sumar hvergi í nánd en ekki skyggði það á gleðina því slíkar voru móttökum- ar og andrúmsloftið þeim mun hlýrra. Að ósk Erlu sungum við þar saman eftirfarandi ljóð og eigum við örugglega eftir að gera það aftur einhvern tímann seinna. Og svo dönsum við dátt, þá er gaman meðan dagur í austrinu rís og svo Ieiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (M.G. frá Vöglum) Nú frá jólahátíðinni eigum við enn eina dýrmæta minningu. Ákveðið var að afkomendur for- eldra okkar héldu eitt stórt sameig- inlegt jólaboð. Þá lagði Erla sextíu og fímm ára afmælisdag sinn til hátíðahaldanna. Þarna áttum við MINNINGAR yndislega stund saman níutíu og sex að tölu og þrátt fyrir veikindi var Erla sannkallað afmælisbarn dagsins. Það verður að teljast til vissra forréttinda þessa stóra hóps að fá að muna Erlu okkar slíka með sitt geislandi bros. Móðir okkar ína sér nú á bak elsta barni föður okkar sem hún hefur alla tíð litið á sem eitt eigið. Milli hennar og Erlu var náið og kærleiksríkt samband og þær reyndust hvor annarri sannarlega rétt eins og um móður og dóttur væri að ræða. Hún biður um að koma á framfæri þakklæti sínu og hlýhug fyrir alla þá umhyggju, ræktarsemi og elsku sem Erla hefur sýnt henni alla tíð. Sem dæmi um það er að fársjúk var Erla að hafa áhyggjur af heilsu hennar og hversu þungt þetta áfall legðist á hana. Fyrir hönd okkar systkinanna og móður okkar sendum við þér, kæri Guðjón, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þess að þið finn- ið styrk í trúnni rétt eins og Erla gerði sjálf. Þær björtu minningar sem við eigum öll í hugum okkar og hjörtum er það veganesti sem kemur til með að hugga okkur um ókomna tíð. Kristjana og Matthildur. Kveðja til ömmu Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást elju og þreki er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn þú vinnur nú með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. Af alhug færum færum þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk, heilsaðu fóður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Bjömsson) Barnabörnin. Þegar mamma hringdi í mig einn dag í ágúst síðastliðnum og sagði mér að amma væri með krabba- mein fannst mér eins og hún væri að segja mér að amma væri dáin. Þegar mamma hafði lagt á fór ég að gráta. Frænka mín, sem ég var hjá, hughreysti mig mikið og hjálp- aði mér að tala um þetta. Að lokum sagði hún mér að hringja í ömmu, sem ég gerði. Þegar ég talaði við ömmu í símann sagði hún mér að þetta kæmi ekki í veg fyrir að hún héldi áfram að lifa lífinu og hún ætlaði sér að verða níræð. Þegar ég heyrði þetta varð ég bjartsýnni og smátt og smátt fór ég að trúa því að henni myndi raunverulega batna og það yrði hún sem sigraði að lokum, því eins og hún talaði var alltaf ljós framundan og kannski hefur þetta ljós hjálpað henni að halda áfram að lifa og beijast. Segja má að það sé nánast regla í þessu lífí að þegar dyr lokast þá opnast aðrar. Þó er einn hængur á að við eigum oft erfiðara með að sjá þær opnu en hinar lokuðu. Þeg- ar pabbi sagði mér að amma væri farin lokuðust þessar dyr og ég sá engar aðrar dyr opnast. Og enda þótt viss léttir sé að amma þurfi ekki lengur að þjást í þessu lífí og gott sé að vita að nú sé hún hjá guði og líði vel, þá er erfitt að sætta sig við það að hún er sofnuð svefninum langa. En við eigum afa ennþá og nú verðum við að hjálpa honum því það er örugglega ekkert eins erfitt í lífinu og að missa lífs- förunaut sinn, og á hann mjög bágt núna, en amma er ennþá hjá honum og okkur öllum þótt hún sé farin inn í eilífðina. Og þar mun hún halda áfram að halda utan um fjöl- skyldu sína og vernda eins og hún var svo dugleg að gera á meðan hún var ennþá hjá okkur. En henni hefur verið ætlað annað hlutverk á öðrum stað, þar sem hún er núna. Það var ekki fyrr en amma var dáin að ég sá hvað hún hafði verið mikið veik, allan tímann. En hún faldi þetta svo vel og kvartaði aldrei og þess vegna átti maður erfitt með að trúa að hún væri í raun og veru svona veik. í mínum augum er hún hetja og þannig mun ég ætíð minn- ast hennar því hún barðist til síð- asta dags eins og hetja. Undir það síðasta sagðist hún vera sátt við að deyja en hún var langt frá því að gefast upp og ætlaði sér ekki að deyja strax. Ég gat ekki kvatt ömmu mína hinstu kveðju eins og ég vildi og ætla ég með eftirfarandi orðum að gera það: Elsku amma mín, frá því að ég var lítil hefur mig alltaf langað til að reka stórt heimili, eiga mörg böm, elda góðan mat og pijóna óteljandi sokka, vettlinga og lopa- peysur alveg eins og þú gerðir svo vel, því þú hefur alltaf verið fyrir- mynd mín og verið sú sem ég hef alltaf borið mesta virðingu fyrir. Og enda þótt þú sért farin ætla ég að reyna að gera þetta þó að ég geti ekki gert þetta eins vel og þú gerðir, því að þú ert ennþá fyrir- mynd mín og munt ætíð vera, og ég ber mikla virðingu fyrir þér. Þegar þú yfírgafst okkur fór stór hluti af mér með þér, hluti sem snýr aldrei til baka, en minninguna um þig eins og þú varst, falleg, friðsæl og góð, mun ég geyma í hjarta mínu, að eilífu. Erla, góða Erla ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. (Stefán frá Hvítadal.) Þín Erla. Ótíðindi koma ætíð á óvart. Við vissum að Erla var mikið veik. Þó mun engan okkar hafa órað fyrir því, að komið væri að kveðjustund þegar sauma- og spilaklúbburinn hittist hjá þeim Erlu og Guðjóni hinn 3. janúar síðastliðinn. Þar var okkur tekið af mikilli rausn eins og vanalega og húsmóðirin virtist hress, enda ekki vön því að bera þjáninguna á torg. Kynnin eru orðin löng. Leiðir sumra okkar lágu saman á árunum 1946-1947. Kunningsskapurinn leiddi til þess, að við stofnuðum saumaklúbb 1948, og hefur hann komið saman allt til þessa, fyrst framan af vikulega, en hálfsmánað- arlega síðustu þijá áratugina eða svo. Sömu konurnar hafa skipað klúbbinn frá því um 1950. Ekki minnkaði samheldnin þegar eigin- mennirnir stofnuðu til spilaklúbbs laust fyrir 1970. Starfsemin jókst. Stofnað var til þorrablóta, sem yfír- leitt voru haldin heima hjá meðlim- um til skiptis. Þorrablótin hafa ver- ið árviss viðburður. Stundum brá hópurinn sér á gömlu dansana, einkum á meðan Lindarbær starf- aði, en þar ríkti svipaður andi og allir þekktu frá fyrri tíð og kunni vel við. Klúbbastarfið lá niðri yfir sumarmánuðina, en þá var um skeið farið í eina helgarferð á sumri, austur í Lón, í Kerlingarfjöll, um Snæfellsnes og vestur á Barða- strönd. Hópurinn tók sigtvisvar upp og hélt utan, í fyrra skiptið til Rín- arlanda með Tjæreborg og í síðara skiptið á eigin vegum til Jerseyjar. Minningarnar frá öllum þessum samfundum og ferðalögum eru margar og dýrmætar, en verða ekki rifjaðar upp hér. Ógleymdar eru heimsóknirnar í sumarbústaðinn, sem þau Erla og Guðjón komu sér upp í landi Öndverðarness. Þar var hópnum tekið af mikilli rausn og menn skemmtu sér stundum langt fram á nótt. Mikið var sungið þeg- ar hópurinn hittist í Öndverðarnesi eða á þorrablótum, en Erla hafði mjög gaman af söng og hafði góða söngrödd. Hún var hrókur alls fagn- aðar á þessum samkomum okkar. Glaðlyndi og dugnaður voru ríkj- andi eiginleikar í fari Erlu. Hún var húsmóðir á stóru heimili. Þau Guð- jón komu sér upp einbýlishúsi auk sumarhúss. Einbýlishúsið var stórt, þar átti sérhvert barna þeirra hjóna að hafa sitt herbergi, en börnin voru sex. Mjög rýmkaðist í húsinu þegar börnin staðfestu ráð sitt og fóru að heiman. Þá fór Erla að vinna á nýjan leik hjá fyrri vinnuveitend- um, Kiddabúð og arftaka hennar. Hún fór einnig að taka erlenda ferðamenn í gistingu yfír sumar- mánuðina. Jólakort frá þessum gestum sýna, að þeir höfðu átt góða daga hjá Erlu. Klúbbfélagar nutu að minnsta kosti einu sinni góðs af þessum húsakynnum. Þorrablót var haldið hjá þeim Erlu og Guðjóni. Því var slitið um óttu- bil, en þá dæmdist veður ófært og leigubílar voru ófáanlegir. Hópnum var boðin gisting, og þekktust allir það boð nema hraustmenni úr næsta nágrenni. Morguninn eftir beið vel úti látinn morgunverður hinna. Kveðjustund er runnin upp. Við þökkum Erlu Sigurðardóttur fyrir kynnin, áratuga vináttu og fjöl- margar ógleymanlegar samveru- stundir. Einnig flytjum við Guðjóni og börnunum Ólafi, Guðríði, Bryn- dísi, Júníusi, Sigrúnu og Þórarni og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sauma- og spilaklúbburinn. Hún Erla er dáin. Við Rikki trú- um því varla enn. Mig langar að kveðja hana með nokkrum orðum, hún var svo mikill vinur okkar og þau Guðjón bæði. Það kom sem reiðarslag þegar hún veiktist í sum- ar. Við ætluðum að hittast í bú- staðnum þeirra fyrir austan, það gerum við svo oft að hittast þar eða hjá Þurí og Sverri, en við vorum öll nágrannar í fjölda mörg ár og áttum margar góðar stundir saman. Áður en við lögum af stað austur hringdi Guðjón og sagði að Erla hefði verið kölluð inn á spítala. Þessa fímm mánuði sem liðnir eru síðan hefur skuggi vofað yfir. En alltaf var Erla söm, alltaf bjartsýn og barðist hetjulega alla leið. Hún gerði allt sem henni var ráðlagt. Mjög erfiða meðferð gekk hún í gegnum og við vonuðum að þetta færi öðruvísi, en nú er hún farin frá okkur. Kynni okkar voru löng og góð, en ekki nógu löng. Við sáumst fyrst í Saltvík 1967. Þá höfðu litlir skátar æft skemmti- atriði og boðið foreldrum sínum að koma og njóta þeirra. Aðeins við Rikki og önnur hjón auk eins karl- manns sáu sér fært að mæta. Hjón- in voru Erla og Guðjón. Rikki sagði: Þetta eru hjónin sem eru að byggja við hliðina á okkur. Og Erla hopp- aði beint inn að hjartarótum. Síðan vorum við nágrannar í tuttugu og fimm ár og bar aldrei skugga á. Þegar þau fluttu úr götunni héldum við áfram að hittast reglulega. Eft- ir að þau fóru að byggja bústað í Þrastarskógi urðu ótaldar ferðir þangað bæði meðan á byggingunni stóð og eins eftir það. Þá gátu Rikki og Guðjón alltaf verið að dútla við ýmislegt, en við Erla höfðum alltaf nóg að spjalla. Oft voru Sverrir og Þurí með. Þurí og Rikki eru frænd- systkin og þetta var góður hópur. Áð þekkja þessi hjón voru svo sterk- ur strengur í lífi okkar Rikka að við neyttum allra bragða til að hitt- ast. Þegar Erla og Guðjón fengu sumaríbúð á Akureyri flugum við norður til þeirra og áttum indælan tíma saman og þótt veðrið væri ekki gott skipti það engu máli. Þeg- ar ég átti afmæli tók Guðjón sér frí úr vinnunni til þess að við gætum verið saman á Örkinni. Það var svo gott að þekkja hana Erlu, hún var alveg einstök, alltaf svo hress og bjartsýn og sá alltaf eitthvað gott við alla hluti. Hún átti svo stóra fjölskyldu en hjarta- rúm fyrir marga í viðbót. Allt var svo fínt og snyrtilegt hjá Erlu hvar sem litið var. Þó hún ætti svona mörg börn og margir kæmu í heimsókn sá það ekki á heimilinu. Ég veit að hún hefur aldr- ei átt óvin í sínu lífi. Elsku Guðjón. Við Rikki vottum þér og öllu þínu fólki dýpstu sam- úð. Þú misstir mest, en við söknum hennar alla tíð. Þóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.