Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 29l HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR + Hulda Kristj- ánsdóttir fædd- ist i Skálavik í Reykjarfjarðar- hreppi 26. mars 1938. Hún andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 18. jan- úar 1995. Foreldrar hennar eru Stefan- ía Finnbogadóttir og Kristján Jóns- son. Hún ólst upp til átta ára aldurs í Skálavík. Siðan giftist móðir henn- ar Hans Aðalsteini Valdimarssyni frá Vatnsfjarðarseli. Móðir hennar og sljúpi hófu síðan búskap í Miðhúsum í sömu sveit. Systur Huldu, sammæðra, eru: Jónína Jórunn, Björg Valdís, Asa og Þóra. Systkini, samfeðra, eru: EKKI hefur sá hörmulegi atburður sem skeði í Súðavík við Djúp farið fram hjá neinum. Aldrei er þjóðin jafn sameinuð í huga og orðum eins og á slíkum stundum. Við sem þekkj- um til við okkar bláa og stundum lygna Djúp, eigum fá orð til að tjá huga okkar. Máttarvöldin hafa þau heljartök að orð og athafnir eru lít- ils megnug. Eflaust minnir þetta á líf okkar jarðarbúa, sem byggjum þessa jörð. Fyrst og fremst erum við þær lífverur sem blómstra, föln- um síðan og fellum loks lauf til jarð- arinnar. Að heilsast og kveðjast eru þau jákvæðu rök um okkar lífs- göngu. Lífsbók okkar sýnir það og sannar að störf okkar eru fyrst og fremst bundin jarðvist á mismunandi hátt. Öll lútum við því lögmáli að ganga loks yfir móðuna miklu án mótmæla, okkur eru sköpuð þau örlög. Fyrir tíu árum greindist sú, sem hér er kvödd og minnst, með ólækn- andi sjúkdóm. Sá stóri dómur er sjaldan niður kveðinn. Þrátt fyrir öll læknavísindi og allt væri gert sem hægt var til hjálpar, var ekki annað til ráða en að þrengja biðtímann hversu langur sem hann yrði. Ólöf, Jónheiður, Óskar og Bjami. Hulda giftist 15. nóvember 1965 eft- irlifandi eigin- manni sínum, Sig- mundi Sigmunds- syni, oddvita á Látrum í Reykjar- fjarðarhreppi. Þar hófu þau búskap og keyptu þá jörð árið 1965. Börn þeirra eru, í aldursröð: Ragnhildur, Krist- ján Bjarni, Mar- grét, Sigmundur Hagalín, Þórólfur, Sigríður og Stefán Aðalsteinn. Bálför Huldu fór fram frá Fossvogskirkju 26. janúar, en jarðsett verður frá Hnífsdals- kapellu í dag. Þegar ég lít yfir liðna tíð og hug- ur reikar til æskuára, þá minnist ég þess að í okkar kæru sveit, Reykjar- fjarðarhreppi, var einstaklega gott mannlíf. Fólkið samhent og bar byrðar hvert annars ef á bjátaði, bæði í sorg og gleði. Sú dapra staðreynd er þar nú eins og þvf miður í mörgum sveitum okk- ar lands, að fólki fækkar og byggð grisjast. Gömlu götumar sem við þá unglingar gengum, er kindur runnu og kýr reknar á ból, eru nú komnar á kaf í sinu og minningin ein um gengin spor á æskuámm geymist í hugskoti hvers og eins. Landslagið, fjöll með hvítum fönnum, beija- brekkum og litlum fossum í hlíðum, bámhjal við lygnan fjörð, svo lygnan að fjöllin spegluðust í haffletinum. Þetta hefur ekki breyst, en geymist sem dýrmætar perlur í æskuminn- ingunni. Eg held að það sé öllum hollt að hafa alist upp við slík skil- yrði og skynja nú þegar árin færast yfir að þetta hafi þroskað og hert þá sál sem naut þessara náttúru- auðæfa. Þegar ég hugsa til minnar góðu vinkonu, sem ætíð bar sig eins og hetja þrátt fyrir þungbæran sjúk- INGIÓLAFSSON + Ingi Ólafsson lést á heimili sínu í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Ingvald Foreland var skírnarnafn hans. Hann fæddist í Kristiansand í Suður-Noregi hinn 1. maí 1920 og ólst þar upp með föður sínum. Bræður átti hann tvo, Arvin sem látinn er fyrir nokkrum árum og Gunnar sem býr með fjölskyldu sinni í Nesttun skammt frá Björgvin. A styrjaldarárunum var Ingi í norska sjóhernum sem barðist fyrir föðurland sitt. Land hans var þá hernumið af Þjóðverjum en norski herinn barðist með Bretum og var her- deild Inga víða send, meðal annars til íslands, en þar kynntist hann konu sinni, Jóhönnu Svövu Kolbeins- dóttur, sem lést 19. júní sl. Þau eignuð- ust einn son, Ingvar Kolbein, en misstu hann vorið 1976. Hann lét eftir sig tvö börn, Kristján Þór Ingvarsson, rafeindavirkja- meistara, og Jó- hönnu Iðunni, húsmóður. Krist- ján var á heimili afa síns og ömmu á bernsku- og unglings- árum. Útför Inga fór fram frá Foss- vogskirkju 30. janúar. AÐ LOKINNI styijöldinni og her- þjónustu Inga settist hann að í Reykjavík og bjó með fjölskyldu sinni hér alla tíð síðan. Hann stundaði margvísleg störf, var einkar laginn verkmaður. Fyrir nokkrum árum slasaðist hann og bæklaðist þá á fæti og eftir það slys var heilsa hans mun Iakari en áður. Versta áfallið var samt ástvinamissirinn. Fyrst að missa einkabarn sitt, soninn, sem þau hjón syrgðu alla tíð, og svo nú sl. sumar missti hann eiginkonuna. Þau hjón leituðu einatt huggunar í Guðs orði og hlutu mikla blessun við að halda sér reglulega við lestur þess og áttu einlægt bænasamfélag. Dag- lega hlustaði Ingi á morgunbænina og „Orð kvöldsins" sem flutt eru á „Rás eitt“ í ríkisútvarpinu. Hann hafði einnig mjög góða reglu á öllum háttum sínum eftir að hann missti konuna. Hún hafði í erfiðleikum hans, vegna afleiðinga slyssins, veitt honum alla þá þjónustu sem unnt var að veita. Eftir að hennar naut ekki lengur við reyndi hann að halda öllum þeim háttum sem hún hafði komið á. Nú naut hannTiennar ekki lengur en i staðinn reyndi Kristján Þór, sonarsonur hans, að hjálpa afa sínum eftir fremsta megni, útréttaði það sem nauðsynlegt var af mikilli ræktarsemi og vitjaði afa síns dag- lega. Ingi var líka sérlega þakklátur fyrir þá góðu aðstoð og þjónustu sem húsvörðurinn á Austurbrún 6, Hall- MINNINGAR dóm, mætti margt af henni læra. Hún barðist til síðasta dags. Ég get ekki annað en minnst þeirra miklu hörmunga sem skeðu í Súðavík, vegna þess að systir Huldu, mágur og dóttir björguðust öll úr snjóflóð- inu á giftusamlegan hátt. Mér verð- ur hugsað til aldraðrar móður og stjúpa Huldu, ofan á allar raunir sem þessu hefur fylgt, er elsta dóttirin kölluð burt í blóma lífsins. Mér koma því í hug orð afa míns, séra Páls Ólafssonar í Vatnsfirði. Hann þurfti oft á miklum sálarstyrk að halda, þannig mælti hann á sorgarstund: „Hann er brúnabjartur í dag. Það birtir bráðum." Eins og fyrr er getið hófu þau búskap á Látrum við Mjóafjörð. Hefur sú jörð verið talin ein með bestu jörðum við Djúp. Full af áhuga og viljastyrk, en með veraldarauð af skornum skammti, hófu þau þar sitt ævistarf. Stuttu eftir að þau hófu búskap varð það óhapp hjá þeim að íbúðar- húsið brann til kaldra kola, og litlu sem engu var bjargað. Þetta skeði að hausti, vetur stutt undan. Þá hygK ég að samstaða sveitunga þeirra hafi létt þeim erfiðan róður. Af stórhug og dugnaði hófust þau handa um uppbyggingu. Hafa þau byggt jörð sína myndarlega, bæði að húsum og ræktun. Einstök snyrti- mennska hefur einkennt öll þeirra störf. Hafa þau verið verðlaunuð úr sérstökum sjóði, sem stofnaður var til slíkra hluta. Börn þeirra fóru fljót- jega að rétta þeim hjálparhönd. Nú býr þar sonur þeirra Sigmundur Hagalín og fjölskylda hans. Er nú rekið þar stærsta kúabú við Djúp og gott fjárbú er þar líka. Þegar ég nú kveð þessa hugljúfu vinkonu okkar hjóna, þá er þakk- læti efst í huga. Heimili þeirra hjóna stendur við þjóðbraut þvera. Þangað hafa margir átt erindi enda húsbónd- inn oddviti til margra ára, glarðværð ríkjandi og höfðinglegar veitingar ætíð fram reiddar. 011 framkoma húsfreyju hefur verið á þahn veg að gestir hafa fund- ið þá hlýju og góðvild sem einkennt hefur allan heimilisbrag þeirra hjóna. Ég og kona mín vottum allri fjölskyldunni djúpa samúð, biðjum þess að guð gefi þeim styrk á sorgar- stund. Þessi dagfarsprúða kona hef- ur kvatt sitt jarðvistarlíf. Guð blessi minningu hennar. Páll Pálsson, Borg. dór Aðalsteinsson, veitti honum og þá umhyggju sem nágrannakona hans, Jóhanna Gísladóttir, sýndi hon- um eftir að hann var orðinn einstæð- ingur. Ingi var afar hlýr maður í við- móti, óspar á einlægt bros og þakk- látur fyrir hvaðeina sem honum var gert til þægðar. Við hjónin, sem nú söknum hans og þeirra hjóna beggja, eigum svo margefr góðar minningar frá indælum samverustundum. Mörg sumur eyddum við frístundum okkar saman ýmist í orlofshúsum eða á gististöðum og fórum saman um sveitir og bæi til þess að njóta sem best samverunnar og þess að skoða saman landið og náttúru þess. Ingi átti stórt hjarta og vildi sýna hlýhug sinn og umhyggju þótt hann væri orðinn svo einmana eftir að hann missti konu sína. Hann reyndi að hafa sem best samband við vini og kunningja, foma og nýja. Þannig reyndi hann að hafa samband við forna vini í Noregi, leitaði uppi heim- ilisföng þeirra þótt það kostaði hann stundum ærna fyrirhöfn og náði svo sambandi við þá í síma og spurði um hagi þeirra og hætti. Ingi naut þess að eiga góð barna- börn og tengdafólk. Yndi hans var að fá í heimsókn langafabörnin sín þijú og sjá þau hraust og bráðefnileg leika sér í kringum hann í stofunni • heima. Við kveðjum nú kæran vin, mág og svila, og þökkum góða samfylgd. Við vottum barnabörnum hans, börn- um þeirra og ástvinum innilega sam- úð og óskum þeim blessunar Guðs og velfamaðar. Sæll er sá er situr- í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, sá er segir við Drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á!“ (Sálm. 91 1-2). Ingibjörg og Sigursteinn. RAGNAR MARINÓ JÓNASSON + Ragnar Marinó Jónasson, Nón- vörðu 12, Keflavík, fæddist í Bolungar- vík 6. febrúar 1911. Ragnar var búsett- ur á Skálum, Langanesi, Hafn- arfirði og Keflavík. Hann lést á Sjúkra- húsinu í Keflavík 21. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jónas Guðmundsson, f. 17.8. 1884 frá Seli í Landeyjum, Brandssonar bónda þar, f. 1848, Valtýssonar bónda Ey- vindarhólum, f. 1815, og Mar- grét Guðbrandsdóttir, f. 4.4. 1885 frá Hrollaugastöðum á Langanesi, Guðbrandssonar frá Syðribrekkum á Langa- nesi, f. 1838, og Margrétar Jónsdóttur, f. 1856. Systkin hans eru Klara Viktoria Jónasdótt- ir, f. 3.6. 1912, og hálfsystkini sam- mæðra Hólmgeir Líndal Magnússon, f. 1913, Axel Hólm, f 1918, og Laufey Jóelsdóttir, f. 1921. 29. desember 1949 kvæntist Ragnar Marinó eftirlifandi konu sinni Þórunni Þorbjörgu Guð- mundsdóttur frá Skoruvík á Langa- nesi. Börn þeirra eru Olga, f. 6.5. 1935, Georg Hreinn, f. 4.4. 1933, Óli Jó- hannes, f. 12.9. 1930, Guð- björn, f. 4.9. 1931 og Guð- mundur Krislján, f. 8.5 1949, lést af slysförum 7.7. 1953. Útför Ragnars Marinós fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag. NÚ ER hann elsku afí minn dáinn. Margs er að minnast sem aldrei verður tjáð með orðum, en geymist sem dýrmætur fjársjóður. Hann var einstakur maður hann afi minn, heiðarlegur, góður, dug- legur og máti aldrei skulda neinum neitt. Stórt pláss áttu í hjarta mér, elsku afi minn. Að koma til ykkar ömmu á Faxabrautina var það besta sem til var, stundir sem aldr- ei gleymast. Hlátur þinn og hlýju mun ég alltaf varðveita. Lofræður vour afa ekki að skapi og þá síst um hann sjálfan. Það ætla ég að virða, enda þarf ekki að skrifa það á blað því ég geymi það á öðrum stað. Ég veit, elsku afí minn, að nú ertu búinn að fjá sjónina þína aft- ur og að litli drengurinn ykkar ömmu hefur tekið vel á móti þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyþr liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég bið góðan Guð að styrkja elsku ömmu mína. Hinstu kveðjur. Þín nafna, Ragnheiður, Jóhann og börn. HELGIÁGÚSTSSON + Helgi Ágústs- son var fæddur á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 30. júlí 1921. Hann andaðist á Elli- heimilinu Grund 23. janúar síðast- liðinn, en þar hafði hann verið vist- maður skamma hríð. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Sigurgeirs- son bóndi og Hólm- fríður V. Bene- diktsdóttir. Systur Helga eru HELGI hóf leigubílaakstur hjá Steindóri árið 1946 en gekk fljót- lega til liðs við Bifreiðastöðina Hreyfil. Bifreiðaakstur varð ævi- starf hans upp frá því. Hann starf- aði nokkuð að félagsmálum, var í Karlakór Hreyfils um hríð og var góður bridsspilari. Hann aðhylltist framsóknarstefnuna og var ötull fylgismaður Framsóknarflokksins alla tíð. Helgi hafði mikla ánægju af skógræktarferðum sem hann fór með félögum sínum á Hreyfli til María, Sigríður og Stefanía sem allar eru búsettar á Akureyri. Helgi kvæntist Sigrúnu Pétursdóttur og eignuðust þau dótt- urina Aðalbjörgu, f. 20.3. 1953, upp- eldisfræðing. Mað- ur hennar er Víðir Kristjánsson, efna- fræðingur. Þau hjón eiga þrjú börn. Sigrún lést árið 1963. Útför Helga fer fram frá Foss- vogskapellu í dag. að rækta upp gróðurreit félagsins á Þingvöllum og er margs að minn- ast frá þeim ferðum. Ég vil hér með færa Helga míh- ar bestu þakkir fyrir vináttu og gott samstarf í gegnum árin. Starfsfólki Grundar eru færðar þakkir fyrir umönnun hans. Að endingu votta ég ættingjum Helga míuna dýpstu samúð við fráfall hans. Guðjón Hansson. UNION FOAM EUROBATEX PÍPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.